Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 4. APHÍL 19TI .------- t 8 Allur hagkvæmur iðnaður er þjóðlegur Ræða Gunnars J. Friðrikssonar við setningu ársþings F.I.I. f setning'arræðu sinni á árs- þingi Félags íselnzkra iðnrek- enda í fyrradag sagði Gnnnar J. Friðriksson, formaður félagsins in.a.: „Þegar taiað er um iðnað- inn, er honum oft skipt í tvo flokka, þ.e.a.s. i stóriðju og ann an iðnað. Að vísu hefur skotið hér á landi upp kollinum þriðja hugtakið, þ.e.a.s. „þjóðlegur iðn aður“ og hlýt.ur þá að vera átt við tóvinnu, tréskurð og annan þann iðnað, sem stundaður hef- ur verið hér á landi frá Iand- námsöld. Kg vil hins vegar líta svo á, að allur sá iðnaður, sem stiindaður er af íslendingum á fslandi og telja má þjóðinni liag kvæman, sé þjöðlegur og þess vegna sé ekki ein iðngrein þjóð- legri en önnur, eða einn at- vinnuvegur þjóðlegri en annar, svo fremi að liann uppfylli þessi skilyrði." Hér fer á eftir setningarræða Gunnars J. Friðrikssonar I heild: „Mikið annríki hefur ríkt allt síðastliðið starfsár á skrifstofu Félags íslenzkra iðnrekenda. Út- fiutningsskrifstofan hefur starf- að með fullum krafti, haldin var ráðstefna norrænna iðnrekenda, kaupstefnur voru haldnar, unn- ið að kynningarritum fyrir iðnaðinn og einstök iðnfyrir- tæki, hagsveifluvoginni haldið úti og mikil vinna lögð fram í sambandi við breytingar á tolla- og skattalögum, sem legið hafa fyrir Alþingi. Ég fer ekki nán- ar út í þessi atriði, en visa til hinna r fyrirferðarmiktu skýrslu, sem hér hefur verið lögð fram «m starfsemi félagsins á síðast- liðnu ári. Þróun hagvaxtar í iðnaðar- rikjum Vestur-Evrðpu ein- kenndist á árinu 1970 af örum vexti í framhaldi af þeirri öru þróun, sem átti sér stað í þes.sum ríkjum árið 1969. Mun þjóðar- framleiðslan hafa aukizt að með altali um 5%, sem er ívið minna en árið 1969. Af staerri iðnað- arþjóðunum varð aukningin einna mest á ítaliu en minnst í Bretlandi eða aðeins um 1%. í minni iðnaðarrikjunum varð aukning hagvaxtar nálægt með- altalinu, nema í Danmörku þar sem hún minnkaði. í Bretlandi varð þróun efna- liagsmála óhagstæðari en vænzt hafði verið. Aukning útflutn- ings sem verið hafði mikil seinni hluta ársins 1969 jafnaðist út fyrri hluta ársins 1970 og jókst ekki aftur fyrr en undir árslok. Innflutningur jókst aftur á móti verulega og þessu fylgdi minnk andi iðnaðarframleiðsla og at- vinnuleysi var meira í septem- bermánuði en dæmi eru til allt frá árinu 1940. Þjóðarframleiðsla Pana jókst um 4,5% á árinu og var það minni aukning en í öðrum smærri iðnaðarríkjum Vestur-Evrópu eins og fyrr getur. Miklar hækk anir áttu sér stað á verðlagi og kaupgjaldi, og greip rikisstjórn in til aðgerða til þess að reyna að stöðva þær s.s. 2'/2 % hækkuin- air á v irð isa.uk askatt iniuim, fresibuin air opiniberra framkvæmda fram yfir áramót og verðstöðvunar frá september til marz 1971. Þróun útflutnings var hagstæð en þrátt fyrir það var veruiegur halli á vöruskiptajöfnuði laridsins. Varð greiðslujöfnuðurinn óhag- stæður um u.þ.b. 4 milljarða d. kr. þrátt fyrir hagstæðan þjón- ustujöfnuð. Gunnar J. Friðriksson, flytur setningarræðu sína á ársþingi F.Í.I. á fimmtudag. í Noregi jókst innanlandseft- irspumin snögglega á árinu 1969 og héit sú þróun áfram á ár inu 1970. Þar sem eftirspum er- lendis frá var einnig mikil, þýddi þetta að afkastanýting varð góð. Ol-li þetta skorti á vinnuafli, auknum innflutningi, hækkandi verðlagi áfram og launaskriði umfram eðlilegar að stæður. Er heildarframleiðslu aukning 1970 talin hafa verið tæp 4%, það er að segja svipuð og á árinu 1969. Höfuðmarkmið efnahags- stjórriar í Bandaríkjunum hefur allt frá árinu 1968 verið að hefta verðbólguþróunina og bæta vöruskiptajöfnuðinn. Olli þetta samdrætti og minnkun hagvaxtar á árinu 1969 og í byrj un ársins 1970. Á árinu 1970 hef ur hins vegar verið tekin upp stefna nokkurrar útþenslu til þess að vinna bug á hinu mikla atvinnuleysi, sem komið var upp í 5,8% í nóvember og til að koma í veg fyrir áframhaldandi stöðnun efnahagslífsins. Um efnahagsþróunina hér inn anlands er það að segja, að í framhaldi af þeim öru breyting- um til batnaðar, sem orðið höfðu í efnahagsafkomu þjóðar- innar 1969, hefur afkoman hald ið áfram að batna á árinu 1970. Hefur Efnahagsstofnunin áætl- að að aukning þjóðarframleiðsl- unnar nemi um 6% á því ári en við upphaf ársins hafði hún ekki áætlað hana meiri en 3—4%. Hefur aukningin því orðið 2—4% meiri en gert var ráð fyrir. Aukning þjóðarframleiðsl unnar kemur fram í aukningu framleiðslu og tekna í velflest- um greinum þjóðarbúsins eða um 27% I sjávarútvegi, 13% í iðnaði, 2—3% í byggingariðnaði og 5—6% í samgöngum, verzílun og annarri þjónustu. Hins vegar hefur verið erfiðleikaár í land- búnaði og hefur engin aukning orðið þar. Það er þó vert að taka það fram, að tölur þessar eru bráðabirgðatölur frá Efna- hagsstofn uninni. Um þróun iðnaðarframleiðsl- unnar er það að segja, að Félag isl. iðnrekenda hefur í samráði við landssamband iðnaðar- manna haldið áfram ársfjórð- ungslegum könnunum um horf- ur og ástand í iðnaði. Benda þær upplýsingar, sem þar hafa fengízt, til þess að aukning sé jafnvel meiri en áætlað hefur verið hjá Efnahagsstofnuninni. Þá kemur einnig í ljós, að aukning er almenn í iðnaðinum og er ekki kunnugt um, að í neinni grein hafi verið um minnkun að ræða. Á árinu 1969 var errtnig almenn aukning í iðnaði nema í þeim greinum, sem tengdar eru byggingariðn- aði. Þær greinar hafa aftur á móti sýnt aiuknimgu á Iiðnu ári og er því um verulega bót að ræða. Samkvæmt þeim upplýsing um, sem fyrir liggja hjá samtök- unum, virðist vera útlit fyrir áframhaldandi aukningy á 1. ársfjórðungi þessa árs. Þá virð- ist einnig talsvert um fyrirætl- anir um fjárfestingar ef marka má af þeim fjölda lánsumsókna, sem Iðnlánasjóði hafa borizt. Þegar talað er um iðnaðinn, er honum oft skipt í tvo flokka, þ.e.a.s. í stóriðju og annan iðn- að. Að vísu hefur hér á landi skotið upp kollinum þriðja hug takið, þ.e.a.s. „þjóðlegur iðnað- ur“ og hlýtur þá að vera átt við tóvinnu, tréskurð og annan þann iðnað, sem stundaður hef- ur verið hér á landi frá land- námsöld. Ég vil hins vegar líta svo á, að aHur sá iðnaður sem stundaður er af íslendingum á Islandi og telja má þjóðinni hag kvæman, sé þjóðlegur og þess vegna sé ekki ein iðngrein þjóð- legri en önnur, eða einn at- vinnuvegur þjóðlegri en annar, svo fremi að hann uppfylli þessi skilyrði. Öllum er ljóst, hvað átt er við, þegar talað er um stóriðju, en það er yfirleitt sá iðnaður, sem ekki er hægt að reka nema í mjög stórum stíl og þarf þar að leiðandi mjög mikið fjár- magn og sem vegna hins mikla framleiðslumagns þarfnast mjög stórra markaða. I sambandi við stóriðjuna höfum við Islending- ar upp á ýmislegt að bjóða, s.s. orku, landrými og góðar hafnir, en hins vegar er þjóðin svo fá- menn, að það hiýtur að vera tak mörkum háð, hversu geyst hægt er að fara í það að reisa stór- iðjuver í landinu eða hve mörg þau megi vera, til þess að ekki raskist jafnvægi í landinu milli hinna ýmsu iðngreina og hinna ýmsu atvinnugreina. Hið æski- lega hlýtur að vera, að hæfilegt jafnvægi sé hér á og verðum við sjálfir að vega það og meta með hliðsjón af fyrirsjáanlegri eða æskilegri þróun. Margir Is- lendingar halda, að erlend stórfyrirtæki standi í biðröðum með hatt í hendi og bíði þess að fá leyfi til þess að reisa verk- smiðjur hér á landi. Þessu fer Víðs fjarri. Einstök byggðalög innan hinna þróuðu iðnaðar- þjóða og ýmsar þjóðir, sem eatu þróaðri iðnaðarlega en við, keppast við að laða slik fyrir- tæki til sín. Til þess að taka þátt í þeirri samkeppni verðum við að geta boðið hliðstæð kjör og annars staðar eru í boði. Við þurfum þvi að gera okkur ljósa grein fyrir, hvers konar fyrlr- tæki væri mögulegt að fá til þess að setjast hér að og hvers konar fyrirtæki við teljum okk- ur hag í að fá hingað. Ljóst er, að raunverulega stóriðju getum við Islendingar ekki stundað, nema í samvinnu við erienda að- ila. En þó að stóriðjan hafi stuðl- að að velmegun meðal þjóðanna er þó enn megin uppistaðan í iðnaði allra iðnaðariandanna það sem kalla má meðalstóran eða smærri iðnað. Við, sem hér erum, erum einmitt fulltrúar þessa iðnaðar og erum þeirrar skoðunar, að eins og annars stað ar og eins og hann reyndar ger- ir í dag eigi hann ennþá eftir að vera meginuppistaðan í iðn- aði okkar Islendinga. Þessi fyr- irtæki eru innan þeirra stærðar- marka, að við Islendingar get- um að mestu leyti fjármagnað þau sjálfir, annað hvort með spamaði þjóðarinnar eða með HVERGI EINS MIKIÐ ÚRVAL LÍF- STYKKJAVARA. ENGIN TAKMÖRK HVERSU UNG EÐA GÖMUL, VIÐ EIGUM ALLTAF EITTHVAÐ SEM PASSAR PÓSTSENDUM. ÍVmpaT LAUGAVEGI 26 takmöricuðu fjármagni eriendis frá. Það er því áríðandi að skapa þessum fyrirtækjum góð skflyrði til þess að þróast. Möguleikar iðnaðarins em hverigi rnærri fuiMinýtitiir ag vawtar möguleikar hans miklir ef rétt er að honum búið. Kostir þessa almenna iðnaðar eru, að hann veitir miklum fjölda karla og kvenna atvinnu við arðbær störf. Hann veitir einstakflingnum mikil tækifæri til þess að njóta sín. Hann skap ar honum mögulei'ka tii þess að beita hugviti sínu bæði á sviðt tækni, fjármála og stjómunar. í þessum fyirirtæ'kjum er yfirleitt hægt að halda uppi nánu sam- bandi miUi eigenda, starfs- manna og stjómenda. Þessi iðn- aður á auðvelt með að aðhæfa sig staðháttum og hann krefst mun minna fjármagns á hvem vinnandi mann heldur en stór- iðjan. Hann örvar til þróunar frá hinu hefðbundna handverid yfir í fjöldaframleiðslu og skap ar iðnaðarmönnum mjög mikla möguleika. Vegna þess hve þessi iðnaður er fjödbreyttur, stuðiar hann að jafnvægi og myndar nauðsynlegt jafnvægi við stór iðjuna. Þessi iðnaður stuðlar að aukinni fjármunamyndun með þjóðinni, þar sem mikið af at- rakstri þessara fyrirtækja verð- ur eftir í þeim og þar notað til frekari uppbyggingar og efling- ar þeirra. Þessi iðnaður stuðlaur að almennu efnahagslegu sjálf- stæði bæði fyrir einstaklinga og þjóðina og gerir þjóðina óháð- ari innflutningi og eyflcur á fjöt breytni útflutnings. Ég hef hér bent á nokkra kosti, sem sam- eiginlegir eru hinum almenna iðnaði og vil ég nú í stuttu máfli benda á það helzta, sem gera þarf til þess að stuðla að þróuTi hans og eflingu. Þar sem þessi iðnaður byggir svo mjög á ein- staklingnum, þarf að aðlaga alla menntun þörfum þessa atvinnu vegar, fyrst og fremst með mjóg aukinni fræðslu þegar í bama- og unglingaskólum til þess að vekja áhuga nemenda á tæknt- námi. Það þarf að færa iðn- fræðsluna í það horf, sem hæfir kröfum nútímans. Það þarf að auka verkþjálfun og stuðla að viðgangi Tækniskólans og flytja æðri tæknimenntun í ríkari mæií inn í landið. Bæjar- og sveitarfélög eiga að örva uppbyggingu og vöxt iðn- aðar með góðri fyrirgreiðslu um lóðir og jafnvel byggja verk- smiðjuskála. 1 því skyni þarf að afnema gjöld af lóðum undír iðnaðarhúsnæði og á ég þar sér staklega við hin óvinsælu gatna gerðargjöld, sem innheimt eru einimitt á því stigi, þegar fyr irtækin þurfa mest á sínu fjár- magni að halda. Þá væri mjög æskilegt að athuga, hvort heppi légt vaerí að reisa staðllaða verflc- stæðis- eða verksmiðjuskála, sem annað hvort yrðu leigðir eða seldir og fyrirtækjunum þannig auðveldað að koma und- ir sig fótunum. Á þetta sérstak- lega við um nýjar greinar í iðn- aðinum. Fjármagn þarf að vera til- tækt, bæði til fjárfestingar og rekstrar. Vil ég i þvi sambancH sérstaklega benda á, að æskilegt er, að komið verði á nánara sam- bandi forstöðumanna fyrir- tækja og lánveitenda. I beinu framhaldi af því, tel ég æskilegt, að fyrir hendi sé aðgengileg og vel skipulögð þjónusta, sem auð veldi fjármáflastjómun fyrir- tækja, og á ég þar við að ekkt einungis stór, heldur og smá fyr- irtæki geti hagnýtt sér tölvur í þessu sambandi. Fyrirtækin þurfa að hafa greiðan aðgang að rannsóknum og tæknilegri upplýsingaþjóh ustu og leiðbeiningum og vil ég í því sambandi benda á, hvort ekki væri hægt að sameina Rannsákn astofimun bygginigar- iðnaðarims, Ran.nsókinastoifn- un iðnaðarins og Iðnaðarmála- stofnun Islands í eina Tækni stofnun iðnaðarins, þar sem sam einaðar væru rannsóknir í þágu iðnaðarins, fræðslu- og leiðbein Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.