Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971
JltttgtusÞlfifcife
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti S, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakitt.
FJÖLDI VERKFALLSDAGA
¥ Tpplýsingar um fjölda verk-
fallsdaga í ýmsum ríkj-
um, sem sænska dagblaðið
Dagens Nyheter birti fyrir
nokkrum dögum, hafa vakið
mikla athygli hér á landi og
ekki að ástæðulausu. Okkur
íslendingum hefur lengi ver-
ið ljóst, að verkföll væru tíð-
ari hér en í flestum nágranna
löndum okkar, en væntanlega
hafa fáir gert sér grein fyrir
því, að við erum í sérflokki
meðal svonefndra iðnvæddra
þjóða heims í þassum efnum.
Enda skýrir hið sænska blað
frá þessum upplýsingum á
þann veg, að ísland sé efst á
blaði, síðan komi ekki neitt
og þá Ítalía.
Sænska blaðið skýrir frá
því, að á áratugnum 1960 til
1970 hafi verkfallsdagar á ís-
landi verið 1556 miðað við
hverja 1000 starfsmenn. Á
Ítalía voru verkfallsdagamir
694 en í nágrannalöndum okk
ar mun færri. í Danmörku
vom þeir 137, í Finnlandi
132, í Noregi 56 og í Svíþjóð
16 verkfallsdagar á hverja
1000 starfsmenn.
Þessar tölur hljóta að verða
okkur mikið íhugunarefni.
Þær em vísbending um, að
hrapallega hafi til tekizt um
stjórn og skipulag á málefn-
um vinnumarkaðsins. Þó er
athyglisvert að kynna sér
þær sveiflur, sem verða á
fjölda verkfallsdaga milli ára
á þessu umrædda tímabili. 1
fréttabréfi Kjararannsóknar-
nefndar sem út kom í septem-
ber 1969 er birt yfirlit um
fjölda verkfallsdaga á þessu
tímabili. Er þá miðað við
margfeldi af fjölda verkfalla
einstakra félaga og þátttak-
enda. Þar kemur í ljós, að á
tímabilinu 1960—1969 em
mestu verkfallsárin 1961 og
1963, 1968 og 1969 en síðast-
nefnda árið er einungis mið-
að við tímabilið frá janúar til
júní það ár. Á árinu 1969 voru
verkfallsdagar á íslandi sam-
tals 278.437. Á árinu 1963
vom verkfallsdagarnir 206.
773. Á árinu 1968 vom þeir
221.939 og fyrri helming árs-
ins 1969 vom verkfallsdag-
amir 147.051.
Tímabilið 1961—1963 er
mikið verkfullatímabil, en á
þeim ámm vom laun ekki
verðtryggð, svo sem kunnugt
er. Árin 1968—1970 em einn-
ig mikil verkfallaár, en þá er
um að ræða deilur á vinnu-
markaðnum um það, hvemig
jafna ætti byrðamar vegna
áfallanna 1967 og 1968 og á
árinu 1970 var deilt um það,
hversu langt ætti að ganga í
þá átt að veita launþegum
kjarabætur, eftir að byrjað
var að birta til á ný.
Árin 1964—1967 em hins
vegar tiltölulega hagstæð á
okkar mælikvarða a.m.k. Það
er tímabil júnísamkomulags-
ins og þess andrúmslofts, sem
ríkti á vinnumarkaðnum
næstu árin á eftir. Árið 1964,
þegar júnísamkomulagið var
gert vom verkfallisdagar að-
eins 10.441 að tölu. Árið eftir,
1965, voru þeir að vísu 84.469
en þar var fyrst og frernst
um sjómannaverkfall að ræða
og vom verkfallsdagar af
þeim sökum 1965 51.970. Ár-
ið 1966 em verkfallsdagar að-
eims 5254 og árið 1967 em
þeir 18.171.
Af þessum tölum má þann
lærdóm draga, að sú viðleitni,
sem sýnd var með gerð júní-
samkomulagsins 1964 til þess
að breyta því ástandi, sem
ríkt hafði á vinnumarkaðn-
um, hefur borið vemlegan
árangur. Verkföllum fækkaði
og þar með töpuðum vinnu-
stundum. Spumingin nú er
sú, hvort og þá með hverjum
hætti, hægt er að taka upp
þráðinn á ný frá tímabilinu
1964—1967. Til þess er að
mörgu leyti kjörið tækifæri
nú. Verðstöðvunartímabilið
stendur fram á haust og um
sama leyti renna núgildandi
kjarasamningar út. í haust
kemur einnig til ákvörðunar
nýtt búvömverð. Fram að
þessum tíma er nauðsynlegt
að fram fari alhliða viðræð-
ur miHi aðila vinnumarkaðs-
ins og ríkisstjómarinnar,
m.a. um skipulag og starfs-
hætti í sambandi við gerð
kjarasamninga. Eins og Morg
unblaðið hefur áður bent á,
hlýtur að vera hægt að taka
upp skipulagsbundnari vinnu
brögð, þegar samningavið-
ræður standa yfir.
í þeim umræðum, sem fram
fara um þessi mál er einnig
rétt að íhuga vandlega þá
ábendingu Efnahags- og fram
farastofnunar Evrópu, að
sjálfvirkni sé of mikil í efna-
hagskerfi okkar og er þá að
sjálfsögðu átt við verðtrygg-
ingu launa og tengslin milli
ákvörðunar búvömverðs og
kaupgjaldsþróunarinnar í
landinu. Þá er einnig nauð-
synlegt að gera sér nokkra
grein fyrir því, á hvem hátt
ber að bregðast við í lok verð
stöðvumartímabilsins, þótt
það verði auðvitað verkefni
þeirrar ríkisstjórnar, sem við
tekur að loknum þingkosning
unum að fjalla um það.
En þær upplýsingar, sem
nú hafa komið fram um
fjölda verkfallsdaga á íslandi
EFTIR
EL.ÍNU PÁLMADÓTTUR
1100 ára afmæli Islandsbyggðar nálg-
ast. Við erum farin að búa okkur und-
ir afmælisveizluna. Raunar höfum við
ein þrjú ár til að hlakka til — og búa
til afmælisgjafimar. Ég hefi einu sinni
áður lent i slíku þjóðarafmæli. 100 ára
afmæli Kanada. Það var stórkostlegt.
Ekki af því hve miklar og stórar af-
mælisgjafirnar voru. Það voru þær þó
vissulega. Heldur miklu fremur af þvi
að allir tóku þátt í afmælinu.
Aðalveizlan var fyrir heiminn —
heimssýningin í Montreal. Hún stóð í
sex mánuði. Og til hennar var ekki
sparað. Hún sýndi líka hvers Kanada
er megnugt á flestum sviðum eftir 100
ára búsetu þjóðarinnar í landinu. Heims
sýningin var stóra viðfangsefnið á
þessum tímamótum — sýningarglugg-
inn, sem sneri að veröldinni. Þar komu
Kanadamenn fram eins og myndarleg
húsmóðir, sem leggur í það metnað sinn
að allur bragur sé heimilinu til sóma.
En það sem var ennþá skemmtilegra
— og eiginlega tilefni þess að ég vek
máls á þessu nú, — voru allar smágjaf-
irnar frá íbúunum sjálfum. Ekki hitti
maður svo Kanadamann, hvaðan sem
hann var, að hann ekki ætti sér „Cent-
ennial project" eða 100 ára afmælis-
verkefni. Eða væri að minnsta kosti
rneð í einhverju slíku í sveit sinni, fé
iagi sínu eða í einhverjum hópi. Og
verkefnin voru jafn margvisleg og
þeir sem þau áttu. Verkefnin, sem há-
skólarnir, héruðin og borgirnar höfðu
valið sér, voru stór í sniðum, svo sem
opnun bókasafna, gerð hraðbrauta,
bygging skýjakljúfahótela o.s.frv. Vest
ur-íslendingarnir gáfu fóstru sinni til
dæmis marmaratöflu með áletrun á
þremur tungumálum um fund Ameríku,
tekna úr íslendingasögum, og var hún
sett upp i bókasafni þingsins í Ottawa.
Aðrar afmælisgjafir voru smærri í
sniðum, enda stóðu að sumum verkefn
unum aðeins ein fjölskylda eða jafnvel
einstaklingur. Manni fannst stundum
broslegt, þegar einhver sagði stoltur:
„This is my Centennial Project!" eða
„Þetta er 100 ára afmælisverkefnið
mitt“ og útskýrði svo einhverja hug-
mynd, sem honum fannst sjálfum skipta
máli. Stundum gat það bara verið að
hreinisa til á einhverju sóðalegu
svæði. Eða að það náði til fjöl-
skyldunnar einnar. Ég man t.d. eftir
fjölskyldu í Montreal, sem hafði tekið
sér fyrir hendur að kynnast öðrum
þjóðum og gefa annarra þjóða fólki
kost á að kynnast kanadískri fjöl-
skyidu. Allt sumarið voru þau að bjóða
heim, í smáum og stórum hópum, fólki
frá ýmsum löndum, sem vann við heims
sýninguna, svo að það mætti kynnast
og hjónin og börn þeirra læra að skiija
og meta aðrar þjóðir. Kynning milli
þjóða var þeirra afmælisterta. Önnur
fjölskylda gerði upp sinn eigin garð,
sem var á áberandi stað i bænum.
Víða um landið tóku kirkjufélög, kór
ar, kvenfélög, klúbbar o.s.frv. sig til og
komu í tilefni afmælisins í framkvæmd
einhverju þjóðþrifamáli í sinni sveit,
Þeir komu í sjálfboðavinnu upp skrúð
garði, söfnuðu saman gömlum munum
eða málverkum á sýningu, efndu til
menningarsamkomu eða hljómieika,
keyptu eitthvað til sóknarkirkjunnar,
komu upp minnismerki um landnáms
mann eða annan sögulegan höfðingja og
þannig mætti lengi telja. Allt undir
heitinu „100 ára afmælisverkefni." Ég
man til dæmis að kvenfélag eitt í smá-
bæ gróf upp kvenbúninga frá ýmsu
okeiði á þessum 100 árum og kom upp
sýningu á þeim.
Þeir sem mest heyra i fréttum frá-
sagnir af deilum milli þjóðarbrota og
þess báttar I Kanada, hefðu varla trú-
að því hve vel þessi sundurleita þjóð
gat staðið saman í sinni stóru afmælis-
veizlu. Hver kom með sína litlu eða
stóru gjöf, valda að sínum eigin smekk
og eftir getu. Það var ákaflega skemmti
legt að verða vitni að þessu.
Nú hefur mér dottið í hug að minn-
ast á þetta, rétt svona benda á, að úr
því svo sundurleit milljónaþjóð sem
Kanadamenn, gat náð upp slíkri afmæl
isstemningu og einingu eina hátíðar-
stund, þá kannski væri ekki of djarft
að ímynda sér að við, þessar 200 þús-
und sálir, gætum það líka. Ekki aðeins
til að sameinast um fá stór verkefni,
heldur líka að hver og einn eða „einn
í hóp og tveir í strollu'1 gætu farið að
hugsa fyrir sinni eigin afmælisgjöf til
þjóðarinnar á þessum tímamótum. Mér
hefði eflaust varla dottið slíkt i hug, ef
ég hefði ekki orðið vitni að því sjálf í
hinu stóra landi Kanada.
Kannski gætum við Islendingar, sem
fyrir 1100 árum byrj-uðum lífið á þessu
norðlæga iandi með því að drepa mann
og annan, þegar efni stóðu tii, haldið
upp á afmælið á einu friðsamlegu kær-
leiksheimili. Þá væri ekki til einskis
þraukað. Satt að segja er ég alltaf
drjúgmontin af að geta sagt úti í heimi,
að við höfum aldrei átt í stríði í þús-
und ár og ekki barizt með vopnum síð
an vikingarnir gerðust bændur.
í rauninni er dálítið skemmtilegt til
þess að hugsa, að varla voru þessir
ribbaldar, sem víkingarnir voru í sín-
um ferðum, komnir norður á okkar eyði
eyju, en þeir voru orðnir búandkarlar
og farnir að skrifa bækur' í fásinninu.
Hér voru vist raunar aldrei neinir vík
ingar, aðeins fyrrverandi víkingar eða
víkingar um það bil „að komast á eftir
laun“. Þess vegna finnst mér alltaf dá-
lítið broslegt, þegar á því er imprað að
gera víkinga og víkingaferðir að að-
öráttarafli fyrir ferðamenn hér eða
tálga þessa vigamenn í islenzka minja-
gripi. Að herma það eftir Dönum, sem
raunar eru þegar búnir að útjaska hug
myndinni með þvi að mæta með hyrnta
hjálma og í stuttskikkjum við margvís-
iegustu tækifæri. Það var auðvitað
dönsk hugmynd, að fulltrúar Norður-
landanna lögðu hornsteininn að Norð-
urlandaskálanum með slík plasthom á
höfði. (Okkar ræðismaður á staðnum
auðvitað líka).
Nei, víkingar voru víst fáir eftir að
þeir urðu Islendingar. Og fjarska er ég
fegin að ekki skuli hafa komið upp
hugmynd um að státa af þeim í minn-
ingu 1100 ára byggðar á landinu. Þar
hefðum við ekki hitt á hreinan tón.
Ferðamannastraum
urinn hingað eykst
í NÝÚTKOMNU hefti Hagtíð-
inda eru birtar tölur um far-
þegaflutninga tii landsins sam-
og heimsmet okkar í þeim
efnum, ætti að sannfæra
menn um, að við svo búið
má ekki standa. Þessi litla
þjóð hefur engin efni á linnu-
laiusum deilum á vinnumark-
aðnum.
kvæmt skýrslum Útlendingaeftir-
litsins. Skýrslumar ná aftur til
ársins 1968, en frá og með árinu
1967 er aðeins getið um farþega
á leið til landsins og farþegar á
leið frá landinu ekki taldir með.
Einnig er farþegunum skipijjnið-
ur í farþega með skipum og flug-
farþega.
Útleindum skipafarþegum fækk-
ar ár frá ári. Áirið 1967 vo.ru þeir
4.160, en 1970 1.156. Immílendum
ak ipaifarþegum fækkar eiininiig úr
4.018 í 2.055. Á sama tímia fjölgtar
erlendum flugfarþeguim úr 30.537
í 51.752 og im'nilendum flugfar'þeg-
um úr 19.129 í 24.844. Samtals
er farþegaiauknimig til lamdsimns
21.927 — var 1966 57.880, em 1970
79.807.
Flastir útlendimgar frá Noirður-
lömdum, sem til lundsins boimiu,
eru Damiir. Þó hefur þeim fækk-
áð á þesau árabili úr 5.114 í 4.694.
Laingflestir erlendir ferðaimemm
eru af bamdarísku bergi eða
22.352 árið 1970 og haifði fjölgajð
frá 1967 úr 13.191. í þriðja sæti
erlendra ferðamiammia em svo
Bretar. Fjöldi þeirra 1967 var
4.515, en 1970 5.295.