Morgunblaðið - 24.04.1971, Side 8
8
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 19T1
Stef nan er opin
íbáðaenda ..
— sagði Kristján Benediktsson
um tillögu flokksþingsins
í kjördæmamálinu
A FLOKKSÞINGI Fram-
sóknarflokksins kom m.a.
til verulegra skoðanaskipta
um afstöðu flokksins í kjör
dæmamálinu, deilt var um
einstaka þætti í stjórn-
málaályktun þingsins og
ágreiningur varð um tillög-
ur menntamálanefndar
þingsins og tillögur Jóna-
tans Þórmundssonar, próf-
essors, um menntamála-
ályktun. Tillögur Jónatans
í þeim efnum voru sam-
þykktar með 75 atkvæðum
gegn 62, eftir endurtekna
atkvæðagreiðslu.
Pegar komið var nærri þing
slitum á þriðjudag-skvöld vitn
aði imgur framsóknarmaður,
Hafliði Jósteinsson, í lok
ræðu sinnar tii orða Ólafs B.
Thors á framboðsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í Háskólabíói
fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar sl. vor: „Við förum út
úr þessu húsi ákveðin i að
vinna sigur í þessum kosn-
ingum.“
kjördæmamAlið
Afstaðan til kjördæmamáls-
ins kom strax til umræðu i al
mennum stjórnmálaumræðum
í upphafi þingsins sl. laugar-
dag og aftur í umræðum um
stjórnmálaályktunina, sem
fram fóru á þriðjudag.
1 almennu stjórnmálaum-
ræðunum vakti Jónatan Þór-
mundsson athygli á stjórnar-
skrármálinu og taldi gang
þess hafa verið skrykkjóttan
á liðnum árum. Jónatan lagði
mikla áherzlu á einmennings
kjördæmi og tveggja flokka
kerfi. Hann taldi m.a., að við
ræður SUF og SFV ásamt ein
menningskjördæmum myndu
stuðla að sameiningu allra
„íhaldsandstæðinga.“
Egill Sigurgestsson lýsti
sig hins vegar andvígan ein-
menningskjördæmum; þeim
yrði einungis komið á með
aðstoð „ihaldsins" í andstöðu
við vinstriflokkana. Tveggja
flokka kerfið í Bretlandi
væri auk þess ekki til fyrir-
myndar. Hrafn Sveinbjamar-
son taldi, að einmenningskjör
dæmin myndu leggja Fram-
sóknarflokkinn niður og
lagði áherlzu á, að landið yrði
eitt kjördæmi. f>að væri ein-
tóm minnimáttarkennd að
gaufa við hugsunina um ein-
menningskjördæmi.
Jón Kjartansson.
Óiafur Jensson undraðist
andstöðuna innan flokksins
við einmenningskjördæmin.
Þeir sem þannig hugsuðu
bæru einungis hag flokksins
fyrir brjósti; það væri hins
vegar hagur þjóðarinnar að
breyta. Tómas Ámason sagði,
að núverandi kjördæmaskip-
an ætti sinn þátt í að ýta und
ir fjölgun flokka. Breytingin
1959 hefði verið óviturleg og
einungis verið í þágu þeirra
flokka, er að henni stóðu.
OPIN í BÁÐA ENDA
Stjórnmálanefnd þingsins
lagði fram ályktunartillögu
um stjórnarskrármál ásamt
stjórnmálaályktuninni. 1
þessari tillögu nefndarinnar
sagði m.a.: „Stuðlað verði að
því, að kjósendur eigi sem
hægast með að koma hugar-
málum sínum á framfæri við
þingmenn kjördæmisins. Með
þetta fyrir augum telur flokk
urinn, að skipta beri núver-
andi kjördæmum, án þess þó
að þingmannatala í heild
hækki, og að alla þingmenn
eigi að kjósa í kjördæmum."
Kristján Benediktsson sagði,
að þetta væri falleg yfirlýs-
ing, en segði lítið. Hann fengi
ekki séð annað en Fram-
sóknarflokkurinn vildi taka
upp einmenningskjördæmi, ef
þessi ályktun yrði samþykkt.
Það væri híns vegar hæpið
fyrir Framsóknarflokkinn
vegna þeirrar stöðu, sem
hann nú væri í, að gefa slíka
yfirlýsingu. Kjördæmabreyt
ingin 1959 hefði bjargað
Framsóknarflokknum; hún
hefði opnað leið að fylgi
flokksins í þéttbýlinu.
Kristján taldi síðan óskynsam
legt að álykta um þetta efni
með tiivísun til þeirra raka,
sem Egill Sigurgestsson bar
fram. Sigurvin Einarsson
sagðist ekki vilja sitja þegj-
andi undir þvi, að Framsókn
arflokkurinn lýsti yfir stuðn-
ingi við einmenningskjör-
dæmi.
Einar Ágústsson taldi, að
ekki væri verið að álykta um
einmenningskjördæmi í þess-
um tillögum. Einar flutti síð
an breytingartillögu, þar sem
hann lagði til að orðin „þing-
mann kjördæmisins" féllu nið
ur, en í stað þeirra kæmi orð
ið „þingmenn". Þessi tillaga
var samþykkt samhljóða.
Jónatan Þórmundsson sagði
að þetta yrði eini ásteytingar
steinninn; stjórnarskrármálið
væri eitt helzta feimnismál
Framsóknarflokksins. Þó að
ekki yrði gengið lengra en
að hafa opnar dyr í báðar átt
ir, væri það samt sem áður
nokkurs virði, að Framsóknar
flokkurinn hefði tekið frum-
kvæði í málinu. Sigurvin
Einarsson sagði, að andstæð-
ingarnir gætu bent á, að Fram
sóknarflokkurinn hefði loðna
stefnu í þessu máli, ef hafa
ætti opið í báðar áttir. Sigur
vin sagðist treysta Morgun-
blaðinu fullkomlega til þess
að sýna fram á, að Framsókn
arflokkurinn stefndi að ein-
menningskjördæmum, ef
ályktunin yrði samþykkt.
Hann taldi einnig, að það
vaeri ekki sigurvænlegt að
lýsa því yfir, að leggja astti
uppbótarsætin niður; rétt
væri að bíða með það í eitt
kjörtimabil til viðbótar.
Böðvar Steinþórsson sagði
það vera sína skoðun, að upp
bótarþingsætin ættu að vera
áfram, og hann væri andvig-
ur einmenningskjördæmum.
Hannes Pálsson taldi tillög
ur nefndarinnar þaulhugsað-
ar; stjórnarskrártillagan
gæfi jafnvel í skyn, að Fram-
sóknarflokkurinn viidi hugs
anlega taka upp einmennings
kjördæmi. Hannes taldi enn-
fremur heppiiegt að fella nið-
ur uppbótarsætin. Daníel
Ágústínusson furðaði sig sér-
staklega á því, að menn
mæltu nú uppbótarsætunum
bót.
Kristján Benediktsson
sagði, að með þessari álykt-
un væri stefnan opin í báða
enda. Síðan lagði hann til
ásamt fleirum, að kaflinn um
kjördæmamálið yrði felldur
niður. Sú tillaga Kristjáns
var feild með 120 atkvæðum
gegn 36.
„MÁI.FU 'T.N'INGl'RIN'N
BER KEIM AF FÁFRÆÐI"
1 umræðum um stjórnmála-
ályktunina urðu einníg all-
verulegar orðahnippingar um
stjórnsýsluna. Einkum olli
þessi setnig ágreiningi: „Tíð
ari mannaskipti verði í stöð-
um á vegum hins opinbera,
þar sem því verður við kom-
ið.“
Jón Kjartansson sagði, að
það myndi standa í sér, ef
hann ætti að gefa skýringar
á þessu. Menn ættu að fara
úr stöðum sínum, ef þeir
stæðu sig ekki. Þetta ákvæði
ætti að fella út. Jónatan
Þórmundsson sagði, að það
væri orðið að slagorði að
ræða um „tíðari mannaskipti“
Kjarni málsins væri fram
kvæmdin; þetta væri lítið
land og framkvæmdin yrði
því erf ið.
Halldór E. Sigurðsson
sagði, að Jón Kjartansson
þyrfti ekki að vera í vand-
ræðum með að svara fyrir
þessa ályktun. Hann undrað-
ist að Jón teldi goðgá að
breyta stjórnsýslukerfinu.
Einar Ágústsson taldi það
enga fjarstæðu að skipta um
embættismenn. Hannes Páls-
son sagðist engan veginn geta
hneykslazt á þessu orðalagi.
Hannes nefndi síðan dæmi um
spillirxguna í stjómsýslunni.
Hann sagði, að i fjármálaráð-
herratíð Eysteins Jónssonar
hefðu þeir Eysteinn og Sig-
tryggur Kiemenzsson unnið
tveir sama verk og 9 gæðing-
Kristján Benediktsson.
ar stjórnarflokkanna leystu
nú af hendi.
Þorsteinn Ólafsson sagði,
að sá málflutningur, sem hafð
ur hefði verið uppi í garð
stjórnsýslunnar, bæri keim af
fáfræði. Skipulagshyggja í
stjórn efnahagsmála væri
stefna Framsóknarflokksins;
þessi stefna krefðist verulegr
ar útfærslu í stjórnsýslukerf-
inu. Nú þegar væri viðleitni
í þá átt að draga úr ríkis-
útgjöldunum. Þorsteinn sagði
ennfremur, að sá málflutning
ur, sem Tíminn hefði I frammi
um stjómsýsluna væri oft og
tíðum ekki á rökum reistur.
Jón Kjartansson lagði til
að hin umdeilda setning um
mannaskipti yrði felld niður;
að öðrum kosti myindi hann
greiða atkvæði gegn stjóm-
málaályktuninni í heild. Til
laga Jóns var samþykkt með
79 atkvæðum gegn 73.
„GRAI TARI.EGAR
TIELÖGUR"
Jónatan Þórmundsson kom
fram með mjög harða gagn-
rýni á tillögur menntamála-
nefndar. Hann taldi tillögur
nefndarinnar allt of grautar-
legar, framsetningin væri ðað
gengileg, mikilsverð efnisat-
riði vantaði, sumt væri óþarft
og vafasamt og í heild væru
drögin of almenns eðlis. Jón-
atan lagði fram breytingar-
tillögur við meginhluta til
lagna nefndarinnar og lagði
m.a. til að felld yrði niður til
vísun til menntamálaálykt-
unar 14. flokksþingsins, sem
haldið var fyrir 4 árum.
Ingvar Gíslason taldi, að
ekki bæri eins mikið á milli
í tillögum nefndarinnar og ti!
lögum Jónatans eins og Jón-
atan vildi sjálfur halda fram.
Baldur Óskarsson lýsti yfir
stuðningi við tillögur Jónat-
ans, en Erlingur Jónsson
taldi nýmælin í þeim ekki
Framh. á bis, 25
— Loftslags-
sveiflur
Framh. af bls. 11
en nú er. En þá var einmitt
byggð á Suður-Grænlandi.
Á 15. öld ríktu lang-
vinnir kuldar. Það gæti verið
ástæða þess að norrænir menn
hurfu frá Suður-Grænlandi.
Grasið greri ekki, og ekki voru
lífskilyrði fyrir kvikfé. 16. öld-
in var nokkru hlýrri, en svo
komu 130 mjög köld ár.
Sögulegar heimildir frá íslandi
segja frá geyisilegum ís árið
1690. Landið var umkringt rek-
ís, sem náði alla leið til Fær-
eyja. Um 1730 varð nokkru
hlýrra, en síðan kom nýtt kulda-
skeið frá 1810 til 1820. Eftir það
fór veðurfar hægt batnandi,
þar til 1930. En síðan hefur kóln
að.
Grænlenzkar fiskiveiðar hafa
greinilega orðið fyrir barðinu á
þessu versnandi veðurfari. Und-
anfarin 5 ár hefur bátum og tog-
urum fjölgað um helming, en
jafnframt er aflinn orðinn 2var-
3var sínnum minni. Og nú síð-
iustu árin hefur grænlenzki rek-
Istnn lagzt allt í kringum Hvarf
og náð langt upp eftir vestur-
ströndinni. Rekísinn bráðnar og
kælir sjóinn, sem verður
of kaidur fyrir fiskinn.
Á Norður-íslandi leggjast
bæir í eyði vegna sþrettuleysis,
segir Bent Henius í greininni.
H.H. Lamb hefur bent á, að
sprettubími plantna og grasa
hafi stytzt um þrjár vikur. Jafn
framt hefir fjölgað um helming
þeim dögum, sem jörðin sé þak-
in snjó, og að tala vestlægra
vinda hafi vaxið um 20% á und-
anförnum 20 árum, sem bendi
til þess að heimsikautasvæðið sé
að færast suður yfir.
OFURLÍTIL HVATNING
Loftslagið hefur sem sagt
breytzt mörgum sinnum undan-
farnar aldir, án þess að komið
hafi ný ísöld. En margir vis-
indamenn óttast að þessum veð-
ursveiflum fjölgi, svo að ekki
þurfi kannski nema að ýtt sé
smávegis á til að ný ísöld gangi
í garð.
Hvers vegna verður kaldara?
Um það eru vísindamenn ekki
sammála. Sumir telja að það
standi I sambandi við geislun
frá sólinni, þannig að ísöld fari
af stað fyrir áhrif af vaxamdi
geislun frá sólinni, svo undar-
legt sem það virðist.
Það sem þá gerizt, er að hit-
inn verður mestur við miðbaug,
með þeim afleíðingum að hring-
rás loftsins eykst. Heitt, rakt
hitabeltisloft þrýstist út til
heiimskautasvæðanna, og þar
fellur milkiill snjór.
Mikil aukning á raka loftsins
verður til þess að mynda fleiri
ský. Þannig verður jörðin skid-
in frá sólarhitanum og kólnar
víð það. Þar sem snjórinn á
heimskautasvæðunum breytist
í is, verður minni snjókoma, af
því að uppgufun hættir frá haf-
inu á þessum stöðum, um leið
og hafið kólnar vegna issins.
Aðra kenningu hafa Maurice
Ewing prófessor og dr. William
L. Donn frá jarðfræði-
deild Lamont-rannsóknarstöðv-
arinnar. Þeir kenna miklu frem-
ur hafinu en sólinni um
að valda ísöid. Kennlng þeirra
byggist á þvi, að jörðin hafi
lengst af verið islaus 1 allri
sinni sögu.
Það sem hafi ruglað kerfinu
síðustu milljón árin sé það, að
löndin hafi verið á reki. Þessir
tveir visinda.menn styðja kenn-
tnguna, sem oft heíur verið
skrrfað um, þ.e. að jörðin hafi
einhvern tíma verið stórt megin-
land.
Meginlöndin eru á stöðugri
hreyfingu. Og það ráðum við
jafn Mtið við eins og geislun sól-
arinnar. Aftur á móti hefur
mannkynið möguleika á að hafa
álhrif á hita jarðarinnar með
þeim efnum, sem send eru út í
geiiminn. Síðustu árin hefur ver-
ið brennt óhugnanlega miklu af
kolum og olíu og hætt er við að
koldíoxíðjafnvægið raskist í loft
inu og höfunum.
Ef rykið í loftinu fer mjög
vaxandi, verður heitara á jörð-
inni, en ef koldioxíð-innihaldið
vex, þá verður kaldara. Verði
það 5-10 stigum hlýrra, bráðn-
ar heimsskautaísinn á Suður-
skautinu og á Grænlandi, og
við það haskkar sjávarborð um
nókkur hundruð metra og flæð-
ir yfír gróðursælustu og þétt-
býlustu svæði jarðar. Eyðiilegg-
ing af völdum ísaldar er Líka
þeíkkt fyrirtmgði.
ÁHÆTTAN
Dr. Jim LoveVjok hefur rann-
sakað andrúmsloftið og telur að
ekki sé fyrst um sinn hætta á
að kokUoxiiðið fari upp fyrir
hættumöricm. Hafið verður til
þess að draga úr áhrifum hiita
og koMíoxíðs, sem þetta 1250
milljón kúbikkílómetra yfirtxirð
getur gleypt óheimju mikið af.
Fræðilega séð, ætti að vera
hægt að þékja heimskautasvæð-
in með plastlagi eða ösku og
hafa þannig áhrif á hitajafn-
vægi jarðarinnar. Nær eng-
in hætta er á að svo geti orðíð
af slysni. Þó stórt tank-
skip miissti niður alla sína olíti
á norðvesturleiðinni, þá næðí
hún aðeins að þeikja 50 kvaðr-
atkílömetra. En Grænland eitt
er tvær midljónir kvaðratikílö-
metra.
En bvemirg er þá veðurútlit-
ið í framtíðinni? Prófessor við
H.C. Örsted stofnunina í Kaup-
mannahöfn, Willy Dansgaard,
sem er að rannsaka loftslags-
breytingar á Grænlandi með þvií
að bora upp djúpkjarna úr isn-
um, telur að kólna muni næstti
10-15 árin. Eftir það komi hlý-
indaskeið, sem nái hánnarki á
fynsta eða öðrum tug næstu ald-
ar.
En þá er auðvitað reiknað
með að við breytum ekki
laginu með aúkinni menguti í
ioftiinu.