Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971
® 22*0*22-|
RAUOARÁRSTÍG 31J
■^25555
13ILALEIGA
IIVERFISGÖTU 103
VW Sendiferðabifreií-VW 5 manna-VW svefwag*
V W 9 manha - Landrover 7 manna
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 13
Sími 14970
Eftir lokun 81748 eða 14970.
i
'l€trmwjngro
HÁRÞURRKAN
FALLEGRUFLJÓTARI
Vönduð vara — Ágætt verð
Fermingargjöf!
FYRSTA
FLOKKS
FRÁ....
SlMI 24420 - SUÐURG. 10 . RVllC
JOHItiS - MAfliVILLE
glcrullareinangrunin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manvilte glerullareinangrunina
með álpappirnum, enda eitt
bezta einangrunarefnið og
jafnframt það langódýrasta.
t»ér greiðið álika fyrir 4" J-M
glerull og 3" frauðplasteinangr-
un og fáið auk þess álpappír
með. Jafnvel flugfragt borgar
sig. Sendum um land allt —
Jo'n Loitsson hf.
0 Framboðsræður
ríkisútvarpsins á
Iaugardagskvöldum
Ásmundur Guðmundsson
skrifar:
„Heiðraði Velvakandi!
Stendur Ríkisútvarpið að
framboði Margrétar Guðnadótt
ur í næstu Alþingiskosningum?
Á Stefán Karlsson að fara
fram hér í Reykjavík? Hver
velur þessa kommúnista í þátt
inn „Lífsviðhorf mitt“ á laug
ardagskvöldum til þess að
ryðja úr sér þrælpólitískum
áróðri yfir þjóðina? Að vÍ3u
skaut frúin yfir markið, þar
sem herrann reyndi að vera
þeim mun ísmeygilegri.
útvarpsins velur slíkt fólk til
predikana, vona ég, að afnota-
gjöid útvarpsins verði ekki
gerð að nefskatti. Maður verð
ur a.m.k. að hafa tækifæri til
þess að segja áróðUrslúðrin-
um upp.
Ásmundur Guðmundsson“.
0 Gæfumerki
— Velvakandi telur nú, að
þessir þættir hafi verið með
þeim hætti,; að fólk ættí frem-
ur að fælast frá sósíalisma en
laðast að honum, eftir að hafa
hlustað á þá. Seinni þátturinn
var bara sambland af bernsku,
ofstæki, klára dellu, blindum
heittrúnaði og frumstæðri róm
antík., en í þeim fyrri var við
urkennt, að þessar átján út-
gáfur af sósíalisma, sem reynd
ar hafa verið í ýmsum ríkjum
í allt upp í hálfa öld, hafi alLs
staðar misheppnazt. Auðvitað
ætlaði predikarinn samt að
halda áfram að trúa og vona,
að eitthvern tíma reddaðist
þetta nú svona einhvern veg-
inn og einhvers staðar. —
Nema hvað.
Annars er talsvert um það
rætt um þessar mundir, hve
kommúnistar virðast vera farn
ir að eiga greiðan aðgang að
ríkisfjölmiðlum. Velvakandi er
ekki alveg viss um, að meira
sé um þetta en verið hefur,
en hins vegar er það gæfu-
merki, hve margir eru farnir
að taka eftir því.
0 Prestarnir í Nessókn
Magnús Hannesson, rafvirkja
meistari, skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Mætti ég biðja þig um að
koma eftirfarandi á framfæri
við rétta aðila?
Síðan ég sótti aðalfund Nes-
sóknar í febrúar sl., hefi ég
verið að velta því fyrir mér^
hve lengi safnaðamefnd, dóm
prófastur eða jafnvel biskup-
inn yfir íslandi ætli að leiða
hjá sér það ástand, sem ríkir
milLi prestanna í Nessókn og
hefir ríkt um allmörg ár.
Ég, sem sæki kirkju fyrst og
fremst til þess að njóta þeirr
ar helgi og þess friðar, sem
Guðs hús á að geta veitt, nýt
þess á engan hátt. Mér finnat
þó fyrst keyra um þverbak,
þegar þessir blessaðir menn
tala um bróðurkærleika og
lyfta höndum til þess að biessa
okkur, þessa syndara, í nafni
heilagrar þrenningar, en innst
í hugskoti sínu óska þeir hvor
öðrum alls hins versta, ef
marka má framkomu þeirra á
safnaðarfundum undanfarin ár.
. Það er okkur til mikilla leið
inda, sem sækjum þetta veg-
lega Guðshús að staðaldri, hve
kirkjusókn er treg, þegar frá
taldar eru stórhátíðir, enda
varla við öðru að búast, þar
sem slíkt andrúmsloft ríkir.
Mér finnst túlkun þeirra á guð
fræðinni staglsöm og þurr, að
svo miklu leyti sem ég gef mér
tíma til að fylgjast með ræð-
um þeirra frá þakkargjörð
minni til Guðs míns.
Magnús Hannesson,
Hagamel 25, Reykjavík'*.
— Velvakanda hefur borizt
óundirritað bréf frá „nokkrum
konum í Nessókn“ um skírnar
messur, sem svo eru kallaðar.
Bréfið verður ekki birt, nema
nöfn bréfritara megi fylgja.
0 „Þar lágu Danir í því“
Guðmundur Einarsson spyr
Velvakanda, hver vera muni
uppruni orðtaksins, sem prent
að er hér að ofan.
Velvakandi vísar þessu hér
með til lesenda þessara dálka.
Meðan dagskrárstjórn ríkis
Húseignin Skólavörðustígur 46
er til sölu. I húsinu eru fjórar 2ja herbergja íbúðir auk verzl-
unar- eða iðnaðarpláss.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni:
HAFSTEINN BALDVINSSON. HRL.,
Málflutningsskrifstofa
Garðastræti 41 — Sími 18711.
Ferðafélagskvöldvaka
í Sigtúni sunnudaginn 21. marz kl. 21. Húsið opnað kl. 20,30.
E f n i :
1. Jófiann Pétursson vitavörður, segir frá Hornströndum
og sýnir myndir ásamt Einari Þ. Guðjohnsen.
2. Myndagetraun sem dr. Sigurður Þórarinsson sér um.
3. Dans til kl. 1.
Rúllugjald við innganginn.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS.
3/o herbergja hœð
Höfum til sölu 3ja herb. íbúð á 1. hæð í tví-
býlishúsi iið Hátröð í Kópavogi um 85 ferm.
(húsið er hæð og ris). Stór og ræktuð lóð.
Sameiginlegur liiti og inngangur með risi,
harðviðarskápur í svefnherbergi, teppalagt,
tvöfalt gler. Húsið og íbúðin í mjög góðu
ásigkomulagi. íbúðin er laus nú þegar. íbúð-
inni getur fylgt hálfur bílskúr. Verð án bíl-
skúrs 1350 þús Útb. 700 þús.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIE
sími 24850, helgarsími 37272.
Snumukonur — sníðukonur
Vandvirkar konur geta fengið vinnu á
saumastofu okkar.
Gjörið svo vel og hafið samband við oss
mánudaginn 19. þ.m. eftir kl. 3, ekki í síma.
US Cjtpicjryci
I I
Sini-22900 Laugaveg 26
TIL SÖLU
2ja herb. stór íbúð við Snorrabraut.
2ja herb. íbúð við Rauðarárstíg.
2ja og 3ja herb. íbúðir í sama húsi á bezta stað í Kópavogi.
4ra herb. jarðhæð á Seltjarnarnesi.
120 fm efri hæð, sérhiti.
Gott raðhús í Austurborginni, fullbúið.
Einbýlishús á Flötunum í byggingu, búið að einangra
og leggja miðstöð.
HEF KAUPENDUR AÐ
Einbýlishúsi, gjaman í Smáíbúðahverfi, mjög mikil útborgun.
Hæð og risi eða hæð og kjallara, tveimur ibúðum í sama húsi,
mjög góð útborgun.
Góðri sérhæð í nýlegu húsi, útborgun um 2 milljónir.
EIGNASKIPTI
Á öllum stærðum og gerðum eigna og íbúða möguleg.
Upplýsingar aðeins í skrifstofunni, ekki I síma.
KRISTINN EINARSSON, hrl.,
Búnaðarbankahúsinu við Hlemm.