Morgunblaðið - 30.04.1971, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRtL 1971
— Mannhelgi
Framhald af bls. 1.
andi atriðum og beita sér fyrir
framkvæmd þeirra til eflingar
virku lýðræði:
Dreifing valdsins
1. Keppa ber að því að dreifa
valdinu í þjóðfélaginu, en
dreifing valdsins miðar að þvi,
að borgararnir sjálfir hafi sem
mest bein áhrif á þær ákvarð-
anir, sem skipta þá máli. Því
þarf að koma í veg fyrir vöxt
ópersónulegs ríkisbákns og
vinna gegn ofstjóm hins opin-
bera. Halda þarf markvisst
áfram skipulegri heildarendur-
skoðun á ríkisrekstrinum með
sparnað og hagsýni fyrir aug-
um.
Endurskoðun
stjórnarskrár
2. Endurskoða ber stjórn-
arskrána til að efla lýðræði og
mannréttindi. Stjórnskipun þarf
að endurbæta og tryggja lífrænt
stjórnsýslukerfi. Gera þarf ráð-
stafanir til að stuðla að sem
skjótastri afgreiðslu mála hjá
opinberum aðilum. Jafnframt
þarf að tryggja réttaröryggi í
stjórnsýslunni og auðvelda al-
menningi aðgang að upplýsing-
um um hana. Löggjöf og vald-
stjórn eiga á hverjum tíma
að miða að því að örva athafn-
ir borgaranna, en ekki að leggja
stein í götu þeirra. Gætt sé
eðlilegrar verkaskiptingar milli
kjörinna fulltrúa fólksins og
embættismanna.
Sjálfræði
sveitarfélaga
3. Auka þarf sjálfræði sveitar
félaga og héraða og flytja bæði
fé og framkvæmdir í hendur
þeirra frá ríkisvaldinu, einkum
þar sem staðbundin verkefni
krefjast beinna tengsla við
borgarana sjálfa. Endurskoða
ber verkefnaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga í heild með það
fyrir augum að fækka sameig-
inlega verkefnum og færa fram
kvæmd og fjármálaábyrgð á
sömu hendur.
Byggðaþróun
4. Auka skal og efla starfsemi
til þróunar byggðar á öllu land-
inu með aðgerðum sem skapi
landshlutum sem jöfnust skil-
yrði fyrir öruggri atvinnu og
fullnægjandi félags-, mennta- og
heilbrigðisþjónustu. Rafvæðingu
landsins alls skai lokið sem
allra fyrst. Kapp ber að leggja
á bættar samgöngur, og er hring
vegur um landið meðal stærstu
verkefna næstú ára.
Samkeppni
og frjáls
verðmyndun
5. Endurskoða þarf afskipti
TÍkis og stjórnmálaflokka af
fjármálakerfinu og vinna að þvi
að fjármálavaldið sé sem mest
í höndum borgaranna sjálfra og
samtaka þeirra. Stefna ber að
því, að hið opinbera hætti sem
mest þátttöku í atvinnurekstri
og leggja skal höfuðáherzlu á
frjálsan einka- og félagsrekstur,
frjálsa samkeppni, þátttöku al-
mennings í atvinnurekstrinum
og hagkvæmari rekstrareining-
ar. Sjálfstæðisflokkurinn telur,
að samkeppni og frjáls verð-
myndun sé bezta trygging neyt-
enda fyrir hagstæðum viðskipta
kjörum. Til tryggingar eðlileg-
um verzlunarháttum verði sett
lög um eftirlit með hringa-
myndun, einokun og verðlagi.
Breyta þarf yfirstjórn banka og
stofnsjóða atvinnuveganna með
það fyrir augum að gera kerfið
virkara og einfaldara en nú er.
Markmiðið er að gera borgar-
ana efnahagslega sjálfstæða og
stuðla að því, að fjölskyldur
búi i eigin íbúð, enda sé þeim
ekki íþyngt um of vegna skulda
eða fasteignaskatta.
Efling
atvinnuvega
6. Atvinnuvegirnir eru horn-
steinn efnahagslegs sjálfstæðis
þjóðarinnar og ber að miða
stefnu í efnahagsmálunum við
eðlilega þróun þeirra, sem er
undirstaða vaxandi framleiðslu
og bættra lífskjara. í sjávarút-
vegi ber að auka fjölbreytni í
vinnslu sjávarafurða og gera
þær verðmeiri til . útflutnings,
og veita ber landbúnaðinum
þau skilyrði, sem þörf krefur
til að framleiða matvörur
handa þjóðinni og hráefni til
iðnaðar. Iðnaðurinn verði efld-
ur svo hann geti gegnt því hlut
verki að veita hinum vaxandi
fólksfjölda atvinnu við arðbær
störf og tryggt aukið efnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar.
Meta þarf stöðu verzlunarinnar
réttilega og veita henni nauð-
synlegt frelsi til vaxtar jafnt
við aðra atvinnuvegi. Keppa ber
að fjolbreyttara atvinnulifi og
nýtingu auðlinda landsins. Með-
al nýrra atvinnugreina er
minnst á nýtingu jarðhita, fiski-
rækt og ferðamannaþjónustu.
Áherzla verði lögð á innlenda
fjármögnun í atvinnurekstri,
m.a. með starfrækslu kaupþings,
en jafnframt verði erlent fjár-
magn virkjað til uppbyggingar
stórfyrirtækja í samvinnu við
íslenzka aðila að svo miklu leyti
sem hagkvæmt þykir og samn-
ingar takast um hverju sinni.
Félagsleg
samhjálp
7. Almannatryggingar og fé-
lagslega samhjálp ber að efla
með því að bæta aðbúnað og
auka bætur þar sem þeirra er
þörf. Framkvæmd þessarn mála
sé hagað þannig, að ekki dragi
úr athafnavilja einstaklinganna
og komið verði í veg fyrir mis-
notkun. Aldraðir og aðrir, sem
við skerta starfsorku búa, fái
aðstoð, svo að þeim sé kleift að
búa sem lengst á eigin heim-
iium og fullnægja starfslöngun
sinni. Ríkisvaldið stuðli að bygg
ingu hentugs húsnæðis fyrir
aldrað fólk, m.a. í tengslum við
fyrirhugaðar læknamiðstöðvar.
Fella ber fjölskyldubætur ihn
í skattakerfið við skatta- og út-
svarsálagningu og tryggja þeim,
sem eigi ná þannig lágmarks-
launum greiðslu, sem svarar
því, er á vantar. Telja verður,
að nýgerð endurskoðun almanna
tryggingalaga sé ekki fullnægj-
andi, þótt til bóta hafi verið og
því beri að taka málið upp að
nýju með framangreind sjónar-
mið í huga.
Aukin heilbrigð-
isþjónusta
8. Auka þarf og samræma
heilbrigðisþjónustuna til að
tryggja sem bezt heilbrigði
allra landsmanna. Komið verði
á sem víðtækastri menntunar-
aðstöðu fyrir allt starfsfólk
heilbrigðisþjónustu, svo að full
nýting fáist á þeirri dýru að-
stöðu, sem fæst með byggin gu
læknamiðstöðvar og sjúkrahúsa.
Byggðar verði endurhæfingar-
og hjúkrunardeildir. Næsta stór-
átak verði gert í geðheilbrigðis-
málum.
Náttúru- og
gróðurvernd
9. Leggja ber mikla og raun-
hæfa rækt við náttúru- og gróð
urvernd landsins, enda sé stað-
ið vel á verði gegn hvers konar
mengun í lofti, láði og legi. Mark
miðið sé verndun umhverfis
okkar til sjávar og sveita, svo
að allir íslendingar geti notið
þess jafnt í önn dagsins sem
tómstundum til að skapa sér
auðugra og fegurra mannlíf.
Jafnrétti til náms
10. Tryggja verður jafnrétti
til náms í samræmi við hæfi-
leika og áhugamál hvers og eins
og sjá til þess, að fjárskortúr,
búseta eða aðrar aðstæður meini
mönnum ekki skólagöngu.
Kennsla á að miðast við, rækt-
un einstaklingsins, en ekki
framleiðsiu hópsálna. Menntun
er fleira en fræðsla um stað-
reyndir.
Hún á að auka mönnum skiln
ing og víðsýni, byggjast á krist-
inni lífsskoðun og miða að góðri
sambúð sjálfstæðra einstaklinga
í heilbrigðu samfélagi.
Æskulýðs- og
íþróttastarf
11. Lýst er yfir eindregnum
stuðningi við frjálsa æskulýðs-,
bindindis- og íþróttastarfsemi í
landinu, enda verður að telja
eðlilegt, að slíku starfi sé kom-
ið á sem víðast um landsbyggð-
ina og njóti fyrirgreiðslu sveit-
arfélaga og ríkisins. Styðja be<r
og vemda fjölskylduna og heim
ilið, kjölfestu þjóðfélagsins.
Leggja ber áherzlu á jafna að-
stöðu karia og kvenna til mennt
unar, starfa og launa. í uppeldi
og fræðslu barna þarf að stuðla
að virðingu fyrir öllum störf-
um í þjóðfélaginu utan heim-
ttis og innan og forðast ein-
strengingslegar hugmyndir um
störf kynjanna.
Frjáls listsköpun
12. Frjáls listsköpun og óháð
menningarstarf er einkenni lýð-
ræðis og andlegs þroska. Leggja
ber kapp á að skapa listamönn-
um lífvænleg starfsskttyrði og
öllum almenningi aðstöðu til að
njóta listar, svo að hún verði
eðlilegur þáttur dagslega lífS.
Vísinda- og
rannsóknastarf
13. Vísinda- og rannsóknar-
starfsemi er vaxtarbroddur
þjóðfélagsins. Þess vegna skal
vinna skipulega að því að nýta
hér á landi starfskrafta ís-
ienzkra mennta- og visinda-
manna, með því að skapa þeim
viðunandi lífskjör og starfsað-
stöðu, enda sé viðurkennt í
reynd, en launa beri menn að
verðleikum og taka tillit til
dugnaðar, hæfileika og mennt-
unar.
Vinnumarkaður
14. Efla ber skttning á því
með aðilum vinnumarkaðarins,
að raunhæfar kjarabætur verði
bezt tryggðar með aukinni fram
leiðslu, framleiðni og bættum
viðskiptakjörum, jafnframt
stöðugu verðlagi. Til þess að
jákvæður árangur náist á þessu
sviði, er vinnufriður grundvall-
arnauðsyn. Endurskoða ber
vinnulöggjöfina í samráði við
samtök launþega og vinnuveit-
enda. Ber við þá endurskoðun
m.a. að hafa í huga ný ákvæði
laganna, er tryggi rétt sátta-
semjara til frestunar á boðuðu
verkfalli eða verkbanni, ásamt
öðrum ákvæðum, er tryggi að
til hins ýtrasta verði reynt að
ná samkomulagi, áður en til
vinnustöðvunar kemur.
Stuðlað verði að því, að að-
ilar þessir komi á með sér
rammasamningum um samstarfs
nefndir með aukið atvinnulýð-
ræði í huga. Áfram verði unnið
að vinnurannsóknum, hagræð-
ingu og hagkvæmni í rekstri
fyrirtækja, auk hvetjandi launa
kerfa, sem mun ásamt frjálsum
samningum þessara aðila stuðla
að réttlátri skiptingu þjóðar-
tekna.
Utanríkismál
15. Sjálfstæði lands og þjóðar
verður bezt tryggt með trauatri
varðstöðu um tungu og menn-
ingu, samhliða eðlilegum sam-
skiptum við aðrar þjóðir á sviði
stjórnmála og menningar. ÍCapp
kosta ber góð samskipti á jafn
réttisgrundvelli við allar þjóðir
innan vébanda Sameinuðu þjóð
anna og leitast við að efla þar
áhrif smáþjóða og aðstoð við
þróunarlöndin. Áherzlu ber að
leggja á sem nánust samskiptl
Norðurlandaþjóðanna. Öryggi
landsins verði áfram tryggt
með þátttöku í Atlantshafs-
bandaiaginu og viðbúnaði til
varnar í landinu, meðan ástand
í alþjóðamálum, einkum í Evr-
ópu og við N-Atlantshaf, er
með þeim hætti, að það teljist
nauðsynlegt.
★ ★ ★
Landsfundur Sjálfstæðisílokks
ins fagnar þeim árangri, sem
náðst hefur í tíð núverandi rik-
isstjórnar, en fyrir atbeina henn
ar hefur auðnazt að draga úr
afskiptum rikisins, en auka at-
hafnafrelsi einstaklinga. Rúmur
áratugur er nú liðinn síðan mik-
ilvægar efnahagsráðstafanir
voru gerðar til afnáms víðtæku
hafta- og spillingarkerfi. SiðEin
hafa miklar breytingar orðið í
íslenzku þjóðlífi, og nauðsynlegt
er að aðlaga stjórnkerfið á
hverjum tima að breyttum að-.
stæðum. Landsfundurinn lýsir
þvi yfir, að Sjálfstæðisflokkur-
inn muni þvi aðeins taka þátt
í stjórnarmyndun að kosningum
afstöðnum, að unnt verði að
halda áfram á braut aukins
frjálsræðis og dreifingar valds-
ins í þjóðfélaginu til þegnanna.
Sjálfstæðisflokkurinn mun beita
sér fyrir þvi, að það svigrúm
sem verðstöðvunarlögin hafa
veitt, verði notað til að halda
verðbólgu í skefjum og gera ráð-
stafanir til þess að tryggja
áfram atvinnuöryggi og vaxandi
hagsæld og varðveita þá sterku
stöðu þjóðarbúsins inn á við og
út á við, sem nú hefir skapazt.
Landsfundurinn þakkar for-
ustumönnum flokksins, sem leitt
hafa sókn þjóðarinnar ttt fram-
fara síðasta áratuginn, og lýsir
því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn
muni halda áfram að berjast fyr-
ir þeim markmiðum, sem þeir
hafa átt að leiðarljósi, fullu sjálf
stæði og öryggi landsins, vemd
un fiskimiða landgrunnsins, ein
staklingsfrelsi, íslenzkri þjóð-
menningu og alhliða framförum.
— íþróttir
Framhald af bls. 30
Þrístökk án atr. m
Karl Stefánsson 8,90
Birgdr Hawksson 8,60
Haf.steinn Jóhannesson 8,44
Karl Steflánsson 3,7
Flosi Jóinsson 800
Kúluvarp: m
Sigurður Sigurðssoin 12,62
Karl W. Fredriksen 11,56
Hafsteinn Jóhannes.so<n 10,46
Bírgir Haiu ksson 10,11
Hástökk án at.r.: m
Karl W. Fredriksen 1,45
Trauiíd i Sveinbjömsson 1,45
Karl Stefánsson 1,40
Hafsteinm Jóhannesson 1,35
Langstökk án atr.: m
Trausti Sveinbjömsson 3,05
Karl Stefánsson 3,01
Karl W. Fredrilksen 2,85
Hafsteinn Jðhannesson 2,85
Hástökk m. atr.: m
Hafsteinn Jóhannesson 1,75
Karl Stlefánsson / 1,50
KONUR:
25 m hlaup: seb.
Hafdiis Ingimarsd'óttir 4,1
Jensey Sigurðardóttir 4,1
Kristím Bjömsdóttir 4,2
Björg Kristjánsdótitir 4,2
Kúluvarp: m
Gunnþórunn Geirsdóttir 8,67
Arndís Björnsdóttir 7,77
Kristín Bjömsdóttir 7,50
Soffia Ingimarsdióttir 7,09
Hástökk: m
Krisitín Björnsdóttir 1.55
Hafdís Ingimarsdóttir L45
Björg Kristjánsdóttir 1,35
Amna Ingólfsdóttir 1,30
Langstökk án atr.: m
Hafdís Xnigiimarsdióttir 2,54
Björg Kristjénsdóttir 231
Kristin Bjömsdóttir 271
Gunniþórunn Geirsdóttir 2,23