Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 3

Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 3
MORGUNBLAÐIB, FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1971 3 Komir á landsfundi. Mikilla átaka Ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um skóla- og mcnntamál SKÓLA- og menmtamál voru sérstök viðíamgsefni 19. landsfumdar Sjálfstæð- isflokksins. Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, og Þorvaldur Búason, eðlis- fræðimigur, fluttu erindi um þessi efni á fundinum. Á grundvelli þeirra um- ræðrna, sem fram fóru, samþykkti landsfundurinn svohljóðandi ályktun um skóla- og menmtamál: „Landsfundur Sjálfstæð- isflokksims fagnar aukmum áhuga á skóla- og memmta- málum, sem fram kemur í tillögum og hugmymdum um þau. Lamdsfundurinm vekur athygli á, að skólamálin smerta hvern manm í lamd- inu og því nauðsynlegt að þau séu ávallt í emdurskoð- un. I þessum efnum hefur verið bemt á leiðir til úr- bóta, m.a. í grunmmemmtun, og vill lamdsfundurinn leggja áherzlu á, að Sjálf- stæðisflokkurinn taki þess- ar tillögur til endurskoð- unar og frekari mótunar og beiti sér fyrir því, að niðurstöðurnar verði lög- festar á næsta þingi. Halda þarf áfram endur- bótum á sikólastarfi, eftir að fræðsluskyldu lýkur, svo að vaxamdi nemenda- fjöldi eigi kost á sem fjöl- breyttastri memntun. 1 fræðsiumálum mega Is- lemdingar ekki dragast aft- ur úr og er mikilla átaka þörf í þessum efnum.“ Kaffi- sala Kvenfélags Háteigssóknar Á MORGUN, laugardaginn 1. maí, er hin árlega kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar í Tónabæ við Skaftahlíð og hefst kl. 3. Vil ég með línum þessum hvetja safnaðarfólk og aðra Reykvíkinga til að f jölmenna nú sem fyrr að veizluborði félagsins og með því styrkja það í mikil- vægu starfi þess. Verkefnin eru margþætt, en aðallega hefir fé- lagið varið fé sínu til Háteigs- kirkju og nauðsynja hennar. Þegar Háteigskirkja var vigð í des. 1965 var hún i mikilli skuld. —- Nú er langt komið að greiða hana, og tími til kominn að vinna að óleystum verkefn- um, Enn vantar kirkjuklukkur og stærra orgel. Og standsetning lóðar hefir orðið að bíða til þessa. Þá hefir frá upphafi ver- ið gert ráð fyrir safnaðarheim- ili norðan við kirkjuna, tengdu henni með gangi á milli. Þetta er hið helzta, sem sóknarnefnd- in er að vinna að og undirbúa, og ekki mun standa á stuðningi kvenféiagsins eftir þvi, sem það hefir fjárhagsgetu til. Hefir það þegar ákveðið riflegar upp- hæðir bæði til safnaðarheimilis- ins og hins fyrirhugaða stóra og vandaða orgels, sem kirkjunni hæfir. Hljómburður i henni er með þeim ágætum, að hún er eftirsótt til hljómleika. Ég hygg, að allir séu sam- máia um það, að Kvenfélag Há- teigssóknar sé verðugt fyllsta stuðnings vegna mikilla og íjöl- þættra starfa þess og fórnfúsr- ar þjónustu við kirkju og söfn- uð. Fjölmennum því í Tónabæ á morgun. Gleðilegt sumar. Jón Þorvarðsson. STAKSTEIWAR Reiði meðal kommúnista Eins og áður hefur verið bent á hér í Morgunblaðinu treysta kommúnistar sér yfirleitt ekki til að hafa á fromboðslistum sínum einvörðungu eindregna flokksmenn, heldur reyna þeir að fá í framboð fyrir sig fólk, sem ekki hefur verið þekkt að fylgi við kommúnista. Þá er gjaman lögð áherzla á að fá þekkt nöfn, sem af einhverjum ástæðum hafa komið fram & sjónarsviðið í tengslum við hreyf ingar, sem skapazt hafa um til- tekin málefni. I þeim kosning um, sem nú fara í hönd hafa kommúnistar haldið þessum sið. I Norðurlandskjördæmi eystra hafa þeir t.d. fengið til fram- boðs Stefán Jónsson, útvarps- mann, sem haft hafði ailmarga útvarpsþætti um Laxárvirkjun- armálið og gera þeir sér sjálf sagt vonir um, að hann nái einhverju fylgi út á það. — í Reykjavík hafa þeir fengið tll Iiðs við sig Svövu Jakobsdótt- ur, rithöfund, sem hefur komið fram á sjónarsviðið, sem mál- svari þeirra hugmynda, sem rauðsokkur vinna fyrir. En þessi vinnubrögð kommúnista eru ekki vinsæl hjá öllum. I þeirra eigin flokki ríkir t.d. mik il reiði yfir því að þekktur verkalýðsforingi, Jón Snorri I»or leifsson varð að víkja úr 3. sæti á framboðslistanum fyrir Svövu Jakobsdóttur og láta sér nægja 4. sæti listans. Jóni Snorra hefur verið ýtt út úr borgar- stjórn og nú lækkaður um eítt sæti, úrslitasæti á framboðslist anum. Mikil óánægja rikir af þessum sökum í Alþýðubanda- laginu og fjölmargir snerust mjög gegn þessari breytingu en urðu samt að lúta í lægra haldi. Hitt er svo annað mál, að ólík- legt er, að vinnubrögð af þessu tagi verði kommúnistum til fram dráttar þegar á reynir. PfONEER HLJÓMTÆKI NÝKOMIN í MIKLU ÚRVALI ★ HEYRNARTÆKI NÝ GERÐ ★ PLÖTU SPILARAR ★ MAGNARAR ★ BÍLASEGULBAND PÓSTSENDUM. # KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TÝSGÖTU 1 .... LAUGAVEGI 66 NÝKQMIÐ: ★ FÖT IMÝ MODEL ★ BINDI — BINDASETT ★ SKYRTUR — BOLIR ★ BELTI — GALLABUXUR ★ BELTISTÖSKUR ★ STUTTBUXUR ★ BLÚSSUR — BOLIR ★ PEYSUR — PILS ★ SPORT SOKKAR ★ SOKKABUXUR A HAIR SPORTSOKKAR ÚR LEÐURLlKI „Opin í báða enda“ Á undanförnum árum hafa Framsóknarmenn fundið upp mörg nöfn til þess að lýsa stefnu flokks síns. Þannig varð „hin leiðin“ þekkt um tíma og og nú seinni árin hefur stefna Framsóknarflokksins verið kennd við „já-já-nei-nei“. Nú er ný skýring á stefnn Framsóknar fíokksins komin frarn á sjónar sviðið, sem bersýnilega á eftir að njóta „vinsælda“ meðal al- mennings. En það er sú yfirlýs ing eins helzta forystumanns Framsóknarflokksins, Kristjáns Benediktssonar, horgarráðs- manns og framkvæmdastjóra Tímans, að stefna flokks hans sé „opin i báða enda“. Þetta er alveg rétt lýsing á stefnu Fram sóknarflokksins. Hún er „opin i báða enda“. Framsóknarmenn vilja bæði geta snúið sér til Bjálfstæðisflokksins og vínstri flokkanna eftir kosningar. Hún er líka „opin í báða enda" til þess að sætta hina ólíku skdð anahópa í Framsóknarflokknum við stefnuyfirlýsingar Framsókn arflokksins. En menn vita sem sagt nú, að Framsóknarflokkur inn gengur til kosninga undir kjörorðinu: „Opin í báða enda“ og er það að verðleikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.