Morgunblaðið - 19.01.1971, Blaðsíða 7
MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971
7
* *
GÆSIR A ISLANDI
Ueiðagíes. Peter Scott málaði myndina.
Talið er að átta tegundir af
gæsum hafist við hér á landi
um lengri eða skemmri tíma
á hverju ári. Þessar tegundir
eru: grágæs, stóra grágæs
heiðargæs, blesgæs, stóra
biesgæs, akurgæs, margæs og
helsingi. Grágæsir og heiða-
gæsir eiga varplönd sín hér,
en hinar koma aðeins við vor
og haust, þvi að varpstaðir
þeirra eru á Grænlandi.
Gæsir hafa löngum verið
óvinsælar hér á landi, því að
þær hafa oft gert mikinn usla
í sngjum, túnum og bithaga.
Þær bita gras og eru furðu
fljótar ,,að slá“ stórar land-
spildur, enda oft í stórhópum.
Á seinni árum hafa þær gerzt
vargar á sáðsléttum, því að
þær draga upp rætur nýgræð
ingsins og skemma því meira
þar heldur en á harðvelli.
Menn hafa heldur ekki ver
ið hiífnir við gæsirnar fyrr-
um, egg þeirra hafa verið
hirt og þær hafa verið veidd
ar miskunnarlaust þegar þær
voru í sárum, en það bitnaði
, eingöngu á grágæsum og
heiðagæsum. En farandgæs-
irnar veiddu bændur á Suður
landi í net þegar þær komu
að landi á vorin svo snemma,
að enginn gróður var kominn.
Hengdu menn þá net upp á
stangir, sem haldið var uppi
með löngum streng og var
borið moð og hey undir net-
ið. Fuglinn flykktist þar að
til að ná sér í æti. Þurfti þá
ekki annað en slaka á
strengnum og við það féll net
ið yfir hópinn. Voru það að-
allega margæsir, sem þannig
voru veiddar. Þær komu i
stórhópum að landi snemma á
vorin og voru jafnan mjög
spakar fyrstu dagana, ör-
þreyttar af löngu flugi.
Um netaveiðina er kunn-
ust saga frá Breiðabólstað í
Fljótshlið á dögum Ögmund-
ar Pálssonar, er síðar varð
i biskup. Vorið 1508 var mjög
hart og var lítið um bjarg-
ræði meðal manna. Rétt fyr-
ir páskana settu menn þar
upp fuglanet og á sjálfan
páskadaginn var presti til-
kynnt, að nú væri margæsa
hópur kominn undir netið.
Prestur bannaði að drepa
fuglinn, því að nú væri lífg-
unardagur, en ekki dauða.
Þá vildi svo til, að yxna
kýr sleit sig upp í fjósinu og
komst út og hljóp allt hvað
af tók. Fór hún þá á streng-
inn er hélt uppi fuglanetinu,
en við það féll netið yfir
fuglahópinn, en það voru nær
300 margæsir. Prestur skip-
aði þá að taka fuglinn og
bera hann inn i stofu. Þar
var hann geymdur fram yfir
miðnætti á annan páskadag,
en þá slátrað. Er þá haft eft-
ir Ögmundi, að „grípa skal
gæs er hún gefst“, og varð
það að orðtaki. Sagði prest-
ur og, að það væri jarðtein
frá guði, að bjarga mönnum
svo furðanlega, er allir voru
hungraðir.
Margæsin var I fyrndinni
köiluð gagl, en Sunnlending-
ar hafa kallað hana hrotu og
er það nafn dregið af gargi
fuglsins, sem mest líkist hrot
um. Talið var, að hrotur gætu
orðið mjög gamlar og þess
vegna varð það málvenja að
kalla gamlar konur hrotur
(kerlingarhrotur). Nætur
vagninn milli Reykjavíkur og
Akureyrar er lika kaliaður
hrota.
Grágæsin og akurgæsin eru
stærstar þeirra gæsa, sem hér
eru kunnar. Grágæsin kemur
snemma á vorin, um sumar-
mál, og leitar þá þegar til
varplanda sinna, en þau eru
öll í láglendishéruðum og
vart munu grágæsahreiður
finnast hærra en um 300 m
yfir sjó. Varpstöðvarnar
voru fyrrum um land allt og
þó einkum meðfram ám og í
árhólmum, en víða hafa þær
farið í eyði, vegna ágangs
manna og refa, og nú síðast
hefir minkurinn orðið grágæs
unum skeinphættur. Hefir
grágæsum því hríðfækkað ár
frá ári.
Gæsafjaðrir þóttu í fornöld
beztar allra fjaðra að hafa á
örvar. Á miðöldum voru þær
verzlunarvara hér á landi,
þvi að þær þóttu ágætar I
penna áður en stálpennarnir
komu. Bændur tíndu því
mikið af gæsafjöðrum á
hverju sumri, og er sérstak
lega til þess tekið hve mikil
fjaðratekja var á Mýrunum.
Nokkuð voru gæsaveiðar
stundaðar meðan gæsirnar
voru í sárum. Höfðu margir
vanið hunda sína á að elta
þær uppi og bíta um hálsinn
á þeim, þvi að þá var þeim
öllum lokið. Þess er getið, að
austur á Breiðamerkursandi
hafi verið mikið gæsavarp áð
ur en jökullinn skreið fram.
Þangað fóru menn til veiða
áður en ungarnir urðu fleyg-
ir og meðan gömlu gæsirnar
voru i sárum. Eltu menn þær
uppi á hestum og slógu þær
með prikum, eða þá svipuól-
um. En svo eru gæsir fráar
á fæti, að það voru aðeins
fljótustu hestar, sem gátu
náð þeim.
Grágæsirnar hverfa héðan
af landi burt um mánaðamót-
in sept.-okt. En nokkru fyr-
ir brottförina söfnuðust þær
saman í stórhópum á Suður-
landsundirlendinu og bjuggu
sig þar undir flugferðina yf-
ir hafið. Þótti mörgum bónda
þetta illur stefnivargur, því
að þær gjörbitu stórar land-
spildur, þar sem var óslegið
engi eða kúahagar. En bænd
um varð yfirleitt ráðfátt að
afstýra þessu. Þó er sögð sú
saga af bónda í Holtunum, að
hann færi með trog út í haga,
þar sem gæsirnar gerðu mest
an átroðning, og hafði í trog
inu slatta af baunum, vættum
í brennivíni. Morguninn eft-
ir stóð gæsahópur við torg-
ið og lét öllum illum látum.
Höfðu gæsirnar etið baunirn
ar og orðið svo ölvaðar af, að
þær höfðu ekki vit á að
forða sér. Gekk bóndinn þar
að þeim og sló þær allar og
fékk þar gott búsílag.
Heiðagæsin verpir víðast
hvar um miðhálendið, „og
öilu meira norðan jökla en
sunnan,“ segir i Fuglabók
F.l. Kunnasta varplandið er í
Þjórsárverum, og hefir mikið
verið rætt um það að undan
förnu, vegna fyrirhugaðrar
Stóra grágæs. Peter SCott
málaði myndina.
stíflu Þjórsár. Til varplands
ins í Þjórsárverum fóru bænd
ur hópum saman á hverju ári
fyrrum, bæði úr Rangárvalla
sýslu og Skaftafellssýslu, til
þess að veiða gæsirnar með-
an þær voru í sárum. VorU
valdir hestar hafðir í þær
veiðiferðir og einnig hundar,
sem kennt hafði verið að
grípa gæsir. Þarna uppi í ver
unum höfðu bændur gert rétt
ir, sem þeir kölluðu gæsarétt
ir, og svo ráku þeir gæsirn-
ar í hópum inn í þessar rétt-
ir, þar sem þeir gátu gengið
að þeim og slátrað þeim.
Langt er nú síðan þessi veiði
aðferð lagðist niður og veiði-
ferðum fækkaði mikið, svo að
gæsastofninn þarna óx ár frá
ári. Hvað á nú að verða um
hann, ef vatni verður hleypt
yfir varplöndin?
Þetta mál er nú verið að
athuga. Sumir haida að gæs-
irnar muni aðeins færa sig
um set því að víðar séu góð
varplönd í óbyggðum. Aðrir
segja að gsesastofninn muni
liða undir lok og margt
fleira hefir verið sagt eins og
vant er, þar sem allir hafa
vit á öliu.
Frá
horfnum
tíma
INNRÉTTINGAR
Vainti yðiur vandaðar innrétt-
inigair í hýbýl'i yðar, þá leitiið
fyrst tillboðia hjá okkur. —
Trésm. Kvistur, Súðavogi 42,
símar 33177 og 36699.
BROT AMÁLMUR
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta verði, staðgreiðsla,
Nóatún 27, sími 2-58-91.
Barngóð stúlka
á aldrinum 9—12 ára óskast til að gæta þriggja ára telpu
þrjá tíma á dag, eftir hádegi, 5—6 daga vikunnar.
Hentugt væri að hún byggi í Hlíðunum eða Austurbænum,
Umsóknum sé skilað til Morgunblaðsins fyrir fimmtudaginn
'21. janúar merkt: „Stúlka — 4852".
Nýtízku 4rn herbergja íbuð
um 115 ferm. á 3. hæð með 2 svölum í 3ja ibúða húsi i Vest-
urborginni til sölu. Sérhitaveita.
Nánari upplýsingar gefur
NYJA FASTEIGNASALAN
Laugavegi 12, sími 24300,
utan skrifstofutima 18546.
FELAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Kópavogur
SPILAKVÖLD
Týr F.U.S. í Kópavogi heldur félagsvist i Félagsheimili Kópa-
vogs neðri sal þriðjudaginn 19. janúar kl. 20,30.
Góð verðlaun verða veitt og einnig veröa heildar-
verðlaun að loknum 4 fyrirbugðum spilakvöldum.
Avarp: Axel Jónsson alþingismaður.
Öllum er heimil þátttaka.
Stjórn Týs F.U.S.
Lj
B.M.2.1
NYSMIDI: 25-30 lesta fiskibátar
SÖIUUMBOÐ: TRYGGINGAR & FASTEIGNIR
Austurstræti 10 a 5. hæð
Sími 26560 Kvöldsími 13742
reI
Ný dag- og kvöldnúmskeið
hefjast í næstu viku
fyrir ungar stúlkur
og frúr.
Þær dömur sem
eru á biðlista haíið
samband við skólann
sem fyrst.
Upplýsingar og inn
ritun í síma 33222.
Snyrti- og tízkuskólinn
Unnur Arngrímsdóttir.