Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971 Skrifsfofustúlka óskast frá kiukkan 1—5,30. Ekki unnið á laugardögum. Þarf að vera vön öllum venjulegum skrifstofustörfum. Ef óvön, þá verzlunarskólapróf eða annað samsvarandí. Upplýsingar klukkan 11—12 og 4—5. Ekki í síma. Halldór Jónsson hf„ Hafnarstræti 18. Skriistoiustúlkur óskust Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlkur nú þegar eða srðar ! vor eftir samkomulagi. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun áskilin. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 10. þ. m., merkt: „Skrifstofustarf A. B. 7 — 466”. * Jörðin Hjallholt í Kirkjuhvammshreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, er til sölu og laus til ábúðar næsta vor. Ibúðarhús er steinsteypt, 90 fm, byggt árið 1965. Rafmagn er frá samveitu. Fjárhús er fyrir 180 fjár og fjós fyrir 7 gripi. Þurrheyshlaða er fyrir 300 hestburði og votheyshlaða fyrir 100 hestburði. Tún er 15 hektarar og ailmikið land framræst og þurrkað til ræktunar. Möguleikar eru til hrognkelsaveiði o. fl. Nánari upplýsingar hjá Jóni Eggertssyni, Hjallholti, sími um Hvammstanga og í sima 50394. Tilboð þurfa að berast fyrir 30. apríl næstkomandi. PIERPONT- FERMINGARÚR Öll nýjustu úrin og úrval af öðr- um þekktum merkjum. Úraviðgerðir Vekj araklukkur, rafmagnsvekj araklukkur, skeiðklukkur og skákklukkur til fermingargjafa. Öskcsr úrsmiður EINHAMAR SF. hefur til sölu nokkrar þriggja og fjögurra herbergja fuligerðar íbúðir með frágenginni lóð við Vesturberg í Breiðholti III. Afhending snema á næsta ári. Beðið verður eftir Húsnæðismálastjórnarláni 600.000,00. Verð á þriggja herbergja ibúð 1.190.000,00 kr. Verð á fjögra herbergja íbúð 1.440.000,00 kr. Upplýsingar í skrífstofunni, Hverfísgötu 39 kl. 14—18, simí 25990 og i kvöldsíma 32871. Reyk j a víkurbr éf Frarnhald aí Ws. 17. landi, að dómi þessara ungu kommúnista, vegna aðildar okk- ar að NATO. Vietnam Eins og kunnugt er, hafa kommúnistar og ýmsir aðrir vinstri menn lagt á það þunga áherzlu, að Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn styðji fjöldamorð í Víetnamstríðinu og hér við blaðið vinni einungis stríðsæsingamenn af verstu teg- und. Ef einhver trúir þessu, er honum auðvitað heimilt að gera það, en sá sem þessu trúir, verð ur ekki Iaeknaður á svipstundu, því að hann vill trúa og neitar að viðurkenna annað en trú sína. Hitt er svo annað mál, að Morgunblaðið virðist hafa sinnt lítt þvi hlutverki sínu að skýra fólki frá afstöðu sinni til Víet- namstríðsins. T>ar virðist margt hafa farið fyrir ofan garð og neðan. En stefna blaðsins er skýr og ótvíræð: Ríkisstjóm ís- lands á að ná samkomulagi við aðrar norrænar þjóðir um það, að þær kref jist þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að allur er lendur her fari þegar úr öllum sjálfstæðum löndum í Indókína. Suður-Víetnamar hafa ekkert leyfi til að gera innrás i Laos, og þeir eiga ekki að vera í Cam- bódiu. Bandaríkjamenn hafa ekkert leyfi til að gera innrás í Cambódiu, þó að þeir hafi auð- vitað leyfi til að veita þéim lönd- um hjálp, sem þess óska. Og Norður-Víetnamar hafa ekkert leyfi til að ráðast inn í Laos, Cambodiu, eða Suður-Vietnam. Eða — hvað mundu menn segj*, ef ráðizt væri inn i Thailand? Væri það „leyfi'legt?" Þessi stefna, að allir erlendir innrásarherir fari úr sjálfstæð- um löndum er skýr og einföld, og ef eftir henni væri farið, væri nú betur ástatt í heiminum en verið hefur, t.a.m. væri ekki innrásarlið Rauðahersins í Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu Innrásir í sjálístæð lönd á ekki að líða og nú má spyrja: vilja kommúnistar og fylgifiskar þeirra sameinast um þessa stefnu, sem mundi leiða til frið- samlegrar sambúðar í reynd hvarvetna um heim? Eða vilja þeir leyfa sumar innrásir — og ekki aðrar. Það mun koma í ljós. 1 þingsályktunartillögu þeirra, sem liggur fyrir Alþingi, er þess krafizt að Bandariikin hætti styrjaldaraðgerðum sínum í Indókína og kalli heri sína heim. Þessi tillaga gengur of skammt. Hví er þess ekki krafizt að Ástralíumenn o.fl. fari heim? Það skyldi þó ekki vera, að slíkt skipti ekki máli í áróðri kommúnista? Skrifið þér fyrst undir Enn ein er sú bók, sem nú vekur mikla athygli, enda er höf undur hennar heimskunn ur stjórnarerindreki, W. Averell Harriman. Rit hans nefnist „America and Russia in a Changing World“. Harriman hefur verið sendur í marg- ar mikilsverðar ferðir. Hann hef ur fylgzt með atburðum betur en flestir aðrir á okkar dögum, tekið þátt í sumum, jafnvel haft áhrif á aðra vegna þess trausts, sem menn hafa jafnan borið til hans. Til gamans má geta þess, að hann hitti Krúséf 1963. „Krús- éf sagði: „Þar sem við höfum nú ákveðið að banna tilraunir með kjarnorkuvopn, skulum við undirskrifa nú og semja smá- atriði (sáttmálans) seinna." Ég afhenti honum bréf, sem ekkert var skrifað á og sagði: „Gott. Þér skrifið fyrst undir“.“ Þessi frásögn sýnír vel kænsku kommúnistaleiðtoganna og bandamanna þeirra. Salvador de Madariaga segir meðal ánn- ars í athyglisverðri grein, sem birt er í Morgunblaðinu í dag: „Deilumar um vopn til Suður- Afríku eru dgemigerðar fyrir það menntunarlega stjómleysi, sem vinstri — öfgasinnaðir hug- myndafræðíngar stjóma með að- stoð góðviljaðra og nytsamía sakleysingja. Vinstri öfgasinn amir brezku, sem stjóma her- ferðinni, eru nær allir heils hug ar hlynntir auknum viðskiptuni við Rússland og leppríki þess, þótt stjómimar í þessum lönd- — um séu enn vérri en í Suður- Afríku. Nyerere forseti, sem ásakaði Heath um kynþáttahatur, líður sjálfur viðbjóðslegt afbrigði kyn- þáttamisréttis í Zansibar, þar sem arabískar stúlkur eru nú neyddar til að giftast svertingj- um, sem þær kæra sig ekkert um. Enginn mótmælir þvi, að brezkar, franskar og ítalskar vélaverksmiðjur reisa risastórar verksmiðjur fyrir þungaiðnað í Sovétríkjunum og veita þeim þar með þekkingu sína, sem er hið sama og að veita hana her- gagnaiðnaðinum Það er m.a. þessu að þakka, að Sovétríkin fara ekki hótinu’ betur með helminginn af Evrópu en Suður-Afríka fer með sína svörtu og lituðu. Það er satt að segja margt, sem bendir til þess að mestu kynþáttamisréttis- postulamir, sem tóku þátt í sam veldisráðstefnunni í Singapore, hafi verið hópur Afriikumanín'a ... .....illa meiddur eftir þetta „vinnuslys" fór Dutsehke til Englands til að ná heilsu og gegna skyldu sinni sem komm- únisti," heldur greinarhöfundur áfram. „Stærsta brezka dagblað ið úthlutaði honum hálfri siðu og risastórri mynd, svo að hann gæti svarað spumingum. Ekki er að finna eitt einasta orð í svömn- um, sem hefur sig einn milli- metra yfir hin allra útslitnustu vigorð kommúnista, og hann út- skýrði ekki með einni einustu setningu, hvers vegna hann vildi stunda nám í Bretlandi, þar sem ríkir stjórn, sem hann vill kwma fyrior kattarnef, en ekiká í Rússlandi, þar sem er stjóm sem hann dáir augsýnilega mjög. Hvers vegna allt þetta uppþot? Brezka blaðið gat auðvitað ekki úthlutað Þjóðverjanum unga minna pláss en Nyerere forseta, sem þakti hinn helming síðunn- ar. En hin líklega ástæða, sem var öskruð, skrifuð og likam- lega gefin til kynna, var hin hefðbundna gestrisni Breta gagnvart ofsóttum menntamönn um heimsins. Það einasta „leiðinlega" við þetta er, að Dutschke er alls ekki ofsóttur í sínu eigin iandi, sem lýtur nú sósíalistastjóm, sem ekki er alveg óvinsamleg i garð kommúnista. Hin raunverulega ástæða er heimssamband kommúnista og áróðursvél þess. Þegar sósial- isti, frjálslyndur maður eða kristilegur demókrati eru ofsótt ir, hefur heimurinn varla hug- mynd um það. Þegar kommún- isti er ofsóttur, eru rekin upp öskur um heiminn þveran og endilangan. Kommúnistamir framleiða sjálfir hávaðann og nytsömu sakieysingjamir eru eins og magnarar." Greinarhöfundur klykkir út með því að benda á, að mesti óvinur kommúnismans er vonin: von fólksins f kommúnistalönd- unirm, þrátt fyrir alít. Þekkt ínnflutnings -og verzlunarfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða. aðalbókara nú þegar. Upplýsíngar (ekki í síma) veitir Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandí, Suðurlandsbraut 10, Reykjavík. iimsm Roamer-úr O F S.w I T Z E R L A N D handa hverju fermingarbarni Georg V. Hannah úrsmiður WfÍlÉSW^ . Kef/avík Húsgagnaverzlun Kaj Pind hf. Crettisgötu 46 — Sími 22584 LONDON SÓFAR 2ja sæta. Úrval áklæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.