Morgunblaðið - 06.12.1970, Síða 6

Morgunblaðið - 06.12.1970, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBRR 1970 m % ' Krúsjefí. Endur- minningar Kr ús j eff s Árið 1929, þegar Krúsjeíf var 35 ára að aldri, var hann Ieystnr frá störfum við flokk- inn í tjkraínu Off hélt til Moskvu. í orði kveðnu var það til að nema við Iðnaðarháskól ann, en í reynd til að reyna hæfnl sína í flokksstarfinu í Kreml. Þeg:ar Krúsjeff kom til Moskvu, hafði fyrstu fimm ára áætluninni verið hleypt af stokkunum og landið stóð and- spænis fyrstu afleiðingiinum, sem fylgi; höfðu í kjölfar sam- yrkjubúskaparins. Eftir tvegrgrja ára „nám“ við skólann hætti Krúsjeff þar ogf liófst nú skjót- ur framaferill hans innan flokksins í höfuðborginni. Krúsjeff segfir siðan frá þvi að honum hafi ekki orðið það Ijóst, fyrr en hann hóf að starfa í Moskvu, hvílík áhrif landbúnaðarstefna valdhafans hafði á fólkið. Hann var send- ur í ferðalag ogr átti að afhenda fé, sem safnað hafði verið til kaupa á landbúnaðarvélum. Hann segir: „Við dvöldum að- eins fáa dag:a á samyrkjubú- inu ogr okkur rann kalt vatn milli skinns og: hörunds, er okk ur urðu ljósar ástæður þar. Bændurnir voru að svelta til bana. Við kvöddum saman fund til að afhenda pening: ana, sem við komum með til þeirra. Þegrar við tjáðum þeim í hvað fénu skyldi varið sögrðu þeir okkur, að þeir hefðu ekki áhugra á landbúnað arvélum — þeir vildu brauð. Þeir bókstaflega grrátbáðu okk ur að grefa þeim brauð. Mig: hafði ekki rennt g;run í, að ástæðurnar væru slikar. Við höfðum hrærzt í þeim blekk- ingum, sem Pravda bar á borð fyrir okkur um, að allt væri i himnalagí úti á landsbyggð inni.“ Síðar mun Stalín hafa feng- ið fregnir af ástandinu og hélt þá fræga ræðu, þar sem hann varpaði allri ábyrgðinni á ýmsa þekkta og starfandi flokksfé- laga. Árið 1932 fór Kaganov- itsj (formaður eftirlitsnefndar flokksins) til Krasnodar. Seinna kom í ljós að hann hafði farið til að kæfa niður verk- fall hjá kósökkum, sem neit- uðu að rækta land sitt. Var ekki að orðíengja það að þeir voru allir með tölu flutfir til Síberíu. Krúsjeff segir að einn vina sinna hafi sagt sér að verkföll væri tíð í Okraníu og að hermenn úr Rauða hernum hefðu orðið að vinna að sykur uppskerunni. Að sjálfsögðu kunnu þeir ekki til verka og eyðilögðu nánast uppskeruna. 1 kjölfar þessa brautzt út sá orð rómur, að hungursneyð geisaði í Úkraínu og segist Krúsjeff hafa átt erfitt með að festa trúnað á það; hann hafði farið þaðan aðeins þremur árum áð- ur og var þá allt með felldu og vöruúrval nóg. Ekki var fært að halda frétt unum leyndum um hungurs- neyðina sem gerðist æ meiri. Krúsjeff mælti með að gefin yrðu út skömmuntarkort til að reyna að dreifa einhverjum matvælum til þurfandi og þorp arar sætu ekki einir að því litla sem til var, og gerði hann ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir misnotkun. Þegar ljóst var að margir vissu orð- ið, hve hörmulegt ástandið var, ákvað Stalín að skella að þessu sinni allri skuldinni á Kúlakka (rússneskir stórbænd ur) Trotskysinna og Zionista. „Það var jafnan nærtæk heppileg skýring að tala um skemmdarverk andbyltingar- sinna,“ segir Krúsjeff, ag held- ur áfram: „Kannski verður aldrei vitað með neinni vissu, hve margir létust úr hungri beint eða óbeint vegna ákefðar Stalíns að koma sökinni á aðra. En tvennt er öruggt: fram- kvæmd samyrkjubúskaparins undir forystu Stalíns færði okkur ekki annað en eymd og grimmd og í öðru lagi var Stal ín óumdeilanlegur ráðamaður landsins í einu og öllu. Ef við ætlum okkur að finna þann, s'em tvímælalaust ber ábyrgð- ina, þá ér það Stalín og eng- inn annar. En allt þetta lá falið í framtíðinni. Enn trúðum við Stalín og treystum honum í einu og Öllu.“ FETAÐ UPP METORÐASTIGANN 1 ársbyrjun 1931 var Krús- jeff kjörinn ritari einnar flokksdeildarinnar í Moskvu. Hugði hann gott til glóðarinn- ar og þótti framtíðin blasa við sér björt. 1 fyrstu var hann þeirrar skoðunar, að Kaganov itsj hefði átt einhvem hlut að þessari upphefð hans, en siðar varð hann þess vísari að það var fyrir tilstilli Stalíns sjálfs. Kom í ljós að eiginkona Stal- íns Nadezhda Sergeyevna Allil uyeva — sem hafði verið skóla systir Krúsjeffs í háskólanum — lofaði hann hástöfum við Stalín og hvatti hann til að hjálpa honum nokkuð áleiðis. Siðan segir Krúsjeff: „Á þess- um árum og hinum sem á eft- ir komu, hélt ég lífi, en horfði á eftir fjölmörgum vinum mín um og kunningjum, sem voru teknir af lífi sem óvinir þjóð- arinnar. Ég hef oft spurt sjálf an mig: Hvernig mátti það vera að mér var þyrmt? Ég held að sumpart hafi það verið fyrir hlý orð eiginkonu Stálíns, sem hafði drjúg áhrif til að skapa vinsemd Stalíns í minn garð. Ég kalla þetta happdrættisspil ið mitt. Ég fékk vinningin, með því að kona Stalíns skyldi fylgjast með starfi mínu svo hliðhollum augum. Það var fyr ir hennar orð að Stalín treysti mér. Síðar átti hann oft til að ráðast á mig og hafa uppi móðgunaryrði; en fram á sinn síðasta sevidag held ég að hon um hafi verið vel til mín. Frá- leitt væri að tala um að slík- um manni þætti vænt um nokk urn, en ekki er ofsagt að hann hafi metið mig mikils.“ EKKJA LENINS EITIN HORNAUGA 1 framhaldi af þessu segir Krúsjeff að Stalín hafi litið hornauga ekkju Lenins, Nad- ezhda Konstantinovna Krupsk- aya og lét hann þau orð iðu- lega falla, að hann væri ekki trúaður á að sú kona legði fram lið sitt í baráttunni fyrir flokkinn. Eftir dauða Stalíns segir Krúsjeff að þeir hafi fundið umslag í fórum hans og í því var miði með skrift Stal- íns. Þar ásakar Lenin Stalín fyrir að hafa móðgað fconu sína og krefst þess að Stalín biðji forláts, ella liti Lenin ekki á hann sem sinn félaga lengur. Kveðst Krúsjeff hafa furðað sig á þvi, að Stalín geymdi þennan miða, en hugsanleg skýring sú, að hann hafi verið búinn að gleyma honum. Krús jeff víkur að þvi, að oft hafi það komið mjög illa við sig að sjá hversu óvirðulega Stalín kom fram við Nadezhda Kon- stantinovna. Hún fylgdi Stalín ekki í einu og öllu og hélt með al annars ræðu Bukharin og Rykov til varnar á flokksfundi árið 1930. Afleiðingin varð sú, að sögn Krúsjeffs að hún sætti harkalegri gagnrýni hvaðan- æva. „Ég minnist hennar sem gamallar, bugaðrar konu. Fólk forðaðist hana eins og pest- ina“ segir Krúsjeff. Krúsjeff segir síðan: „Ég var trúr Stalín í hvivetna. Trúr honum sem leiðtoga og vernd- ara. Ég trúði eins og nýju neti öllu, sem Stalín sagði í nafni flokksins; ég trúði þvi að hann væri innblásinn snilldaranda. Engu að siður fann ég mig dá- lítið tvisikiptan í afstöðunni til StaMns, þegar Nadezhda Kon- stantinovna féll í ónáð hjá flokknum. Ég hafði rika samúð með henni.“ Hann rekur síðan, að Stalín hafi um skeið orðið tiðrætt um ekkju Lenins og Stalín tók að draga í efa, hvort hún væri raunverulega ekkja Lenins. Sagði Stalin, að hann myndi lýsa þvi yfir opinber- lega, ef þörf krefði, að önnur kona hefði verið eiginkona Len ins, og nefndi hann ti'l kven- mann, sem var mjög dyggur flokksfélagi. Krúsjeff ségir, að kvinna sú sé enn á lífi, en hann kæri sig ekki um að birta nafn hennar. „Ég held,“ segir Krúsjeff, „að andúð Stal íns á Nadezdha hafi verið vak- in af andúð þeirri, sem hann hafði á Lenin sjálfum. Ekkert var Stalín heilag-t, ekki einu sinni mikill og góður orðstir Lenins. Hann hafði mestan hug á því að grafa undan ást okk- ar og virðingu á minningu Len ins og auka sjálfs sín veg. „LEIGUÞÝIÐ KAGANOVITSJ" Þegar talið berst að þessu er óhjákvæmilegt að víkja að Kaganovitsj og hans hlut. Framkoma hans vakti viðbjóð hjá mér og raunar fleirum. Hann var ekki annað en ves- öl undirtylla, leiguþý. Stalín þurfti ekki annað en rétt að kitla hann bak við eyrun, þá rak Kaganovitsj upp þau gól við flokksmenn, sem ætlast var til.“ Það var ekki hvað sizt Kag- anovitsj, sem Stalín otaði fram til að reyna að sverta minn- ingu Lenins. Á flokksfundum kvaddi Kaganovitsj aér hljóðs og mælti þá að sögn Krúsjeffs venjulega eitthvað á þessa leið: „Félagar! Það er kominn timi til að við segjum fólkinu sannleikann. Allir eru að tala um Lenin og Leninisma. Við verðum að vera einlægir og heiðarlegir. Lenin andaðist ár- ið 1924. Hvað vann hann fyrir flokkinn í mörg ár? Hverju fengum við áorkað undir hans stjórn? Samanborið við það, sem áunnizt hefur undir for- ystu Stalíns? Það er kominn tími til að við endurbætum kjörorðið „Lenin lengi lifi“ og segjum i þess stað „Stalín lengi lifi“ og „Stalínismi lengi lifi!“ Krúsjeff segir að þegar Kag- Kaganovitsj. LAZAR Kagainovitsj var, eins og fram kemur í minninigum Krúsjeffs, ahrifamaður að mörgu leyti á þessum árum. Þó virðist lítill vafi leika á því, að hann var algert handbendi Stalíns og virð ast aldfei koma fram hjá honum aðrar skoðanir en þær, siem Stalín lagði honum í munn. Hann er af flestum talinn þriðji í röð mestu glæpamahna Sovétríkj anna að undan- teknum þeim Stalín og Beria. Allt bendir til að Kaganovitsj hafi að mörgu leyti stutt við bak- ið á Krúsjeff meðan hann var að feta sig upp valda- stigann. Síðar dró til tíð- inda milli þeirra og eftir að Krúsjeff komst til aukinna metorða var Kaganovitsj rekinn úr Stjómmálaráðinu árið 1957. Hann var síðar skip- aður verksitjóri við Sem- entsverksmiðju í Sverdl- ovsk. Upp á síðkastið hefur honum sézt bregða fyrir á götum Moskvu, í viðræðum við stúdenta og tíður gestur hefur hann verið í leikhúsum þar í borg á undanföm- um mánuðum. Krúsjeff i Úkraínu fyrir heimsstyrjöldina síðari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.