Morgunblaðið - 16.03.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1971, Blaðsíða 4
r- ________________________________________________________________________________ [ 4. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUK 16. MARZ 1971 mmm HVERFISGÖTU 103 VW SendiferÖabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna*Landfover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. bilaleigan AKJifiA UT *■T car rental scrrice + 8-23-47 sendimi r 0 Engar „villu- kenningar“ Ástríður Eggertsdóttir skrif- ar: „Hveragerði, 7. 3. 1971. Velvakandi vænn! Aðeins nokkur orð viðvíkj- andi æskulýðsmessu í Hall- grímskirkju sl. sunnudag, 7. marz. Messu þessa hlýddi ég á með mikilli gleði. Er þó alda mótabarn. í gegnum tárin eygði ég ó- væntar, ótrúlegar dásemdir, ekki einungis upphafningu kristinnar trúar í landi voru, heldur og uppreisn hennar, þar sem hvorki verður talað tim friðþægingardauða, upp- risu holdsins né eilífa útskúf- un. Loksins munu þær villukenn ingar verða kveðnar niður — vonandi að eilífu.— Ungu leiðtogar! Guð mun blessa og stjórna starfi ykkar. Vinarkveðjur, Hveragerði, 7. marz 1971. Ástríður Eggertsdóttir." 0 Eigum við að uppræta loðnuna líka? Svo spyr Guðmundur Ág- ústsson í bréfi dags. 7. marz 1971. „Daglega berast fréttir af mokveiði af loðnunni smáu við suðurströnd landsins, — smæsta nytjafiskinum okkar, — eftir að okkur tókst að tor- tíma ævintýrafiskinum okkar, — „silfri hafsins", með kapp- samlegri aðstoð Norðmanna, er þeir mokuðu upp ókynþroska smásíld í fjölmörgum fjörðum Noregs. En það var í þann mund, er við íslendingar keppt umst við að elta síðustu leif- arnar af fullorðnu síldinni aust ur í hafsauga til þess að mala hana í skepnufóður (— að mestu), í mörgum nýjum og dýrum verksmiðjum, er byggð ar voru af lítilli forsjálni á óheppilegum stöðum. Með því að það eru fleiri en ég. sem uggandi eru vegna af- leiðinga svona takmarkalauss dráps á þessum smáfiski, þá vil ég vinsamlegast beina þeim Strandnmenn - Strcndamenn Árshátíð félagsins verður haldin að Hótel Borg laugardaginn 20. marz og hefst með borðhaldi kl. 19. TH skemmtunar verður: Kórsöngur, tvisöngur, ræða kvöldsins og annáll félagsins, hljómsveit Ölafs Gauks leikur fyrir dansi. Miðasala veður fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19 marz kl. 17—19 í anddyri Hótel Borg, borð tekin frá. Upplýsingar í síma 11440 á sama tíma. Gerum okkur glaðan dag, mætum mörg. Stjóm og skemmtinefnd. jmáLmJsikmmm u' '•bilasoilq GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 20070 Hópierðir Til leigu í lengri og skemmri ferðir 10—20 farþega btlar. Kjartan Ingimarason, stmi 32716. VERZLUN Til sölu lítil búsáhalda-, ritfanga- og leik- fangaverzlun í einu bezta úthverfi borgar- innar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. marz n.k merkt: „7335“. Volkswagen varahlutir tryggj'a Volkswagen gæði: ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGT. 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 tilmælum til okkar vísu fiski- fræðinga, að þeir láti í ljós álit sitt á því, hvort ekki sé vissara að fara nú þegar að „stinga við fótum“, meðan enn kunna að vera eftir einhverj- ar leifar af núverandi loðnu- göngu vestur með hálfri strand lengju íslands. Venjulegum „landkrabba“ finnst ótrúlegt, að að viðkoma þessa smáfisks sé svo gífurleg, að engar af- leiðingar komi í ljós af þessu milljarðadrápi á hverju ári, einkum ef loðnan hrygnir ekki nema einu sinni á sinni skömmu ævi. Álit og væntan legt svar fiskifræðinga veltur þó sjálfsagt mest á því, hvort loðnan er nú veidd undan eða eftir hrygningu. Vonandi byggist þetta hik- lausa áframhald veiðanna á því, að sjómenn viti, að hrygn ingu núverandi loðnugöngu sé lokið. Annars er hætt við, að margur skipstjórinn eigi eftir að iðrast þátttöku sinnar í þess um kappsfullu veiðum á þess um verðlitla smáfiski, ef í ljós kemur, að þorskstofninn okk ar dýrmæti fer að tregast við að sækja upp á gömlu fiski- miðin í leit að uppáhalds-fæðu sinni — loðnunni. Sjálfsagt veltur á mestu um framhald á fiskveiðum, sem aðalatvinnuvegs íslendinga, að þorskstofninn verði ekki skert ur, — viljandi eða óviljandi. Reykjavík, 7. marz 1971. Guðm. Ágústsson." 0 Ofvöxtur í sálarlífinu Undir þeirri fyrirsögn skrif- ar Bergur Sigurbjörnsson: „Bréf til Hallbergs Hall- mundssonar, New York. Gamli vinur! f sem allra fæstum orðum sagt, er ég þér óendanlega þakklátur fyrir þá hávísinda- legu og hárnákvæmu skýr- greiningu, sem felst í orðunum „ofvöxtur í sálarlífinu" sem þú settir fram í fremur snagg- aralegum greinarstúf í dálkum Velvakanda fyrir skömmu, af smáu tilefni. Ástæðan til þess, að ég vil þakka þér fyrir þessa „upp- götvun", er sú, að ég hef um nokkurt árabil glímt við að finna þessa skýrgreiningu, án árangurs, því meira, sem ég skrifaði um fyrirþærið, því flelri orð þurfti ég til að tjá það, sem ég vildi, en hafði þó alltaf á tilfinningunni, að það mætti gera með einni setningu. En nú hefur þú leyst þessa þraut, og hafðu blessaður gert. Ég vildi svo sannarlega, að ég hefði nú ráð á einhverjum stór vérðlaunum, líkt og Nóbels- verðlaununum, og skyldi ég þá með sérstakri gleði veita þér þau fyrir afrekið, enda værir þú vel og maklega að kominn. — Nauðsynlegt er, að vakin sé athygli á ofvexti sálarlifsins, hvar sem hann er að finna, jafn mikið böl og þessi sjúk- dómur hefur valdið mannkyn inu frá upphafi vega, enda flestir aðrir sjúkdómar þess hé góminn einber í samanburði við ofvöxt í sálarlífinu. Tökum til dæmis krabba- mein, jafn skelfilegan sjúk- dóm og það er. Það veldur ó- bærilegri þjáningu, ekki aðeins þeim, sem með það ganga heldur og nánustu ættingjum. En tökum svo annað dæmi af manni með ofvöxt í sálarlífi inu: Napóleon, Hitler, Stalín, Mussolíni, L. B. Johnson, svo að örfá fræg dæmi séu nefnd. Sj úkdómur þessara manna, of vöxtur í sálarlífinu, olli millj ónum og milljónatugum eða hundruðum saklausra manna ómælanlegum þjáningum, kvöl um og tortímingu og öllu mannkyni ómældu böli, niður- lægingu og vanþroska um ófyr irsjáanlega tíma. 0 Jafnvel hér á landi Jafnvel hér hjá okkur, þar sem allir hlutir mælast á ör- smáan mælikvarða (mæli- kvarða öreindanna), hefur of- vöxtur í sálarlífi tiltekinna manna, sem illu heilli fengu að stöðu til að valda öðrum en sjálfum sér tjóni með honum, verið bærilegu mannlífi i þessu dvergríki meiri vágestur en í tölum verði talinn, eða í fáum orðum greindur. f raun og veru er bráðnauð synlegt að endurskrifa alla mannkynssöguna í ljósi þessar ar frábæru uppgötvunar þinn ar á „ofvexti í sálarlífinu". Ég tel því nauðsynlegt að vekja athygli á henni, úr því að aðr ir hafa ekki ennþá orðið til þess, ef vera mætti að það yrði til þess, að hún færi ekki framhjá þeim fáu mönnum, sem enn nenna að hugsa og geta notað þann lækningamátt, sem í þessari uppgötvun þinni er fólginn, öllu mannkyni til blessunar, og þó fyrst okkur sjálfum, því ekki mun af veita. Með beztu kveðjum og end urteknu þakklæti. Bergur Sigurbjörnsson." — Einkennilegt uppátæki er það hjá bréfritara að nefna Lyndon B. Johnson í sömu andrá og t.d. Stalín. Erfitt get ur stundum reynzt að upp- ræta gamalt illgresi úr sálar- lífinu, sem veldur brengluðu mati og rangsýni á mannkyns söguna. Kópavogur Parhús við Hlíðaveg. Raðhús við Digranesveg með tveimur íbúðum. Raðhús við Hrauntungu. Einbýlishús á tveim haeðum við Melgerði, hentar mjög vel tveim fjölskyldum. ÍBÚÐA- SALAN GÍSLI ÓLAFSS. ARNAR SIGURBSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. 36349.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.