Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 4. APRfL 1971 25 Helgi Tómasson aftur á sviði Þjóðleikhússins LOKSINS gafst tækifæri til þe33 að sjá Helga Tómasson á sviði Þjóðleikhússina. Mikil blaðaskrif geta oft reynzt tvíeggjuð, en Helgi svar aði til fremstu vona okkar. Silfurverðlaunin í Moskvu hafa greinilega vakið þá verð- skulduðu eftirtekt, sem alla lista menrv dreymir um. Stjarna hans skín nú skært á himni listarinnar og enn á hann sjálfsagt eftir að þroskast frek ar í list sinni. Helgi er hár, vel limaður og samavarar sér vel og greinilegt er að hann hefir gengið gegnum strangan skóla. Erfiðustu spor gerir hann með léttleika og frábærum stíl. Hann gætir alltaf stöðu og stíls, svo uinun er á að horfa. Þetta var sérstaklega aðdáunarvert eftir að hann hafði dansað hin erfið ustu spor og sveiflur (piruettes) harvn hafði alltaf allar hreyfing ar undir fullkominni stjórn. En einn smágalla vil ég benda á. Það klæðir ekki karlmann að glenna of mikið út fingurna, sér staklega ekki í klassiskum hlut- verkum. Samt fyrirgefur maður Helga slíka smámuni vegna framúrskarandi stíls hans og tækni. Sýningin hófst á forleik eftir Delibes. Ekki lofaði það góðu frá hendi hljómsveitarinnar. Stjórnandi var Bohdan Wod iczko og þess vegna hefði mátt vænta meiri nákvæmni í sam- leik. Fyrsti sólódans Helga var Maz urka eftir Chopin. Kóreógrafían var langt undir hæfileikum Helga og ekki fékk hann neina stoð frá undirleikaranum, sem lék án innlifunar á píanó. Jafnvel nokkrar fallegar „Grand jété tour en l’air“ gátu ekki bætt heildarsvipirm á dansi Helga. Næsta atriði var „Dauðinn og unga stúlkan“. Hlutverk stúlk unnar er mjög ,,lyriskt“ og Odd rún Þorbjörnsdóttir virtist ekki ná réttum tökum á hlutverkinu. Mér fannst hún vera mjög ó- styrk og hrædd við að misstíga sig. Hefði hún getað losnað við þau höft hefði hún getað gefið mikiu meira í dansinum. Ef hún fengi tældfæri til þess að vinna áfram með hlutverkið yrði hún eflaust góð. Armhreyfingar hennar voru góðar og hún hafði snoturt „Arabesk“. Mótdansara hennar „Dauðann" er bezt að vera fá- orður um, því á milli skóla sam kværnisdansa og þeirra stóru krafna, sem listdansinn gerir er órafjariægð. Með mikilli eftirvæntingu dróst svo tjaldið til hliðar og frk, Caroll og Ilelgi Tómaason birtust á sviðinu, í „Pas de Deux“ úr „Sylvia". Ballettinn „Sylvia' tilheyrir hinum mörgu sígildu viðfangs- efnum listdansins, sem eru á efnisskrá stóru leikhúsanna er- lendis. Bæði dönsuðu þau í hreinum klassískum stíl og þetta hlutverk klæddi Helga sérlega vel. Frk. Caroli er varla „týpan" sem „lýrisk" dansmær, samt var dans hennar stílhreinn og fágaður. Hún hefir fallega fætur og sérstaklega dáðist ég að nokkr um „Arabesk ponché“, sem voru há og sérlega fögur. í Adagio-þættinum sýndi Helgi, að hann er góður mót- dansari, enda hafa þau dansað lengi saman, eru tæknilega vel samþjálfuð. Frk Caroll var ekki góð í þeim kafla. Hún átti í erfiðleik um með jafnvægið og önnur öxl hennar seig oft niður og þar með glataðist hinn hreina lína, sem er alfa og omega í Adagió dansL Adagió er lika það erfiðasta í listdansi, þar verða allir vöðvar að vera undir fullkominni stjórn. Helgi dansaði sitt sóló með glæsibrag, var tæknilega örugg- uggur og allar hreyfingar í fullkomnu samræmi við tónlist ina. Syrpan af „Double piruettes tour en l’air" var mjög góð hjá honum, sérstaklega á síð- ustu sýningunni á mánudags- kvöldið. Áhorfendur sýndu lika óspart hrifningu sína með dynj andi lófataki. Eftir hlé kom aftur forleik- ur, sem hefði mátt sleppa. Eg var eftirvæntingarfullur þegar hljómsveitin byrjaði að leika nýja verkið með hljómlist éftir Atla Heimi Sveinsson og von- aði að hinn nýi íslenzki listdans væri eins góður og tónlistin gaf vonir um. En þar varð ég fyrir vonbrigð um. ,,Vetrardraumur“, eftir Að alheiði Nönnu Ólafsdóttur vakti varla hugboð um vetur eða jól, nema í dansi snjókomsins, sem dansað var af Ólafíu Bjarnleifs- dóttur. Það hlutverk var líka bezt samið og bezt dansað. En hlutverkið endaði ekki vel, of margar endurtekningar og of fá tæklegt í vali spora og hreyf- inga. Frostrósir, gem Kristín Björns dóttir og Lína Þórðardóttir döns uðu sýndu allt of mikla lima- burði og látbragðaleik. Mér virt ust þær vera svo yfir sig hrifn- ar af að fá að dansa, að þær réðu ekki við gleði sína. Ég vil sérstaklega benda á stórgalla í „Attityd“ þeirra beggja. Hné þeirra bentu niður í gólf, eins og tíðkaðist í gamla ítalska skólanum. f stöðunni, sem í sjálfri sér, er mjög fal- leg á hné og fótur að vera í jafnhæð. Sóló-dans Noi’ðurljóssins var lítt skiljanlegur og arm- og handahreyfingar dansmeyjarinn ar fremur klunnalegar. Henni var lítill greiði gerður með því, að semja sóló-dans, sem hæfði stíl hennar jafnilla. Með fr.ilegu „Arabe.k ‘ birtust „Jó.in * á svið'M , dansað af Oddrúnu Þorbjöru-dóttur. Hún oar og; i.di kerti í ber.dinni, en ósxilj n ,;gt var að láta hana lyfta l/-t,nu hátt á loft í hvert sim. sfru hún gnV.' „Arabesk". Þogar gengið er með logandi jí.< í he.idi er venjan að fara varí ga svo ljósið sl >kkni esk; og því eiga hrevf.r.garnar að vera í samræmi vð það. Þetta er „kóreógrafiskt" skakkt og þessu atriði vona ég að verði breytt, ef ballettinn verður sýndur aftur. Ballettinn „Don Quizote" sem er glæsilegur ballett með tónlist eftir Minkus, sem er , afburða góð, var næst og síðast á efnis skránni. Efnið byggir á sögunni um þessa frægu manngerð. í fullri lengd er þetta stórkostlegur ball ett og í hlutverkin verður að velja dansfólk úr fremstu röð. Frk. Caroll og Helgi dönsuðu „Pas de Deux“ með glæsibrag og frábærri tækni. Með ósvikn um- suðrænum hita dansaði Helgi sóló sina og frk.' Caroli sína, með blævænginn, með ást leitni og yndisþokka. Ég sat og óskaði mér að heilt og óskert ballettverk væri á efnisskránni, þ(á hefði maður bezt getað dæmt um hæfileika listafólksins. En þessir smákafl ar gáfu þó til kynna að Helgi er langt kominn bæði hvað inn- lifun og tækni snertir. Frk. Caroll gerði líka sitt til þess að gefa gestum Þjóðleik- hússins ógleymanlegar kvöld- stundir. Nú, að lokum á ég tvær heit ar óskir. í fyrsta lagi, að List- dansskóli Þjóðleikhússins fái strangan og hæfan kennara, ráð inn minnst til 5 ára í senn. Það er óskiljanlegt að 20 ára starf ballettskólans beri ekki vitni um meiri árangur. Jafnframt, að skólanum bæt- ist nú nemendur af karlkyninu. Það lagast, ef til vill, eftir þessa glæsilegu frammistöðu Helga Tómassonar. Slík frammistaða ætti að smita fr-á sér til pilta, sem nú ganga um sofandi. Hin óskin, er ósk vor allra, að við fáum sem fyrst að sjá Helga dansa aftur í Reykjavík. Við óskum honum gæfu og mikils gengis á framaferli hans' og þökkum hjartanlega fyrir dá samlega listtúlkun, sem hann færði okkur í vetrarskammdeg- inu. Að lokum vonum við, að ekki muni líða 13 ár þar til við fáum að njóta listar hans á ný og því skal hann kvaddur með: — Sjáumst fljótlega aftur. Sveinn Klemens Andrésson, Innilegt þakklætí ti! allra þeirra, sem vottuðu mér vinsemd og vírðíngu á sjötugsafmæli mínu. Ingibjörg Helgadóttir, Stykkishólmi. Verktakar — Byggingameistarar Boðín verður út bygging heimavistarskóla í Eyjafirði. Gögn og nánari upplýsingar í síma 12543 á Akureyri og 833-23 í Reykjavík. Teiknistofan Laugardal. l.O.O.F. 10 = 152458VÍ □ Mímir 5971457 — 1 Frl. Munið fermingarkort Langholtssafnaðar. Páskaferðir 1. Þórsmörk, 5 dagar. 2. Þórsmörk, 2Ví dagur. 3. Hagavatn, 5 dagar (ef fært verður). Eins dags ferðir um páskana (Geymið auglýsinguna) 8/4 Vífilsfell 9/4 Valahnúkar - Helgafell 10/4 Borgarhólar - Mosfells- heiði 11/4 Reykjafell - Hafravatn 12/4 Lækjarbotnar Sandfell. í eins dags ferðir verður lagt af stað kl. 1.30 frá Umferðar- miðstöðinni. Ferðafélag Tslands. I.O.O.F. 3 = 15 2458 = Ármenningar — skíðafólk Dvalarkort fyrir páskadvöl í Jósepsdal verða seld í Antik bólstruninni, Laugavegi 62 í kvöld föstudag og mánudags- kvöld milli kl. 20. og 22. Félagslíf í skálanum verður með sama sniði og undanfarin ár. Seldar verða léttar veit- ingar alla dagana. Stjórnin, Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur aðalfund mánudag- inn 5. apríl kl. 8.30. Kristniboðsfélag karla Fundur verður í Betaníu Lauf- ásvegi 13 mánudagskvöld 5. apríl kl. 8.30. Allir karimenn velkomnir. Stjórnin. Aðventkirkjan Reykjavík Samkoma I dag kl. 5. Allir velkomnir. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Þriðjudag 6. apríl hefst handavinna og föndur. Kl. 2 e.h. miðvikudag 7. apríl verður „opið hús'' frá kl. 1.30—5.30 e. h. Æskulýðsstarf Neskirkju Fundir fyrir stúlkur og pilta 13 ára og eldri mánudagskvöld kf. 8.30. Opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Halldórsson. Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8. Ræðu- maður WiHy Hansen. Fjöl- breyttur söngur. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Samkoma í kvöld kl. sunnudag. 8, Samkoma verður í Færeyska sjómannaheimilinu í dag kl. 5. Allir velkomnir. Frá Farfuglum Skíðaferð verður farin til Ak- ureyrar um páskana. Flogið verður til Akureyrar. Uppl. í skrifstofunni að Laufásvegi 41. Sími 24950 á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum frá kl. 20.30—22. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 6. apríl. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund mánud. 5. apríl kl. 8.30 e.h. i Safnaðarheim llinu. Fundarefni — frásögn og myndir frá Landinu helga. Einsöngur Halldór Vilhelms- son. Séra Jónas Gíslason tal- ar. Stjórnin. Bræðraborgarstígur 34 Kristileg samkoma í kvöld kl. 8.30. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Allir velkomnir. Kristniboðsvikan Síðasta samkoma kristniboðs- vikunnar verður í húsi KFUM og K við Amtmannsst. í kvöld kl. 8.30. Fréttir frá kristniboð- inu í Eþíópíu. Benedikt Arn- kelsson og Gunnar Sigurjóns- son, guðfræðingur, tala. — Æskulýðskór KFUM og K syngur. — Gjöfum til kristni- boðs veitt viðtaka. — AHir velkomnir. Kristniboðssambandið. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskól- anum þriðjudaginn 6. apríl kl. 8.30. Frú Steinunn Finnboga- dóttir, Ijósmóðir kynnir orlof húsmæðra. Myndasýning Gunn ar Hannesson. Félagskonur mætið vel og stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. HvETTA Á NÆSTA LEITI • cftir John Saunders og Alden McWilliams Hvað er þetta, Perry, nýtt leikfang? Þeir létu loks undan og keyptu labb-rabb tæki banda götulögreglunni. Númer tólf, númer tólf! (2. mynd) Númer 12 svarar. Farðu á Ajax-barinn. Þar eru einhver vandræði með drukkinn nuuin. Eigandinn leggur til að þii farir inn um bakdyrnar. (3. mynd) Á meðan. Hey, ef þið ernð að leita að Perry Monroe þá er lianit á Ajax- harmim að fá sinn daglega brennivína- skammt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.