Morgunblaðið - 06.12.1970, Qupperneq 2
r,
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DE9EMBER 1970
Kortið sýnir í megindráttum gatnakeríið í M ið- og Austurbænum eins og ráð er fyrir
því gert í aðalskipulaginu.
*
K
ar varð. Verksrniðjurnar urðu
fyrsti vísir að 7.eykjavíkur-
kaupstað og til merkis um mik
ilvægi þeirra má geta þess, að
þegar verksmiðjurnar voru 10
ára gamlar eða 1762, þá höfðu
þær 95 manns í þjónustu sinni,
en á því ári voru ibúar Reykja
víkur taldir 177, en auk þess
34 á Arnarhóli og 39 í Hlíðar-
húsum eða samtals 250. Kaup-
staðarréttindi fékk Reykjavík
árið 1786 og síðar gerðust eft-
ir því, sem árin liðu, ýmsir at-
hurðir, sem hver um sig og sam
tiginlega urðu til þess að festa
Reykjavík í sessi sem höfuð-
borg Islands og skal sú saga
ekki rakin hér.
Þróun byggðarinnar gekk
hægt fyrir sig. Fólki fjölgaði
ekki mikið og byggðin var
lengi bundin við iítið svæði,
þ.e. kvosina milli tjarnarinnar
og sjávar. Um aldamótin voru
íbúar í Reykjavik um 6000 tals
ins og hafði byggðin þá skot-
ið öngum, bæði austur og vest
ur á bóginn, sérstaklega með-
fram Laugavegi, sem er hinn
upphaflegi vegur að Þvotta-
laugunum og ber nafn sitt sam
kvæmt því.
Árið 1900 var stjórninni
veitt heimild ti'l þess að leyfa
Reykjavikurkaupstað vega-
lagningu um Arnarhólstún.
Það var upphaf að Hverfis-
götu, en hluti hennar var þó
kominn áður, þ.e. austar í
Skuggahverfinu. Þá mynduð-
ust um þetta leyti götumar í
Skuggahverfi svo sem Lindar-
gata og Klapparstígur. Göturn
ar milli Laugavegs og Skóla-
vörðustígs, Grettisgata og
Njálsgata risu einnig upp rétt
eftir aldamótin. Svo að vikið
sé að fleiri götum má geta
þess, að Frakkastígur frá
Laugavegi niður Skuggahverf-
ið var lagður 1903 og Vita-
stígur 1907. Barónsstígur frá
norðri til suðurs við endann á
þáverandi byggð við Lauga-
veginn var lagður 1903. 1904
byggðist Miðstræti, 1906 Tjarn
argata og Vonarstræti. Á Geirs
túrá var byrjað að byggja
1907, komu þá Bárugáta, Rán
argata og Ægisgata.
Á stríðsárunum 1914—1918
var ekkert byggt í bænum. Þó
fjölgaði íbúum mjög mikið og
varð því húsnæðisskortur, svo
að til vandræða horfði. Að af-
lokinni heimsstyrjöldinni fyrri
hófst fyrsta meiri háttar bygg
ingartimabil Reykjavíkur og
varð þá steinsteypa aAalbygg-
ingarefnið. Á árunum 1920—
1930 tvöfaldaðist fjöldi húsa í
Reykjavík og þá byggðust að
miklu leyti svæðin á og í
kringum Skólavörðuholtið.
Jafnframt var þá byggt í Vest
urbænum, t.d. á Sólvöllunum.
Eftir 1930 varð þróunin hæg-
ari, enda gætti þá heimskrepp
unnar, en þegar landsmenn
losnuðu úr viðjum kreppunn-
ar, hefur borgin þanizt út, eins
og raun ber vitni og ekki
þarf að f jölyrða um hér.
GAMLAR
SKIPULAGSHIJGMYNDIR
Ýmsir verða til að hugsa um
skipuiagsmál borgarinnar á
þessu hæga framfaraskeiði
hennar. Tómas Sæmundsson
t.d. birti í Fjölni bréf um 1836,
þar sem hann m.a. gerir Reykja
vík að' umtalsefni. Honum
finnst ekki fullnægt fegurðar-
innar kröfum. Kofaþyrpingin
bjóði af sér óþokka. Hann
vildi fegra Reykjavík. Hann
vildi beinar götur þvert og
endilangt yfir kvosina og fjög
ur stórhýsi umhverfis opið
svæði við Austurvöll og stór-
hýsin áttu að vera kirkjan
(sem þá var reyndar komin),
háskóli, menntabúr (þ.e.
menntaskóli) og ráðstofa (þ.e.
ráðhús). Ýmsar fleiri hugmynd
ir setti Tómas og fram, en
samt var eins og hann hefði
ekki órað fyrir því að Reykja
vík myndi nokkurn tíma vaxa
úr kvosinni.
Annar góður forveri okkar,
Sigurður Guðmundsson, málari
hugsaði og mikið um skipulags
mál Reykjavíkur. Hann lét eft
ir sig lauslega skipulagsupp-
drætti, sem sýndu ^Tssulega
stórhug. Hann mun fyrstur
manna hafa komið fram með
hugmynd um það, að í Laugar-
dalnum væri tilvalinn staður
fyrir leikvang handa æskulýð
bæjarins og þar væri skjól og
jarðhiti til að rækta tré og
skrautblóm. Þessar hugmyndir
Sigurðar voru á ferðinni um
1860.
Allar voru þessar hugmynd-
ir, þótt merkar væru, frekar
sundurlausar og oft byggðar á
tilfinningu og fegurðarsmekk
frekar en þvi, sem raunhæft
var á þeim tíma. Árið 1927 var
hins vegar gerður heildarskipu
lagsuppdráttur af bænum, sem
samþykktur var í bæjarstjórn.
Á meðfýlgjandi mynd hefur
hinn gamli uppdráttur frá 1927
verið prentaður á nýjan upp-
drátt af Reykjavík. Það sem
fyrst og fremst vekur athygli
er hringvegurinn í kringum að
albyggðina. Þetta er Hring-
brautin, svonefnda. Klemens
Jóns'son segir í sögu Reykja-
víkur, sem út kom 1929: „Alveg
nýlega hefur verið lokið við
skipulagsuppdrátt af bænum,
er það tilætlunin að fylgja
honum eptirleiðis. Samkvæmt
honum á vegur, er nefnist
Hringbraut, að liggja eins og
belti utan um hann frá Rauð-
árvík og að Selsvör. Innan
þessa beltis verður þvi aðal-
bærinn eptirleiðis og er að
mestu leyti albyggður á þessu
svæði.“ Svo mörg voru þau orð
Klemensar, en fjarri fer því
að hugmyndirnar frá 1927 hafi
staðizt. Hringbrautin umlykur
nú aðeins elzta hluta bæjarins,
sem að öðru leyti teygir sig
orðið langt inn fyrir Elliðaár.
AÐALSKIPULAG
REYKJAVlKUR
Þó að mikils sé um vert að
skipuleggja ný ibúðar- og at-
hafnahverfi til að ' mæta út-
þenslu borgarinnar, er hitt og
mikilvægt að reyna að gera sér
grein fyrir því, hvernig endur
nýjun og endurskipulagning
gömlu borgarhverfanna geti
átt sér stað. Einmitt með þetta
í huga, var það veigamikill
þáttur í aðalskipulagi Reykja-
vikur, sem út kom 1966, að
gera nokkuð nákvæma áætlun
um skipulag Miðbæjarins og
eldri hluta Austurbæjarins.
Aðalskipulag Reykjavíkur
er eins konar rammi um þróun
borgarinnar í meginatriðum
fram til ársins 1983. Það segir
þó aðeins fyrir um þróunina í
mjög breiðum dráttum og upp
í það verður að fvlla með
ákvörðunum, sem stöðugt er
verið að taka frá degi til
dags. Mikilvægustu þáettirnir í
aðalskipulaginu eru staðsetn-
ing ýmissa meginþátta borgar-
lífsins og gagnkvæm lega
þeirra, notkun landsins til jhn-
issa þarfa og loks umferðar-
kerfi, sem tengir borgina í eina
heild. Slík áætlanagerð hlýtur
að hvíla á ýmsum forsendum.
Sumar eru óskeikular og
óbreytanlegar, eins og náttúru
far borgarinnar, en aðrar eru
byggðar á mati og þær for-
sendur geta breytzt frá tíma
til tíma. Sama er og um mark-
mið slíkrar áætlunar. Mark-
miðin eru mörg, sem keppa
þarf að og stundum þarf eitt
að víkja fyrir öðru og endan-
leg niðurstaða hlýtur að byggj
ast á eins konar sáttum milli
mismunandi markmiða. Það sjá
um við bezt, þegar við hugleið-
um að fagurfræðileg markmið
t.d. þurfa ekki alltaf að fara
saman við hagræn markmið og
tæknileg markmið þurfa ekki
alltaf að fara saman við félags
leg markmið, svo að dæmi séu
nefnd.
GÖMLU BORGARHVERFIN
Við skulum þá víkja að
gömlu borgarhlutunum sér-
staklega og átta okkur á þvi í
fyrstu, hvernig aðalskipulagið
gerði ráð fyrir að þeir myndu
þróast í framtíðinni. Að því
loknu ætla ég að víkja að ein
stökum málum, sem rædd hafa
verið í sambandi við gömlu
borgarfiverfin.
Eins og ég vék að áðan
greinir aðalskipulagið í mjög
grófum megindráttum frá þró-
un borgarinnar állt til ársihs
1984. Hins vegar þótti nauðsyn
legt að gera skipulag með
nokkru meiri nákvæmni að
tveimur gömlum borgarhlutum,
þ.e. Miðbænum og gamla Aust
urbænum. Það er ljóst að þar
þarf allmikil enduruppbyggnig
að eiga sér stað og því mikil-
vægt að gera sér grein fyrir
því í meginatriðum, hvernig sú
uppbygging eigi fram að fara.
Þar eru fyrir hendi ákveðin
sérstök vandamál, eins og t.d.
að eignarréttur að lóðum á
þessu svæði er yfirleitt í einka
eign, en lóðir flestar nokkuð
smáar. Þess vegna er á það
sótt, að nýtingarhlutfall sé
le.vft mjög hátt á lóðunum. Þá
eru umferðarmálin og bíla-
stæðamálin erfið viðfangs á
þessu svæði og þarfnast sér-
stakra aðgerða. Þá má ekki
gleyma þvi að hinir gömlu
borgarhlutar hafa sérstakt
gildi, bæði sögulega og fagur-
fræðilega og því ekki óeðlilegt
að reynt sé að segja nákvæm-
ar fyrir um þróun þessara
borgarhluta en annarra. Þvi
má og heldur ekki gleyma, að
skipulag á þessum hverfum,
eins og annars staðar er byggt
á ákveðnum forsendum og for-
spám, sem kunna að breytast
með breyttum tímum. Það er
því ekkert líklegra en að eft-
ir því sem tírpar líða muni hug
myndir aðsdskipulagsins um
uppbyggingu gömlu borgar
hlutanna breytast, þó að viss-
um grundvallarreglum sé hald
ið.
NOTKUN HtJSNÆÐISINS
Við skulum fyrst athuga fyr
irhugaða notkun landsins í að-
alatriðum í Miðbænum og Aust
urbænum og ræða um leið hug
myndir aðalskipulagsins um
notkun húsnæðis í þessum
hverfum.
Árið 1962 var heildarflatar-
mál húsnæðis í Miðbænum
118.000 m2. Samþykkt borgar-
stjórnar og ennfremur útreikn
ingar á væntanlegu umferðar-
magni byggjast á þeirri áætl-
un, að húsnæðisflatarmálið
muni komast upp í 150.000 m'2
til 1983 og síðar upp í