Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 96. tbl. 58. árg. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi: Andreas Cappelen frá Noregi, Vaino Les- kinen, Finnlandi, Xorsten Nilsson, Svíþjóð, Emil Jónsson, fslandi og Poul Hartling, Danmörku. Samstey pust j ór nin tapaði í Hollandi Rogers ræðir við Schumann Haag, 29. apríl — AP-NTB FJÖGURRA flokka samsteypu- stjórn Piet de Jongs, forsætis- ráðherra, beið ósigur í hollenzku kosningunum, en vinstri flokk- unum tókst ekki að vinna þingmeirihluta. Nýr fiokkur óánægðra jafnaðarmanna, D 70, undir forystu Willem Drees yngra hefur komizt í oddaað- stöðu og getur ráðið úrslitum um myndun nýrrar stjórnar. Drees hefur tjáð sig fúsan til þátttöku í stjórn með þeim flokkum, sem staðið hafa að stjórn Pietde Jongs eða öðrum Gullið hækkar París, 29. apríl — AP RADDIR, sem hafa verið uppi í Frakklandi um hækkim á gullverði og óróleiki í alþjóða- fjármálum, leiddu til þess í dag, að verð á gulli hækkaði enn á gjaldeyrismarkaðnum í Evrópu og hefur það aldrei verið hærra í eitt og hálft ár. 1 París hækkaði gullverðið í sem svarar 39.46 dollarar únsan, í London 39.43 dollarar únsan, í Zúrich allt að 39.40 dollarar únsan og í Frankfurt allt að 39.54 dollarar únsan. Staða dollarans er misjöfn, en virðist hafa batnað alls stað- ar nema í Zurich. Óróleikinn í alþjóðaviðskipt um stafar að flestra dómi af stöðugum greiðsluhalla Banda ríkjanna og gjaldeyrisvanda- málum vegna umsóknar Breta um aðild að Efnahagsbanda- laginu. Fjármálaráðherrar EBE-landanna hafa á fundi krafizt þess, að heft verði dollaraflóð frá Bandaríkjun- um er valdi verðbólgu í Evrópu. Frakkar segja, að að- staða dollarans sé veik og úr því verði að bæta með hækk- un á gullverði. Enn er talið of snemmt að segja til um hvort hækkun gullverðsins hafi í för með sér nýja gjaldeyris- ólgu. flokkum, en búizt er við löngum viðræðum um myndun nýrrar stjórnar. Stjórnarflokkarnir — Kaþólski þjóðarflokkurinn, Kristilegi flokkurinn, Andbyltingarflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn — hlutu samtals 74 þingsæti af 150 og töpuðu níu þingsætum. Jafn- aðarmannaflokkurinn og sam- starfsflokkar hans hlutu 52 þingsæti og bættu við sig átta. Þingsætin skiptast þannig milli flokkanna: Jafnaðarmannaflokkurinn 39 (34) Kaþólski þjóðarflokkurinn 35 (39) Frjálslyndir 16 (17) Andbyltingarflokkurinn 13 (15) Kristilegi flokkurinn 10 (12) D-66 11 (7) Kommúnistar 6 (5) I stjórnmálayfirlýsingu 19. landsfundar SjálfstæSisflokks ins segir m.a.: „Sjálfstæðis- flokkurinn leggur, einn ís- lenz~kra stjórnmálaflokka, megin áherzlu á gildi ein- staklingsins. Markmið sjálf- stæðisstefnunnar er að efla og varðveita frjálsræði sér- hvers borgara til orðs og æðis.“ Ennfremur segir í stjórn- málayfirlýsingunni: „Lands- fundurinn lýsir því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn muni því aðeins taka þátt í stjórn- armyndun að kosningum af- stöðnum, að unnt verði að Vinstrisósíalistar (friðarsinnar) 2 (4) Róttæki flokkurinn 2 (3) D-70 8 (3) Aðrir flokkar 8 (11) Jafnaðarmannaflokkurinn, sem virðist greinilega hafa aukið fylgi sitt á kostnað stjórnar- flokkanna, hefur krafizt þess að efnt verði til nýrra kosninga í haust til þess að línurnar í hol- lenzkum stjórnmálum verði skýr- ari. Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut nú yfir 25% greiddra at- kvæða og er nú stærsti stjórn- málaflokkurinn I stað Kaþólska flokksins áður. Mesta athygli vekur fylgisaukning D-70, sem klauf sig út úr hægri armi Jafn- aðarmannaflokksins. Hollenzkir stjórnmálamenn eru svartsýnir á stjórnmálahorf- Framhald á bls. 19 halda áfram á braut aukins frjálsræðis og dreifingar valdsins í þjóðfélaginu til þegnanna.“ Stjórnmálayfir- lýsing 19. landsfundarins hljóðar svo: ★ ★ ★ Nítjándi landsfundur Sjálf- stæðisflokksins leggur áherzlu á eftirfarandi grundvallaratriði sjálfstæðisstefnunnar: I. að varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi fslands og standa vörð um tungu, bókmenntir, kristindóm og annan menningararf íslend- inga. II. að treysta lýðræði og þing- ræði, III. að vinna að víðsýnni og þjóðlegri nmbótastefnu á París, 29. apríl — AP — WILLIAM P. Rogers, utanrikis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi í dag við Maurice Schumann, ut- anríkisráðherra Frakklands, um friðarferð sína til Miðaustur- landa og hélt síðan til Ankara þar sem herlög eru í gildi og mikill viðbúnaður vegna komu hans, en þar mun hann sitja fund Mið-Asíu-bandalagsins, CENTO. Rogers mun hafa fullvissað Schumann um að hann ætiaði ekki að reyna að sniðganga stór- veldin og sáttasemjara SÞ, Gunn ar Jarring, í ferð sinni til fjög- urra Arabalanda og Israels. Hann kvaðst vongóður um að ferðin mundi þoka deilumálunum í frið arátt. Hann kvað tillögur Israels manna og Egypta um opnun Sú- ez-skurðar, þótt ólíkar væru, bezta möguleikann á takmörk- uðu samkomulagi er gæti leitt til friðsamlegrar lausnar. Rog- ers telur opnun Súez-skurðar þjóna hagsmunum allra, þar á meðal stórveldanna, enda þótt Rússar fái þar með greiðan að- gang að Indlandshafi. Heimsókn Rogers til Ankara Sameinuðu þjóðunum, 29. apríl, AP. SVO til allir fulltrúar Araba- ríkja hjá Sameinuðu þjóðiinum hafa gert sameiginlega tillögu til ríkisstjórna sinna um að leggj- ast gegn því að Max Jakobson, fulltrúi Finnlands hjá SÞ, taki við störfum aðalritara samtak- anna, þegar U Thant lætur af störfum um næstu áramót. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum var ákvörðun um þetta grundvelli einstaklingsfrels- is og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum, IV. að beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinnar, V. að skapa öllum landsmönn- um félagslegt öryggi. ★ ★ ★ Stefna Sjálfstæðisflokksins er grundvölluð á þeirri lýðræðis- hugsjón, að einstaklingar og samtök þeirra hafi svigrúm til orða og athafna, svo að frjáls hugsun og persónulegt framtak fái notið sín til heilla fyrir hvern einstakan þjóðfélagsborg- ara og heildina í senn. Sjálfstæðisflokkurinn leggur einn islenzki'a stjórnmálaflokka, er talin ein af ástæðunum til þess að herlögum var lýst í Tyrk landi á mánudaginn, en ástæö- urnar sem hafa verið tilgreind- ar eru yfirvofandi uppreisn Kúrda og hryðjuverkastarfsemi öfgamanna til vinstri og hægri. Víðtækar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Ankara. Vegatálm- unum hefur verið komið fyrir á leiðinni frá flugvellinum til borg- arinnar og fjölmennt herlið hef- ur verið kallað út. Flotaæfingar á Miðjarðarhafi Napólí, 29. apríl, AP. HERSKIP frá fimm NATO- ríkjum hófu í dag flotaæfingar á Miðjarðarhafi er munu stanða til 17. maí og ganga undir nafn- inu „Dawn Patrol". Sextíu her- skip og 300 flugvélar frá Grikk- landi, ttalíu, Tyrklandi og Bret- landi taka þátt í þessum árlegu æfingum. Stærstu herskipin eru banðarísku flugvélamóðurskipin Forestal og Roosevelt. tekiin á leyinilegum íundi 30. marz síðastliðkm, og viðstaddir voru 13 af 14 fulltrúum Araba- ríkja. Egypzíki fulltrúinn var fjarverandi. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að Arabar óttist að Jakobsom verði hliðhollur ísraelum, þar sem báðir foreldrar hans hafi verið opinberir fulltrúar sam- taka Zíonista. Stjórnmálamenn telja að ef Framhald á bls. 19 megin áherzlu á gildi einstakl- ingsins. Markmið Sjálfstæðis- stefnunnar er að efla og varð- veita frjálsræði sérhvers borg- ara til orðs og æðis. í heimi vaxandi vélvæðingar og múgsefjunar má aldrei missa sjónar á þessu markmiði. Sú skylda hvílir á Sjálfstæðismönn um og flokki þeirra, nú frem- ur en nokkru sinni fyrr, að brýna fyrir þjóðinni mikilvægi þeirrar stefnu, semja fram- kvæmd hennar að breyttum þjóðfélagsaðstæðum og beina kröftum að verndun einstakl- ingsins og virðingunni fyrlr manninum sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn vill með þessi grundvallarsjónarmið í huga vekja athygli á eftirfar- Framhald á bls. 19 Stjórnmálayfirlýsing 19. landsfundar Sjálfstæðisflokksins: Mannhelgi grundvöll uð á lýðr æ ðishugs j ón Arabar vilja ekki Jakobson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.