Morgunblaðið - 16.03.1971, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.03.1971, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1971 • • 37 • • lega. Þessi frænka yðar er ung- írú Joyce Biackbrook, er ekki svo? Benjamín leit ögrandi á Jimmy. — Hvernig vitið þér það? — Þannig, að ég heí haft þá ánægju að tala við ungfrúna, svaraði Jimmy hressilega. — Hún átti nokkurra daga frí og var hjá bróður sínum í Catford, svaraði BenjamLn hik- iaust. — Svo þér hafið hitt Joyce, eða hvað? Er hún hress? Ég var hálfgert að búast við bréfi frá henni, þegar hafnsögu maðurinn kom um borð, en fékk ekkert. — Ungfrú Blackbrook var fullhress þegar ég hitti hana fyrir nokkrum dögum, sagði Jimmy. En ef þér hafið tíma til, langar mig að tala við yður um fráfall bróður yðar. — Já, ég á frí í einn eða tvo klukkutíma. Æ, ég bið yður að afsaka, að ég bauð yður ekki sæti. Gerið svo vel. Hann benti á setbekkinn en settist sjálfur á rúmstokkinn. Segið mér nú frá þessu öllu. — Bróðir yðar fannst á mið- vikudaginn var, í móanum við Farningcote, sagði Jimmy dræmt um leið og hann settist niður. -— Höfuðið var skotið af, hægra megin og hann var dáinn. Leif- arnar af spunginni byssunni fundust þar skammt frá. — Ja, hvert i veinandi! sagði Benjamín og það var ósvikinn söknuður i málrómnum. — Vesl- ings Caleb. Ég sagði alltaf, að þessi hólkur hans mundi ein- hvern tima springa. Hann léði mér hann stundum og ég var dauðhræddur í hvert sinn sem ég hleypti úr honum. —Það var betri byssan hans bróður yðar, sem sprakk. Og hún var í fullkomnu lagi, ný- viðgerð hjá hr. Newsham. — Betri byssan? Hvernig í dauðanum hefur hún getað sprungið. Hér er eitthvað grun- samlega á seyði! — Já, það er ég einmitt hræddur um. Þér segið, að bróð- ir yðar hafi stundum léð yður byssuna. Lét hann yður þá líka hafa skot? — Ekki aldeilis. Hann var ekki svo múraður, að hann hefði efni á því. Ég keypti þau alltaf sjálfur. — Hvenær keyptuð þér skot síðast? O, það er langt síðan. Ein tvö ár, býst ég við. Ég man eftir, að ég fékk kassa með fimmtíu hjá járnvörusala i Lydenbridge. Það voru þau ódýrustu, sem hann átti, man ég. Popinjay, hétu þau, eða eitthvað þess háttar. — Datt yður aldrei í hug að senda bróður yðar einn kassa af skotum, fyrir bysslulánið ? -— Víst ekki, því miður. Það hefði náttúrlega verið fallega gert, ,en okkar á milli sagt, full- trúi, þá hefur okkur Caleb ekki komið svo vel saman undanfar- ið, að við færum að gefa hvor öðrum gjafir. — Hafði ykkur lent saman ? — Það var nú ekki eins auð- velt að komast hjá því og þér kynnuð að halda. Ég býst við að við höfum rifizt hvenær sem við hittumst. Einhvern veginn tókst okkur að vera á öndverð- um meiði um flest miili himins og jarðar. — Nokkrum vikum áður en bróðir yðar dó, sendi einhver hor.um einn kassa af Nimrod- skotum. Gætuð þér hugsað yð- ur, hver það hefði getað verið? Benjamín hristi höfuðið. — Ég er hræddur um ekki, sagði han,n. — Kunningjar Calebs voru ekki mínir kunningjar. En ég man vel eftir þessum Nimrod- skotum. Hann frændi minn ■— pabbi hennar Joyce — notaði þau alltaf, og vildi ekki neina aðra tegund. — Það er ástæða til að halda, að eitt skotið úr þessum kassa hafi orðið bróður yðar að bana. Og það hefur komið í ljós, að hleðslan hefur verið tekin úr því og sterkt sprengiefni sett í staðinn. Og þá er það skiljanlegt, að byssan hefur sprungið. Og þá erum við aftur komnir að pappírsblaðinu, sem ég sýndi yður. Jimmy athugaði vandlega svipinn á Benjamín, en sá þar ekkert annað en undrun. — Hvað kemur pappirsblaðið þessu við? — Það fannst i skotkassanum, sem ég var að nefna, sagði Jimmy. Þýðing þessarar upplýsingar varð ekki ljós fyrir Benjamín alveg strax. En svo hall- aði hann sér fram, að Jimmy. — Hvem skollann sjálfan eig- ið þér við? Þér eruð þó ekki að gefa í skyn, að ég hafi sett það í kassann, eða hvað? — Nei, alls ekki, sagði Jimmy með vingjamlegu brosi. En ef þér viljið setja yður í min spor, verður yður ljóst, að ég hlýt að spyrja sjálfan mig, hvernig miðinn komst i kassann. Nú skal ég vera alveg hreinskilinn við yður. Ég hef þegar talað við ungfrú Blackbrook um þetta og hún hefur gefið mér ná- kvæmlega sömu skýringar á uppruna miðans og þér hafið nú. AKR A fyrir steik AKRAIAKRA r steik I fyrir steik Allar legundir i útvarpstaeK vasaljós og leik- föng alltaf fyrirliggjandi. Aðeins f heildsölu til vcrzlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. Öldugötu 15. Bvlk. — Stmi 2 28 17. BREYTT SÍMANÚMER: 25866 VOCUE búðin Skólavörðustíg 12 VOCUE skrifstofa Skólav örðustíg 12 VOCUE vörugeymsla Crettisgötu 3 Skólavörðustíg 12 Hún kannaðist undir eins við hann sem hluta af bréfi til henn ar frá yður. Hún þykist muna, að hún hafi rifið bréfið sund- ur, en man ekki hvar eða hvenær. Og ég hetf sann- fserzt um, að næstum hver sem er hefði getað náð í miðann. Svipurinn á Benjamín jafnaði sig og hann komst aftur í eðli- legar stellingar. — Ég get ekki annað en fullvissað yður um, að ég gerði það ekki, sagði hann. Hinu dettur mér ekki i hug að neita, að við Caleb vor- um engir sérlegir vinir. En þvi fer fjarri, að mér dytti í hug að fara að drepa hann. — En hver er liklegastur til að hafa látið sér koma það til hugar?, sagði Jimmy. — því að við erum alveg hárvissir um, að dauði hans hefur orðið af manna völdum. Benjamín opnaði skúffu og tók upp kassa hálffullan af vindlum og bauð Jimmy. — Reynið þessa, sagði hann. — Þeir eru frá Panama. Hreint ekki svo slæmir þegar maður A IA fy ri r s tei k venst þeim. Mér skilst, að þér hafið farið til Lydenbridge? — Já, ég var þar daginn sem bróðir yðar dó. Undir eins og ég frétti af þvi hjá Appleyard, ók hann mér til Farningcote. — Já, ég þekki Appleyard vel og hann er allra bezti ná- ungi. Ég þykist viss um, að hann hafi sagt yður eitt og annað, sem ekki var Caleb beinlínis til hróss. — Já, ég skal játa, að það gerði hann, sagði Jimmy. — Til dæmis það, að bróðir yðar hefði verið kærður fyrir likamsárás á Chudley. — Nú, svo hann sagði yður frá því? En ef þér viljið trúa því þá var ekkert illt til í hon- um Caleb. Gallinn var sá, að hann kunni alls ekki að stilla skap sitt, og þegar hann reidd- ist, var hann alls ekki ábyrg- ur gerða sinna, eða orða . . . Og vitanlega gerðu þessir gall- ar hans það að verkum, að hann var ekki beinlínis vinsæll hjá nágrönnum sínum. — Já, svo hefur mér skilizt. Við vei’ðum að taka þann mögu- AKRA fyrír steik Hrúturlnn, 21. marz — 19. apríl. Hvergi er betra að halda sig en heima núna, og þú skalt ekki gleyma bví. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Fleiri hafa vit á hlutunum en þú, og því ekki að viðurkenna það? Tvíburarnir, 21. inaí — 20. júní. Nálega allir, sem þú þekkir hafa verið að gera atliugascmdir við verk þín undanfarið. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Rétt er að tína til það heiilegasta í fari annarra gagnvart þér, og halda fast í það. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Lengi má deila um athafnir annarra, en er ekki réttast að styðja og styrkja þá, sem þér eru næstir? Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Nú mæðir dálítið á þér um hríð, og er þá bezt að brynja sig gagnvart því. Vogin, 23. september — 22. október. Nálega allir hafa einhverjar fréttir að færa þér, kannski ekki allar ákjósanlegar. Sporðdreltinn, 23. október — 21. nóvember. I»ú tefur sjálfan þig aðeins á heilabrotum um málefni, sem ekk ert koma þér við. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þeir fáu, sem þú hefur átt í útistöðum við, eru þér e.t.v. léttari í taumi núna, en þú áttir von á. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Stundum gengur fram af þér, hvað stirðlega þér gengur að gera þig skiljanlegan við þína nánustu. Úr þessu rætist þó innan tíðar. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þeir eru ófáir, sem óska sér í þín spor núna, og er það skiljan- legt af ýmsum ástæðum. % Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þótt illa biási og óbyrlega þessa stundina, er ekki úr vegi að minnast þess að ekkert er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.