Morgunblaðið - 16.03.1971, Qupperneq 20
' 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1971
Afvinna
Bifvélavirkjar eða vélvirkjar óskast nú þegar til viðgerðar
á dieselbifreiðum.
Upplýsingar í síma 20720.
ISARN H.F.
Öskum eftir
að ráða laghentan mann. Þarf að hafa bílpróf,
GLUGGASMIÐJAN, Siðumúla 20.
n FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Spilakvöld
HÓTEL SÖGU
Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna I Reykjavík verður þriðju-
daginn 16. marz að Hótel Sögu, kl. 20,30,
Spiluð félagsvist.
Avarp: Pétur Sigurðsson,
alþingismaður.
Happdrættisvinningur.
Spilaverðlaun.
AUK:
hálfs mánaðarferðar Útsýnar til
COSTA DEL SOL, sem er þriggja
spilakvöldavinningur.
Dansað til kl. 1.00.
Húsið opnað klukkan 20.00. Sætamiðar afhentir I Valhöll við
Suðurgötu á venjulegum skrifstofutíma. Sími 15411.
Landsmálafélagið Vörður.
Hveragerði! Hveragerði!
Félagsmálanámskeið
Sjálfstæðisfélagið Ingólfur, Hveragerði gengst fyrir félagsmála-
námskeiði miðvikudaginn 17. marz og mánudaginn 22. marz
í Hótel Hveragerði.
Dagskrá:
Miðvikudag kl. 20,30 um RÆÐUMENNSKU.
Leiðbeinandi: Hörður Einarsson, lögfræðingur.
Mánudag k1. 21.00 um FUNDARSKÖP og FUNDARFORM.
Leiðbeinandi: Jón Atli Kristjánsson, deiidarstjóri.
Frekari dagskrá nánar tilkynnt slðar.
Þátttaka tilkynnist til Skafta Ottesen Frumskógum 3, sími 4148
eða Vignis Bjarnasonar Hveramörk 10, sími 4163.
STJÓRNIN.
Sjálfsíæðisfélögin í Hafnarfirði.
Spilakvöld
Spilað verður I Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 18. marz
kl. 8,30 stundvíslega. — Kaffiveitingar. — Góð kvöldverðlaun.
NÁMSKEIÐ UM ATVINNU-
LÍFIÐ OG STJÓRNMÁLIN
Miðvikudaginn 17. marz kl. 19,30 í Skipholti 70, efri hæð,
heldur námskeiðið áfram og verður þá rætt um:
SJAVARÚTVEG
Fyrir svörum sitja:
Már Elísson, fiskimála-
stjóri og Jón Páll Hall-
dórsson, framkvæmda-
stjóri.
Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega kl. 19,30.
Samband ungra Sjálfstæðismanna.
Málfundafélagið Óðinn heldur stórglæsilegt
BINGÓ að HÓTEL BORG
næstkomandi fimmtudag 18. þ.m.
Allt Sjálfstæðisfólk velkomið.
Bandarísk
kæra á SAS
HÆTTA er á a» flugfélagið SAS
verði að greiða háar skaða-
bætur fyrir ólöglegar hópferðir,
sem bandarísk ferðaskrifstofa
hefur skipulagt. Auk SAS eru
fjögur stór flugfélög, Alitalia,
Air France, Sabena og Luft-
hansa, viðriðin málið.
Umrædd ferðaskrifstofa, sem
kallast „Special Service Tea-
chers Group“ og starfar í New
York, hefur um árabil skipulagt
hópferðir bandarískra kennara
til Evrópu. Á árunum 1969-70
mun skrifstofan hafa annazt
73 hópferðir fram og aftur. Nú
hefur eftirlit bandarísku flug-
málastjómarinnar komizt að
raun um, að aðrir en kennarar
hafa tekið þátt í þessum ferð-
um, og hefur ferðaskrifstofan
þar með brotið gegn lögum um
hópferðir.
— Gaullistar
Framhald af bls. 1
ar síðan 1969 og eru úrslit
þeirra mikilvæg þar eð þau gefa
til kynna styrkleika stjómmála-
flokkanna. Fyrstu úrslit gefa því
til kynna, að Gaullistar hafi
styrkt stöðu sína í bæjum og
héruðum, en úrslitin n.k. sunnu-
dag verða enn mikilvægari, því
að þá verður aftur kosið i þeim
héruðum, þar sem enginn einn
flokkur fékk hreinan meirihluta.
Marcellin, innanríkisráðherra
sagði í gærkvöldi að Gaullistar
hefðu fulla ástæðu til að vera
mjög ánægðir með úrshtin og
taldi að eftir kosningarnar n.k.
sunnudag myndu Gaullistar
hafa fengið yfir 50% allra at-
kvæða 1 kosningunum.
í>að sem hvað mesta athygli
vakti í kosningunum var að hinn
umdeildi Jacques Soustelle vann
sigur í kjðrdæmi sínu, en hann
var bandamaður öfgasinna í
hermdarverkasamtökunum OAS
í Alsírdeilunni og barðist hart
gegn þvi að Alsír fengi sjálf-
stæði. Hann hefur verið í póli-
tiskri útlegð um margra ára
skeið.
Að sögn forstjóra SAS Jo-
hannes Nielsens, hefur félagið
aðeins flutt fámenna hópa frá
ferðaskrifstofunni, alls um 200-
300 manns. Hins vegar hafa hin
flugfélögin farið leiguferðir á
vegum skrifstofunnar. Þótt flug
félögum beri að hafa eftirlit
með farþegum sínum, getur það
reynzt erfitt að sögn Nielsens,
og oft verður að treysta á ferða
skrifstofumar. Að sögn AP get
ur eitt einstakt brot á alþjóða-
reglunum um leiguflug varðað
allt að 1.000 dollara sektum.
— Tyrkland
I'ramhald af bls. 1
forsetanm, er talið geta bent til
þesa að fLokkur hams, Réttlætis-
flokkuritnn, sem hefur meiri-
hlliuta á þjóðþinginu, hyggist ekki
taka þátt í mymdun nýrrar
stjómar.
Demirel hefur harðlega for-
dærnt aðgerðir hersins, en Cevd-
et, fortseti, hetfur hins vegar gef-
ið út yfirlýsimgu þess etfnis, að
þær eigi lagalegan rétt á sér, og
hafi bjargað Tyrtklandi frá upp-
lausn og innbyrðis átökurn.
Á fundinum með floklksteið-
togumuim, gerði Cevdet grein
fyrir skoðumium sínium á ástand-
irau í landintu, og hvaða breyt-
ingar þyrfti að gera. Flokksieið-
togamk voru beðnir að koma
með athugasemdir sinar og til-
lögur fyrir miðvikudag, en þá
verður haldinm annar fundur
um myntdun nýrrar ríkisstjómar.
— Dacca
Framhald af bls. 1
Miklar varúðarráðstafanir voru
gerðar við flugvöllinn í Dacca
og í borginni sjáifri og vom her-
menn, gráir fyrir járnum, alls
staðar á verði.
Rahman tilkynnti i mtorgun,
skörnmu fyrir komu Yahya
Khans, að hann heíði í hyggju
að taka við stjómartáumum í
A-Pakistan. Stj órnmálafréttarit-
arar telja þessa yfMýsingu sjálf-
sitæðisyfirlýsingu. Rahman hélt
áfram aðgerðum sánium gegn
sitjóminmi í Karachi, er hann
skipaði hinni óopinberu stjóm
sinni að hef ja inmheimtu skatta,
en greiða þá ekki til stjómvalda
í Pakistan. Rahman sagði, að
hann tæki völdin á þeim forsend-
um, að flokkur sinn hefði hrein-
an meirihluta á héraðsþimginu í
Dacca og þvi væri hann réttkjör-
inn stjómarflokkur þeirra 75
miilljóna manna, er búa í A-Pak-
iatan.
Stjómmálafréttaritarar segja,
að deilan á miffi A-Pakistans og
V-Pakistans hafi harðnað mjög á
síðustu dögum og telja vafasamt
að Yaya Khan hafi erindi sem
erfiði.
— Stalín
Framhald af bls. 1
ujeva hefði framið sjálfs-
morð.
Henrih kvaddi til virtan
hjartasérfræðing, dr. Levin,
sagði honum hvemig landið
lá, og hvers væri krafizt af
honum. Levin neitaði, og
Henrih hótaði þvi þá að hann
myndi ekki yfirgefa bygg-
ingu öryggislögreglunnar fyrr
en hann hefði skrifað skýrslu
um sjáifsmorðið, en Levin
neitaði enn.
Nokkrum dögum síðar
skýrðu sovézk blöð frá því
að dr. Levin hefði verið hand-
tekinn fyrir svivirðilega
glæpi: hann hefði vísvitandi
greint ranglega sjúkdóma
háttsettra embættismanna og
orðið þannig valdur að dauða
þeirra. Þvi var jafnvel hald-
ið fram að hann hefði flekaö
stúlkubörn undir lögaldri.
Steiner hefur eftir systur
Jagoda, að þetta og aðrir at-
burðir hafi fengið ákaflega
mikið á bróður hennar. Þegar
svo Stalin skipaði honum aö
sjá um að hinn frægi rithöf-
undur Maxim Gorki, yrði
myrtur, var mæiirinn fullur,
enda var Gorki náinn persónu
legur vinur Jagodas.
Taisa Jagoda á einnig að
hafa sagt að 1937, hafi bróð-
ir hennar verið orðinn svo
örvæntingarfullur aö hann
hafi viljað senda fjölskyldu
sína úr landi, og sagt bezta
vini sinum, Besedovski frá
þeirri fyrirætlun. Besedovski
hafi hins vegar svikið hann,
og sagt Stalin alla söguna.
Stalin hafi þá látið handtaka
Henrih Jagoda, og taka hana
af lifi vegna þess að hann
væri andbyltingarsinni og út-
sendari auðvaldsskipulagsins.
— Þór og HSK
Framhald af bls. 26
Leikwum lauk síðam með góðum
og sannigjömuim sigri Þórs 83:68.
Liðin:
Guttormur Ólafsson var lamg-
bezti maður valíLarins í þessum
áieik. Hamm byggði mikið upp og
hitti sjálfur vel og skoraði mik-
ið. Hamn átti einmig góðam leik í
vörmimmi, em hún var mjög góð
hjá Þórsliðiinu allam leikinm. Þeir
Stefán Halllgirímissom og Jóm Héð
inssom voru eirnmig góðir. Þá áttu
þeir Númi Friðriksson og Pétur
Sigurðssom góðam leik í síðari
háiMeik. Þeir eru báðir freimur
ragir við að reyma mikið sjálfir,
em geta vel gert góða hluti að-
eins ef þeir hafa kjark til að
reyma. T. d. hittu þeir báðir vel
í þessum leik.
Þebta var fremur slakur leik-
ur hjá HSK, ám þes® þó að það
þurfi að kasita rýrð á frammi-
stöðu Þórsara sem léku vel. Það
muinaði mikið um það fyrir liðið
að Amtom Bj armiasom var ekki i
sínurn kunnia harni að þessu siruni.
Varla er ástæða til að nefna eimn
leikmamm HSK fremur en annan
nema ef vera skyldi Birki Þor-
kelssom.
Stighæstir: Þór: Guttormur 35,
Jóm 18, Stefán 16. HSK: BLrkir
19, Eimar 17, Pétux 14.
Leikinn dæmdu mjög ved þeir
Guðmumdur Þorateimsson og Jóm
Sigurðsson. — gk.
Húshjólp í Koupmannahöfn
Góð stúlka, helzt með húsmæðraskólamenntun eða reynslu
I matreiðslu, óskast strax á íslenzkt heimili í Kaupmannahöfn.
Ráðningartími 6—12 mánuðir. Báðar ferðir greiddar, ef samið
er til 12 mánaða, en önnur ferðin, ef samið er í 6 mánuði.
Upplýsingar i síma 12272 frá kl. 10—12 f. h. næstu daga.
VERZLUNARSTJÓRA
MEÐ REYNSLU AÐ BAKI
vantar I nýja herrafataverzlun.
Umsókn með haldgóðum upplýsingum óskast send Morg-
unblaðinu fyrir 19. þ.m. merkt: „Gott kaup — 6254",
Nauðungaruppboð
Opinbert uppboð verður haldið að Álfhólsvegi 7, Kópavogi,
í dag þriðjudaginn 16. marz 1971 og hefst kl. 14.00. Verða þar
boðnar upp ýmsar eignir þrotabús Magnúsar Ámasonar Álf-
hólsvegi 143. Fyrst verður boðin upp bifreiðin R-8139, Land/
Rover jeppabifreið (benzín) árgerð 1962, því næst verða
meðal annars boðnir upp eftirtaldir munir: Mataröskjur (ca.
2000 stk.), 250 bréfpokar, kleinupottur, 2ja hellu rafmagns-
plata, 38 vatnsglös, 53 glerkaffikönnur, 60—70 hnífapör, 8 hand-
þurrkuskápar, stimpilklukka með rekk, sængurver, koddaver
og lök ca. 40 sett, ný nærklæði, 2 málverk o. fl.
Greiðsla fari fram vjð hamarshögg.
Bæjarfógetinn I Kópavogi.