Morgunblaðið - 19.01.1971, Side 17
MORjGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1971
17
Kristj án J. Gunnarsson;
Staða konunnar
í þjóðfélaginu
Tækniþróun og uppeldi
Draumur mannkynsins um að
skapa fegri og betri heim er
sjálfsagt næstum jafn gamall því
sjálfu. En hugmyndirnar um það
hvernig slikur heimur eigi að
vera, eru síbreytilegar. Þannig
hefur hin gamla, kristna hug-
sjón um þúsund ára rikið, þar
sem maðurinn yrði hamingjusam-
ur og lifði ekki á brauði einu
saman, nú um sinn orðið að
þoka fyrir hugsjóninni um vel-
ferðarríkið, þar sem takmarkið
er fyrst og fremst gnóttir
efnalegra gæða. Sumar þjóðir
hafa með vísindalegri beitingu
hagfræðinnar samfara afli fjár-
magnsins komizt langt i að ná
þessu marki.
Þessar efnahagslegu breyting-
ar þjóðfélaganna voru gerðar
samkvæmt hnitmiðaðri áætlun.
Þær urðu kærkomið meðal gegn
fátækt, atvinnuleysi og fjárhags
legu öryggisleysi. En hins vegar
hafði þetta meðat í för með sér
nokkrar aukaverkanir. Þær
komu fram í áhrifurh velferðar-
rikisins á þann grundvöll félags
legra og uppeldislegra hug-
mynda og hefða, sem vestræn
menning hefir hingað til aðal-
lega byggt á.
Margt bendir til, að einmitt af
þessum sökum standi margar
þjóðir hins vestræna heims nú á
krossgötum i menningarlegu til-
liti. Tækniþróunin, tillitslaus
gagnvart flestu öðru en sjálfri
sér, samrýmist illa eða alls ekki
félags- og uppeldishugmyndum,
sem eru eðli sínu gamlar, að
ýmsu leyti verðmætar, en einn-
ig á sumum sviðum úreltar.
Breyting hlýtur óhjákvæmilega
að eiga sér stað. Hitt er vafa-
samara, að sú breyting verði sam
kvæmt áætlun eins og átti sér
stað um efnahagsþróunina.
Við skulum strax gera okkur
Ijóst, að framvinda tækninnar
verður ekki stöðvuð, né heldur
myndum við vilja stöðva hana,
þegar til kastanna kemur. Jafn
vel þeir, sem hæst hrópa (og oft
með réttu) um andlegt niðurdrep
peningahyggjunnar, eru flestir
brjóstmylkingar velferðarríkis
ins. Þeir kunna, að ungbarna
hætti að gretta sig og jafnvel
æla svolítið, þegar þeir hafa
fengið of stóran skammt, en þyk
ir þó fyrr en varir gott að kom-
ast aftur á spenann.
Það verða framfarir í visind-
um og tækni, sem móta fram
vindu þjóðfélaganna í náinni
framtíð fremur en fyrirfram
mörkuð uppeldis og félagsmála-
stefna, þótt ýmsir kynnu að óska
að því væri öfugt farið. Uppal-
endur og félagsfræðingar munu
enn um sinn verða að sætta sig
við það torvelda verkefni að
reyna eftir beztu getu að fella
ýmsa eðlislægustu og mannleg-
ustu þættina, sem mannskepnan
er búin, að þjóðfélagi, sem að
verulegu leyti þróast eftir
ómennskum lögmálum.
1 þessu greinarkorni verður að
eins fjallað um einn þáttinn af
mörgum, sem þjóðfélagsþróunin
hefur gert nauðsynlegt að endur
meta, en það er staða konunnar
í þjóðfélaginu.
HEIMILISUPPELDI
Uppeldi má í grófum dráttum
greina í þrjá flokka eftir þvi,
hvað er helzti áhrifavaldurinn í
uppeldinu, heimilið, opinberar
uppeldisstofnanir, eða vixláhrif
heimila og stofnana.
Heimilisuppeldið rekur rætur
sínar allt aftur til hinna elztu
menningarsamfélaga og hefur
haldið velli gegnum veiðimanna-
akuryrkju- og bændaþjóðfélag-
ið. Það hefur einnig verið mestu
ráðandi i iðnaðarþjóðfélaginu
allt fram á eða fram undir okk
ar daga. Til kosta heimilisupp-
eldis má telja þau tilfinninga-
legu tengsl milli heimilisfólks,
foreldra og barna, sem til verða
við náin samskipti og stundum
sameiginlega þátttöku í lifsbar-
áttunni. Þannig myndast oft
gagnkvæmur skilningur á sjónar
miðum og vandamálum hinna
eldri og yngri og oftast nokkur
trúnaður milli foreldra og
barna. Heimilisuppeldið er hag-
kvæmt til hægfara endurnýjun-
ar, varðveizlu og afhendingar
menningararfleifðar frá kynslóð
til kynslóðar.
Heimilisuppeldi á sér einnig
neikvæðar hliðar. Það er í eðli
sínu einhæft, og sé heimilið
slæmt, eru áhrif þess til ills
sterk. Þau gömlu sannindi eru
varðveitt i málshættinum: „Án
er ills gengis, nema heiman
hafi.“ Á afskekktum stöðum, þar
sem snerting við stærri félags-
heildir er lítil, getur einhliða
heimilisuppeldi hneigzt til skorts
á félagshyggju, þröngsýni, for-
dóma, framkvæmdaleysis og
stöðnunar.
STOFNANAUPPELDI
Stofnanauppeldí, sem einangr-
að fyrirbæri i þjóðfélaginu á sér
einnig all langa sögu, ef miðað
er t.d. við uppeldi á vegum
trúarlegra stofnana, herþjálfun-
ar eða eiokaSkóla. Sem víðtækt
áhrifamikið og mótandi þjóðfé-
lagsfyrirbæri er stofnanaupp
og búa þær þeim eðliseigind-
um, sem duga rnuni til vaxtar
þeim og viðhalds. Bresti ein-
hver mikilvægur hlekkur í
þeirri keðju deyr tegundin út.
Talið er, að tilraunin um
manninn (homo sapiens) hafi
staðið yfir í u.þ.b. hálfa milljón
ára. Ótöldum árþúsundum hefur
náttúran varið til að treysta
samband móður og barns, enda
byggðist það fyrst og fremst á
umönnun kvendýrsins fyrir af-
kvæmi sínu, hvort tegundin
homo sapiens myndi lifa af eða
farast rétt eins og yfirleitt á
sér stað með flestar dýrategund
ir.
Hin tæknilega og félagslega
uppbygging nútíma mannfélags
Kristján J. Gnnnarsson.
að kvöldi. Á miklu velt-
ur, hvernig þær sam-
verusfundir verða. Gengur fjöl-
skyldan einhuga og i samvinnu
að því að leysa þau verkefni,
sem vinna þarf að, svo sem
barnagæzlu, matseld, húsþrif
o.s.frv.? Reynir hún að nota sam
verustundirnar til að blanda
geði, stofna til raunverulegra
kynna og trúnaðar og leita uppi
sameiginleg áhugamál? Ef þann
ig tekst til, er vafalaust hægt að
bæta verulega úr vanköntum
stofnanauppeldisins.
Því miður mun hitt þó ekki
vera. óalgengara, að samveru
stundir fjölskyldunnar leiði alls
ekki til þess að sameina hana og
tengja hana traustum böndum.
Verkaskiptingin verður aðskil-
in, byggð á grunni gamalla hug
mynda, þar sem hússtörfin og
barnagæzlan falla í hlut kon
unnar, sem kemur heim þreytt
frá starfi. Eldri börn og ungl-
ingar sinna aðeins eigin áhuga-
málum, þegar bezt lætur eru
þau önnum kafin við nám sitt.
Húsbóndinn vinnur i garðinum
eða les dagblöðin að loknum
löngum yfirvinnudegi. Upp i
þær fáu stundir kvöldsins, sem
fjölskyldan raunverulega á kost
á að njóta hvildar og samvista,
fyl'la svo f jölmiðlunartækin,
sjónvarp, útvarp, plötuspilari,
blöð og bækur. Sókn á skemmti-
staði styttir einnig samverutíma
fjölskyldunnar, þar sem börn og
foreldrar sækja yfirleitt ekki
sömu skemmtistaði eða fara sam
an á skemmtanir.
Við slíkar aðstæður eru litlar
líkur til, að fjölskyldan tengist
tilfinningalegum böndum, sem
rista eitthvað dýpra en það að
þekkjast i sjón og fullnægja
nauðþurftum, óskum, kröfum eða
heimtufrekju.
Vonandi verður í framtiðinni
sá árangur af stofnanauppeld-
inu, að félagsþroski og félags-
kennd fer vaxandi, ekki aðeins
á ytra borði þjóðlífsins, heldur
einnig í mannlegum samskiptum
einstaklinga og kynslóða, barna
og foreldra.
Ýmis sjúkdómseinkenni vestr-
ænnar menningar benda þó
alls ekki til þess, að við séum
á þeirri leið, heldur gefa þau
ríka ástæðu til að óttast hið
stofnana- og heimilisuppeldi.
Með heimilisuppeldi er í þessu
sambandi við það átt, að heimil-
ið standi barninu opið til at-
hvarfs, hvenær sem bamið
þarfnast þess.
Ég sagði hér áðan, að tækni-
þróunin væri tillitslaus gagn-
vart flestu öðru en sjálfri sér.
Hætta er á, að þessi þróun móti
einnig tillitslausa, sjálfselska og
eigingjarna einstaklinga, sem
setja eigin hag ofar annarra og
krefjast meira af öðrum en sjálf
um sér. Við gætum, a.m.k. um
sinn, horft fram á þjóðfélagsþró
un, þar sem stétt setur" sína
hagsmuni ofar hagsmunum
heildarinnar, þar sem bömin
læra aðeins að krefjast, en ekki
að leggja neitt af mörkum og
þar sem móðirin er reiðubúin að
fóma hagsmunum bams sins fyr
ir ásókn sjálfrar sín eftir frjáls
ræði og auknum lífsþægindum.
Vonandi væri slikt ástand að-
eins gelgjuskeið taékniþjóðfélags
ins, sem ganga myndi yfir. En
að mínu áliti þörfnumst við þró-
unarskeiðs, aðlögunartíma, til
þess að sú grundvallarbreyting,
sem við stöndum frammi fyrir,
gerist ekki svo ört og á svo
skömmum tima, að til slikrar öf
ugþróunar leiði. Þess vegna er
mjög mikilvægt, að við getum
enn um sinn varðveitt heimilis-
uppeldið í all ríkum mæli, með
an hið félagslega stofnanaupp-
eldi nær að þróast betur og
verða færara um að valda upp-
eldishlutverkinu, heldur en orð
ið er.
ÓKEYPIS UPPELDI
Húsmóðirin telst til þeirrar
einu stéttar þjóðfélagsins, sem
hefir engin stéttarsamtök á bak
við sig, hefur enga kröfugerð í
frammi, fær engin laun og þar
af leiðandi ekkert fjárhagslegt
sjálfstæði og hefur auk þess
ótakmarkaðan vinnutima. Hún
nýtur nú einnig þverrandi virð-
ingar, a.m.k. hjá sumum þeim
kynsystrum sínum, sem „vinna
úti.“ Mörg fögur orð hafa verið
sögð um húsmóðurina og móður-
hlutverkið. En ég minnist þess
samt ekki að hafa nokkurn tíma
heyrt nokkum halda þvi fram á
opinberum vettvangi, að húsmóð
\ Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, ræðir í þessari grcin breytinguna frá
) heimilisuppeldi til stofnanauppeldis sem nú stefnir óðfluga að, og mögu-
| leikana á að varðveita heimilisuppeldi með því að meta vinnu konunnar
í á heimilinu til jafns við aðra vinnu, a.m.k. meðan hið félagslega stofn-
sprengi^iðnaðarþnfunarinnar “á anaurPeldi “ að l,r»asi hetur verða færara um að valda uppeldishl.lt-
\ verkinu.
20. öldinni. Fyrst kemur þar til
hinn almenni skyldunámsskóli
og síðar í þróuninni vöggustof-
ur, barnaheimili, leikskólar, tóm
stundaheimili og æskulýðshallir.
Þá má hér einnig nefna síðast
en ekki sízt kvikmyndahús og
skemmtistaði ungs fólks.
t þeim þjóðfélögum, þar sem
þessar stofnanir hafa að mestu
tekið að sér uppeldið, hefur
heimilið í sinni gömlu mynd ver
ið leyst upp mikinn hluta dags-
ins. Ný úthverfi byggjast upp
við iðnaðarborgirnar, þar sem
lítið fer fyrir mannlífi og fólki
frá því snemma að morgni til
síðdegis. Það eru hin svonefndu
svefnhverfi eða gistihverfi stór-
borganna. Að deginum eru for-
eldrar við vinnu í öðrum borgar
hverfum, en börnin eru varð-
veitt á hinum aðskiljanlegu
stofnunum, allt frá vöggustofu
til menntaskóla, sem ætlaðar eru
til að leysa þeirra þarfir.
Velferðarþjóðfélaigið kostar
að jafnaði kapps um að sér-
mennta sem bezt þá starfskrafta,
sem á uppeldisstofnunum vinna
og gera þá sem hæfasta uppal-
endur. Ýmsir telja líka, að t.d.
hljóti hin lærða fóstra að vera
hæfari uppalandi en móðir, sem
ekki hefir lært sérstaklega til
barnauppeldis. Um þetta eru þó
skiptar skoðanir meðal sérfræð-
inga, einkum að því er varðar
frumbernsku barnsins (t.d.
fyrstu tvö árin).
Móðir náttúru er margslungin.
Hún ætlar sér góðan tíma í til-
raunum sínum til að leiða fram
nýjar tegundir lífs á jörðinni,
hefur, hvað ytri þarfir snertir,
gert þessa frumþörf ónauðsyn-
lega. Þessi breyting hefur gerzt
á aðeins örskots stund i lífi
mamniSms, sem teguindar í rílkd
náttúrunnar. Og er þá ekki vafa
samt að treysta þvi um of, að
á samri stundu hafi það mann-
lega eðli, sem var hvað nauð-
synlegast til að viðhalda tegund
inni, næst kynhvötinni sjálfri,
allt í einu hætt við að láta til
sin taka og krefjast sinnar
þurftar?
Menn hafa á síðari tímum með
vísindalegum aðferðum breytt
ýmsum náttúrulegum lögmálum
(t.d. kjarnorkusprengingar,
skordýraeyðing) og hlotið að
launum það, sem nefnt hefur ver
ið mengun. Náttúran á það til
að hefna sín grimmilega, sé jafn
vægi hennar og grundvallarlög-
málum raskað. Það hlýtur að
vera íhugunarefni, hversu langt
tegundin homo sapiens má ganga
í þvi að umturna umhverfi sínu
og reyna á örskömmum tíma að
breyta eðlislægum og náttúruleg
um frumþörfum sínum án þess
að eiga á hættu að farast, enda
þótt sú tortímingarhætta sé
ekki lengur aðallega bundin við
hungur eða þorsta. En hugleið-
ingar um það efni eru mál fyr-
ir sig.
Ég minntist hér áðan á svefn
húsahverfi stórborganna, þar
sem fjölskyldan kemur ekki sam
an fyrr en síðdegis eða
gagnstæða. Mörgum virðist, að
bil skilningsleysis, missættis og
tortryggni breikki stöðugt milli
kynslóðanna, og að upp vaxi
æska haldin öryggisleysi, lífs-
leiða og kvíða, sem brýzt fram
í mörgum myndum.
Allt það umrót, sem orðið hef
ur á félags- og atvinnuháttum,
hefur mjög breytt stöðu kon-
unnar í þjóðfélaginu og á eft-
ir að gera það í auknum mæli.
Innan fárra áratuga munu svo
til allar konur fara að vinna úti
og svo til allt uppeldi færast af
heimilunum og yfir á stofnanir.
Ekkert getur hindrað þessa þró-
un. En ef við óskum, getum við
e.t.v. tafið nokkuð fyrir henni
með því að taka upp algerlega
nýtt mat á starfi húsmóðurinn-
ar Viðurkenna verður í verki,
að vinna hennar sé arðbær
(produktiv) fyrir þjóðfélagið og
að hún eigi að launast og veita
húsmóðurinni fjárhagslegt sjálí-
stæði til jafns við annað vinn-
andi fólk.
BLANDAÐ HEIMILIS- OG
STOFNANAUPPELDI
Síðan almenn skólaskylda
komst á, er í rauninni hvergi um
það að ræða, að heimilið eitt ann
ist uppeldið. Á sama hátt á það
ennþá nokkuð í land, að stofn-
anauppeldi verði alls ráðandi
hér á landi. Uppeldið fer að
hluta fram á stofnunum og að
hluta á heimili, er blandað
irin ætti að njóta sama réttar og
aðrir þjóðfélagsþegnar til launa
fyrir vinnu sína og þar með til
eigin fjárráða. Er þó vinna hús-
mæðra þjöðarbúinu ekki Litils
virði, eins og bezt mun koma í
ljós, þegar farið verður að
greiða allt uppeldi eftir rei'kn-
ingi, en að því kem ég síðar.
Hvers vegna hafa hvorki
stjórnmálamenn né kvenrétt-
indakonur krafizt jafn sjálf-
sagðra mannréttinda húsmóður-
inni til handa á þessari öld
kröfugerðar og jafnaðar-
mennsku ? Má vera, að svarið
sé fólgið í því, að menn hafi ver
ið hræddir við, að efnahagskerfi
þjóðarinnar myndi riða tii
falls, ef allt í einu ætti að fara
að greiða fyrir þessa miklu
þegnskylduvinnu. Má einnig
vera, að við gerum okkur ljóst,
að sumar ávísanirnar, sem við
gefum á framkvæmdir, eins og
t.d. Skólabyggingar og barna-
heimili, er húsmæðrunum óbeint
ætlað að innleysa með þvi mikla
vinnuafli, sem þær leggja ókeyp
is til þjóðarbúsins.
En hvers vegna láta húsmæð-
urnar bjóða sér þetta möglunar-
laust á þessum tímum jafnréttis
og laga um sömu laun fyrir
sömu vinnu sem við viðurkenn-
um a.m.k. í orði kveðnu? Við
þeirri spurningu kann ég ekk-
ert svar, sem grundvalla mætti á
kaldri rökvísi. Svarið hlýtur að
Framliald á bls. 24.