Morgunblaðið - 21.03.1971, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971
15
Umræður
um mengun
Vera má að þeir séu ekki ýkja
margir, sem hlusta á útvarpsum-
ræður frá Alþingi, en umræð-
urnar s.l. þriðjudagskvöld voru
með nokkuð sérstökum hætti.
Þar var fyrst og fremst fjall-
að um mengunarvandamál, og yf
irleitt voru ræður manna hóg-
værari og minna um glamuryrði
en tiðast er í slíkum umræðum.
Vissulega er ánægjulegt, að
mengunarmálin vekja mikla at-
hygli hér sem annars staðar,
enda eru víst allir íslendingar
sammála um það að nauðsyn-
legt sé að vernda landgæði og
hindra að þeim verði spillt.
Engu að síður er það býsna
táknrænt, að stjórnarandstæð-
ingar skuli einungis sjá ástæðu
til að krefjast útvarpsumræðna
um þetta málefni, en engin mál
önnur, þótt aðeins séu nú tæp-
ir þrír mánuðir til alþingiskosn-
inga. Sýnir það Ijóslega, að þeir
telja málefnastöðu sína ekki
sterka. En þar að auki er þess
að gæta, að stjórnarandstöðu-
flokkarnir allir eru klofnir og
magnlausir, enda örlar ekki á
neinum tilþrifum af þeirra
hálfu, t.d. í umræðum á Alþingi.
Meira að segja eru þagnaðar
raddirnar um, að ríkisstjórnin
sé uppgefin og athafnalítil, enda
óhægt um vik, þvi að stjórnin
og stjómarþingmenn fylgja nú
fram hverju stórmálinu á fætur
öðru, og ýmsar aðgerðir stjórn-
arvalda, t.d. á sviði atvinnu-
mála hafa leitt til þess, að aldrei
hefur verið bjartara íramundan
í íslenzkum efnahags- og at-
vinnumálum en einmitt nú.
Straumsvík
og mengun
Tilefni útvarpsumræðnanna
var það, að krafa hefur komið
Unga fólkið
og stjórnmálin
Á öllum tímum reyna hinir
eldri að skilja sjónarmið æsku-
manna, en á öllum tímum finnst
líka hinum yngri, að þeir eldri
séu skilningssljóir og geti ekki
áttað sig á sjónarmiðum þeim,
sem æskan setur fram. Nú á tím-
um eru bæði hér og erlendis
miklar hræringar í röðum ungra
manna, og þótt bréfritari ætli
sér ekki þá dul að skilgreina
þessar hræringar, ætti þó að
vera óhætt að fullyrða að þær
beindust fremur í hægri átt en
vinstri miðað við gamla skýr-
ingu þeirra hugtaka. Þannig fer
það ekki á milli mála, að æskan
vill frjálsræði til orðs og æðis.
Hún vill víkja burt margháttuð-
um fordómum og fyrst og siðast
leggur hún áherzlu á, að ríkis-
vald og ríkisstofnanir eigi ekki
að ráða öllu, heldur eigi hvér
og einn að hafa sem víðtækast
frjálsræði til að ráða sjálfur ör-
lögum sínum.
Þessi sjónarmið eru í algjörri
andstöðu við þær skoðanir, sem
býsna ríkar voru fyrr á öldinni,
þ.e.a.s. að rikisvald ætti að seil
ast inn á sem flest svið, þvi að
þegnarnir væru ekki færir um
að stjórna gjörðum sinum, held-
ur yrðu alvitrir stjórnmála- og
embættismenn að taka ómakið af
þeim.
Þetta tizkufyrirbæri barst auð
vitað hingað og hafði veruleg
áhrif á stjórnarfar hér i ára-
tugi með þeim afleiðingum, að
ýmsir voru farnir að halda, að
ógjörlegt væri að stjórna þessu
landi, án þess að allt væri reyrt
í boð og bönn. Það var þess
vegna áreiðanlega engin upp-
gerð, þegar vinstri menn sögð-
ust vera alveg undrandi á þvi,
að Viðreisnarstjórnin héldi velli.
Þeir sögðu strax á fyrstu mán-
uðum hennar, að hún hlyti að
falla, og á því var klifað árum
saman, að hún væri komin að
Nætur og daga hefur verksmiðjan í Örfirisey malað
ið og stofnaði hið svonefnda
Alþýðubandalag með Moskvu
kommúnistum og bjargaði þeim
þannig frá einangrun.
Sjálfsagt er það rétt, sem
Hannibal Valdimarsson hefur
margsinnis haldið fram, að ætl-
un hans hafi verið sú að verða
ráðamaður í lýðræðissinnuðum
sósíalistaflokki og einangra
kommúnista, en raunin varð allt
önnur. Það var hann sem ein-
angraðist eftir að kommúnistar
höfðu notið góðs af fylgispekt
hans og náð til sin því fylgi, sem
Hannibal og hans menn höfðu
áður.
Niðurstaðan varð auðvitað sú,
að Hannibal Valdimarsson
hrökklaðist burt úr kommúnista-
flokknum, og héldu menn satt að
segja, að hann hefði fengið nóg
af vistinni, en nú upplýsir for-
maður Sambands ungra Fram-
sóknarmanna, sem átt hefur
í viðræðum við hin svonefndu
samtök Frjálslyndra og vinstri-
manna, að þau sarntök hafi tjáð
sig reiðubúin til stamstarfs við
Reykjavíkurbréf
Laugardagur 20. marz
fram um, að hreinsitæki væru
þegar í stað sett við álverksmiðj
una í Straumsvík. Um þetta mál
hefur mikið verið rætt og ritað
og skal ekki miklu við bætt.
Rétt er þó að vekja á þvi at-
hygli, að fráleitt er að tönnlast
á því, að flúor sé eitthvert
óskaplegt eiturefni; raunar er
það ekki skaðvænlegra í litlum
mæli en svo, að þingmenn eru
með nýburstaðar tennur úr
„flúormenguðu" tannkremi um
það leyti, sem þeir lýsa eitur-
áhrifum þess. Snerting islenzks lr
gróðurs við flúor er heldur
ekki ný af nálinni, enda er það
flúormagn, sem frá álbræðslunni
berst, auðvitað aðeins örlítið
brot af því, sem yfir landið hef-
ur gengið í eldgosum.
Engu að siður er sjálfsagt mál
— og allir um það sammála —
að gera hverjar þær ráðstafan-
ir, sem nauðsynlegar kunna að
þykja til að koma í veg fyrir,
að nokkur mengun, sem hætta
geti stafað af, verði frá þessu
iðjuveri eða öðrum. Frá upphafi
var líka frá því gengið, að
hreinsitæki yrðu upp sett, ef
minnstu líkur bentu til þess,
að hætta gæti verið á ferðum,
og það verður gert, áður en
nokkurt tjón hlýzt af. Er það
margyfirlýst og þarf þess
vegna ekki að hafa um það fleiri
orð.
Á hitt var bent í þessum um-
ræðum, að frá áburðarverksmiðj
unni bærust eiturefni út í and-
rúmsloftið í all miklum mæli, og
vissulega þarf að gera ráðstaf-
anir til að hindra áframhald
þess.
fótum fram og frjálsræðisstefn-
an hlyti að bjóða öngþveiti
heim.
Vissulega er það athyglisvert,
að þrátt fyrir þá gjörbreytingu,
sem orðið hefur i frjálsræðisátt
í öllu íslenzku stjórnarfari,
skuli æskulýðurinn enn vilja
meira frelsi og minni afskipti op
inberra aðila. Má vera að sú
uppgjöf, sem ríkir í röðum
vinstri manna byggist meðfram
á því, að þeir geri sér grein fyr-
að æskulýðurinn aðhyllist
ekki þau kreddusjónarmið, sem
forkólfar þessara flokka hafa
fram haldið ár og síð.
Ólánlegur
stjórnmálaferill
Um miðjan 6. áratuginn fundu
íslenzkir kommúnistar, að þeir
voru að einangrast í stjórnmál-
unum. Á styrjaldarárunum hafði
þeim tekizt að vinna verulegt
fylgi og höfðu haldið því nokk-
urn veginn óskertu fyrst eftir
stríðið, en eftir að Rússar tóku
að beita Austur-Evrópuþjóðirn-
ar ofbeldi, tók að halla undan
fæti fyrir umboðsmönnum þeirra
hér á landi. Þá voru góð ráð
dýr, og enn var gripið til gömlu
úrræðanna að reyna að mynda
samfylkingu. Leitað var á náðii
Hannibals Valdimarssonar, sem
þá var í Alþýðuflokknum, hon-
um boðið gull og grænir skóg-
ar, og fljótlega beit hann á agn-
kommúnista að kosningum af-
loknum, ef vinstri menn gætu á
þann veg náð völduim á íslandi.
Ekki verður hjá þvi komizt að
vekja rækilega athygli á þess-
ari yfirlýsingu. Hannibal
Valdimarsson og Björn Jónsson
virðast sem sagt ennþá vera
reiðubúnir til þess að þjóna
kommúnistum og hafa við þá
náið samstarf, ef þeir á þann
hátt geta tryggt sér valdaað-
stöðu og upphefð.
Þetta verða menn að hafa i
huga, er þeir gera það upp við
sig, hverjum þeir veita stuðning
í kosningum þeim sem framund-
an eru.
Þess er að vísu skylt að
geta, að Björn Jónsson telur for-
mann S.U.F. fara með rangf mál,
en vart verður því trúað, að um
hreinan uppspuna sé að ræða.
Klofinn Fram-
sóknarflokkur
I blaði einu er talað um það
sem „stórtíðindi", að Samtök
frjálslyndra og vinstri manna og
Samband ungra Framsóknar-
manna hafa gefið út sameigin-
lega stjórnmáiayfirlýsingu og
álitsgerð um það, hvernig þessi
öfl geti starfað saman að þjóð-
málum. Og víst er það rétt, að
það heyrir til stórtíðinda, þegar
hluti eins stjórnmálaflokks tek-
er upp samningaviðræður við
annan flokk í trássi við meiri-
hluta eigin flokksmanna.
Ungir Framsóknarmenn hafa
ekki talið sig hafa neitt við for-
ustu Framsóknarflokksins að
ræða, heldur hafa þeir rætt við
gamla fórustumenn í nýjum
flokki og markað sameiginlega
stefnu með þeim.
Þetta háttarlag hefur vakið
giífurlegan úlfaþyt í Fraimsókn-
arflokknum, og hafa þar verið
uppi raddir um, að réttast væri
að reka þá ungu menn úr
flokknum, sem svo freklega
hafa brotið gegn hagsmunum
hans. Aðrir telja, að vægilegar
eigi að fara í sakir og bíða betra
færis til að jafna um þessa
menn, og verður sú stefna sjálf
sagt ofan á.
En eftir stendur sú staðreynd,
að Framsóknarflokkurinn er
þverklofinn. Þar er í rauninni
orðið um tvo flokka að ræða,
enda hefur forusta Framsóknar-
flokksins sjálfs varla nokkur
tengsl við forustu Sambands
ungra Framsóknarmanna. Svo
rammt -kveður að þessum klofn-
ingi, að ungir Framsóknarmenn
gera það að tillögu sinni, að
Framsóknarflokkurinn sem slík
ur verði lagður niður og nýr
flokkur stofnaður með Hannibai
Valdimarssyni og hans mönnum.
Er það saga til næsta bæjar,
þegar forusta ungliðadeildar
eins stjórnmálaflokks leggur til,
að flokkurinn hætti störfum.
Ástandið á því heimilinu er ekki
upp á marga fiska.
Stefnan í
stóriðjumálum
Gunnar J. Friðriksson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda hefur vakið á því athygli,
að við íslendingar verðum að
gera það upp við okkur, hvaða
stefnu við ætlum að fylgja í stór
iðjumálum og hvernig við hyggj
umst haga málum okkar varð-
andi erlenda fjárfestingu hér á
landi. Tilefni þessa var það, að
fyrirtækið General Motors hafði
athugað að koma hér upp all-
mikilli verksmiðju, sem inni véla
hluta úr áli. En skyndilega
ákvað fyrirtækið að hefja þessa
starfrækslu í Noregi, en ekki
hér á landi.
Talið er að General Motors
hafi tekið þessa ákvörðun
vegna þess, að Norðmenn hafi
gert þeim góð boð og þeir e.t.v.
fundið takmarkaðan áhuga hér
á landi fyrir samstarfi í þessu
efni. Tækifærið gekk okkur þvi
úr greipum.
Af þessu tilefni er ástæða til
að undirstrika, að við Islending-
ar viljum hafa samvinnu við er-
lenda fjármagnseigendur að
vissu marki. Til dæmis hefði ver
ið sjálfsagt að leita samninga
við General Motors um bygg-
ingu þeirrar verksmiðju, sem
hér um ræðir. Slíkri stefnu eig-
um við óhikað að fylgja, þannig
að þeir menn, sem i forustu eru
fyrir okkur á atvinnusviðinu,
viti að það er vilji íslenzku
þjóðarinnar að slík tækifæri séu
grándskoðuð og hagnýtt að svo
miklu leyti sem þau eru okkur
til hagsbóta.
Baráttan um stefnumörkun í
þessu efni var háð, þegar und-
irbúningur fór' fram að bygg-
ingu álbræðslunnar. Stefnah
var þá mörkuð og henni ber að
fylgja fram, þótt auðvitað hljót-
um við að athuga hvert einstakt
mál fyrir sig og sýna fyllstu
gætni varðandi alla samnings-
gerð.
1 því efni getum við gjarnan
tekið Norðmenn okkur til fyrir-
myndar, en þeir hafa haft af því
margvíslega hagsmuni að hafa
samvinnu við erlenda fjár-
magnseigendur um uppbygg-
ingu atvinnulífs í Noregi.
„Stóriðjumenn44
I útvarpsumræðunum s.l.
þriðjudagskvöld notaði Lúðvik
Jósepsson orðið „stóriðjumenn",
sem skammaryrði. Ekki munu
þeir ýkja margir, sem taka undir
þau sjónarmið þessa fbrustu-
manns koimmúnista, að barátta
fyrir stóriðju sé þeim til minnk-
unar, sem við hana er kenndur.
WK
Þessi ræðumaður kommúnista,
og raunar hinn líka, höfðu á því
orð, að settar hefðu verið fram
kenningar um það að hér ætti
að byggja 20—30 álbræðslur.
Sannleikur þess máls er raunar
sá, að í sjónvarpsþætti var að
því vikið, að íslendingar ættu
ðvirkjað vatnsafl álíka hag-
kvæmt og það, sem nú er hag-
nýtt við Búrfell, sem svara
mundi til hagnýtingar í um það
bil 20 verksmiðjum á borð við
álbræðsluna í Straumsvík.
Hvergi var auðvitað á það
minnzt, að 20 álbræðslur ætti að
byggja, heldur hitt, að þessar
orkulindir væru til, og þær ætti
að hagnýta á sem hagkvæmast-
an hátt bæði með bygging-
um fleiri álbræðslna og eins
annarri hagkvæmri nýtingu.
Raunar var einnig undirstrik-
að, að stóriðja framtíðarinnar
yrði fyrst og fremst í höndum
Islendinga sjálfra. Sjálfsagt
væri þó og nauðsynlegt að hafa
samvinnu við útlendinga, til
dæmis þannig að íslendingar
væru meirihlutaeigendur fyrir-
tækjanna, en útlendingar ættu
þar minni hlutann, og loks
mundi svo fara, að íslenzka þjóð
in eignaðist ein öll þessi verð-
mæti.
Stóriðjan og samstarfið við
útlendinga er sem sagt til þess
gert að auðga Island og ekki
neins annars. Ef við getum
hagnazt á samstarfi við aðra
menn, þá gerum við það, og ekk
ert við því að segja, þótt þeir
hagnist líka, þvi að sannleikur-
inn er sá, að yfirleitt nást ekki
samningar, nema báðir aðilar
telji sér hagkvæmt að gera þá.
Þau augljósu sannindi ættu all*
ir að geta skilið.