Morgunblaðið - 24.04.1971, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRlL 1971
Anna Sigríður
Adolfsdóttir-Minning
ÞEGAR ég fór úr foreldrahús-
um á Stokkseyri, var ég svo
gæfusamur að eignast að fóstru
hina miklu og gáfuðu konu,
Önnu Sigríði, konu föðurbróður
míns, Jóns Pálssonar. í þeirra
húsum eignaðist ég nýja móður,
sem ekki aðeins veitti mér allt
hið ytra, skjól, fæði og klæði,
heldur einnig uppörvun og
hvatningu. Þessi kyrrláta og
iðjusama kona, sem aldrei lét
verk úr hendi falla, lifði og
hrærðist í starfi mannsins síns,
og þó einkum því sem laut að
tónlistarstarfi hans. Listin var
húsbóndinn á þessu vingjamlega
og vandaða heimili.
Anna Sigríður var með af-
brigðum falleg kona, eins og
margt fólk í hennar ætt, en feg-
urð hennar var þó ekki fyrst
og fremst hið ytra. Göfug-
mennskan, hreinlyndið og
menntaþráin var það sem skap-
aði hennar fegurð og tign.
Það sem mér er einna minnis
stæðast frá þeim tíma, er ég
bjó hjá þeim Önnu og Jóni, var
t
Eiginkona mín,
Sigrún Eyjólfsdóttir,
Suðurgötu 63,
Hafnarfirði,
lézt 21. apríl í St. Jóseps-
spítala.
Snorri Ólafsson.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar,
Guðmundur í. Guðjónsson,
skólastjóri,
lézt fimmtudaginn 22. apríl.
Sigurrós Ólafsdóttir,
Svavar Guðmundsson,
Helgi Guðmundsson.
t
Faðir minn,
Grímur Kristgeirsson,
verður jarðsunginn mánudag-
inn 26. apríl. Athöfnin fer
fram í Fríkirkjunni og hefst
kl. 15.
samstarfshugur þeirra hjóna
fyrst og fremst til hjálpar.
Nú, er þú kæra Anna mín,
stígur yfir þröskuld lífsins, á
ferð á fund þíns kæra lífsfélaga,
hlýt ég, skjólstæðingur ykkar,
að freista að fylgjast með ferð-
um þínum af hrærðum huga.
Fósturbömum þínum og öðr-
um ástvinum, sem einnig í dag
kveðja umhyggjusama móður,
votta ég af heilum huga samúð
mina og bið Guð að blessa minn
ingu hennar.
Ástarþakkir fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig.
Páll ísólfsson.
ANNA Sigríður Adolfsdóttir,
ekkja Jóna heitins Pálssonar
fyrrverandi aðalféhirðis Lands-
banka fslands, andaðist hinn
14. þessa mánaðar í Landakots-
spítala eftir langan og þungbær
an ellihrumleika. Hafði hún leg-
ið rúmföst síðustu árin. Frú
Anna var á 98. aldursári er hún
lézt, og var útför hennar gerð í
gær frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík.
Vinúm hennar og vandamönn-
um var að sjálfsögðu fyrir
löngu ljóst, að hverju stefndi
og undruðust þá miklu lífsorku
og seiglu, sem bjó með þessari
fingerðu, háöldruðu konu. Þótt
við öll, sem vænt þótti um
hana, fögnum því, að forsjón-
in veitti henni hægan og mild-
an dauðdaga, þá hefur í hug-
um okkar skapazt tóm, sem
ekki verður fyllt, og sársauki,
sem aðeins mjúk hönd tímans
fær læknað.
Þegar hjartfólginn vinur kveð
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við fráfall og jarðarför
Soffíu Þorvaldsdóttur.
Systkini hinnar Iátnu.
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
Guðrúnar Gróu
Jónsdóttur.
Fyrir hönd vandamanna,
ur fyrir fullt og allt, er örðugt
um vik að koma orðum að því,
sem í huganum býr. Minning-
amar leita á og maður finnur á
slíkri stundu sárast hvers misst
hefur við. Þegar frú Anna var
níræð fyrir rúmum sjö árum
minntist ég hennar hér á þess-
um stað. Þegar ég lít yfir það,
sem ég skrifaði þá, finn ég að
þar við hef ég litlu að bæta.
Þótt hér verði því um nokkra
endurtekningu að ræða, langar
mig eigi að síður til þess að
rifja hér upp þessar minningar
þegar ég nú hlýt að kveðja frú
önnu hinztu kveðju. Eins og er
á ég ekki önnur orð betri.
Faðir minn var borinn og bam
fæddur Eyrbekkingur og móðir
mín átti þar einnig heima um
langt skeið. Þótt atvikin höguðu
því svo, að foreldrar mínir yfir-
gæfu bernskustöðvar sínar á
yngri árum, voru þau jafnan
tengd þessum átthögum sínum
órofa böndum.
Þegar faðir minn kom heim
af sjónum kunni hann að segja
mér ótal sögur frá æskuvinum
sínum, Vesturbúðinni, sem þá
var ein kunnasta verzlun lands-
ins, og fráHúsinu áEyrarbakka,
sem veitti menningarstraumum
sínum um allt byggðarlagið.
Hann þreyttist aldrei á að segja
mér frá öllu þessu og þannig
festi ég einnig smám saman ræt
ur á þessum bernskustöðvum
föður míns og batt við þær
tryggðabönd.
Einn var sá maður, sem faðir
minn talaði um af hvað mestri
lotningu og virðingu. Það var
Jón Pálsson, sem á unglingsár-
um hans var kennari og leiðbein
andi unga fólksins og einn
fremsti leiðtogi byggðarlags-
ins um flest þau mál, er til
menningar og framfara horfðu.
Faðir minn kom oft á heimili
Jóns Pálssonar á Eyrarbakka
og átti hann ekki nóg orð til
þess að lýsa þeirri festu og
þeim myndarskap, sem þar
ríkti á öllum sviðum. Þá réð
ríkjum frú Anna, sem í gær var
borin til hinztu hvílu og er
það sannast sagna, að hún var
enginn eftirbátur manns síns að
dugnaði og mannkostum þótt
Síður yrði þess vart út á við.
Anna Sigríður Adolfsdóttir
fæddist hinn 22. febrúar 1874 að
Stokkseyri, dóttir hjónanna Ad-
olfs Adolfssonar bónda á Stokks
eyri og Ingveldar Ásgrímsdóttur
Eyjólfssonar frá Litlu-Háeyri á
Eyrarbakka. Voru þau þremenn
ingar að frændsemi Syðra-Sels-
hjónin Páll og Margrét, Einar
„borgari“ á Eyrarbakka, faðir
Sigfúsar tónskálds og dómkirkju
organleikara, Sigríður gamla á
Stokkseyri, dóttir Jóns ríka í M6
húsum og móðir Adolfs bónda
á Stokkseyri föður önnu. Var
þetta ein hin mesta söngætt lands
ins á sinni tíð og raunar jafnan
síðan, enda var langafi þeirra
Bergur Sturlaugsson bóndi í
Brattsholti, sem Bergsætt er
kennd við, einn hinn kunnasti
söngmaður landsins á sínum
tíma. Hefur tónlistargáfan fylgt
þessu fólki alla tíð og allur sá
ættbálkur svo kunnur að óþarfi
er að rekja hann frekar hér.
Þau Anna og Jón giftust árið
1895 og áttu heima á Eyrarbakka
unz þau fluttust hingað til
Reykjavíkur sumarið 1902. Gerð
ist Jón Pálsson þá bókari hjá
Brydesverzlun og starfaði þar til
ársins 1909, eða um það leyti,
sem hún hætti starfsemi. Nokkru
síðar var hann fenginn til að-
stoðar rannsóknamefnd þeirri,
sem skipuð var það ár til þess
að rannsaka allan hag Lands-
banka fslands. Gerðist hann síð-
an starfsmaður Landsbankans í
janúar 1910 og var veitt starf
aðalféhirðis í maímánuði 1914.
Gegndi hann því embætti á með
an heilsa entist, eða þar til hann
fékk lausn frá störfum árið
1928.
Á starfstíma Jóns Pálssonar í
Landsbanka íslands var all
stormasamt. Hann kom þangað
þegar bankamálin 1909 stóðu
sem hæst og allri bankastjóm-
inni, með Tryggva Gunnarssyni í
broddi fylkingar var vikið frá
störfum. Var loft allt lævi bland
ið og_ fór Jón ekki varhluta af
því. Átti hann síðar í löngum og
ströngum útistöðum við stjórn
bankans er ollu honum miklu
hugarangri og sálartjóni. Sagði
hann mér oft frá þessum þætti
ævi sinnar og hversu mikill styrk
ur það hafi verið sér að hafa átt
svo traustan og góðan lífsföru-
naut og frú Önnu. Þegar hann
var að því kominn að bugast,
brotnuðu allir brotsjóir iáfsins
ávallt á heimili hans, þar sem
hann átti jafnan öruggt athvarf
á hverju sem gekk. Hann hafði
aldrei mörg orð um þessi mál,
enda voru þau honum sár og við
kvæm en það var auðfundið, að
hann kunni vel að meta þá
miklu stoð, sem kona hans hafði
verið honum í stormum lífsins.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið en í Spönsku veikinni 1918
tóku þau tvö fósturböm, pilt og
stúlku, sem þau síðan ólu upp.
Pilturinn hét Ragnar og er hann
nú búsettur í Grimsby í Eng-
landi, kvæntur enskri konu og
stundar þar sjómennsku, hinn
vaskasti maður. Stúlkan hét
Guðný og er gift Kriatni Vil-
hjálmssyni framkvæmdastjóra
Templarahallarinnar í Reykja*
vík. Margt annað fólk dvaldi
á heimili þeirra hjóna um
lengri eða skemmri táma, sem
var á einn eða annan veg hjálp-
arþurfi. Reyndust þau öllum
þeim, sem þannig leiituðu á náðir
þeirra af óvenjulegum dreng-
skap og góðvild. Spöruðu þau
hvorki fé né fjrrirhöfn þegar svo
bar undir, og sendu jafnvelunga
stúlku alla leið til Kaupmanna-
hafnar á sinn kostnað. Var hún
haldin þrálátum sjúkdómi, en
fékk fyrir þetta drengskapar-
bragð þeirra hjóna, fulla bót
meina sinna.
Um allt slíkt voru þau hjpn
samhent, en víst er að ekki latti
frú Anna mann sinn þegar ein-
hver þurfti hjálpar með eða
styrkja þurfti gott málefni.
Það átti fyrir mér að liggja,
að kynnast þeim hjónum frú
Önnu og Jóni Pálssyni mjög ná-
ið og eiga við þau samskipti um
margra ára skeið. Ég man það
eins og það hafi gerzt í gær þeg
ar ég kom til þeirra í fyrsta
skipti. Það var sumarið 1935.
Mér var þá nokkur vandi á hönd
um og hafði leitað áisjár hjájóni
Pálssyni, eins og raunar svo
margir á undan mér. Frú Anna
kom til dyra, smávaxin og fín-
gerð og tók mér af slíkri alúð
að mér hvarf öll feiimini og beyg-
ur. Þegar ég hafði borið upp er-
indið, sagði frú Anna aðeins:
„Þú hlýtur að geta komið þessu
í kring, Jón minn“. Og það gerði
hann líka af þeirri einlægni og
krafti sem honum var laginn.
Þar komst engin hálfvelgja að.
Var ekki skilið við, fyrr en ég
var leystur úr öllum vanda. Síð-
an kom ég oft til þeirra, jafn-
vel daglega, mér til mikillar
gleði og uppbyggingar.
Mann sinn missti frú Anna
í janúarmánuði 1946. Bjó hún
síðan lengst af í ekkjudómi á
heimili fósturdóttur sinnar, oft-
ast við góða heilsu og fulla sál-
arkrafta. Fylgdist hún vel með
öllu og yfir henni hvíldi ávailt
sama sálarró og styrkur, sem
einkenndi hana alla ævi.
Síðustu árin lá hún rúmföst
í Landakotsspítala og naut þar
hinnar beztu umhyggju, bæði
lækna og hjúkrunarliðs. Lá hún
þar unz yfir lauk.
Þessi kveðjuorð skulu nú ekki
höfð lengri, enda var frú Önnu
lítið gefið um, að mikið orð
væri gert af ævi hennar og
starfi.
Til þess var hún of hlédræg
og hógvær. Henni fannet sjálfri
lítið til um það, sem hún hafði
látið gott af sér leiða á lífsleið
inni, talið það ekki annað en
það, sem hver sannkristinn mað
ur ætti að kappkosta.
Víst er það rétt, en misjafn-
He-ga ávaxta mermimir pund
sín.
Fósturbömum hennar og öðr-
um ættingjum votta ég innileg-
ustu samúð. Megi minningin um
góða og hugljúfa konu verða
þeim leiðarljós um ókomin ár.
Að lokum þakka ég frú Önnu
fyrir samfylgdina og allt, sem
hún hefur verið mér. Hún mun
ávallt búa í huga mínum, sem
ímynd alls hins bezta og göf-
ugasta, sem býr með góðri
konu.
Hvíl í friði.
Haraldur Hannesson.
HINN 14. þ.m. lézt í Landa*
kotsspítala frú Anna Sigríður
Adolfsdóttir, 97 ára að aldri,
ekkja Jóns Pálssonar aðalfé-
hirðis Landsbankans og organ-
leikara. Anna hafði um árabil
átt við vanheilsu að stríða og
mæddi hana hár aldur og
þreyta að afloknu fögru og far-
sælu ævistarfi.
Engum verður hvetft við,
þegar svo aldnir vinir kveðja.
Þeir eru hvíldar þurfi og ást-
vina sinnar kynslóðar eftir
langan aðskilnað. En hvort sem
þáttaskilin ber að höndum fyrr
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ásdís Pétursdóttir,
Gimnar Pétursson,
Guðrún Pétursdóttir.
Faðir okkar t
ÞORSTEINN SCHEVING THORSTEINSSON
fyrrverandi lyfsali.
lézt 23. apríl.
Unnur Scheving Thorsteinsson,
Sverrir Scheving Thorsteinsson,
Bent Scheving Thorsteinsson.
Móðir mín, amma okkar og langamma
JÓHANNA M. GiSLADÓTTIR
Bræðraborgarstíg 15.
lézt að Hrafnistu að morgni föstudagsins 23. þ.m. Jarðar-
förin ákveðin síðar.
F.h. aðstandenda,
Sigmundur Kornelíusson.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við
fráfall og jarðarför
kristjAns l. gestssonar
framkvæmdastjóra.
Auðbjörg Tómasdóttir,
Hólmfríður Kristjánsdóttir, Edda Kristjánsdóttir,
Sigríður Kristjánsdóttir, Egill Símonarson,
Tómas Kristjánsson, Anna F. Þórðardóttir.
Innilegar þakkir fyrir a og jarðarför t uðsýnda vináttu og samúð við Tráfall
HÓLMFRfÐAR ÞORGILSDÓTTUR frá Kambi.
Steinþór Asgeirsson, Þorgerður Þórarinsdóttir,
Baldur Ásgeirsson, Þóra Helgadóttir,
Hjörtur Jónsson, Ásta Erlendsdóttir,
Runólfur Jónsson, Halla Kristjánsdóttir,
Páll Jónsson, Sigriður Ásmundsdóttir, Ingólfur Jónsson.