Morgunblaðið - 30.04.1971, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971
Mæðraheimilið
f ormlega opnað
Sex stúlkur í einu geta dvalizt
þar í allt að sex mánuði
Geir Hallgrímsson, ásamt þeim Eddu Bachmann (t.v.), sem verður matráðskona á mæðraheimil-
inu, og Höllu Bachmann, forstöðukonu. — (Ljósm. Mbl.: K. Ben.)
MÆÐRAHEIMILIÐ að Sólvalla-
götu 10, var formlega tekið í
notkun í gær, en starfsemin
hófst fyrir nokkru. 1 stuttu
ávarpi fjallaði Geir HaUgrims-
son, borgarstjóri nokkuð um til-
drög þess að heimUið var stofn-
að og undirbúning undir það.
Borgarstjóri sagði meðal ann-
ars:
Þegar nú formlega er tekið í
notkun þetta nýja heimili, þyk-
ir til hlýða að rekja nokkuð for-
sögu málsins og gera grein fyr-
ir hlutverki heimilisins.
Að vísu hafa áður komið
fram tillögur um rekstur mæðra-
heimilis á vegum Reykjavikur-
borgar en fyrsta raunhæfa skref
ið til framkvæmda var stigið í fé
lagsmálaráði 9. maí 1968, þegar
samþykkt var að láta fara fram
könnun á félagslegum aðstæðum
ógiftra barnshafandi kvenna i
Reykjavik. Undirbúningur og
framkvæmd þessa verks var fal-
in þeim dr. Birni Björnssyni og
Margréti Margeirsdóttur, félags-
ráðgjafa.
Könnunin fór fram á Mæðra-
deild Heilsuverndarstöðvarinnar
í nánu samstarfi við yfirlækni
og annað starfslið deildarinnEir.
Söfnun upplýsinga fór fram
timabilið nóvember 1968 — janú-
ar 1969 og náði til 200 ógiftra
barnshafandi kvenna. Niðurstöð-
ur könnunar lágu fyrir í júní
1969.
Á grundvelli niðurstaðna þess-
arar könnunar voru svo lagðar
fram í félagsmálaráði hinn 18.
september 1969 tillögur ásamt
greinargerð um stofnun mæðra-
heimilis i borginni.
Þar var lagt til, að Reykjavík-
urborg stofnaði og ræki mæðra-
heimili i tengslum við Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar.
Markmið með sliku heimili er að
veita ógiftum mæðrum öruggan
samastað nokkrar síðustu vikur
meðgöngutíma og fyrstu mánuð-
ina eftir fæðingu barns, sam-
tals aHt að 6 mánuði.
Meðan mæðumar dvelja á heim
Uinu er stefnt að því að veita
þeim fræðslu um meðferð ung-
bama og uppeldi barna. Jafn-
framt er stefnt að því, með til-
sögn á heimilishaldi, persónuleg-
um ráðleggingum og félagslegrl
aðstoð, að búa I haginn fyrir
framtíðina og tryggja hag móð-
ur og barns eftir að dvöl er lok-
ið á heimUinu.
Borgarráð Reykjavikur festi,
30. aprU 1970, kaup á húseign-
inni SólvaHagötu 10 í því skyni
að reka þar mæðraheimili.
Heimili það, sem hér er sýnt
í dag, og hefur fyrir nokkru haf-
ið starfsemi, er ætlað 6 stúlkum,
þar af 4 með börn og 2 barns-
hafandi. Hver móðir hefur eig-
ið herbergi, en bamshafandi
stúlkur verða tvær um herbergi.
Þótt hér væri um mjög góða
eign að ræða, þurfti að breyta
henni talsvert og lagfæra miðað
við hið nýja hlutverk. Önnuð-
ust starfsmenn Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar aUan
undirbúning að breytingum í
samráði við yfirlækna barna- og
mæðradeildar Heilsuverndar-
stöðvarinnar og starfsfólk þeirra.
Leifur Blumenstein, bygg-
ingafræðingur hefur verið tækni
legur ráðunautur, teiknað allar
breytingar og haft umsjón með
verkinu, sem Trésmíðavinnu-
stofa Áhaldahúss Reykjavikur-
borgar hefur framkvæmt.
Félagsmálastofnun Reykjavik-
urborgar mun annast .vistun á
heimUið í náinni samvinnu við
mæðradeild Heilsuverndarstöðv-
ar. Jafnframt munu starfsmenn
Félagsmálastofnunarinnar ann-
ast persónulegar ráðleggingar tU
mæðranna og veita félagslega
aðstoð i samráði við forstöðu-
konu.
Forstöðukona hefur verið ráð-
in Halla Bachmann, sem áður
veitti forstöðu skólaheimili fyr-
ir stúlkur á vegum Reykjavik-
urborgar. Hefur hún, í því sam-
bandi, kynnt sér starfsemi
mæðraheimila í Englandi. Trún-
aðarlæknar verða læknar barna-
og mæðradeildar Heilsuverndar-
stöðvarinnar.
Verk 14
kvenna
kynnt
Á bókmenntakynningu í Lind-
arbæ 5. maí n.k. kl. 20.30 verða
kynnt bókmenntaverk 14 ís-
lenzkra kvenna á vegum Menn-
ingar- og friðarsamtaka ísl.
kvenna.
Þessir 14 höfundar eru: Ás-
laug á Heygum, Drifa Viðar,
Gréta Sigfúsdóttir, Guðrún Guð-
jónsdóttir, Margrét Friðjónsdótt
ir, Nína Björk Árnadóttir, Ólöf
Jónsdóttir, Sigríður Einars frá
Munaðarnesi, Steinunn Eyjólfs-
dóttir, Svava Jakobsdóttir, Unn-
ur Eiríksdóttir, Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Þórunn Elva Magnús
dóttir og Þuríður Guðmunds-
dóttir.
Stefnt er að náinni samvinnu
við Húsmæðraskóla Reykjavikur
og Heilsuverndarstöð um
kennslu og fræðslu i heilsuvernd
og húshaldi.
Ýmsir aðilar hafa sýnt þessari
stofnun áhuga og velvild. Ber
þar sérstaklega að geta Hvíta-
bandsins, sem hefur gefið fjár-
upphæð til þess að búa upp rúm
í mæðraheimUinu, og Mæðrafé-
lagsins, sem gefið hefur öU
barnarúm til heimUisins.
Sveinn Ragnarsson, félags-
UM 10 bátar hafa sótt um und-
anþágu tll síldveiða og hefur
sjávarútvegsráðuneytið veitt ein-
um þeirra leyfi, Höfrungi III. frá
Akranesi. Tveir bátar, Hafrún og
Örfirisey, höfðu áður fengið
leyfi til síldveiða. Eru þeir báðir
á miðunum vestur af Vestmanna
eyjum og hafa samtals landað
um 313 tonnum og hafa rúmlcga
200 tonn af því farið til Norður-
stjömunnar.
f gærkvöldi hafði ekki frétzt
af frökari síldarafla á svæðinii
vestur af Eyjum.
Höfrungur III. mun fara af
stað ininan skamms en samkvæmt
Hátíð í ísrael
Tel Aviv, 29. apríl, NTB.
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGS fsraels
var minnzt í dag um allt landið
með hersýningum, og voru meðal
annars sýndir þrír þeirra fimm
fallbyssubáta, sem var smyglað
úr höfninni í Cherbourg um jól-
in 1969. 80 orrustuþotur af Sky-
hawk-gerð og 64 af Phantom-
gerð flugu í fylkingum yfir
helztu borgir landsins, en engar
af franskri gerð, eins og á und-
anförnum ámm.
málafulltrúi, lýsti síðan húsa-
kynnum.
Á efri hæð hússins eru fimm
herbergi. Fjögur eru eins manns,
fyrir þær sem þegar hafa aUð
börn sín, en eitt er tveggja
manna, fyrir tvær barnshafandi
stúlkur. Á neðri hæðinni er borð-
stofa og setustofa og þriðja stof-
an sem fljótlega verður fullfrá-
gengin verður notuð sem vinnu-
og kennslustofa. 1 kjaHara er
svo íbúð forstöðukonunnar og
þvottahús og geymslur.
upplýsingum Sturlaug? Böðvars-
sonar á Akranesi fer Höfrungur
III. ekki á miðin vestur af Eyj-
um heldur á miðin við Hraunáð
í Faxaflóa. Hefur Höfrungur III.
veitt þar á undanfönnum vorum
góða síld til beitu og niðursuðu.
Mál Vcstra og
Gullþóris
tekið fyrir
MÁL Vestra BA, 63 og Gull-
þóris SH. 115, sem teknir voru
að meintum ólöglegum neta-
veiðum á svæði í Breiðafirði,
þar sem þessi veiðarfæri eru
ekki leyfð, voru tekin fyrir í
gær.
Mál Gullþóri3 var tekið fyrir
í Stykkishólmi. Viðurkenndi
skipstjórinn brot sitt við yfir-
heyrslur og lauk málinu með
dómssátt. Var skipstjóranum
gert að greiða 20 þúsund kr. í
sekt til landhelgissjóðs.
Mál Vestra var tekið fyrir á
Patreksfirði. Fór fram rann-
sókn í málinu, en dómsúrskurð-
ar er að vænta fljótlega. Bátur-
inn fór á veiðar í gær.
Atvinna
Okkur vantar 4 stúlkur og 2 karlmenn til starfa
í verksmiðjunni.
Upplýsingar í síma 66300 eða 66303.
ÁLAFOSS H/F.
SVFB Veiðivarzla
Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar eftir að ráða veiðivörð
við Elliðaár í vor- og sumar. _
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Veiðivörður — 4167".
Höf rungur III f ær leyfi
NEMENDASÝN ING
DANSSKÖLA HERMANNS RAGNARS í AUSTURBÆJARBÍÓI LAUGAR-
DAGINN 1. MAÍ KLUKKAN 2,30 EFTIR HÁDEGI
Fjöldi nemenda á ölium aldri sýnir gamla og nýja samkvœmis-
dansa og tízkudansa liðinna ára
Aðgöngumiðasala er r Austurbœjarbí ói frá klukkan 4 í dag
Verð aðgöngumiða er krónur 100,oo fyrir fullorðna og
krónur 50,oo fyrir börn