Morgunblaðið - 16.03.1971, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1971
3
Ferðir skipulagðar
til Júgóslavíu
Samstarf Landsýnar,
Yugotours og Loftleiða
FERÐASKRIFSTOFAN Landsýn
efnlr f samstarfi við Loftleiðir
og Yugotours, júgóslavneska
ferðaskrifstofu, ttl ferða fyrir
einstaklinga og hópa á þessu
ári. Er þetta framliahl samstarfs
sömu aðila er hófst á sl. sumri.
Fyrirkomulag ferðanna er
þannig, að flogið er með Loft-
leiðum til Kaupmannalhafnar, en
daginn eftir til einhverra þeirra
Qariggja staða, er flogið er á i
Júgósiaviu, Pula, Split eða
Dubrovnik. Dvalizt er 8 eða 15
daga eftir vali á baðströndun-
uim á Istria, Dalmatiu eða Dubr
ovnik. Á Istria er hægt að velja
um 8 hótel á eftirtöldum stöð-
um: Porec, Pula, Medulin, Rab-1
©c eða Opatija. í DaHmatíu er
hsegt að veija um 8 hótel á eft-
irtöldium stöðum: Vodiee, Sifoen-
ik, Primosten eða eyjunni Hvar.
Á Dubrovnik ströndinni er hægt
að velja um 8 hótel á eftirtöld-
um stöðum: Dubrovnik, Plat,
Cavtat, eða Budva. Gert er ráð
fyrir fullu fæði á stöðunum,
dvöl í tveggja manna herbergj-
um með baði meðam á dvölimni
stendur. Til aðstoðar á stöðun-
um verða danskir leiðsögumenn.
Hægt er að velja um fjölda
skoðunarferða innanlands frá
hverjum dvalarstað gegn auka-
greiðslu.
l>á er hægt að leigja sér bála
með O'g án bilstjóra til skemmri
eða lengri tíma og ferðast á eig-
inn vegum. Auk þess eru skipu-
lagðar siglingar um Adríahafið
milli ýmissa staða innanlands en
einnig til Italíu, svo nokkuð sé
nefnt atf því sam á boðstólum
er til kynningar á landi og þjóð.
Að lokiinmi dvöftimmd í Júgóslav
íu er fiogið frá sömu flugstöð
og komið var á og lent í Kaup-
mannahöfn, þar geta farþegar
dvalizt um lanigam eða stoammain
tima en flogið svio með næstu
véil Lotftleiða heim til ísilamds.
Fiug, aikstur tffl og tfrá fluig-
veilli í Júgóslavíu, ásamt fflti'g-
vallarskatti í Danmörku og Júg
óslaviu er innifalið í verði. Auk
þessara föstu ferða sem verða
vikulega, þá er hægt að skipu-
leggja ferðina frá Kaupmanna-
höfn, þannig að útvegaður er
bdlaleigubill frá Kaupmanna-
höfn á mjög hagkvæmu verði
og gistimg syðra, hvort held-
ur er á hótedi eða smáhýsum,
ibúðum o.s.frv. Ennfremur
verða sérstakar ferðir skipulagð
ar þaðan, að hálfu leyti sigl-
ingar en að hálfu leyti dvöl á
baðstfrönd. Flogið er þó til ein-
hverra hinna þriggja flug-
stöðva í Júgóslavíu frá Kaup-
mannahöfn og til baka.
Öll hóteliin sem dvalizt er á eru
ammiaðhvortf í A eða B floikki
nýtizkuleg, flest 2—4 hæða en
örtfá hiáhýsi. Ströndin er tiltöJu-
lega góð, klettótt nyrðra én
sendnari er sunnar dregur.
Sundlaugar eru við flest hótelin.
Frá Dubrovnik.
Frá Sarajevo.
Dvafláirtímimm hetfst fyirr syðra.
eða í april, en ekki fyrr en i lok
maá norðar. Yfirleitt er sjórinn
orðinn notalegur þá. Dvalartima
flýkur yfiirleiitt nyrðra um miðj-
an október, en syðra í lok októ-
ber.
Ferðir þessar verða til sölu
hjá ferðaskrifstofunum Land-
sýn, Ferðaskrifstofu Akureyrar,
Sunnu, Ferðaskrifstofu Ulfars
Jacobsens, Ferðaskrifstofu Loft
leiða, en auk þess taka allir
umboðsmenn Loftleiða á íslandi
á móti pöntunum i þessar ferð-
ir.
Könnuð stækk-
un Hótel Sögu
BÚNAÐARÞING samþykkti í
gær ályktun um að fela stjórn
Búnaðarfélags Islands í samráði
við stjórnir Stéttarsambands
bænda og Bændahallarinnar að
tryggja lóð fyrir stækkun hús-
rýmis Bændahallarinnar. Enn-
fremur verði kannaðir möguleik-
ar á að fá innlent fjármagn tii
framkvæmda, ef til þeirra yrði
stofnað. Þá verði gerð kostnaðar-
áætlun um rekstrarafkomu Hótel
Sögu, miðað við þá stækkun, sem
hagkvæmust þykir.
Al'knilklar umræður spummust
uffl þessa ályktunairtililögu á Búm
aðariþimgi og var m. a. lögð fram
tillliaiga um að visa henmi frá. Var
frávísumartiUagam felld með 12
atlkvæðuim gegm 12, en eiinm full-
trúamma sat hjá. Er tillaigam var
siðam tekim tisl ammarratr um-
ræðu og lok aatkvæðaigreiðslu
var tillaigam samiþykkt með 13
samnhljóða atkvæðum, em 12 fuUl-
trúair greiddu ekki aitkvæði.
í tiflflögummi, sem samþyk'kt var
segir ennfremur, að þimigið ieggi
áherzllu á að ekki komi anmað
framlag til viðbygginigarimmar
atf háltfu bæmda og baendaisamtak
amma en tekjuatfigamigur atf rekstri
Bændahalllariminar.
Að lokimmi þeirri athuigun, sem
í upphatfi er getíð, er lagt tifl. að
miðuirstöður G'thuigumiarimmar verði
ilagðar fyrir Búmaðairþimg till emd-
amJegrar á'kvörðumar.
KARNABÆR
TÍZKUV.
UNGA
FÓLKS-
k. INS
WOW l
TAKIÐ
VEL EFTIR
TAKIÐ
VEL EFTIR
• FERMINGAR-
FÖT MEÐ OG ÁN
VESTIS — 10% AFSL.
• FERMINGAR-
KAPUR VÆNTAN-
LEGAR I MIKLU
ÚRVALI l VIKUNNI.
• STUTTBUXUR
ÚR ALLSKONAR
EFNUM OG i
ALLSKONAR
GERÐUM.
• GALLABUXUR
OG SPORTBUXUR
FRA U.S.A.
• ARMBÖND —
HALSBÖND — BELT-
ISPOKAR — HRINGAR
HÁLSSKRAUT o.m.fl.
• PIONEER-
MAGNARARNIR
ÓDÝRU NÝKOMNIR
• NÝJUSTU
PLÖTURNAR.
Lauga-
VEGI 66
SÍMI 13630.
TYSGOTU 1
SÍMI 12330.
STAKSTEINAR
Hjónagarðar
Jón Magnússon stud. jur., for-
maður Stúdentaráðs Háskóla Is
lands, ritar grein um hjóna-
garða í nýtt tölublað af Vöku,
blað lýðræðissinnaðra stúdenta.
í grein þessari segir Jón Magn-
ússon m.a. „Hvað þörf fyrir
hjónagarða viðkemur, þá eru
Jitlar tölulegar upplýsingar til-
tækar að frágengnum þeim, að
mikill fjöldi stúdenta er í hjóna
bandi og töluverður hópur trú-
lofaður. Einnig má benda á nið
urstöður úr „skoðana- og hátt-
erniskönnun stúdenta“, þar sem
stúdentar svöruðu spurningunni
„munduð þér vilja búa á hjóna-
garði, ef þess væri kostur“ al-
mennt játandi. Þetta eru þær
tölulegu upplýsingar, sem um er
að ræða, en auk þeirra er vitað,
að nokkrir stúdentar búa í lé-
legu húsnæði, aðrir í húsnæði
aðstandenda, sumir þurfa að
greiða háa leigu fyrir og enn
aðrir eiga í töluverðum erfið-
leikum með að fá húsnæði með
an á skólatíma stendur. Með til
komu hjónagarðs mundi það
vinnast, að þeir sem sannanlega
hyggjn við erfiðustu aðstæður
mundu fá þar inni, jafnframt
væri að nokkru leyti létt af al
mennum húsnæðismarkaði og
ætla má að það mundi virka til
iækkunar á húsaleigu. Sá hjóna
garður, sem nú er byrjað að
undirbúa, verður nálægt Háskól
anum og mundi því bæði spax-
ast tími og peningar hjá þeim
sem þar byggju. Núna búa all-
margar stúdentafjölskyldur í Ár
bæjarhverfi og Breiðholti, srvo
íð eitthvað sé nefnt og gefur
það auga leið, hvað mikið vinnst
fyrir þá námsmenn, sem þar
búa að fá húsnæði náiægt Há-
skólanum.“
Staðsetning
hjónagarða
Síðan segir Jón Magnússon í
grein sinni: „Töluverðar umræð
ur hafa orðið um staðsetningij
hjónagarða. Sú stefna varð ofan
á, að ekki ætti að byggja hjóna
garða í stóruni heildum (búa til
„kampus"), heldur skyldi ðreifa
þeim á þann hátt, að þeir yrðn
á jaðri Háskólalóðarinnar eða í
nágrenni hennar. Þessi stefna er
tekin vegna þess, að betra þóttl
að hjónagarðsbúar mynd-
uðu ekki sérstaka félags-
lega heild, heldur þyrftu að
sækja almenna þjónustu
út fyrir garðinn, Þannig stað-
settir yrðu lijónagarðar framtíð-
arinnar nánast eins og venjuleg
íbúðarblokk svipuð öðrum íhúð
arblokkum í hverfinu, að öðru
leyti en því, að þar byggju stúd
entafjölskyldur og e.t.v. væri
þar barnaheimili.
Félagsleg einangrun stúdenta
ætti því ekki að verða meiri en
þeirra kennara, sem búa í kenn
arablokk í nágrenni við þann
hjónagarð, sem fyrirhugaður er.
Af kynnum við það fólk sem
þar hýr fæ ég alls ekki séð, að
um félagslega einangrun þess
sé að ræða. Þeir sem tala um hin
ar hrikalegu félagslegu afleið-
ingar sem bygging hjónagarðs
hefði í för með sér, verða að
athuga að vera stúdents á hjóna
garði verður í flestum tilvikum
1—6 ár. Þetta er ekki iangur
tími og draga verður í efa, að
þær skoðanir séu réttar, að það
skipti sköpum um félagsviðhorf
þeirra sem þar húa. Sumir úr
hópnum fara út á land að námi
loknu, aðrir til framhaldsnáms,
hópurinn tvístrast meira eða
minna og þó að telja verði full
víst, að með húsetu á hjóna-
garði skapist ýmiss konar félags
og persónuleg tengsl, þá er það
hlutiir, sem hjónagarður breytir
ekki verulega miklu um.4*
S
r'
r
<