Morgunblaðið - 04.02.1971, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1971
1
BLÓÐ-
TURNINN
H
fítc' íi> i j 'ju S&ýí, i ' , i jj
við athuga skeftið og hitt hlaup-
ið og sjá til, hvort við verðum
nokkurs visari.
Með sðmu gætni og í
fyrra skiptið, tók Appleyard
upp það sem eftir var af byss-
unni, en það var skeftið, vinstra
hlaupið og lásbúnaðurinn.
Skeftið var heilt, en hlaupið var
talsvert beyglað og lásbúnaður-
inn var allur skekktur. Appley-
ard vildi vita, hvort hlaupið
væri hlaðið, en gat þá alls ekki
opnað byssuna.
— Við verðum að láta kunn-
áttumann athuga þetta, sagði
hann.
-— Það er byssusmiður í þorp-
inu, sem er talinn ágætur í sinni
grein. En það er greinilegt, að
byssan hefur sprungið, af
einhverjum ástæðum. Ef Glapt-
horne hefur haldið henni upp
að öxlinni, er áverkinn, sem
hann varð fyrir skiljanlegur.
— Slys? sagði Jimmy.
Appleyard hleypti brúnum. —
Til sölu! — Vörubílar
M-Benz 911 árgerð 1964.
Skandia Vabis árg. '64.
Bedford '66 ný vél, vökvastýri.
Volvo N-88 '66.
Fólksbilar Chevrolet '65 station.
M.-Benz 68 ( 2505) ekinn 27. þús. km.
Citroen DS. 21. Pallas.
Ford (LTD) '65 má greiðast með veðskuldabr.
Chevrolet Impala '67.
M.-Benz dísel (190) '63 — (200) '67.
Opel Reckord (1900) L '68 fast back.
SÝNIIMGARSALUR
Kleppsvegi 152, sími 30995.
WEDAHPUMP
Brunndœlur
VIBRATORAR
JARÐVEGSÞJÖPPUR
‘t/jiniM > ^vmóóoh h.f. ^ SuðurlamJsbraut 16 Rcykjj.ik Sinincfni: "itMm* - Slrm 35200
Það veit maður ekki, sagði hann.
— Við verðum að athuga, að
hér hafa að minnsta kosti þrír
menn verið á undan okkur. Mér
lízt ekkert á þetta og ætla ekki
neitt að leyna því. Við skulum
taka þetta með okkur og koma
svo við í Klaustrinu. Það er
einar tvær mílur frá bænum,
enda þótt það sé ekki nema
mílufjórðungur beinustu leið.
Mig langar til að heyra, hvað
Horning hefur að segja og svo
vil ég sjá með eigin augum,
hvernig sonarmissirinn hefur
orkað á Simon gamla Glapth-
orne.
— Þetta hlýtur að vera
hræðilegt áfall fyrir karlgrey-
ið, sagði Jimmy. —Þér segið,
að hann hafi fengið slag fyrir
nokkrum árum? Við skulum
vona, að hann fái ekki annað
núna.
Appleyard brosti meinfýsnis-
lega. — Einhvern veginn er ég
ekkert hræddur um það, sagði
hann. — En við skulum koma
og þá getið þér séð það með
eigin augum.
2. kafli.
Hliðið, sem komið var að, þeg-
ar beygt var út af veginum,
hafði einu sinni verið glæsilegt.
Sin hvorum megin við það voru
steinsúlur, sem skrautlegar hlið-
grindur úr járni höfðu verið
festar í. En nú var þetta allt í
rúst. Stólparnir voru kvarnaðir
hölluðust máttleysislega hvor að
öðrum, eins og til að biðjast
samúðar. Útskornu dýrin á þeim
voru svo máð, að varla var hægt
að þekkja, hvað þau áttu
að vera, og öll smáatriði í
skjaldarmerkjunum voru löngu
horfin. Önnur hliðgrindin, sem
var dottin af hjörunum af ryði,
lá hálffalin í undirskóginum, en
hin var algjörlega horfin. Innan
við hiiðið teygði sig stígurinn að
húsinu, líkastur dimmum göng-
um milli fornfálegra furu-
trjáa.
Stígurinn sjálfur bar með sér
áralanga vanrækslu. Það hefði
helzt mátt líkja honum við tvö
hjólaför, sem lágu sitt hvorum
megin að ræmu af illgresi og
furunáium. Jafnvel Appleyard
að slaga í hjólförunum. —
hægði á sér þegar bíllinn tók
Vondur var nú stígurinn heim
að bænum, en þessi er þó öllu
verri, sagði hann.
— Það væri hæglega hægt að
brjóta fjöður við hossið niður
i þessi hjólför og upp úr þeim.
Glæsiiegur herragarður, finnst
yður ekki? Og glæsilegt fólk,
sem þar býr, get ég fullvissað
yður um.
— Hvers vegna lætur fólkið
staðinn fara svona i rusi? spurði
Jimmy.
— Af þeirri einföldu ástæðu,
að þeir eiga ekki skitugan eyri
tii, svaraði Appleyard. — Jæja,
þarna er nú húsið, eða réttara
sagt það, sem eftir er af því.
Nú var bíllinn kominn út úr
trjágöngunum og klaustrið kom
PILTAR,
ef þiS elqlð unnustima
(m 3 éq hrtn^na /
tísm/Mfciook (//
Póstt'cndum:^ ^
Purulaust
Ali Bacon
Víð skerum puruna frá
fyrir yður.
Það er yðar hagur.
Biðjið því kaupmann yðar
aðeins um ALI BACON.
SlLDftFJSKUK
— Jafnframt því sem hann gerir sig liklegan til stórræða gagn-
vart grunsamlegum, þorum við ekki sjálf út fyrir hússins dyr.
í ljós. Það var allstórt hús frá
byrjun nítjándu aldar, með að-
albyggingu og tvær álmur
sína til hvorrar handar. En
Jimmy gat strax séð, að einung-
is miðbyggingin var íbúðarhæf.
Hver einasti gluggi í báðum
álmunum var brotinn og sums
staðar voru umgeröirnar líka
horfnar, svo að gluggatóftin
gapti tóm. Og þessi hrömunar-
merki voru enn greinilegri á
vesturálmunni, þar sem þakhell-
an var horfin og skein í bera
bjálkana. Framan við húsið var
þétt flækja af óslegnu grasi,
sem hafði kaffært blómabeðin.
Bíllinn staðnæmdist og lög-
reglumennirnir tveir gengu upp
sprungnar steintröppurnar, sero
lágu að fordyrunum. Við dyrn-
ar stóð út standurinn af dyra-
bjöllu, en það gaf til kynna, að
vírinn að bjöllunni væri slitinn.
Appleyard leit á þetta en barði
síðar fast krepptum hnefa á
sprungna hurðina, sem málning-
in var flögnuð af.
Barsmíðin bergmálaði aftur og
aftur, rétt eins og i hverjum
tómum hellinum eftir annan. Svo
varð löng þögn, sem ekkert rauf
nema kvakið í fjölda spörfugla,
sem áttu heima í hálfhrundum
álmunum á byggingunni.
Loks heyrðist innan úr hús-
inu hægt og óstöðugt fótatak,
líkast því sem manninum væri
þvert um geð að sinna kallinu.
Hurðin opnaðist svo að marraði
í ryðguðum hjörunum, og fölt og
áhyggjufullt andlit kom í ljós.
Þetta var gamall maður með
þunnt, grátt hár og voteygður.
Jimmy var fljótur að ráða það
af blettóttum svörtum fötunum
og óhreina skyrtubrjóstinu, að
þetta mundi vera Horning bryti.
Hann var boginn i baki
og limaburðurinn var kippóttur,
rétt eins og togað væri í spotta
til að fá hann til að hreyfa sig.
En það sem vakti strax athygli
Jimmys á honum var svipurinn.
Hver andlitsdráttur hans, allt
frá órökuðum kjálkunum upp að
uppglenntum bláhvítum augun-
um sýndi, að honum leið eitthvað
illa. Ekki var það þó af nein-
um söknuði yfir fráfalli Calebs
Glapthome, ályktaði Jimmy
samstundis. Miklu fremur var
það hræðsla — einhver skelfing,
sem skók hann allan eins og með
jámkrumlum. Hann starði á
komumenn og stamaði og átti
tregt um tungutak. Það var ekki
fyrr en Appleyard ' gekk skrefi
framar, að hann dró hurðina
upp á gátt um leið og hann
hopaði á hæl.
Appleyard og Jimmy gengu
inn í forsalinn, kaldan og dimm-
an þrátt fyrir hitann á þessu
septemberkvöldi. Það fyrsta sem
■Timmy tók eftir var það, hve
auður þessi forsalur var. Þar
var ekki eitt einasta húsgagn til
þess að leyna nekt steinanna í
gólfi eða veggjunum, sem lang-
ar ræmur af veggfóðri höfðu
rifnað af, svo að kalkið lá bert
Hrúturinn, 21. niarz — 19. apríl.
Rétt er að reyna að taka lífinu dálítið með ró í dag.
Nautið, 20. apríl — 20. niaí.
Það er erfitt að ferðast um í dag.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Reyndu að skcmmta þér með vinum þínum, án þess að fara
yfir strikið.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Reyndu að fara snemma á kreik tii að lenda ekki í of mikilli
ringulreið og örtröð.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Nú ætla allir að reyna að gera gott úr gömlum misskilningi,
og þá er ckki ncma sjálfsagt, að |)ú takir þátt í því.
Meyjan, 23. ágúst — 22. septeniber.
Þú færð góðar fréttir í dag, og þú skalt vera viðbúin.
Vogin, 23. september — 22. október.
Allt gengur vel, ef þú ert ekki einn þíns liðs.
Sporðdrektnn, 23. október — 21. nóvember.
Þú verður að gera tilboð í dag án umliugsunar, og þú skalt
trcysta því, sem þér dettur fyrst í hug.
Bogmaðurinn, 22. nóveniber — 21. desember.
Þú finnur þig knúinn til að hugsa alvarlega um stund, meðan
aðrir gamna sér.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú skalt gera þér fulla grein fyrir skilmálum félaga þinna áð-
ur en þú hefst handa um nokkuð. Mjög góðar fréttir í kvöid.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Einföld mál ganga bezt.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Þú finnur nógu áheyrcndur, þótt þú vaðir í skýjum.