Morgunblaðið - 30.04.1971, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 30.04.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971 17 1 helgarútgáfu danska blaðs- ins Berlingske Aftenavis fyrir skömmu skrifar blaðamaðurmn Finn Borberg langa og itarlega grein um aðdraganda að falli Bortenstjórnarinnar og rekur liðna atburði skilmerkilega. Greinin fer hér á eftir í laus- legri þýðingu. Borten sæll og öruggtir, gerir h ið fræga sigurtákn. Sambland af sorgar- leik og skopi Rif juð upp störf Bortenríkisstjórnarinnar í Noregi og aðdragandinn að falli hennar Eftir Finn Borberg „Hneyksli — það varð, þegar ríkisstjórn Per Bortens féll þann 2. marz s.l. Hneyksli — það varð, þegar Kjell Bondevik varð að gefast upp við að mynda nýja borgara- stjórn viku siðar. Hneyksli — þegar Verka- mannaflokksstjóm Einars Ger- hardsens féll sumarið 1963. Hneyksli virðist þvi al- mennara í norskum stjómmálum en dönskum. Noregur er land hinna háu fjalia, hrikalegra klettabelta og þar stangast skoð anirnar hver á við aðra og orð- ið hneyksli er framarlega á tungunni. Þó að enn séu ýmsar sögur á kreiki í Osló er unnt að gefa nokkurn veginn hlutlausa mynd af atburðunum, þó að öll kurl séu ekki komin til grafar. En við verðum að hverfa tals- vert aftur í tímann, allt til haustsins 1962 til að átta okkur á upphafi málsins. Þann 5. nóvember 1962 lét tuttugu og einn námamaður líf- ið í slysi í norsku rikisnámun- unum í Kingsbay á Sval- barða. Rannsóknamefnd var að störfum rösklega hálft ár. Þann 13. júní 1963 lauk störfum henn- ar En vegna „ýmissa tæknilegra erfiðleika" var skýrslan ekki birt að bragði Þann 21. júní áttu sumarleýfi stórþingsmanna að hefjast. Dag- inn áður höfðu fróðir blaða menn í Osló samband við stjórn arandstöðu borgaraflokkanna á Stórþinginu og tjáðu þeim, að skýrslan hefði inni að halda al- varlegar ásakanir á stjómina fyrir vanrækslu. I hinum mesta flýti skipulögðu borgaraflokk amir nú áhlaup. Á þingrofsdag- inn krðfðust þeir að Stórþingið væri kvatt saman til aukafund ar, svo að umræður gætu farið fram um málið. Hikandi féllst Verkamannaflokkurinn á tillög- una. Fáeinum dögum siðar féll stjórn Gerhardsen og tók þá við fyrsta rikisstjóm borgaraflokka í Noregi i þrjátíu ár. Það var ríkisstjóm John Lyng, sem við tók og sat aðeins að völdum i þrjár vikur. En þessar vikur dugðu til að sýna, að borgaraflokkarnir voru traustari í sessi, en margan hafði grunað. Tveimur árum siðar kom Kingsbay að nýju við sögu I norskum stjómmálum. Verka- memnaflokkurinn beið ósigur í kosningunum 1965, borgara- flokkamir fengu meirihluta og eftir nokkrar viðræður myndaði Per Borten stjórn og áttu sæti í henni fulltrúar fjögurra flokka, Hægri, Vinstri, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Þó svo að Hægriflokkurinn væri sterkastur flokkanna fjög- urra á þinginu, varð hann að sætta sig við að Miðflokkurinn fengi forsætisráðherrann. Per Borten þótti hæfur til þess um flest, lipur og slunginn pólitík- us og snjall samningamaður, og hann þótti hafa sýnt, svo að ekki varð um villzt, að hann gat safnað ólíkum þráðum saman og haft þá í hendi styrkri. Meðal þeirra ráðherra, sem tekið var með nokkurri varúð var Kjell Bondevik frá Kristi- lega þjóðarflokknum. í róttæk- um menningarhópum var óttazt, að hann yrði um of siðavandur og að hann sem kirkju- og menntamálaráðherra yrði full- þröngsýnn og að hann tæki af- stöðu til hömlunar í samfélagi sem var í hraðri framþróun og á þroskabraut. Óttinn reyndist ástæðulaus og Bondevik ávann sér almennari virðingu eftir því sem lengra leið fram. BÓNDINN f NOREGI Ef flett er upp í norsku hand- bókinni Hver er hver? verðum við þess áskynja, að stjórnmála- maður, sem er ættaður utan af landi og er af bóndaættum kall- ar sig oft bónda og skiptir engu máli, hvort viðkomandi aðili hef ur áður gegnt ráðherrastöðu. í Noregi hefur bóndinn algera sérstöðu um margt. Hann er full trúi „óumbreytanleikans" í Noregi. Stórbóndinn getur talið sig beinan afkomanda hinna fomu víkinga, hann hefur setið sitt ból kynslóð eftir kynslóð og hann hefur haldið i heiðri og viðhaldið hinni gömlu norsku bændamenningu. Þrenns konar einangrun hefur ættin lifað við; hina landfræðilegu, menningar- legu og hina persónulegu, í af- skekktum, dreifbýlum héruðum, langt frá heimsins glaumi og 'skarki. Norskir borgarbúar hafa öld- um saman haft meiri samskipti við Danmörku en t.d. Svía, en þó mest við England vegna sigl- inga við hinn stóra heim hand- an hafsins. Hann er um margt alþ jóðahyggj umaður. Nú birtist þessi munur á al- veg sérstakan hátt. Og þar er að finna lykilinn að skilningi á baráttu margra gegn aðild að Efnahagsbandalaginu. Það var þessi barátta, sem kostaði ríkis- stjórn Per Bortens lífið. Innan þeirra flokka, sem njóta stuðnings bænda er einn- ig skoðanamunur — milli þeirra sem eru fylgjandi EBE aðild og þeirra sem eru henni andsnún- ir og er slíka andúð ekki aðeins að finna meðal fólks I bænda- stétt. Mest er andstaðan í gamla Bændaflokknum, sem nú heitir Miðflokkurinn og hefur reynt að koma undir sig fótunum í borgunum líka. Miðflokkurinn hefur meðal annars reynt að afla sér fylgis meðal iðnaðar- manna og höndlara í smábæjun- um en foringinn Per Borten er eins og sæmir enn bóndi. Stór- bóndi frá Flá í Þrændalögum. Hann á bóndabæ, sem hefur verið í eigu ættarinnar í nokkr- ar aldir. Vegna þess að kjósendur Mið- flokksins skiptast allmjög í tvo hópa er stefna flokksins á stundum nokkuð óljós og reik- andi og skoðanir skiptar. For- ystumenn þeirra verða að sýna mikla kænsku og fimi. Reynt hef ur verið að finna flokknum stað innan sósialdemókrata. Tal- að hefur verið um „grænan sósí- alisma." Andstæða Miðflokksins er Hægri flokkurinn, sem er dæmi- gerður borgaraflokkur. Marga af kjósendum hans er að finna í iðnaði og viðskiptum, skipasmíða iðnaðinum og víðar, þar sem fjármagnið er. Og Hægriflokk- urinn er hlynntur EBE aðild. Þriðji flokkurinn er Vinstri og spannar yfir allt frá traustri frjálslyndisstefnu til rakinnar vinstristefnu. Þar er með nokk- urri tortryggni litið á aðild að Efnahagsbandalaginu. Fjórði flokkurinn Kristilegi þjóðar- flokkurinn stendur fótum í trú- arlífi og ríkri trúarhneigð Norð- manna og nýtur flokkurinn fylg is bæði i borgum og úti á lands- byggðinni. EFN AHAGSB AND ALAGIÐ Þegar rikisstjórn Bortens tók að koma undir sig fótum árið 1965 var spurningin um EBE- aðild ekki aðkallandi. Norð- menn höfðu —ásamt Dön- um — sent inn umsókn árið 1962, en málinu hafði síðan ekki ver- ið hreyft. Þá var allverulegur einhugur um að senda umsókn- ina, innan allra flokka, nema Miðflokksins, og lagðist þing- flokkshópurinn á móti því. Þessi minnihluti vildi einhvers konar tengsl við Efnahagsbandalagið. En sérstaklega ákveðnar voru kröfur landbúnaðar og sjávarút vegs um Sérsamninga, sem tryggðu hag þessara atvinnu- greina. Þetta vandamáil er hið sama nú, en andstaðan gegn að- ild að EBE hefur farið vaxandi. Árið 1967 var umsóknin end- urnýjuð. Aðeins 13 greiddu at- kvæði gegn því. Árið 1970 var hún enn ítrekuð og voru þá sautján á móti. Víða í Noregi hefur sú skoð- un látið á sér bæra að þetta gefi ekki rétta hugmynd af afstöðu norsku þjóðarinnar til málsins. Meðal bændastéttarinnar hefur óttinn aukizt. Yrði Noregur að ili að Efnahagsbandalaginu væri óhjákvæmilegt að hvers konar vandi steðjaði að. Vísir að þjóð- arhreyfingu tók að myndast. Með fyrrverandi landbúnaðar ráðherra Hans Borgen úr Mið- flokknum i fararbroddi var mynduð hreyfing gegn EBE og litið var á hinn metorðagjarna hæstaréttarlögmann Arne Haugestad sem stjórnanda hreyf ingarinnar. Hún fékk sér skrif- um norsk stjórnmál eru mikið lesnar. Hvað eftir annað hefur hann komið við sögu á örlaga- stundum. Árið 1969 — skömmu. fyrir kosningarnar — fór hann ásamt ljósmyndara að leita Borten uppi, þar sem hann hafði fengið það verkefni að taka við tal við hann og fleiri sjtórnmála foringja um kosningabaráttuna. Fáeinum dögum siðar vár von á Elísabetu Bretadrottningu í op- inbera heimsókn til Noregs. Þennan dag í Flá skein sólin björt í heiði og hitinn var 31 stig. Borten var i nærbrókum einum fata, segir blaðamaðurinn. Snæddur var árbítur, talað sam an, ljósmyndarinn tók myndir. Ein þeirra var birt í Dagbladet. Daginn eftir var myndin I brezku blöðunum —- af Borten á brókunum — og yfirskriftin var: „Hér er maðurinn, sem á að taka á móti Elísabetu drottn- ingu.“ Smáhneykslismál var í upp- siglingu. Skjótra skýringa virt- ist þörf. Per Borten sendi frá sér stutta orðsendingu, sem átti að afgreiða málið í eitt skipti fyrir ölL I orðsendingunni stóð að hann hefði ekki tekið á móti neinum Ijósmyndara frá Dag- bladet. Myndin hlaut að hafa verið tekin úr mikilli fjarlægð með aðdráttarlinsu. Mikill æsingur greip um sig meðal blaðamanna í Osló þar sem trúnaður var lagður á orð Vassbotns, þegar hann stað- Blaðamaðurinn Per Vassbotn. stofu í Osló, í sama húsi og Dagbladet er til húsa. Dagbladet er málpípa hins rót tækari arms Vinstriflokksins. Blaðið er einhvers staðar á milli Politiken og Ekstrabladet í stefnu sinni, sem er hörð, ósveigj anleg og oft og tíðum ófyrirleit- in. Dagbladet er næststærsta blað Noregs og aðeins Aften- posten hefur meiri útbreiðslu. Hinum megin við sömu götu eru svo bækistöðvar blaðsins Verd- ens Gang. PER VASSBOTN Á ritstjórn Dagbladets er framgjarn og pólitískur blaða- maður að nafni Per Vassbotn, 29 ára að aldri. Greinar hans hæfði fullum fetum að allt hefði verið gert með vitund og sam- þykkt forsætisráðherrans. Málið lognaðist út af. En kannski Per Vassbotn hafi ekki gleymt deginum í Flá. Sumrið 1970 lenti þeim sam- an aftur. 1 tilefni af ráðstefnu Miðflokksins greindi Vassbotn frá innihaldi bréfs, sem*Iitanrík isráðherra landsins hafði skrif- að, þar sem hann fyrir hönd Noregs samþykkti orðin „póli- tísk eining" Evrópu. Bersýni- lega eins og talað út úr hjört- um stuðningsmanna EBE. Per Borten flýtti sér að lýsa orð utanrikisráðherra síns dauð og ómerk. Mikil ólga varð um Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.