Morgunblaðið - 23.02.1971, Síða 7

Morgunblaðið - 23.02.1971, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRtJAR 1971 7 Gleði er * í höll „Já, nú finnst mér ég þekkja „drauminn" lians Shakespeares aftur, þessi „Herranótt" er alveg ósvik- in skólakrakkagleði, eins og þær gerast beztar/* sagði Lár us Sigurbjörnsson, þegar við hittum hann á frumsýningu á Jónsmessunæturdraumi Shakespeares í Háskólabíói á laugardagskvöldið. I>ar var sneisafullt hús og hinum ungu ieikendum klappað lof í lófa, og þegar við höfðum orð á þvi, að okkur hafi þótt Rokki eða Puck, eins og höfundurinn nefnir liann, vera óvenju liðugur að kom- ast á milli staða á hinu stóra sviði, sagði Lárus. „Oft hef ég séð Puck á sviði, þeir hafa m.a. s. komið honium í bönd og sveifiað honum til og frá um sviðið, en þessi héma í kvöld var ágaetur, og þetta var ósvikin gleði.“ „Já, úr því þú nefndir orð- ið „gleði“, væri ekki úr vegi að spyrja um tvær síðustu út gáfur þinar á „Gleðum", Lár us, hverjar þær eru, og þá ekki síður að hinu, hvað þú hafðir fyrir þér um þetta „gtleði“-nafn ?“ „Já, rétt er það, að nýlega eru komnar út 3. og 4. gfleði, hjá samnefndri leiíkritaút- gáfu, en það er Enarus Mont amus eða Nesjamennska eftir Holberg i staðfærslu minni, og Kappar og vopn, andróm- antísk gleði eftir Bernhard Slhaw, en ég þýddi hana. Enarus var sýndur hér af Menntaskólanemendum tví- vegis, sem skólaleikur 1946, og ættir þú að mínnast þess leiks, þar sem þú lókst sjálf- ur Drésa fógeta, og síðan á Herranótt 1962. Kappar og vopn var sýnt sem Skólaieikur 1945 og sem Herranótt 1963. Ég var leik- stjóri Enarusar áríð 1946 og Kappa og vopna 1945, en Helgi Skúlason i bæði seinni sikiptin." Lárus Sigurbjörnsson. „En hvað svo með nafnið „Gleðir," Lárus?" „Með því að taka upp aft- ur hið eldgamila heiti á gleði- leikjunium gömlu, sem í eina tíð voru svo langt leiddir að það mátti heita algengt að fólk fór „til komedíunnar" eða öllu heldur „á komedí- una“. Gamanleikur eða „gleði leikur" var mun yngra orð en það sem Espólín hafði um gömgu sína „á leikarahús" áður hann færi úr bænum, og átti sýslumaður þar trúlega við skólapiltaleik. Leynt fór orðið „gleðikona", enda mein- ing öll önrnur þar sem konur tóku ekki þátt í leikjumum, en „gleðimaður" gamalt við- Glymja hlátra- sköll skeyiti heldur til lofs en lasts, sbr. „Hann var hinn mesti gleðimaður" þ.e. var hændur að góðri skemmtam, í eldri merkingu „hann var hinn bezti leikari". Gleði og gleð- ir er hið ákjósanlegasta orð og liðugt í alfls konar sam- setningum — það má enda komast allar götur upp í and stæðuna við orðið: ógleði eða and-gfleði, það sem vekur manni leiða eða ama. . Sem þýðing á útlenzka orð inu „komedie" eða „Come dy“ er gleði nýyrði og fellur vel að máli og stil. Menn kflappa af sér gleðina að gömlu máli eða öltu heidur „klappa af sér gleðina hver af öðrum" þ.e. varpa af sér gleðinni og hver einasti mað ur finmur sannleiksgildi orð- anna, þagar grár hversdagur- inn blasir við manni að lok- inni gleði. Ýmislegt fleira mætti tilfæra úr gömlu máli svo sem „gleðileikafólkið" þ.e. leikaramir „að horfa upp á gleðina,“ „sitja á palli og sjá gleðina" o.s.frv. Og siðast en ekki sízt „nú er glatf á Hjala“ og eins og Grimur Thomsen hefur: „Gleði er í höll, glymja hlátrasköli." — Þannig er tilkoma þessa heitis til orðin". Og siðan héldum við Lárus báðir inn eftir hflé tii að 'horfa á Herranótt, þar sem ungir Menntskæflingar spreyta sig á Shakespeare þessa stundina með viðeig- andi Skraparotsprédikun. — Fr. S. A förnum vegi FRÉTTIR Stúdentar MR 1946 Fundur í Naustinu, uppi, mið- vikudag kl. 8.30. Athugið breytt- an íundarstað. Aðalfundur Kirkjimefndar kvenna Dómkirkjunnar verður haldinn að Hallveigar- stöðum (skátaheimilinu), gengið inn frá Öldugötu, fimmtudag- inn 25. febrúar kl. 2.30 síðdegis. Arnað heilla 50 ára er í dag Þórður Sig- urðsson, Herjólfsgötu 35, Hafn arfirði. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Herdís Einarsdóttir Bjarnhólastíg 17a og Oddur B. Grimsson Álfhólsvegi 8a Kóp. Þann 25.12. 1970 voru gefin saman í hjónaband i Grindavík urkirkju af séra Jóni Á. Sigurðs syni ungfrú Bergiljót Sjöfn Steinarsdóttir og Magnús Ing- ólfsson. Heimili þeirra er fyrst um sinn að Vikurbraut 38, Grindavík. Myndin að ofan er af læknum útskrifuðum frá Háskóla fslands í febrúar 1971, í lieimsókn í Ing ðifs Apóteki. Læknamir á myndinnl eru: Árni V. Þórsson, Einar M. Valdimarsson, Guðjón Magnússon, Jóiiann R. Kagnarsson, Leifur N. Dungal, Ólafur Ólafsson, Óskar Jónsson, Stefán J. Helgason. Hjúkrunarkonur Tvær aðstoðarhjúkrunarkonur vantar til starfa við Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona. Skrifstofustúlka Ríkisfyrirtæki viM ráða nú þegar stúlku til simavörzlu, svo og annarrar almennrar skrifstofuvinnu. Þær, sem vildu sinna þessu, sendi nöfn sín og heimilisfang, svo og upplýsingar um menntun og fyrri störf, til afgreiðslu Morgunblaðsins, fyrir 1. marz næstkomandi, merktar: „SKRIFSTOFUSTARF 1971 — 6747". STANLEY Gluggotjaldostongir J. Þorláksson & Norðmann hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.