Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971
Skógræktarfélag Kópavogs;
Vill hefja fiskirækt
í Kópavogslæknum
SKÓGRÆKTARFELAG Kópa-
vogs hefur farið þess á leit við
bæjarstjórn Kópavogs að fá
Kópavogslækinn til umráða með
fegrun lækjar og umhverfis
fyrir augum. Einnig hefur fé-
lagið áhuga á að kanna mögu-
leika á fiskirækt í læknum.
í bréfi, dagsettu 27. apríl sl.,
sem skógræktarfélagið skrifaði
til bæjarstjórnar kemur fram
að félagið h^fur mikinn áhuga
á því að samvinna takist við
bæinn um hreinsun á læknum
og vill félagið efna til skipu-
lagssamkeppni um fyrirkomu-
lag og fegrun lækjar og um-
hverfis. Vonast félagsmenn til
að hægt verði að koma upfi
tjörnum til fiskiræktar og trjá*
gróðri og runnagróðri við læk-
inn.
Skógræktarfélag Kópavogs
vinnur að landgræðslu og skóg
ræktarmálum, svo og að nátt-
úru- og útivistarmálum. Innan
skamms hefjast félagsmenn
handa við að græða upp 18
hektara lands á Vatnsenda-
hverfi.
í kvöld verður fundur hjá fé-
laginu og þar mun skógarvörð-
urinn í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu flytja erindi um skógrækt
í sýslunni með litskuggamynd-
um. Einnig mun Jakob Haf-
stein flytja erindi um laxarækt
og sýnir hann litkvikmynd um
laxarækt.
Hið nýja skipulag Hveragerðis.
Eldur í skipi
Lítill eldur en eitraður
reykur myndaðist
Skipulag Hveragerðis
Tillaga um skipulagið 25 ára gömul
I GÆR voru liðin 25 ár síðan úti á landsbyggðinni skipulögð
ELDUR korn upp í skipi, sem er
í smíðum i Stálsmiðjunni hf.,
Austurbakka við Briuinstíg,
Norð-
menn fá
síld
frá Japan
Stavanger, 29. apríl, NTB. j
NORÐMENN hafa nú fengið .
simn fyrsta síldarfarm frá J
Japan, og eru mjög hrifnir af(
gæðum síldarinnar. Það er j
norskur heildsali, sem hefur]
keypt samtals 100 tonn af síld '
frá Japan og tíu toanum var I
landað í Stavanger á mið-1
vikudag. Fiskiíræðmgar. sem .
skoðuðu síldina, voru mjög'
hrifnir af henni. Hún er álí-ka (
stór og nor3ka stórsíidin svo-1
neínda, en fitumagn hennar,
er 20 prósent, sem er helm-'
ing; meira en þeirrar norsku. I
Um 30 tonn af japönsku síld-j
inni verðá flutt til Noregs, en (
hitt hefur heildsalinn selt á-
fram til ýmissa annarra |
landa.
snemma í gærmorgun. Hafði
kviknað í plasteinangrun í káetn,
er verið var að logsjóða gat á
síðu skipsins. Mikill reykur gaus
upp, en eldurinn varð hins vegar
ekki mikili. Var að mestu biiið
að ráða niðnrlögiim hans þegar
slökkviliðið kom á staðinn. Tveir
af starfsmönnum Stálsmiðjunn-
ar hf. brenndust lítils háttar í
andliti og voru þeir fluttir í
Slysavarðstofuna.
Þegar slökkviliðið kom á stað-
inn voru f jórir reykkafarar send-
ir inn í húsið. Opnuðu þeir allar
útihurðir hússins og viftur voru
settar í gang til þess að hleypa
reyknum út, en eiturloft mynd-
ast við bruna plasts af þeirri
gerð, sem riotuð var i einangrun
káetunnar.
nýkjörin hreppsnefnd hins nýja
Hveragerðishrepps hélt fyrsta
fund sinn í þinghúsi hreppsins.
Fyrstn hreppsnefndina skipuðu
Gunnar Benediktsson, Haukur
Baldvinsson, Helgi Geirsson,
Jóhannes Þorsteinsson og Sigur
jón Jónsson. Á fundi þessum
samþykkti hreppsnefndin að
fela nýskipuðum oddvita, Helga
Geirssyni skólastjóra, að tala
við skipulagsstjóra ríkisins um
að fullkominn skipulagsuppdrátt
ur yrði fullgerður sem allra
fyrst, og lagður fram almenningi
til sýnis. Fyrir rúmu ári leitaði
Hreppsnefnd Hveragerðis til
Gests Ólafssonar skipulagsfræð-
ings um heiidarskipulag fyrir
Hveragerði og var það staðfest
nú á þessum 25 ára afmælis-
fundi.
Það hefur virzt nokkrum ann-
mörkum háð að fá kauptúnin
að minnsta kosti hefur skipulag
Hveragerðis verið lengi á leið-
inni. Þar sem fyrsta oddvita
hreppsnefndar Hveragerðis var
falið að tala við skipulagsstjóra
ríkisins 29. apríl 1946 og skipu-
lagið hefur þvi verið 25 ár á leið
inni. Á þessu tímabili hefur íbú-
um Hveragerðis fjölgað úr 390 í
820.
Á s.l. 25 árum hafa verið
haldnir 518 fundir hjá hrepps-
nefndinni. Núverandi hrepps-
nefnd skipa; Ólafur Steinsson,
Stefán Magnússon, Georg Miehel
sen, Þorkell Guðbjartsson og
Þórgunnur Björnsdótttr.
íslandskynning
í Færeyjum
FERDASKRIFSTOFA ríkisins i unarferðum i sumar milli Fær-
og Flugfélag íslands efndu til eyja og íslands.
íslandskynningar í Færeyjum1 Á kynningunni var sýnd kvik
14._16. apríl sl. Kynninguna mynd um ísland og gerð grein
fyrir möguleikum til ferðalaga
á íslandi. Blöð í Færeyjum skrif
sóttu um 1500 manns,
Markmiðið með kynningunni
var að vekja áhuga Færeyinga
á ferðalögum til íslanda, en F.í.
mun halda uppi tveimur áætl-
Sigluf jörður:
FUNDUR UM
BYGGÐAÞRÓUN
— og atvinnumál Siglufjarðar
Almennur fundur verður hald
inn i Sjálftsæðishúsinu á Siglu-
Bíða með að
sökkva
úrgangsefnum
Ósló, 29. apríl, NTB.
BREZKUM úrgangsefnum verð-
nr væntanlega ekki sökkt í Norð-
ursjó fyrr en í iok næstu viku,
að því er brezkir fuiltrúar
skýrðu frá á fundi, sem haidinn
var í norska utanríkisráðuneyt-
inu í dag. Norðmenn hafa tekið
fram að þeir ætli að leggja til
að Bretar fresti að sökkva úr-
gangsefnunum þar til fjaiiað
befur verið um málið í Alþjóða-
hafrannsóknaráðinu. Fundurinn í
Ósió var haldinn að frumkvæði
Breta.
firði, mánudaginn 3. maí kl. 8.30.
Frummælendur
á fundinum
lærða Geir Hall-
grímsson, borg-
arstjóri, varafor
maður Sjálfstæð
isflokksins, og
Eyjólfur Konráð
Jónsson rit-
stjóri.
Á fundinum
verður fjallað
um byggðaþró-
unarmál og at-
vinnumál Siglu-
fjarðar.
Að loknum fram
söguræðum
verða frjálsar
umræður og
frummælendur
svara fyrírspurn
um.
öllum er heimill aðgangur.
uðu mikið um íslandsferðir þá
daga sem kynningin stóð yfir
og gætti mikillar vinsemdar í
garð íslendinga í skrifum
þeirra. Kemur þetta fram í
fréttatilkynningu frá Ferða-
skrifstofu ríkisins og F.í.
Af hálfu Ferðaskrifstofu ríkis
ins sá Markús Örn Antonsson
um framkvæmd þessarar kynn-
i ingar en fulltrúi Flugfélags ís-
lands í ferðinni var Haraldur
Jóhannsson. Nutu þeir prýðilegr
ar fyrirgreiðslu Föroya Ferða-
mannaféiags við undirbúning
þessarar íslandskynningar í
Færeyjum.
Skólatónleikar
í Garðakirkju
SJÖUNDA starfsári Tónlistar-
skóla Garðahrepps er nú að
ijúka. Um 100 nemendnr stund-
nðu nám í skólanum í vetur, en
kennarar voru 8 auk skólastjór-
ans Guðmundar Norðdahl.
Starfsárinu lýkur með þrenn-
um tónieikum. Píanótónleikar
voru haldnir i samkomusal
Barnaskólans í gærkveldi. Á
sunnudaginn verða tónleikar í
Garðakirkju. Hefjast þeir kl. 8.00
e.h. og loks verða lokatónleikar
og skólaslit fimmtudaginn 6.
maí ki. 8.00 síðdegis í samkomu
sal Barnaskólans. Þá mun m.a.
koma fram hljómsveit skólans
en hún er skipuð 30 hljóðfæra-
leikurum.
Lenging skólaskyldu
erfið landsbyggðinni
segir frú Valgerður Agústsdóttir
f VIÐTALI við frú Valgerði
Ágústsdóttur frá Geitaskarði,
sem birtist í blaðinu í gær, er
ranglega haft eftir henni, að til-
finnanlegur skortur sé á ungum,
duglegum mönnum í flokks- og
félagsstarf. Það, sem frú Val-
gerður átti við, er, að f jöldi ungs
fólks verður að leita til Reykja-
víkur til náms og þar af leiðandi
er erfiðara að halda uppi félags-
starfi fyrir þá, sem heima eru.
Það sé fjarri sanni, að skortur
sé á efnilegu ungu fólki í Húna-
vatnssýslum, en það sé hin mis-
jafna námsaðstaða úti á lands-
byggðinni, sem dragi unga fólkið
til Reykjavikur.
Frú Valgerður telur, að leng-
ing skólaskyldunnar sé mjög
erfið úti á landsbyggðinni, þvi þá
sé skemmri tími fyrir nemendur
til starfs, en flestir verða að
Eldur í gömlum
sumarbústað
Um kl. 18.55 í gær kom upp
eldur í gömlum sumarbústað að
Selásbletti 14. Húsið var alelda
þegar slökkviliðið kom á staðinn.
Enginn bjó í húsinu.
Slökkviliðinu tókst að ráða nið
urlögum eldsins á klukkutíma.
Húsið mun vera ónýtt. Eldsupp-
tök eru ókunn.
\ Flýgur
SAS til
Kína ?
Stokkhólmi, 29. marz, NTB.'
SENDINEFND frá SAS fer(
1 til Kína í lok maímánaðar til j
að ræða við stjómvöld þar!
I um flug milli Skandinavíu og (
Kína, eftir að SAS hefur (
fengið leyfi fyrÍT flugleiðinni j
I yfir Síberíu til Japans. Ekk-,
I ert hefur verið látið uppi um'
hvaða atriði verði helzt tekin(
fyrir, en talsmaður SAS segir j
að ef áhugi sé fyrir hendi í!
Kína, muni SAS leggja mikla'
áherzlu á málið.
vinna fyrir sér að sumrinu. Frú
Valgerður telur nauðsynlegt að
auðvelda nemendum , utan af
landi að afla sér mennunar, en
auk þess beri að verðlauná góða
og áhugasama nemendur sér-
staklega, t.d. með námsstyrkjum.
Þá lét frú Valgerður Ágústs-
dóttir þess getið, að í Sjálfstæð-
iskvennafélagi Austúr-Húna-}
vatnssýslu ríkti mikill áhugi á
félagsstarfsemi og konurnar
hefðu margvísleg áhugamál, t.d.
heilbrigðis- og menntamál. Hæst,
bæri þó áhuga félagskvenna á
ýmsum þjóðmálum og þá sér-
staklega eflingu Sjálfstæðis-
flokksins.
Ekki til
Danmerkur
1 FYRIRSÖGN um för forseta-
hjónanna í baksíðufrétt i gær
misritaðist annað þjóðlandið er
þau heimsækja. 1 fyrirsögninni
var sagt að iandið væri Dan-
mörk en átti að vera Svíþjóð
eins og kemur fram annars stað-
ar i fréttinni.
LEIÐRETTING
f MORGUNBLAÐINU í gær birt-
ist athugasemd á bls. 24 við
grein dómsmálaráðuneytisins, en
höfundarnafn féll niður. Höfund-
ur athugasemdarinnar er Helga
Tryggvadóttir.
Hermann
ekki í
framboði
EINS og Morgunblaðið Skýrði
frá fyrir nokkru hafði verið á-
kveðið að Hermann Guðmunds-
son, formaður Hlífar í Hafnar-
firði, skipaði efsta sæti á franv
boðslista SFV í Reykjaneskjör-
dæmi. Nú hefur blaðið fregmað,
að Hermanin Guðmundsson hafi
breytt ákvörðun sinni og verði
eklki í framboði fyrir þessi stjórn
málasamtök í vor. Ekki er vitað
hvað veldur þessari breytingu.