Morgunblaðið - 23.02.1971, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.02.1971, Qupperneq 23
1 HÉR birtist mynd af Oddnýju Elínu Vigfúsdóttur, frá Snæ- hvammi. Þau leiðu mistök urðu að myndin varð eftir er minn- ingargrein um Oddnýju birtist hér í blaðinu sl. laugardag. — ÍR - Fram Framhald af bls. 30 ÍR-ingar ljómandi vel, ekki sízt í vörninni, þar sem þeir voru vakandi og ákveðnir og gáfu Fram fá tækifæri til athafna. Strax á fyrstu mínútunum breytti Ásgeir stöðunni í 11-7 fyrir ÍR, og eftir 5 mínútur hafði Vilhjálmur ^ tryggt fimm marka forskot ÍR-inga, 12-7. Voru menn þá farnir að gera því skóna að sama sagan og í fyrri leik liðanna myndi endur- taka sig, en þá sigruðu íR-ingar með 9 marka mun. En Fram- arar létu mótlætið ekki á sig fá og börðust ljómandi vel. Arn ar gerði þeirra 8. mark, en Vil- hjálmur svaraði með 13. marki ÍR. Síðan skoraði Axel þrjú mörk í röð og breytti stöðunni £ 13-11. Spenna var aftur kom- in í leikinn, og allt virtist geta gerzt. Um miðjan hálfleikinn var enn tveggja marka munur, 15:13, en þegar hér var komið sögu virtist úthald ÍR-inga vera MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1971 23 nokkuð tekið að þverra og ekki sama öryggi í leik þeirra og áð ur. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fékk Fram gullið tæki færi til þess að jafna er dæmt var vítakast á ÍR. Arnar fram kvæmdi vítakastið, en Guðmund ur Gunnarsson, í ÍR-markinu varði snaggaralega. Dýrðin stóð þó ekki lengi fyrir ÍR, því strax á næstu mínútu jafnaði Axel fyrir Fram með sannkölluðu þrumuskoti. HART BARIZT Á LOKA- MÍNOTUNUM Á lokamínútunum var svo mikil barátta, og mátti ekki á milli sjá, hvort liðanna gengi með sigur af hólmi í þeirri bar áttu. Þegar 4 mínútur voru til leiksloka var staðan 18:18, en síðan náðu Framarar tveggja marka forystu, með glæsilegu marki Björgvins af línu og enn einu marki frá Axel Axelssyni. Þórarinin Tyrfingsson skoraði svo síðasta mark leiksins, en þrátt fyrir tilraunir ÍR-inga tókst þeim ekki að ná boltanum á síðustu sekúndunum. FRAM AÐ SÆKJA SIG Framarar áttu engan glans leik að þessu sinni, en ljóst er þó að liðið er að sækja sig, og ætti innan skamms að skipa sér í þann sess sem það hefur verið í á undanförnum árum. Það er meira en lítils virði fyrir það að Axel skuli nú hafa fund ið sjálfstraust sitt að nýju, því fáir leikmenn eru skotharðari en hann. Björgvin Björgvinsson stóð sig einnig af stakri prýði í þessum leik, og er án vafa bezti línumaðurinn hérlendis, enda leikur hann allt öðru vísi en þeir flestir. Þá varði Þor- steinn ágætlega í markinu og virðist hafa fundið sitt gamla, góða form. ÍR-ingar virtust eiga góða möguleika á sigri í þessum leik, þegar þeir voru komnir fimm mörkum yfir. Það háir liðinu gremilega hvað það hefur fáum góðum leikmönnum á að skipa. Þegar aðalliðið er inná og er sæmilega óþreytt, er það erfiit viðureignar fyrii hvaða lið sem er, en þegar skipta þarf einstök um leikmönnum þess út af, eru skiptimennirnir ekki nógu góðir til þess að skipa þeirra sess. — Það er líka greinilega mikið áfall fyrir ÍR-inga að Ágúst Svavarsson skuli ekki vera með, en hann er ennþá í gipsi eftir fingurbrotið á dögunum. I STUTTU MÁLI: Crslit: Fram — IR 20:19. Mörkin: Fram: Axel 12, Björg vin 3, Ingólfur 2, Guðjón 2 og Arnar I. —■ ÍR: Vilhjálmur 6, Hrynjólfur 4, Þórarinn 4, Ásgeir 2, Ólafur, Jóhannes og Hörður 1 hver. Vísað af leikvelli: ÍR: Ólafi Tómassyni í 2 mín. Dómarar: Sigurður Bjarniason og Valur Benediktsson. — Voru nokkuð mistækir, og í svo jöfn um leik sem þessum, geta mis tök dómara verið mjög afdrifa- rík. Beztu leikmenn: Fram: 1. Ax- el Axelsson, 2. Björgvin Björg- vinsson, 3. Þorsteinn Björnsson. ÍR: 1. Brynjólfur Markússon, 2. Vilhjálmur Sigurgeirsson, 3. Guð mundur Gunnarsson. Leikurinn: Jafn og spennandi, sérstaklega undir lokin. ÍR-ing ar fóru illa með gott forskot sem þeir höfðu skapað sér, og áttu a.m.k. annað stigið skilið. — stjl. - ÍR - Þór Framhald af bls. 31 sæmilega í þeim fyrri. Mig lang- ar til að koma hér inn á eitt atriði 1 sambandi við Þórsliðið, en það er hversu hræddir sumir leikmenn liðsins eru við að reyna skot. Þeir Númi og Pétur eru báð ir leikmenn sem geta skotið, og skorað, aðeins ef þeir hafa kjark til að reyna slikt. Það virðiist að- eins stefnt að þvi, að spila upp á að hinir „stóru“ í liðinu, þ.e. Stefán og Guttormur fái að skjóta. Annars er Þórsliðið í mjög svipuðum. „klassa" og KR, Ármann og HSK, og til alls lík- legt. Beztu leikmenn iR: Agnar, Kristinn og Þorsteinn. Þór: Stefán, Magnús og Albert, en sá síðastnefndi er ungur leik- maður sem lítið hefur fengið að reyna sig hingað til. Stigahæstir, iR: Agnar 28, Kristinn 21, Birgir og Þorsteinn 10 hvor. Þór: Stefán 25, Magnús 21, Al- bert 6. Það vakti mikla óánægju áhorf enda, að leikurinn hófst ekki á tilsettum tima', og kom í ljós að tvennt kom þar til. Hringlað hafði verið með leikskrána og ekki hafði verið séð fyrir því að dómarar væru til taks til að dæma leik iR og Þórs. Loks þeg- ar fólk kemur til að fylgjast með leikjium í 1. deild, þá er það ó- verjandi að ekki séu til staðar dómarar til að sjá um að keppnin geti hafizt á tilsettum tíma. Þeirri áskorun er hér með komið á framfæri við þá sem um þessi mál eiga að sjá, að þeir láti slíkt ekki endurtaka sig. Svona vinnulag fælir fólk frá þvi að koma og fylgjast með leikjunum. Til leiksins voru fengnir til að dæma tveir af leikmönnum fyrstu deildar, þeir Jón Sigurðs- son og Birgir Guðbjörnsson, og stóðu þeir sig mjög vel. Sérstak lega Birgir, sem er mjög ákveð- inn og röggsamur dómari. gk. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim er glöddu mig með kveðjum og gjöfum á 75 ára afmæli mínu. Sérstakar þakkir vil ég færa yfirmönnum og starfsfólki pósts og síma í Reykjavík fyrir hina höfðinglegu gjöf. Guð blessi ykkur öll. Eyjólfur Magníisson. Innilegar þakkiir færi ég öll- um þeim, sem glöddu mlg með heimsóknum, gjöfum og heiliaóskaskeytum á 80 ára afmæli minu 7. febrúar sl. Guð blessi ykkur ÖH. Sigríður K. Gísladóttir frá Ytra-Skógarnesi. Innilegar þakkir til elskulegra barna minna, tengdabama, barnabarna, foreldra, syst- kina, fóstursystkina og tengda fólks, kunningja og vina fyrir góðar gjafiir á 60 ára afmæli mínu 9. febrúar sl. Svo og kvenfélaginu Fjó'lu og Verka- lýðsfélagi Vatns'leysustrandar fyrir rausnarlegar gjafir. Óska ykkur öHum góðs í nú- tíð og framtíð og hafið ÖU hjartans þökk. Margrét Þórarinsdóttir, Minna-Knarramesi, V atnsley suströnd. FRAMTÍÐIN ER FORD-CORTÍNA. Cortínan frá Ford sló í gegn um leið og hún birtist á bíiamarkaði heimsins. Nú birtist ný Cortina, bíll áttunda áratugsins — endurnýjuð frá grunni. Hjá Ford vinna 3600 sérfræðingar að slíkri endur- sköpun, en það bezta er þó, að eftir allt saman verða menn að endurskoða hugmyndir sínar um hvað hægt sé að fá fyrir peningana. Fjölskyidan fær sinn óskabíl og sannir sportmenn vagn sem sameinar lipurð, fegurð og kraft. CORTINA1971

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.