Morgunblaðið - 30.04.1971, Síða 5

Morgunblaðið - 30.04.1971, Síða 5
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 5 Nýi barnaskólinn. Fyrsti barnaskólinn í Keflavik nm síðustu aldamót. : KEFLAVÍK haí'ði hér áður fyrr ekki sérlega gott orð á sér. Hér voru hraustir memn, nokkuð óprúttnir, þegar svo bar undir, enda aldir upp í ölduróti við sjó og á sjó. Þeixra skólaganga var að byrja nógu snemima að viruna hörðum höndum á sjó og við sjó. Þó lærðu allir að lesa og skrifa og reikniingskúnstin var í heiðni höfð. Enn á stund- um hittast hér á íömurn vegi menin og konur, sem kunna mainnkyn'ssöguna svo vel, að stúdentar nútímans mættu vel vara sig. Þetta voru höfðingjar á öllum sviðum, mennirnir sem skópu bæirnn okkar, eins og hann er í dag. Nú tróna hér stórir skólar, sem taka æstkulýðinn árum saman til uppfræðslu, og það var sú hlið, sem ætlunin var að tala nokkuð um, þó að ævi hinna hörðu handa þurfi að vera bakgrunnur. Fyrsti skólinn ■— fyrir utan heimiii og foreldra — var að Íshússtíg 3. Það var lítið hús og ekki gerðar þær kröfur, sem nú eru, en þó munu krakkarniir ekki hafa lært þar minina en nú gerist í skrauthýsunum. Þaðan koim gott og dugandi fólk, sem þekkti þorsk frá ýsu. Árið 1911, ndklkru eftir að Keflavíkurhreppur varð til, er svo gert stórt átak í skóia- máium. Þá er „gamli barna- 9kólinn“ byggður af mikilli bjartsýni, og þjónar hann ennþá sínu hlutverki með sóma. Þar var Guðmundur Guðmundsson skólastjóri og keninani sem krökkunum var ekkert vel við meðan þau voru í skólanum, en elskuðu hann öll á eftir — þarunig eiga góðir kennarar að vera. — Síðan líða árin, og árið 1948 er hafin bygging á stórum nýjum bamaskóla, sem rúm- aði 700 börn. Síðan fjöigaði mjög ört nemendum, svo á árinit 1969 var byggð mynd- arleg viðbygging, sem leysti vandann í bráð. Nú eru 900 nemendur við barnaskólann. Svo horfir að hefja verði nú þegar byggingu á nýjum barnasikóla í nánd við út- hverfi ört vaxandi bæjar. Árið 1952 var reistur mynd- arlegur gagnfræðaskóli, sem rúmaði um 350 nemendur, meðal þeirra voru nemendur frá nágrannabyggðunum. Fljótlega reyndist þetta skólarými of lítið og var því hafin viðbygging, sem var tekin í notlkun 1970 — ’71 og er nú nemendafjöldi 579. Þetta er vegleg bygging, sem ver-ður nægjanleg um næstu framtíð, þó að stöðugt sæki á vaxandi kröfur, sem verður að koma til móts við, svo sem unnt er. Það er margt fleira, sem herjar á í slkólamálum Keflavíkur. — Tónlistarskól- irun með 230 nemendum. þarf á nýju húsnæði að halda, því jafmvel Æskulýðshúsið er að verða of lítið. — Það vantar hér iðnisköla fyrir nær 200 nemendur og að viðbættum fiskiðnskóla, þarf stórt og mikið hú«. Þá þarf menmta- skóli Reykjaneskjördæmis að rísa í Ktfiavík. Hér er aðeins stiklað á stóru um skólamál Keflavik- ur. Hvert hinina síðastnefndu atriða er efni í margar síður. En sú er trú mín, að úr þeim rætist, eins og rætzt hefur úr öðrum vandamálum okkar unga bæjar. Ef Keflavík er samhent og einhuga verður framtíðin björt og vonirnar rætast. Helgi S. Gamli harnaskólinn frá 1911. Gagnfræðaskólinn í Keflavík. Hvergi eins niikið úrval af líf- stykkjavöruni, engin takmörk. Við eigum alltaf eitthvað sem passar á yngri sem eldri. Póstsendum lympi Laugavegi 26 — Sími 15-18-6. k'.f- • "71

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.