Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 19T1 31 ILNOIK AHRIFUM LVFJA Sænski hástðkkvarinn KjelL Isaksson, sem setti nýlega heims met í stangai-sftökki irmanlhúiss og stökk 5,38 metra, hefur nú við- urkennt að hann hafi verið und ir áhrifum lyfja er hauin setti met sitt. Hefur þetta, að vonum, valdið miklum úlfaþyt og er ó- víst hvort metið verður viður- kennt. HEIMSMET f 2 MÍL.NA HLAUFI Ástraliubúinn Kerry 0‘Brien setti nýlega heimsmet í 2 mílna hlaupi innanhúss á móti er fram fór í San Diego í Bandaríkjun- um. Hljóp hann á 8:19,2 mín. DANMÖRK Á innanhússmóti í frjálsum í- þróttum er fram fór í Rödove í Danmörku sigraði Flemming M. Johnsen i stangarstökki, stökk 4,10 metra. Steen Andersen sigr aði i hástökki, stökk 1,95 metra og Jette Dahlström sigraði í há- stökki kvenna, stökk 1,52 metra. STÖKK 2,21 METRA Sovétmaðurinn Jurij Tármark náði bezta heimsárangrinum I há stökki innanhúss á þessu ári, á móti er fór nýlega fram í Moskvu. Stökk hann 2,21 metra. Ann- ar varð Istvan Major frá Ung- verjalandi, sem stökk 2,18 metra. Vestur-í>jóðverjinn Heinfied Engel sigraði í stangarstökki á móti þessu, stökk 5,20 metra, en Jurij Kanafin frá Sovétríkjun- um varð annar með 5,10 metra. 50 metra grindahlaup vann Bandaríkjamaðurinn Tom White á 6,5 sek., Anatolij Verl- an frá Rússlandi sigraði í 3000 metra hlaupi á 8 mín. Sléttum. Fyrrum heimsmethafi í lang stökki, Igor Ter-Ovenesian sigr- aði i langstökki, stökk 7,69 metra. Ivan Ivanot, Rússlandi sigraði í 800 metra hlaupi á 1:51, 0 mín. og i 1500 metra hlaupi sigraði landi hans Aleksander Troitskij, sem hljóp á 3:48,3 min. 350 íþróttamenn frá 12 þjóðum tóku þátt i móti þessu. TVÖ KVENNAIIEIMSMET Tvö heimsmet í innan- húss frjálsíþróttum voru sett í landskeppni Austur-Þjóðverja og Englendinga, er fram fór i Austur-Berlín fyrir skömmu. Þar áttu hlut að máli Margaret Bec- ham, Englandi, sem bætti heims- metið i 1500 metra hlaupi í 4:17,4 mín., og Margitta Gummel, Aust ur-Þýzkalandi, sem bætti eigið met í kúluvarpi úr 18,66 metr., i 19,35 metra. Auk þess voru tvö heimsmet jöfnuð í kvennalandskeppni. Annelie Erhardt Jahns, A- Þýzkalandi, jafnaði metið i 50 metra hlaupi, hljóp á 6,0 sek., og Karin Balzer, A-Þýzkalandi jafn aði metið í 50 metra grinda- hl'aupi, hljóp á 6,8 sékúndum. Austur-Þýzkaland sigraði bæði 1 karla Og kvennalandskeppninni. 1 þeirri fyrrnefndu með 76 stig- um gegn 52 og siðarnefndu með 54 stigum gegn 41. B.IÖRN BANG NÆR GÓDUM ÁRANGRI f óopinberu norsku meistara- móti í frjálsum íþróttum innan- húss er fram fór í Berven fyrir skömmu, náðist ágætur árangur í mörgum greinum. Hæst ber þó og fjær.... afrek hins gamalkunna kappa Bjöm Bang Andersen, í kúlu- varpi, en hann kastaði 17,80 metra. Annar í þeirri grein varð Harald Lorttzen, sem kastaði 16, 66 metra. 1 langstökki sigraði Terje Haugland, stökk 7,36 metra. f stangarstökki Hans Lag erquist frá Sviþjóð, sem stökk 4,60 metra. í 60 metra grinda- hlaupi Hakon Fimland á 8,0 sek. í 60 metra hlaupi Audun Gars- hol á 7,0 sek., og í 1500 metra hlaupi Sverre Sörensen á 3:55,4 min. SVÍÞHH) — NOREGUR Sviar og Norðmenn léku ný- Iega tvo landsleiki i körfuknatt leik. Tefldu Svíar fram unglinga landsliði sinu i karlalandsleikn- um og sigraði það með 76 stig- um gegn 69, eftir að staðan hafði verið 26-21, þeim í vil, í hálfleik. í kvennaleiknum sigruðu sænsku stúlkurnar með 80 stig- um gegn 46, eftir að hafa haft yfir i hálfleik 34-22. DANMÖRK —SVÍÞIÓD Danir og Svíar léku lands- leik í körfuknattleik um helg- ina og lauk leiknum með sigri Svia 88-55, eftir að þeir höfðu Úr landsleik Svía og Dana. Jörgen Hansen skorar. yfir í hálfleik 39-24. Stighæstir Svianna voru þeir Jörgen Hanns son sem gerði 17 stig og Kjell Rannelid sem gerði 16. Sitghæst ir Dananna var Bjame Bisgaard með 12 stig. EVRÓPUBIKARINN Tékkneska liðið Praha Auto- skoda sigraði i síðari leik sinum við .franska liðið Olympique í fjórðungsúrslitum i Evrópubik- arkeppninni í körfuknattleik. Úrslit leiksins urðu 100 stig, gegn 80, en tékkneska liðið hafði einnig sigrað í fyrri leiknum, þá með 97 stigum gegn 91. Næst mætir tékkneska liðið rússnesku meisturunum Cska frá Moskvu. GRUIA SLÆST I HÓPINN Svo sem sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu stendur nú yfir keppnisferð rúmensku heims- meistaranna i handknattleik til Norðurlanda. Hinn frægi leik- maður, Gruia, lék ekki með Rúm enunum fyrstu landsieikina, en ætlunin er að hann sláist i hóp- inn áður en keppnisförinni lýk- ur, og leiki a.m.k. tvo landsleiki, Óvist er þó hvort hann kemur til íslands, en að sögn Valgeirs Ársælssonar, formanns HSl, hef ur verið lögð mikil áherzla á það af íslendinga hálfu að Gru- ia verði með liðinu sem hingað kemur, Ástæðan til þess að Gru ia lék ekki með Rúmenunum var sú, að lið hans, Steua, átti tvo leiki í undanúrslitum Evrópu- bikarkeppninnar. TÉKKAR SIGRUÐU Tékkar og Hollendingar léku nýlega tvo landsleiki i hand- knattleik og sigruðu Tékkar í báðum leikjunum, þeim fyrri með 17 mörkum gegn 14 og þeim síð- ari með 14 mörkum gegn 9. Tefldu Tékkar sínum yngri mönnum fram í þessum leikjum. KVENN AHANÐKNATT- LEIKUR Nýlega fór fram landsleikur í handknattleik kvenna milli Noregs og Hollands. Sigruðu norsku stúlkurnar i leiknum með 5 mörkum gegn 2, eftir að stað- an i háfleik hafði verið 4:0. EFTERSLÆGTEN ENN EFST 1 dönsku 1. deildarkeppninni í handknattleik hefur Efterslægt en enn forystuna og er með 23 stig eftir 15 leiki. Mjótt er þó á munum, þvi í öðru sæti er HG með 22 stig eftir jafnmarga leiki. Mjög þýðingarmikill leikur fór fram I deildinni um síðustu helgi, en þá sigraði HG Helsingör IF með 15 mörkum gegn 14 i mjög spennandi leik. Það var hinn fyrrverandi HG-maður, Jörgen Pedersen, sem skoraði flest mörk fyrir Helsingör, 7 talsins. Hels- ingör er nú í 3. sæti I deildinni með 19 stig. Úrslit dönsku leikj- anna um helgina voru: AGF — Efterslægten 15-21, Aarhus KF UM — Fredericia KFUM 30-19 og HG — Helsingör 15-14. BELGÍA — ITALÍA Um helgina fór fram hand- knáttleikslándsleikur milli Belg- íumanna og Italíu, í Cointe i Belgíu. Lauk leiknum með sigri heimamanna 30-13, eftir að stað an í háifleik hafði verið 16-6. PÚAD A PALLA 1 leik HG og Helsingör um helgina, sem fram fór á heima- velli þeirra Síðamefndu, tóku áhorfenidiur sig samain um að púa I sifellu er Palle Nielsen fékk boltann. Fór þetta í taug- arnar á „villimanninum", og eft- ir að hafa skorað 5 mörk í fyrri hálfleik, gerði hann ekki eitt ein asta í síðari hálfleik. AARHUS VANN DYNAMO Aarhus KFUM vann nýlega Dynamo frá Júgóslavíu í vin- áttuleik, er fram fór i Danmörku með 36 mörkum gegn 31. Athygli vakti að sami maðurinn, Flemm- ing Hansen, gerði 21 mark i leiknum. Hansen er nú mark- hæstur I dönsku 1. deildarkeppn inni og hefur gert 138 mörk. Næstir korna Jörgen Pedersen með 109 mörk, Hans Jörn Grav- Úr leik Svía og Rúmena, sem la uk með sigri fyrrnefndra, 16 niörk gegn 9. Sænski markvörð urinn Frank Ström ver þarna línuskot frá Rúmena. ersen með 90 og Palle Nielsen með 85. MORK SIGRAÐI Á norska skíðameistaramótinu sigraði Ingolf Mork i stökki af 70 metra palli. Hlaut hann 230,6 stig, eftir að hafa stokkið 79 metra og 80,5 metra. Mork er nú talinn fremsti skiðastökkmaður í heimi, en hann sigraði með yfir- burðum í stökki af 90 metra palli á Sapporo-mótinu á dögun um. Annar i norska meistaramót inu varð Fritjof Prydtz, sem stökk 77,5 metra óg 75,5 metra. Hann hlaut 218,2 stig. BARIZT UM HEIMSMEISTARATITILINN Baráttan um heimsmeistaratit- ilinn í skíðaiþróttum heldur stöð ugt áfram. Á móti er haldið var i Sugarloaf um helgina sigraði ný itölsk stjarna í alpagreinum, Gustoavo Thoeni í stórsvigi á á 2:57,59 mín., á undan hin um þekktu skiðamönnum Ed- mund Bruggman, Sviss, sem fékk timann 2:57,81 mín. og Henri Du villard, Frakklandi, sem fékk tímann 3:00,00 min. SKOZKA KNATTSPYRNAN Staðan í skozku knattspyrn- unni er nú sú, að I fyrsta sæti er Aberdeen með 41 stig eftir 25 leiki. í öðru sæti er Celtie með 40 stig eftir 24 leiki. I þriðja sæti St. Johnstone með 32 stig eftir 25 ieiki og í fjórða sæti er Rangers með 30 stig eftir 24 leiki. FRANSKA KNATTSPYRNAN Eftir leiki helgarinnar er stað an i frönsku knattspyrnunni sú, að Marseille og Saint Etienne hafa 32 stig, Rennes, Nantes og Metz hafa 27, Soehaux og Nimes hafa 23 og Lyon 22 stig. PORTÚGALSKA KNATTSPYRNAN I Portúgölsku knattspyrnunrii eru eftirtalin lið efst á blaði: Sporting 31 stig, Oporto og Ben fica 29 stig, Sebubal og Academ- ica 27 stig. HOLLENZKA KNATTSPYRNAN Feijenoord hefur nú forystu í hollenzku 1. deildar keppninni í knattspyrnu og er með 35 stig. Næstu lið eru P.S.V. Sparta og Ajax sem bæði hafa 34 stig. SPÁNN — ITALÍA Spánn sigraði Ítálíu 2-1 I landsleik þjóðanna i knátt- spyrnu er fram fór í Gagliari fyrir skömmu. Staðan i háifleik var 2-0. Þeir sem gerðu mörkin voru: Spánn: Pirri og Uriarte. Italía: Sisti. Um 35 þúsund manns fylgdust með leiknum. HEIMSMET I LYFTINGUM Svíinn Hams Bettembourg setti nýlega heimsmet I pressu — milliþungavigt, á lyftingamóti er fram fór i Bollnæs i Svíþjóð. Lyfti hann 187,5 kg. Á sama móti bætti einnig Bo Johnsson sænska metið í þungaviktarlyft- ingum og lyfti samtals 515 kg. Anne Henning — hinn nýi heimsmethafi í 500 metra skautahlaupi. HEIMSMETIN FJÚKA Á alþjóðlegu skautamóti er fram fór í Inzell sigraði Erhard' Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.