Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1971 75 ára á mánudag: Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum ÞEGAR Þorsteinn Jónsson á Olfsstöðum varð sjötugur, skrif aði ég um hann m.a. á þá leið, að ef ég gerði það ekki, mundi enginn gera það. Ekki gekk þessi spá alveg eftir, og varð annar einnig til að minnast hans í riti, þótt ekki faeri það víða. En það er um Þorstein að segja, að hann gerir oft furðu litinn mun á því sem skrifað er, eftir þvi hvort það birtist í blaði sem 100 menn lesa eða í ein- hverju sem nær til 100 þús. manna. Fyrir honum er efnið jafnan aðalatriði eða sú hugsun sem tjáð er. Engu að síður er honum Ijós nauðsynin á því að ná til fjöldans, og þegar hann las þessa sjötugsafmælisgrein mina, þá líkaði honum það einna bezt að hún var að minnstu leyti um sjálían hann, heldur um málefni sem honurp var hugleikið. Það sem Þorsteinn Jónsson verður að hugsa um þ. 5. apríl n.k., jafnt sem aðra daga, er hvort stefnunni verði breytt, og hefur mér stundum dottið í hug, að betra væri að slík hugs un dreifðist á fleiri höfuð en nú er. Fleiri ættu að hugleiða, hvað framundan muni vera og hvað breytt geti stefnunni. Eða með öðrum orðum, það sem Þor steinn Jónsson hefur um langa ævi verið að leitast við að vekja athygli á, þyrfti að verða alþjóðareign. Enginn þarf þó að halda að Þorsteinn sé alla daga þrúgað ur af þungum hugsunum og kvíðvænlegum, heldur er hann löngum léttur í máli og jafn vel „kátur maður“, eins og tek ið er til orða í fornsögum um suma menn. Munu þeir eigin- leikar hans hafa notið sín að sumu leyti betur áður fyrr, t.d. þegar hann var vegavinnuverk stjóri og hafði í kringum sig röska stráka. Þá vann hann þrenn mannsverk samtímis: — vegavinnuna, með þeim vinnu- tíma sem þá tíðkaðist, bjó búi sínu og skrifaði Samtöl um ís- lenzka heimspeki (útg. 1940). Það hef ég séð í gömlu bréfi frá Helga Pjeturss til bónda fyr ir austan, að hann undraðist, hve mikið Þorsteinn Jónsson hefði getað heyjað á einu sumri og ber þessu saman við það sem ég hef heyrt haft eftir systkinunum hinum megin við ána, sem sjálf eru hið mesta at orkufólk og myndarbændur — að fóikið á Úlfsstöðum hafi ver ið duglegasta fólkið í sveitinni. En síðan þetta var hefur margt breytzt eða er að breytast, og er búskapur heldur að dragast saman, og svo er eins og það verði sífeilt erfiðara að vera duglegur. Það getur hvarflað að manni, sem sjálfur hefur að vísu aldrei verið kenndur við mikinn dugnað, að huguir og dug ur sé að fjara út, þrátt fyrir hin ar öru framfarir, og að svo sem ekki neitt hafi enn komið í staðinn. Hvaða eftirsjá muni vera í þeim timum, sem mikið strit lögðu á flesta menn, munu þeir kunna bezt um að dæma sem reyndu — en aldrei hef ég heyrt Þorstein Jónsson syrgja það að hafa orðið að hafa fyrir. Tími virðist til kominn að Þorsteinn megi fara að eiga náð ugri daga og lifa frjálsara lífi en verið hefur lengi. Hvers verð ur auðið um það skal ég ekki spá. En hins vildi ég óska, að ævispá Þorsteins Jónssonar ætti eftir að rætast, sú sem kom honum í hug sumarið 1921 eða af nokkru sem þá gerðist og var á þá leið, að nálægt leiðar lokum hans hér á jörð, mundi sól sannleikans að lokum ná að skína svo fram úr skýjum, að enginn þyrfti lengur að vera í vafa um það sem er. Þorsteinn Guðjónsson. — Við Mývatn Framhald af bls. 19. spurningar, sem þarf að svara og þótt stöðin svaraði ekki nema einni þeirra, væri hún strax orð in hagnýt. Með rannsóknum stn um og annarri heimildasöfnun, mun stöðin fljótlega geta orðið mikilvægur leiðbeinandi, og ráð gefandi, enda mun hún fljótlega öðlast viðurkenningu sem slik. T.d. ætti vatnsborð Mývatns ekki að þurfa að vera mikið deiluefni, eftir tilkomu hennar. Þá er enn ótalið það almenna, vísindalega gildi sem rannsókna stöðin hefur, en það verður ekki mælt á neinn kvarða. Öflun þekkingar um náttúruna er menningarieg skylda hvers þjóð félags, og á það þó ekki sízt við um svæði með svo sérstæðu nátt úrufari sem Mývatnssveit. Sveit in hefur lengi verið óskastaður náttúrufræðinga og náttúruskoð ara, innlendra sem erlendra. Á hverju sumri koma þangað vis- indamenn, til að gera þar ein- hverjar rannsóknir. En þær rannsóknir eru handahóískennd ar og lítt skipulagðar, og niður- stöður þeirra týnast í hinum og þessum tímaritum, um víða ver- öld. Hér gæti rannsóknastöðin unnið þarft verk, með því að veita þessum mönnum aðstöðu til rannsókna, en fá jafnframt að fylgjast með þvi hvað gert er, og jafnvel að hafa áhrif á það, og fá svo niðurstöðurnar send- ar að lokum. Þannig myndu kraftar þessara fræðimanna not ast mun betur en nú er. Auk þess ætti þetta að geta komið í veg fyrir marga leiða árekstra, sem jafnan eiga sér stað milli útlendinga og bændanna í sveit inni. Loks er þess að geta, að rann sóknastöðin mun eflaust verða mikilvæg fræðslustofnun. For- ráðamenn náttúrufræðikennslu við Háskólann hafa þegar látið í ljós áhuga á aðstöðu til kennsiu í vatnalíffræði við Mý- vatn, enda munu aðstæður óvíða betri til þeirra hluta. Óvíða mun heldur betri aðstaða til kennslu í almennri vistfræði (ökológíu), eða hinum flóknu samskiptum lif veranna við umhverfi sitt. Ekki er ólíklegt, að efnt verði til al- þjóðlegra námskeiða i liffræði, vistfræði eða jarðeldafræði við stöðina. Af þessu má sjá, að rann- sóknastöð við Mývatn hefur miklu og margvíslegu hlutverki að gegna, og gildi hennar er mikið, bæði þjóðlegt og alþjóð- legt. Þessi stöð hefði auðvitað átt að vera risin, fyrir löngu, þá hefði margt farið betur, sem nú er úrskeiðis, og kann þó að vera að það eigi betur eftir að sannast. En ekki þýðir að sak- ast um orðinn hlut, fremur iáta það verða brýningu til dáða. Stofnun náttúrurannsókna- stöðvar við Mývatn er nú mikil vægari en nokkru sinni áður, og tækifærið til þess einnig betra. Með hverjum degi sem líður auk ast hætturnar, og vonin til að bjarga gimsteininum verður minni og minni. Stöðina verður að stofna, þegar á þessu ári, annars kann það að verða of seint. PÁSKAFERÐ FIMM DAGA PÁSKAFERÐ I ÖRÆFI og HORNAFJÖRÐ. Brottför kl. 9 á Skírdag frá Umferðarmiðstöðinni. Upplýsingar hjá B.S.I. sími 22300 og ferðaskrifstofunum. Guðmundur Jónasson. AFMÆLI Árnesingafélagið í Keflavík 25 ára (5). Náttúrugripasafn Akureyrar 20 ára 08). Fiskifélag íslands 60 ára 20). Tryggingarfélagið Ábyrgti 10 ára (20). Landsmálafélagið Vörður 45 ára 21) Skátafélagið Kópar í Kópavogi 2S ára (21). Hjálparsveit skáta í Hafr\arfi/rði 20 ára (23). MANNALÁT Ðr. med. Árni Árnason, fyrrv. hér aðslæknir á Akureyri (2). Guðjón Guðjónsson, fyrrv. skóla- stjóri (2). Guðmundur Hafliðason, innheimtu- maður, íyrrum kaupmaður, 83 ára (4) Theodór Blöndal, fyrrum útibús- stjóri Útvegsbankans á Seyðisfirði, 70 ára (9). Lára Ágústsdóttir, miðill, 70 ára (9) Ása Guðmundsdóttir Wright, Trini dad í Vestur-Indíum, 78 ára 10). Páll Ól. Ólafsson fyrrverandi ræðis maður íslendinga í Færeyjum, 82 ára (16). Sigtryggur Klemenzson, bankastjóri Seðlabankans, 59 ára (19). Þorgeir Sveinbjarnarson, skáld, 65 ára (23). Ólafur A. Gíslason, stórkaupmaður, 82 ára 24). ÝMISLEGT 67 ernir í landinu (3). 52.908 útlendingar komu til íslands 1970 (3). Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til sam keppni um hátíðarljóð, tónverk, merki, veggskildi o.fl. (3). Meðaltekjur bænda hækkuðu um 17»9% á árinu 1960 ( 4). Tilraunabókasafn í Laugarnesskóla (5). Vöruskiptajöfnuðurinn sl. ár óhag stæður um 946,2 millj. kr. (5). Guðrún Pálsdóttir gefur Mývetn- Ingum Höfða-land við Mývatn (5). Innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum 100.568.092 kg. árið 1970 («). Sjúklingar á ríkisspítölunum 1970 alls 9872 (6). Pan Am bauð lánsfé til úrbóta á Keflavíkurflugvelli (6, 7). Fjárhagsáætlun Norfræna hússins 7,8 millj. kr. (10). Hús skulfu í Biskupstungum í jarð Bkjálfta (10, 11) Fimm piltar uppvísir að fíknilyfja neyzlu (10) JÞingmönnum sýnt líkan sögualdar bæjar (11). Shell fær leyfi til vísindalegra r»rmsó kna á landgrunninu við ís- land (11). Hraunbær fjölmennasta gatan 1 Reykjavík, íbúar 3167 (1(2). Ríkissjóður ábyrgist rekstrarkostn að Landakotsspítala (12). Fél. ísl. atvinnuflugmanna ritar al þingismönnum bréf um öryggismál flugsins (13). Byggir General Motors 16—50 þús. tonna málmsteypu hér? (14). Kerfisbundnar rannsóknir á kvika silfri 1 fiski <16). Verðstöðvunin veitir tíma til að fjalla um kaupgjaldsstefnu og al- menna þróun efnahagsmála, segir í skýrslu OECD um ísland (17). Eirlagnir ónýtair eftir fá ár (17). íslenzk uppfinning, plastfilmukæl- ingartæki Jóns Þórðarsonar, haslar sér völl erlendis (21). Málflutningur í morðmálinu hefst í hæstarétti (23.-28). ísland efst á blaði yfir verkfalls- daga á mann á ári (24). Fyrstu íslenzku minkaskinnin seld á uppboði í London fyrir gott verð (24). Nýtt skildingaumslag finnst í bréfa safni Tryggva Gunnarssonar (25). Lánaveitingar Húsnæðismálastjórn- ar 570 millj. kr. 1970 (27). Oddfellowstúkan Hallveig gefur Landakotsspítala fullkomið tæki til lækningarannsókna á sviði meinefna fræði (27). Skyndisöfnun hafin ti< kaupa á upp stoppuðum geirfugli (27, 28). Athugasemd vegna uimsagnar um fanga 1 Hegningarhúsinu (28). GREINAR Athugasemd um vindstig og vínd- hraða, eftiir Hlyn Sigtryggsson, veð- urstofustjóra (2). Nokkur orð um ágengni arkitekta, eftir Sigurð P. Kristjánsson, tækni- fræðing (2). Skerðing á réttindum tæknifræð- inga, eftir Sigurð Jónsson, tækni- fræðing (3). Flugmálin, eftir Jóhannes Snorra- son, flugstjóra (3). íslandshúsið í Kaupmannahöfn (3). Velferðarríki og barnalífeyrir, eftir Jónas Guðmundsson (3). Rætt við Gunnlaug Sigurðsson, skólastjóra (4). Tæknifræðimenntun og einkunar- kröfur arkitekta, eftir Jón Sveinsson, tæknifræðing (4). Laxdæla hin nýja. eftir Gunnar Bjarnason, Hvanneyri (4). Hvers eigum við að gjalda? eftir Lárus Fjeldsted (4). Gunnar G. Schram: Yfirlýsing um íslenzka mengunarlögsögu (5). Laxá — Laxnes, eftir Jón Gíslason («). / Athugasemd við frétt um misræmi milli tryggingafélaga (6). Samtal við Davíð Sch. Thorsteins- son, formann RKÍ (7). íslenzk framleiðsla og útflutning- ur: Ora (7). Rannsóknir á íslandi: Samtal við Ðaldur Líndal (7). Hætta á aukinni sókn annarra þjóða á íslandsmið, eftir Má Elísson, fiskimálastjóra (9). Rætt við Pétur Thorsteinsson, ráðu neytisstjóra, um þýðingu hans á Tjekov (9). ÞorraþuJa, eftir Gunnar Gunnars- son, rithöfund (9). Heimsókn í Hlíðaskóla: Sex ára kennsla og eðlisfræði (10). Dagstund austanfjalls með Benedikt frá Hofteigi (10). Opið bréf til Aðalsteins Júlíusson- ar, hafnarmálastjóra, eftir Alfreð Jónsson, oddvita í Grímsey (11). Greinargerð Matthíasar Johannes- sens, formanns Þjóðhátíðarnefndar 1974 á fundi nefndarinnar með þing- mönnum (11). Norskur blaðamaður segir frá veiði ferð með Guðjóni Illugasyni, skip- stjóra, á Viktoríuvatni (11). Staða hinna ýmsu sérfræðinga bygg ingamála í kerfinu, eftir Magnús Heimi (11). Um veiðar í Faxaflóa, eftir Hall- dór Bjarnason (11). Staldrað við hjá sveitarhöfðingja á Þóroddstöðum í Hrútafirði (11). Athugasemd til hjúkrunarkvenna á Ví(filsstöðum, eftir Guðrúnu Björns- dóttur og Sigríði Björnsdóttur (11). Hagsmunir Verkkaupa h.f. eftir Sigurð Harðarson, Gísla Kristinsson og Hrafn Hallgrímsson (11). Kollektugjöfin, eftir Jóhann Hann esson, prófessor (12). Frá Hvammstanga (12). Aftur í Dublin, eftir Lárus Sigur björnsson (12). Landgræðsla — í Afríku eða á ís- landi? eftir Kristján Albertsson (12). Greinargerð frá Tæknifræðingafé- lag islands (12). Gaf prédikunarstól, eftir Pétur Jónsson, Reynihlíð (12). Misskilur VR hluitverk sitt sem verkalýðsfélag? eftir Jónas Gunnars- son (12). Forystumenn kommúnista á Aust- urlandi gegn Austurlandsvirkjun? eft ir Einar ö. Björnsson, Mýnesi (13) Afríka kristin heimsálfa? eftir Ol af ólafsson, kristniboöa (13). Húsmæðralaun, eftir Gunnar Árna son ,stud. psych. (13). Nokkur líffæraheiti (nýyrði), kyn fræðsla, klám, eftir Árna Vilhjálm6- son, lækni (13). íslenzk mengunarlögsaga á hafi útí eftir Einar Hauk Ásgrímsson, verk- fræðing (13). Opið bréf til formanns Stéttarsam bands bænda, eftir Svein Guömunds son, Miðhúsum (13). Hvers vegna berjast karlmenn fyr ir auknum réttindum kvenna? eftir Guðjón Friðriksson (13). „Gagnleg nýjung flýti ferð farar- tálma gegnum" eftir Óskar Sigtryggs son (14). Um rannsóknir á mengum sjávar í nágrenni Reykjavíkur (14). Rætt við Bjarna Einarsson, for- mann Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja (16). Léttsteypan I Mývatnssveit, eftir Kristján Þórhallsson (16) Frá Hvatarfundi um fíknilyf (17). Trimm — af sjónarhóli læknis, eft ir Úlfar Þórðarson (17). íslenzkir verkfræðingar með is- lenzk verkefni í Höfn (17). Háþróuð landgiræðsla, eftir dr. Gunnar G. Schram 1)7. Málmiðnaðarmenn 1 hreinsunarham eftir Einar Ásmundsson 10). Komið í Grenivik við Eyjafjörð (18). Landgræðsla og aðstoð við þróun- arlöndin, eftir Ólaf Björnsson, alþm. (18). Árinni kennir illur ræðari, eftir Áma G. Eylands (18). Iðju-grein, eftir Runólf Pétursson (19) . Samtal við Matthías Bjarnason, al þingismann, um þjóðgarð á Vestfjörð um (19). Keflavíkurflugvöllur og öryggis- málin, eftir Pétur Guðmundsson, fhigvallarstjóra (20). Landhelgismálin á alþjóðavett- vangi, eftir Hannes Jónsson (20). Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins (20) . Frá Grenivík (20). Fyrsta námsmannaþingið (23). Samtal við Sigríði Hagalín um Kristrúnu í Hamravík (24). Gjaldeyrisskil laxveiðimanna, eftir Skúla G. Johnsen (24). Poppskólafrumvarpið, eftir Skúla Benediktsson (24). Vernd listtúlkenda og framleiðenda listaverka? eftir Harald Ólafsson (24) Lupus, eftir Magna Guðmundsson (24). Virkjunarsérfræðingur kommúnista athugasemd frá Sigurði Thoroddsen, verkfræðingi (24). Úr ræðu Erlends Einarssonar hjá Verzlunarráði Lundúna (24). „Nú er dimmt um Norðurver", eftir Björn Sigfússon (24, 26). Hvað er bónus og bónuskerfi? eft ir Herdísi Ólafsdóttur (24). Trimmið mitt, eftir Árna S. Valdl- marsson (24). Allra veðra flugvöllur fyrir Reykja vík, eftir Rúnar Guðbjartsson (24). Nýr Sólon íslandus, eftir Svein Benediktsson (25). Að lifa — í friði við landið, eftir Bjarna Einarsson, bæjarstjóra á Ak- ureyri (25 , 26). Um fóstureyðingar, eftir Pál V. G. Kolka (25). Hjartavika Evrópulanda, eftir dr. Sigurð Samúelsson (26). Kvikasilfur í fiski, eftir Þoretein Gíslason, forstjóra (26). Samtal við Karjalainen, forsætis- ráðherra Finnlands, eftir Boirgþór S. Kjærnested (26). Vegagerð, einkaframtak eftir Sig- urð Helgason (27). Úr Hornafjarðarreisu (27). Hvers eigum við að gjalda? eftir Lárus Fjeldsted (27). Laxárvirkjun, eftir Bjartmar Guö mundsson (27). Rányrkjum gróðurlendið, samtal við Ingva Þorsteinsson (27). Síðasti geirfuglinn (27). Framkvæmdir við Vogaskóla, a-t- hugasemd verktaka og umsögn borg arendurskoðanda (27). Gistiprófessorsembætti og bók- menntakennsla, eftir Bjarna Guðna- son, Steingrím J. Þorsteinsson og Svein Skorra Höskuldsson (28). Nokkur orð um þjóðgarð á Vest- fjörðum, eftir Hallgrim Jónsson, Dynjanda (28). Grær í gengin spor, eftir Þórð Tómasson (28). Af tilefni Herranætur, eftir Lár- us Sigurbjömsson (28). ERLENDAR GREINAR Golda Meir (3, 6). Litið um öxl ári eftir uppgjöf Biafra, eftir Richard Hall (5). Jan Sejna segir frá (6, 7, 13). Santiagó-aðferðin, eftir Brian Croz ier (9). Neyzla hass og sterkari eiturlyfja (14). Anatol Kusnezov (14). Nýi valdhafinn í Uganda (14). Ráðstefna FAO um mengun heims- hafanna (16). Gjaldþrot Rolls Royce (19). Samanburður á kynþáttamisrétti i Suður-Afríku og kommúnistmanum í Sovétríkjunum (20). Nú vilja allir opna Suez-skurð (24) Ágreiningurinn um aðgerðirnar í Laos (26). Hvað lásu þeir í útlöndum 1970, 2. grein (26). Hverjir frömdu fjöldamorðin i Katyn-skógi? (28). Leyndarmálum heirmsstyrjaldarinn ar siðari Ijóstrað upp (28).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.