Morgunblaðið - 04.04.1971, Page 10

Morgunblaðið - 04.04.1971, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR \ l skrifar um MYIMDUST 1 húsakynnum Listasafns Al- þýðusambands Islands Lauga- vegi 18 hefur verið sett upp sýn ing á grafíkverkum sex vel- þekktra danskra myaidlistar- manna. Það er Norræna húsið sem á heiðiurinn aif þessari slkemimrtilllegiu sýningiu, en ioife- verð umisvif forsitöðumainns þeiss eriu sivio miMl' um þesisar mundir, að húisið sjálifit er orðið af ffiitið fyrir aJHa sitarfisiemina. starfsemina. Jafrian er fengur að því að fá hingað grafíksýningar frá hin- um Norðurlöndunum, því að list greinin er lítið þekkt hérlendis og stórlega vanmetin af almenn ingi. Grafikin er þó einmitt við- teitnd miymdllistanmanna tii að dreifa list sinni meðal almenn- ings. Vonandi heldur Norræna húsið áfram þeirri starfsemi sinni, að fá hingað grafíksýn- ingar, því af miklum sjóði er að ausa hvað norræna grafík áhrær ir. Ekki eru nema tæp tvö ár síð- an minnisstæð sýning var hald- in á danskri graflist i húsakynn um Norræna hússins og reit ég þá itarlega grein um hana og danska graflist hér í blaðið (Mbl. 3. jú'lí 1969). Ég ætla því ekki að rita langt mál um þessa sýningu, enda sýndu 4 af 6 sömu iií'.tamönnum á flyrri sýningunni og tel ég óþairft að emdurtafca fyrri umsögn mlina þráitt íyrir að þeir sýnd nú ömnur verk. En um Ihina tvo vil ég siegja þetta: Henry Heerup, er mjög fjölhæfur og frumlegur i list sinni og mun hann einn þekktasti og mest metni myndlistarmaður heima- lands síns í dag. Lífsbarátta hans var framan £if mjög hörð enda heflur hornum sjálllfium saigzt svo frá, að hann hafi lengst af höggvið í stein á vetuma, tii að verjast kulda, en hins vegar mál að og skorið út á sumrin til að sér yrði ekki of heitt! List hans ber heim af þeissum ummælium að því leyti, að hún er opinská, barnsleg og einlæg. Mogens Zieler, er einn þekktasti skreyti listarmaður Dana og hefur lagt gjörva hönd á margt innan myndlistarinnar. Stíll hans er auðþekkjanlegur, léttur og græskulaus æfintýraheimur furðumanna og dýra. Sýningu þessari eru gerð mjög greinargóð skil í formála sýningarskrár rituðum af Ib Sinding Jensen og þar sem ég tel mikilsvert til aukins skita- inigsi, að listunnendur iiesi flor- mála þennan áður en þeir fara á sýninguna og beri hann sam- an við myndimar, er þeir koma þangað, — leyfi ég mér að birta hann í heild. Bragi Ásgeirsson. Swend Wig Hansen: Deilan. Dúkskurður 1959 (nr. 49). UMFANG GRAFLISTAB Graflist í Danmörku er ekki byggð á neinum gömlum og grónum hefðum. Þetta er þeim mun furðulegra sem landslag og loftslag í Danmörku og hin marg Vislegu gráleitu blæbrigði bera með sér eitthvað sem minnir á graflist. Vindar af höfunum umhverfis landið koma með regnþung, grá ský og bjarta Ijósgeisla sem þeir dreifa stöðugt yfir landið. Á vet uma er allt svart og hvítt, og hina löngu vor- og haustmánuði minnir landsbyggðin talsvert á málmstungu með svörtum skóg- arjöðrum, hvitkölkuðum húsum, jöflnum línum plógfara á ökrun- um og glampandi endurskini himinsins í vötnum og pollum. Grænt, brúnt, grátt og svart eru ríkjandi litir I Danmörku. Skuggamir eru svartir. Im- pressjónisminn hefði aldrei get- að átt upptök Sín I þessu landi. Það er eftirtektarvert, að nálega allir danskir málarar hafa bytrj- að á þvi að mála dökkar mynd- lr, snauðar að ljósi og andstæð- um. Yfir dönskum málverkum hvílir einatt svipur hljóðláts þunigliyn dis. Kódlflurinn sveifíast sjaldan upp í tilþrifamikil átök. Öðru máli gegnir um graflist, þar sem hún flelur að jaifnaði í sér mikllu meiri togstreitu milli ljóss og skugga og tilfinningar en málverk. Eflaust á þetta að einhverju leyti rætur að rekja til þess, að graflistarmenn — sem flestir eru fyrst og fremst málarar — hafa meiri áhuga á manninum en náttúrunni. Það eru engar ýkjur, að graf- list í Danmörku sé þáttur í virku lýðræði. Allir hafa ráð á að kaupa eintak af graflistar- mynd, og margir — einkanlega ungt fólk — gera það í þeirri skynsamlegu vissu, að betra sé að hafa á veggnum hjá sér góða graflistarmynd heldur en lélegt málverk eða nokkrar góðar eflt- irprentanir. Á siðustu 20—30 ár um hafa bókaútgefendur einnig séð sér hag í að hagnýta hæfi- leika danskra graflistarmanna með þvi að láta þá myndskreyfa bækur, bæði sigildar bókmennt- ir og nútíðarbókmenntir. í stórum dráttum má því segja, að graflist búi við jákvæð skilyrði í Danmörku. Sú stað- reynd verður lífca ljós, þegar horft er á viðgang hennar og blómgun á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Áður en sú þróun hófst hafði samt verið unnið mifcið og merki legt undirbúningsstarf í graf- listardeild Konunglega listahá- skólans undir stjóm Aksels Jörgensens prófessors. Konunglegi listaháskólinn I Kaupmannahöfn á það sam- merkt við flesta aðra listaskóla, að hann er einatt sakaður um iíhaldssemi og einangrunar- stefnu, en allir eru á einu máli um, að graflistardeildin sé og "Píi.IIí* TVirilcrin • Hrfouc r\tr F.vríilíka f¥ niilrcknrítiir 1Qfi3 ínr Mogens Zieler: Herforingjaráðið. Dúkskurður 1951 (nr. 53). hafi verið til ómetanlegs gagns. Meðai annars vegna þess að hún veitir nemendum tækifæri til að vinna frjálslega og gera tilraunir að eigin vild. Nokkrir listamannanna, sem hér eru kynntir, hafa einnig verið í nánum tengslum við graf- listardeildina, þar sem þeir hafa lagt þann tæknilega og mann- lega grundvöll, sem orðið hefur þeim svo mikilvægur í seinni verkum þeirra. Þeir leggja allir stund á hlutbundna myndlist. Maðurinn og umhverfi hans er meginstefið í list þeirra, þó þeir sjái af þeim sökum enga ástæðu til að fara niður á stig tilfinn- ingasemi eða billegs sósíalraun- sæis. Þegar bezt lætur tjáir dönsk graflist, eins og öll góð list, upp runaleg viðbrögð einstaklingsins við atvikum og hugmyndum i tímanum. Kröfurnar um frelsi mannsins undan ótta, skorti og fáfræði eru líka kröfur listar- tanar, en hún á jafnframt æðri markmið. Hún krefst llka rétt- ar fyrir einstaklinginn til að vera einn og öðruvisi en aðrir, því einungis með því að komast burt frá fjöldanum er listamað- urinn í aðstöðu til að virða fyr- ir sér veruleikann og vandamál hans skyggnum augum og opn- um huga og skapa það endur- nýjunarferli sem er nauðsynlegt allri mannlegri athöfn. Þessi afstaða veitir athafna- frelsi og svigrúm og gerir list- raana tjiáminigu frjóa. Hin mennska breidd í danskri graf- list verður bezt skýrð með því að bera saman heimsendasýnir Palle Nielsens, sem eiga upptök sin í strang-akademískri mynd- sköpun, og fjörugan, goðsagna- kynjaðan ný-symbólisma Henry Heerups. En margbreytileiki andstæðnanna og ríkulegir möguleikar þessarar listgreinar koma einnig fram í myndum eft- ir Wiig Hansen, Povl Christen- ! sen Petrea, Mogens Zieler og ; Dan Steerup-Hansen. Þunglyndið kemur vissulega ! líka fram í danskri graflist. | Við verðum að hafa hugfast að j Danmörk er heimkynni Hamlets j prins. En þunglyndi er aðeins j takmarkaður spölur í hinu langa , rófi frá hvítu til svarts. Ib Sinding Jensen. Dan Steerup Hansen: Neðansjávarmynd. Zinkstunga (nr. 40). Dönsk graflist Henry Heerup: Bylgjukoss. Dúkskurffur 1951 (nr. 14).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.