Morgunblaðið - 24.04.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRlL 1971
17 i
Ég er sterkasti
skákmeistari heims
Bent Larsen.
— Heldur þú, að þú munir
sigra Friðrik?
— Éfg muíi reyna það. Ann-
ars er erfitt að segja fyrir
um þessi úrsiit, því að þetta
er sú tegund af skák, sem
efcki er oft tefld. Það er ekki
það, að við teflum í sjón-
varpi. Slíkt truflar ekki svo
mjög, heldur hitt að við höf-
um aðeins 15 mínútur til um-
ráða hvor. Ég tefli mjög sjald
an hraðskák. Ég er ekki van-
ur þessum tíma, en ég vona
að ég venjist honum, þannig
að ég tefli ekki of hratt né
heldur of hægt.
Þannig komst danski skák-
meistarinn Bent Larsen að
orði í viðtali við Morgun-
blaðið, áður en skákkeppnin
milli hans og Friðriks Ólafs-
sonar hófst. Þetta eru tiltölu-
lega mild ummseli, því að
þegar daniski stórmeistarinn
var spurður að því, hver
myndi sigra í svonefndu
áskorendamóti, sem framund
an er, en þar verður teflt
um, hver fá skuili áskorunar-
heimi'ld á heimsmeistarann,
Boris Spasskí, svaraði Lar-
sen: — Ég mun sigra. Ég
byrja á því að vinna einvígið
við Uhimann, en síðan mun
ég einnlg vinna Fischer. Ég
er sterkasti skiákmeistari
heims. Ef ég væri það ekki,
hvers vegna skyldi ég þá
reyna að verða heimsmeist-
ari? Og það er það, sem ég
ætla mér að verða.
Skákeinvígið milli þeirra
Friðriks Ólafssonar og Bent
Larsens fór fram á miðviku-
dag og fimmitudag. Þeir
tefldu als sex skákir, þar sem
hvor um sig hafði 15 mín. á
sfcák. Fyrsta sfcáikin var sýnd
í gærkvöldi og lauk henni
með sigri Bent Larsens. Á
næstunni verða svo hinar
sbákirnar úr einvíginu sýnd-
ar hver af annarri, en úrslit
þeirra verða efcki sögð, held-
ur fæst vifneskja um þau
jafnóðum og skákirnar verða
sýndar í sjónvarpinu.
— Já, ég mun vimna einvígið
við Uhlmanin, fyrsta andstæðing
minn í áskorendamótinu. Og ég
mun vinna Fischer og áskorenda-
mótið. Ég er sterkasti skákmeist
ari heims. Ef ég væri það ekki,
hvers vegna skyldi ég þá reyna
að verða heimsmeistari? Og það
er það, sem ég ætla mér að
verða. Ef ég áliti, að Fischer
myndi vinna ásfcorendamót.ið,
þá myndi ég ekki taka þátt í
því, sökum þess að það köstar
blátt áfram fé að taka þátt í
þessu móti, segir Bent Larsen í
upphafi samtaisins. I>etta eru
stór orð og maður furðar sig á
þVí, hvað þessi greindarlegi, geð-
ugi og vingjarnlegi Dani er að
fara. Er þetta kokhreysti, er
hann að tala kjark í sjálfan sig
eða að gera að gamni sínu. En
hann virðist einlægur, lætur
engan bilbug á sér finna og held-
ur áfram:
— Ég held, að það sé mjög
slæm hindrun fyrir Bobby Fisch-
er, að hann hefur ekki tekið þátt
t þessum einvígismótum áður,
sem áskorendamótin eru nú orð-
in.
— Og ég er sannarlega ekki
hræddur við Uhlmann. Hann er
mjög venjulegur skákmaður
með fremur litlu byrjanavali,
sem veldur því, að það er auð-
velt að undirbúa sig gegn hon
um. En þetta þýðir ekki það
sama og að hann verði auðveld-
ur andstæðingur. Sumir búast
við því, að Fischer sigri Taman-
ov, fyrsta andstæðing sintn á-
Skorendamótinu, með yfirburð-
um og ég Uhlmann einnig með
yfirburðum. Það er engin ástæða
til þess að reikna með slíku. Ein-
vígi sem þau, er tefld eru í áskor
endamótinu, verða fremur jöfn
því að það er engin þörf á því að
hætta á neitt til þess að reyna
að gera út um einvígin í skyndi.
Þessi einvígi eru dálítið sénstök
og ég hef meiri reynslu í þeim
en menn eins og Eischer og
Uhlmann hafa.
Sem dæmi get ég nefnt, að á
síðasta ári tefldi ég skákeinvígi
við tékkneska skákmeistaranin
Kavalek. Þetta var 8 skáka ein-
vigi, en ég hafði unnið það eft-
ir 5 skákir. Kavalek var tais-
vert sleginn, þegar hann í tíma-
þröng tapaði fyrstu skákinni,
sem var mjög erfið skák. Eftir
það tefldi hann illa. Hanin hefði
sennilega getað teflt miklu bet-
ur, ef hann hefði getað teflt við
einhvern annan næsta dag. En
þetta var einvígi og hann varð
að gera svo vel og tefla við mig
aftur. Unidir svona kringum-
stæðum er slíkt hræðilegt, Hanni
horfir á sama andlitið yfir skák-
borðið og daginn áður og hugs-
ar sem svo: — Hann veit mis-
tökin, sem ég gerði í gær.
Strax eftir þetta einvígi fór
Kavalek til Venesúela og vann
skákmótið í Caracas, mjög öfl-
ugt skákmót. Þetta sýnir, að það
var ekki það, að Kavalek væri
illa fyrirkallaður í einvíginu við
mig, heldur miklu fremur hitt,
að hann er ekki einvígismaður.
Flestir þátttakendur í áskor-
endamótinu fyrir heimsmeistara
titilinn eru ekki hrifnir af því,
að það skuli haft með því fyrir-
komulagi, að þátttakendurnir
tefli einvígi sín á milli upp á
svo og svo margar skákir. Þrátt
fyrir það er þetta fyrirkomulag
á sinn hátt sanngjarnt og það
eima, sem unmt er að gera, ef
menn óttast, að keppendurnir
frá sama landi, t.d. Sovétríkj-
unum vinni saman, ef teflt yrði
venjulegt mót. Einvlgin sem slík
eru eðlileg lausn á því vanda-
máli, en ef maður spyrr þátt-
takendurna — ja, sovézki skák-
meistarinn Korchnoi hefur sagt,
að honum líki einvigin — ég er
hálfpartinn með og hálfpartinn
á móti — en allir hinir þátttak-
endurnir í komandi áskorenda-
móti segja, að einvígisfyrirkomu
lagið sé mjög slæmt og að venju-
legt skákmót, þar sem allir
tefldu við alla, væri miklu betra.
Ég tel hins vegar, að einvig-
isfyrirkomulagið henti vel fyrir
það takmark að finna áskorand-
ann. Það eina, sem þar skiptir
máli, er að finna þann bezta.
Það skiptir ekki svo miklu máli,
hver verður í öðru eða þriðja
sæti. Það þarf aðeins að finna
þennan eina mann, áskorandann
og einvígisfyrirkomulagið er
mjög gott í þvi skyni.
Ég er ekki hrifinn af aðstoð-
armönnum (seconds). Þeir
hjálpa stundum, en stundum
held ég jafnvel, að þeir geri það
gagnstæða. Sjálfur hef ég aldrei
aðstoðarmann og myndi ekki
vilja það.
Aðstoðarmaðurinn er eins og
óábyrgur stjórnmálamaður í
stjórnarandstöðu. Hann getur
sagt, hvað sem honum sýnist.
Það gerir honum ekkert, efhann
hefur á röngu að standa. Og
þess vegna eru ráðleggingar hans
oft eins og ráð lélegs stjóm-
málamanns. Ég held, að sumir
skákmeistarar vinni þó vel með
aðstoðarimanni. Þannig var sá
tími, að Spasski vann vel með
Bondarevskí. Ég veit ekki, hvem
ég ætti að hafa fyrir aðstoðar-
mann og ég vil ekki hafa neinn,
ég er vanur þvi að vinna einn.
í einvígjum i áskorendamót-
inu kemur það ekki heldur eins
að sök að vera án aðstoðar-
manns. Það er i skákmótum eins
og Olympíumótinu og öðrum
slíkum erfiðum mótum, þegar
skák fer í bið að kvöldi og mað-
ur verður að tefla hana áfram
næsta morgun, sem gott getur
verið að hafa aðstoðarmann.
Þetta gerist ekki í áskorenda-
mótunum. Þar teflir maður skák
sina og fari hún i bið, þá tefl-
ir maður hana næ3ta dag á
sama tíma en ekki um morgun-
inn. Þannig gefst því tími til
þess að sofa.
Skákirnar við Fischer? Ég hef
tapað fjórum, unnið þrjár og
auk þess höfum við gert jafn-
tefli í tveimur eða þremur. Ég
man ekki nákvæmlega, hve
margar þær eru.
Af andstæðingum mínum tel
ég Spasskí þann erfiðasta í ein-
vígi. Spasislkí vinmur hins vegar
ekki endilega miargar skákir í
s'kákmótum. Fischer vimnur mörg
skákmót, eins er með Korchnoi
og eins er með mig, en í ein-
vigi held ég, að erfiðasti and-
stæðingurinn yrði Spasski.
Spasskí er betri einvígismað-
ur en Fischer. Sem keppandi í
skákmótum er ég ekki viss um,
hvor þeirra er betri. En ef Fisch
er og Spasskí tefldu saman ein-
Vigi, þá er ég viss um, að Spasskí
myndi vinna. Hann er mjög góð
ur einvigismaður og Fischer hef
ur aldrei sigrað hann, heldur
tapað fyrir honum þrisvar.
Þegar Bent Larsen er spurð-
ur að því, hverja hann telji 10
beztu skákmeistarana, sem
nokkru sínni hafi verið uppi,
svarar hann:
— Ég held, að 10 beztu skák-
meistararnir, sem nokkru sinni
hafi lifað, séu uppi nú. Ég veit,
að þetta er ekki það svar, sem
venjulega er gefið. Fólk nefn-
ir mjög oft Aljekine eða Capa-
blanca. En ég tel, að margir
skákmeistarar nú tefli betur en
Aljekine. Þanni.g er ungverski
skákmeistarinn Portisch t.d.
betri en Aljekine var að minu
áliti. Margar af frægustu skák-
um Aljekines og sömuleiðis
margir af stærstu sigrum hans
í skákmótum voru unnir gegn til
tölulega veikum andstæðingum.
Hins vegar tél ég þó Aljekine
vera mestan skákmeistara for-
tíðarinnar.
En ég held, að margir skák-
meistarar nú' á dögum séu betri
en Aljekine var, einfaldlega sök
um þess að við kunnum meira.
Aljekine tefldi fremur mikið
miðað við hans tirna en ekki
eins mikið og skákmeistarar
gera nú. Capablanca tefldi frem
ur litið og á öllum skákferli
sínum tefldi hann ekki meira en
sumir skákmeistarar nú á dög-
um tefla á fimm árum.
— Hvað er skák, er hún list,
vísindi, íþrótt eða eitthvað enn
annað?
— Hún er eitthvað af þessu
öllu þrennu. Ef umint væri að
reikna skák fullkomlega visinda
lega út stærðfræðiiega með
tölvu, þá myndi rnikið af hinni
listrænu hlið hennar hverfa. En
mikið af íhugun og útreikningi
skákarinnar er sjálfstjáning og
þá er hún list. Ef til viil er auð-
veldasta svarið við þessari spurn-
ingu það, sem Petrosjan, fyrr-
verandi heimsmeistari ijefur gef
ið. Hann svaraði: — Skák er
skák. En Petrosjan er líka mjög
skarpur maður, segir Larsen og
hlær.
— En Botvinnik, fyrrverandi
heimsmeistari hefur sagt, að
hann muni finna upp vél, sem
tefla skuli betur en nokkur skák-
meistari og gera skák úrelta.
— Hann segir það ekki leng-
ur, segir Larsen og heldur
áfram: — Á sinum tima var
Botvinnik mjög bjartsýnn í þessu
efni. Hann taldi, að hann myndi
ljúka slíkri vél mjög fljótlega.
Nú virðist hann hafa misst móð-
inn. Kjarni málsins er sá, að
Botvinnik er sjálfur ekki vls-
indamaður á þessu sviði. Hann
starfar hins vegar með mönn
um, sem vinma að töluvuútreilkn-
ingum. En hann hefur ekki gert
sér grein fyrir erfiðleikunum og
er nú vonsvikinn gagnvart þess-
ari skákvél sinni.
Ég er ekki tölvuvís'indamað-
ur og þvi er það kannski mjög
heimskulegt af mér að koma
fram með slíkar spár, en ég tel,
að á næstu 15 árum að minnsta
kosti, muni ekki verða fundin
upp véi, sem nái einu sinni sama
styrkleika og meistaraflokksmað
ur, hvað þá sama styrkleika og
stórmeistari. Það er þegar búið
að vinna mikið að þessu verk-
efni, en framfarirnar hafa ver-
ið hægar. Þær skákir, sem tefld-
ar hafa verið af þessum vél-
um, eru lélegar. Ég hef sjálfur
teflt á móti einni slíkri og vann
i 11 leikjum.
—| Hvernig leið þér á meðan?
— Það var svo sem engin sér
stök tilfinning, sem fylgdi þessu
.Vélin var aðeins lélegur skák-
maður. Því var alls ekki þann-
ig farið, að ég yrði fyrir áhrif-
um af einhverri vél, sem gerði
engin mistök, því að þessar vél-
ar geta ekki reiknað nógu langt
fyrir fram. Vélin reiknar aðvísu
út öll afbrigði vissan fjölda
leikja fram i tímann, en hún
veit ekki, hvernig hún á að velja
þegar hún á að kjósa á milli
vandasamra afbrigða. Þá yrði
hún að reikna marga leiki fram
í tímann og það getur hún ekki.
— Hvernig geðjast þér að
helztu andstæðingum þínum
eins og Spasskí og Fischer?
— Spasskí er mjög geðþekk-
ur maður. Fyrir nokkrum ár-
um fannst mér samt sem hið
innra með honum væri svolít-
ið þunglytndi, en hann virðist
nú vera í meira jafnvægi og
hamingjusamari nú. Víst er
hann hamingjusamur yfir því
að vera heimsmeistari, en ég
held þó ekki, að það sé ástæð-
an.
Bobby Fischer er að sjálf-
sögðu afar sérstakur maður. Ég
er ekki hrifinn af því að sál
greina Fischer of nákvæmlega.
Hann getur verið mjög vingjarn
legur og það kemur fólki á ó-
vart, sem svo oft hefur heyrt
getið þessa hræðilega manns,
sem alltaf er að skapa vand-
ræði á alþjóðaskákmótum. En
þegar kemur út fyrir skákina,
þá er hann oft ekki of örugg-
ur með sjálfan sig. Ég heldþað
stafi einfaldlega af skorti á
menntun.
— En hvað álítur þú um Frið
rik Ólafsson. Telur þú, aðhann
búi yfir miklum hæfileikum?
— Hann hefur vissulega mikla
hæfileika, en á sínum tíma tók
hann þá ákvörðun, ef það mætti
nefna það svo, að einbeita sér
ekki að skák. Það er ekkert
rangt við þessa ákvörðun,
kannski helzt frá sjónarhólí
þeirra, sem eru brennandi áhuga
menn um skák. Hvers vegna
hann ákvað að einbeita sér ekki
að skák, því er erfitt að gera
sér grein fyrir. Ég er þeirrar
skoðunar, að fyrir mörgum ár-
um hafi hanm gert það upp við
sig, að hann vildi ekki verða
þjóðhetja. Slíkt hlutverk er auð
velt að fá en sennilega samtím-
is örðugt að gegna í litlu landi,
vegna þess að ef maður er þjóð
hetja í litlu landi, þá er maður
miklu meira en þjóðhetja í
stóru landi. Og mér virtist svo
fyrir mörgum árum, að Friðrik
geðjaðist ekki að þessu, og ég
tel, að það hafi verið ástæðan
fyrir því, að hann ákvað að
halda áfram námi sinu og tefla
þá ekki skák nerna lítið í nokk-
ur ár.
En nú er Friðrik aftur byrjað
ur að tefla og teflir enn mjög
vel, en ég veit ekki, hvort hann
muni nokkru sinni reyna að ná.
því að tefla I áksorendamótinu.
Ég held líka, að honum myndi
ekki takast það, því að það, sem
hann hefur misst á þessum ár-
um, þegar hann hefði átt að
vera að efla allan tímann, ef
Framhald á bls. 2L