Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1971 23 Björn Sigfússon, háskólabókavörður; Nú er dimmt um Norðurver ni. „UNDARLEG er íslenzk þjóð“, sagði Klettafjallaskáldið og fræddi okkur í vísu um það, að allt, sem hún hefur lifað, ummyndaði hún jafnóðum eða síðar meir í skáldskap, sem lif- ir virkileikann af. Ungur fræði- maður, Hallfreður öm Eiríks- son, ritaði greinina Þjóðsagnir og sagnfræði í tímaritið Sögu 1970 og gerir óbeint með öðrum hætti ljóst, að íslendingar skynjuðu og skynja enn örlög sín og umhverfisbreytingar á þann veg, sem þjóðsagan hefur vanið þá við. Skammdegi fyrir norðan var þjóðsögum bezti vaxtartíminn og gerði gljáandi hornahlaup á stækkandi stikla hvers vel alins púka, meðan þeir gengu ljósum logum nærri legstöðum eða sumum gígum, en hrafnategund með járnnef og járnklær sótti að bæjar- burstum einstöku manns og þá ætíð á næturþeli, meðan engir betri krummar sjást. Þjóðsögur J.Á. og fleiri heimildir telja það heiðnar fylgjur manna, ef ekki verri ókindur. Gunnar, skáld, austlenzkur, varaði í Þorraþulu í Háskólabíói við því, ef ókind- ur sæki á að magna einhver Fróðárundur, sökum þess að hvorki sé fylkisstjóm yfir norð- urbyggðum né aðhald frá rétt- arvörðum; því ef fylkisstjórn væri, „myndu ókindur á borð við þær, sem þarna eru á ferli, aldrei hafa skotið upp jafn ófrýnum kolli.“ — Með sama ugg og Gunnar skáld finnur við illar fylgjur, sem leita tæki færa í skálkaskjóli Laxárdeilna, hafði áður birzt vísan ættuð frá héraðsskólasetrinu: Nú er dimmt um Norðurver, næturhrafnar þinga, maurasýru menguð er menning Þingeyinga. Jafnskjótt og meginhluti landsmanna er nú búinn að losa meðvitund sína við kynjar þjóðtrúar (en undirvitundina?), gerist æ útbreiddari hálfmýst- ísk trú á það, að sú bænda menning, sem nú þoli margs konar kaupstaðasmitun sér til tjóns og þar á ofan beina of- sókn í tilfellum sem virkjunar- deilunni, sé í raun réttri hrein náttúrusköpun, dálítið sam- kynja við heiðagæsasamfélag Þjórsárvera, flórgoðabyggðir háðar vatnsstöðum í vogum og fenjum, sem skurðgröfur stofna í voða, þegar þær breyta af- rennslinu, eða í ætt við mýri- snípurómantíkina, sem vonlaut ku vera að endurlífga í svo ræktuðu nágrenni borga, sem Eyjafirði er eða Mosfellsdal allt upp til Gljúfrasteins. Eina ráðið væri þá kannski ríflegur lands- sjóðsstyrkur til að moka sem flesta skurði fulla, svo tún geti breytzt í þjóðlegar mýrar. Aftur er mér til efs, að lofs verð ást höfuðstaðarbúans á fegurð „síðasta bæjar í daln- um“ og á veiðiskap í ám eða rjúpnalöndum eigi nytsama samleið með ráðstöfunum til að fóstra þróttuga framtíð í sveit- um, læra það, sem sjálf stétt hins vélvædda búskapar telur nútímanin krefjast. Þorri bænda er sérhæfðari starfsstétt og þró aður lengri veg burt frá „ósnertri náttúru“ en hið eldra veiðimennskuþjóðfélag var. En sportveiði tekur að efla nýtt sálarlíf veiðimennskustigs með fólki búsettu í borgum. Varðveizla á náttúruminjum og söguminjum til að sýna ferðamönnum, sala á veiðileyf' um af öllu tæi til erlendra sem innlendra bæjarbúa, stjan við túrista og sumarsetugesti o.fl. óskylt landbúnaði er sjálfsögð grein tekjuöflunar og atvinnu, en stendur því færri vikur árs sem fjær dregur Reykjavík, kanti því að magna árstíðaat vinnuleysið og getur af fleiri orsökum lítt komið í kaupstaða- vaxtar og iðnvæðingar stað. Sú útbreidda kenning, að iðnvæð- ing stofni allri rifáttúruvemd í voða, en fyrmefnd atvinna við gesti tryggi verndina, er talsvert umdeilanleg. Mikið bar t.d. á henni á fyrmefndum fundi á þorra, er Gunnar skáld flutti Þorraþulu. Ekki má halda, að ég telji þá kenning neitt slæma, því hún veitir gagnlegt mótvægi gegn subbuskap og þjösnaskap margra iðjuframkvæmda. í bíóinu fengu margir ámælis-> verðix að heyra yfir sér refsi- dóminn, en sómakært fólk fékk staðfest, að „þetta, sem ég hef alltaf sagt, að er óhæfa“, sé ein- mitt óhæfa. Verst, hvað slíkir útbreiðslufundir góðra skoðana takmarkast mjög, líkt og kosn- ingasamkomur flokka, við það fólk, sem átti skoðunina fyrir. En áhrif af góðri messu skila sér víst aldrei nema þessu lííkt. Hver hefur til síns ágætis nokkuð. Þrjú stig viðeigandi lofsyrða og einkunna um frammistöðu aðkomumanna í Mývatnssveit voru kennd mér 1923, er ég kom neðan úr döl- um vinnumaður á einn bæinn ofan við vatn, átti frændlið þar og raunar á hverjum bæ: Vel gert af dalamanni. Vel sagt af hreppstjóra að austan. Vel mælt af konungi. Væri ég gladdur með fyrst- nefndu einkunninni, kann ég að hafa grett mig við hveralofts- keimi Bjarnarflags, sem lagði í orðtökunum þrem upp af undir- furðudjúpum mývetnskrar drýldni ;— en ég tók mælikvarð ann til greina, áður en kynnum lauk. Miðtáknið þarf ekki að skýra, en væru framámenn sveitar beðnir að segja þess deili, hvaða ummæli væru kon- ungleg, var ekki annað senni- legra en þeir gripu til dæmis ummæli Friðriks VII á Kamba- brún 1907, þegar hann leit yfir Sunnlendingafjórðung í spá- mannlegri andrá og kvað hann vera sem heilt ríki. Væri svo, hlaut stærð íslands að nægja til sjálfstæðis, töldu Íslending- ar, og sannaðist hér eitt ein- kennið á orðum stórmenna, að þau fá afstætt gildi, jafnvel ríkara gildi, er frá líður, en með an um þau lék andrúmsloft líð- andi stundar. Oft er vel, að svo sé. IV FYLKJAHUGMYND GUNN- ARS GUNNARSSONAR OG VERND YFIR MINNIHLUTA- HÓPUM Ræða þarf þau stórmannlegu orð, sem Gunnar Gunnarsson lét falla í Þorraþulu um fylki og þjóðbrot þau eða lítilmagna, sem ég veik að seinast í fyrra tölublaði og hann hafði ekki heldur rúm til að setja mjög ljóst inn í samhengi dægur- mála, enda eru yfir dægurmál hafin. Meðmæli hans hnigu í þá átt „að skipta landinu í fylki með sjálfstjórn í frjálsara lagi varð- andi eigin hagsmuni og héraðs- mál“. En í öðru lagi: „út um allar veraldar víddir tíðkast það æ meir, að menn segi sig úr lög- um hvorir við aðra: ömurlegt tímanna tákn, sem engin bót verður iá ráðin nema með því einu móti, að af löggjöfum og handbendum valdhafa sé aldrei hallað á lítilmagnann né réttur hans fyrir borð borinn. Og hið sama gildir hvers konar frá- brigði um þjóðerni og hörunds- lit.“ Gunnar Gunnarsson beitti sér mjög á bezta skeiði fyrir hug- myndinni um norræn Banda- ríki. Fylki hafa ekkert að gera með svo mikið sjálfstæði innan þjóðarheildar sinnar sem þjóð- ríkið hvert um sig þarf innan norræns sambands, ef stofnað hefði verið. Lög um sjálfstjórn norskra fylkja hlytu að tákna okkur hámark þess „frelsis", sem unnt væri að láta valdhöf- um fylkis hér í té „í frjálsara lagi“, til að koma sínu fram við aðra fylkismenn, sbr. orð Gunn- ars um lítilmagnana og útlenda. Annað mál, sem hér er ekki hægt að rökræða nema innan sviga, er hverja fjölbreytni starfsstétta, framhaldsskólateg- unda — og vaxtarvona af öllu tæi — þurfi til þess, að gæfu- legt sé að hneppa þann part þjóðar í fylkið sitt, í frelsis nafni. fsland er hóflega stórt til að vera áfram. óskipt fylki, en þó gætu aðstæður myndazt, t.d. eftir að jafnt kjörfylgi þyrfti um allt land bak við hvern þingmann, sem krefðu og leyfðu að hér þrifust fylki með allt niður í 50 þús. íbúa hvert, ekki smærri. SIÐARI HLUTI sem, af stæði þeirra í framvindunni og jafnt hversu breytist þó í árekstur kunni að lenda við önnur orð hans sjálfs, að hann hafi skynjað „út um allar veraldar víddir", hvað þar tíðk- ist æ meir, og sé maður til að taka í ummælum afstöðu, í samræmi við það, sem hann sjáífur gerir sér að kjöróskum. Gunnar skáld Gunnarsson er þannig maður. ísland er á sjónvarpsöld orðið að borgríki, sem Grikkir fyrstir mótuðu og breyttist, gegnum milliliði eins og rómverska og renaissanska „civitas“ og loks gegnum frönsku byltinguna, í þingmeirihlutastýrt þjóðveldi. Borgríki knýr öll börn sín til að alast upp eins og styrkir því þjóðareining að undanskildu því, að komið gæti fyrir, að einstaklingar og hópar, sem voru uppaldir sem ólíkast hinum, er sjónvarpsöldin elur, lendi í nokkurs konar útlendingabar- áttu gagnvart allsrláðandi þjóð- meirihluta, langt frá að vera undirmálsmenn fyrir þessu. Orð Gunnars, að styðja þurfi rétt útlendra og rétt lítilmagna þjóðbrots, sem kynni að eiga eftir að kristallast út úr aðal- þjóð vorri, innlends blóðs, skulu í minnum höfð. Hví er ég þá að ræða frelsið, sem valdhafar þurfa heildar vegna, sbr. Gunnars orð, til að koma sínu fram við einstakl- ingana, jafnvel stundum við lítilmagnana? — Var ekki allt fullkomnara, meðan í fjallgeimum íslands reis hönd móti hönd, þar var höggfrjálst og olnbogarými? Eða skortir ekki raunar allt olnbogarými til umbóta, með- an svo stendur: Vissulega. Þess vegna er það, að ég met frélsi mjög eftir því, hvort það styrk- ir eða veikir þjóðarheild og al- mennt nútímalýðræði. Þetta leiðir hug minn á ný að fuglkvaki við á bernsku minn- ar, frá ósi til upptaka hennar í hraunkrikavogum við ofan- vert Mývatn, þar sem aldrei frýs, en forvitnilegustu fuglarn- ir eru þó heimsborgarar með sérháttu ekki fáa, skapaðir far- fuglar. Ég nefni fæst af teg- undunum og bind mig ekki við Norðurland. Fuglabók AB segir (bls. 322), að hinir félagslyndu starar séu kvikur fugl, þrætugjarn og raddgefinn með ágætum. Heið' in dróttkvæði telja þá harða og skæða, ef kenninöfn eins og blóðstari og dólgstari (corvus) væri að marka, og samtímis þeim bjuggu landnámsaldarsyn- ir til mannsheiti nýtt: Stari eða Starri (skrifað ýmist í hdr., en normaliserað með 2 err í út- gáfum). Við Mývatn á minni tíð, og eflaust í allri sveita- menningu, sem var og hét, beittu menn með gáfur starans þeim óspart, og landvættir munu kjósa þá fugla alfriðaða, nema leiðist í verstu tilíellum langrellan. Viðurkenningarorð eins og „Vel gert af dalamanni" — og engin skútyrði — nægðu til að tjónka við starrateg- undirnar, einnig hina þing- eysku. Vafasamt mun, að hinir sleppi jafnanvið skörp andmæli, sem fyrr voru búnir að vinna til hærri einkunnar: „Vel sagt af hreppstjóra að austan." En mér er kappsmál, að þeir njóti þess að flokkast undir arnar- friðunarlögin. Þá fyrst er maður, sem innan átthagaumgerðar gat varla lengra náð en það að vera sannnefndur konungur fugla, örn í líkingum sagt, tekinn al- varlega sem höfundur að kon- unglegum ummælum, sígildum LOFIÐ ÞIÐ LAGARFLJÓTS- ORMI AÐ SOFA Einhverjir af þeim litlu í landvættahópi reiddust og steyptu í fátinu smáskriðu úr hlíð. Útvarpsráð vítti sem sé, sama dag og Þorraþula G.G. birtist í Mbl. 9. febr., Sigurð Blöndal austur við Lög fyrir út- varpsþátt Um daginn og veg- inn, kvöldið fyrir, og einkum fyrir að storka og lítilsvirða þá, sem stundi lög. Þeir, sem blöð lesa einungis inn í milli þeirra sjónvarpsatr- iða, sem þeim finnst bragð að, ski'lja hvorki vítumar né heyra skruðning smáskriðunnar, sem af leiddi, sjá þó á skermi stund- um skrifuð lög eða Lög og gætu líka skilið, ef einhver lítlikláus þyrfti að fara að slást við Stóra-Kláus. En þeir kynnu þá fyrst að vakna af móki, ef Sig- urður skógarvörður sendi Lag- arfljótsorm á smæstu land- vætti í höfuðstað, og ég bið fyr- ir orð til hans, að hann veki ekki orminn. — Minna dugir. Hinn almenni þegn í borg og byggð er orðinn meðmæltuir at- hugun og stjórn á æskilegum tilflutningum, og eins oft óæski- legum, á fólki úr nyrðri og eystri hlutum lands til syðri smjáborga, helzt til Faxaflóa. Enn meir gagnrýna framleiðslu- stéttir innstreymi í þær tegund- ir viðskiptalífs, sem þeim gagni lítt, að flestri lagapraxis með- talinni. Sú gagnrýni hefur verið svo tíð á almannafæri, síðan Hriflu-Jónas var beittasti penni hennar fyrir hálfri öld, að vítur á hana koma alþýðu einna helzt fyrir sjónir sem síðbúnar vítur á Jónas gamla, eða menn a.m.k. skilja slíkt ekki sem ókeypis auglýsing Útvarpsráðs á einum af 4-5 framboðslistum innan af- skekkts kjördæmis. Ekkert orð í erindi Sigurðar Blöndals var þannig, að ekki gæti það skroppið úr munni manns i hvaða pólitískum flokki sem var, í sinn hóp, og ver ég sum- ar setningar hans ekki fastar en svo. Hins vegar frétti ég, með- an ég er að enda grein þessa, að Þjóðviljinn fái að birta erindið og nytja hinar téðu tiltektir landvætta. Landshlutafóstrun var það markmið, sem var aðalatriði í þorraþulum beggja, Gunnars og Sigurðar Blöndals, og báðir deildu hart á vanrækslu, jafn- vel bein rangindi, sem kæmu í fósturs stað, og því verð ég að blanda þætti úr seinni þulunni inn í mat Gunnars á eðli Lax- árdeilna, og á aldarfari voru. Hvorki munu þeir sammála né ég alveg sammála öðrum hvor- um þeirra um beztu ráð til að afstýra óæskilegu tilfærslunum í landinu og byggja upp fram- tíðina, en erum sammála um, að mikið og margt þarf að gera. Ég rændi í fyrra tbl. vísu úr Eddu um auð í fallvatni, arf Niflunga í veltanda vatni („vatn im“ var misprentun), og þann „Andvaraauð" lætur þjóðin því aðeins kaffæraist í „náttúruvernd ina“ (sem ég annars fylgi oft), að hún kjósi að víggirða sig einangruninni. Á háskastund þrútnandi óvild- ar nokkru eftir 1200 vildi göfg- asti maður æðsta seturs á ís- landi stöðva leikinn og sagði: Ekki, ekki! Það var Sæmundur í Odda. Þiá segir Sturlunga, að maður hafi svarað honum: Eigi mun nú ekki eitt við þurfa. — Knúðu menn þá aðila til að mætast enn og lofa að halda sættir þær, er handseldar voru. Þessa mun oft við þurfa á tólftu öld landsbyggðar, sem þarf sökum tæknilegs landnáms að nýskipta með börnum vorum ýmsum þeim réttindum og ítök- um, sem um hlýtur að verða deilt. Heildarfóstrun hvers landshluta ber að miða við lang- tímaframför, án samhengisslita við fortíð hans. Björn Sigfússon. Hugheilar þak'kir ti'l allra frænda og vina, sem sýndu mér vinsemd með heimsókn- um, gjöfum og skeytum á sjð- tugsafmæli minu 15. febrúar sl. Egill Friðriksson, Skarði. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram opinbert uppboð að Vatnsstíg 4, fimmtudaginn 4. marz 1971, kl. 11,30 og verður þar seldur pappírsskurðarhnífur, talinn eign Skilta- og plasthúðun s.f. Greiðsla við hamarshögg. __________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. STÚLKUR ÓSKAST til kvöldstarfa. — Okkur vantar röskar af- greiðslustúlkur nú þegar. Uppl. í verzluninni kl. 2—3 í dag. MATARDEILDIN, Hafnarstræti 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.