Morgunblaðið - 30.04.1971, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1971
23
— Per Borten
Framhald af bls. 17
skeið. En ríkisstjórnin hélt velll.
1 fyrra lét Vassbotn enn á ný
að sér kveða, og birti að þessu
sinni útdrátt úr leynilegri fund
argerð frá Miðfiokki Rortens
þar sem gerð var grein fyrir af-
stöðu flokksins til EBE málsins.
Margt benti til að ekki væri
allt með felldu innan ríkisstjórn
arinnar, enda kom fram að Mið-
flokkurinn mundi aldrei sam-
þykkja EBE aðild meðan hann
væri i stjórn. Þá var staðfestur
sá grunur, sem lengi hafði leitað
á menn þess efnis að djúpstæð-
ur ágreiningur væri með ýmsum
ráðherrum flokkanna. Mikilvæg
ar flokksdeildir höfðu samþykkt
ályktanir gegn EBE, en engu
að síður hélt Borten sinu striki
og lét ekkert opinberlega upp-
skátt um persónulega afstöðu
sina, þ.e. að persónuleg afstaða
hans væri vægast sagt neikvæð.
Og samningaviðræðum var h£ild
ið áfram. Enn komu traustabrest
ir i rikisstjórnina. En hún hélt
velli.
Skömmu fyrir áramót 1970—70
birti Vassbotn enn eina póli
tíska stórfrétt. Miðstjórn Mið-
flokksins hafði ákveðið að leggj
ast gegn EBE aðild, hver sem
hinn opinberi árangur yrði af
samningaviðræðum. Enn einu
sinni riðaði stjórnin. En hún
féll ekki.
PER BORTEN
Eftir því sem tímar liðu fram
varð norsku þjóðinni æ ljósara
að forsætisráðherrann hafði
ekki meirihluta flokks sins með
sér. Þetta kom ekki aðeins fram
vegna greina Vassbotns, heldur
bárust einnig af þvi fréttir eft-
ir öðrum leiðum.
Fyrst Borten hélt til streitu
yfirlýstri stefnu ríkisstjórnar-
innar hlaut það að stafa af þvi
að honum væri annara um EBE
aðild en hag síns eigins flokks.
Og að því íuðu menn í veitinga-
sölum stórþingsins og á göng-
um.
Borten hafði sjálfur breytzt í
fasi á þessum árum. Hann var
áður dæmigerður sveitakjör-
dæmisþingmaður, með hreinskil-
ið augnaráð og ungæðislega
ákefð. En smám saman hafði
hann breytzt í klókan og heims-
vanan stjórnmálamann, sem virt
ist una sér bærilega i forystu-
stöðu. Maður sem gamnaði sér
nú lítillega við ákveðna sveita-
siðu.
Hann hafði æfingu i þvi að
taka þátt i hvers konar samn-
ingum og sú reynsla kom hon-
um vissulega að dýrmætum not-
um, auk þess sem hann var þvi
frábitinn með öllu að láta á
nokkurn hátt vaða ofan í sig.
En þetta dugði ekki til. Meðal
blaðamanna hafði þvi verið veitt
athygli að hann hafði smám sam
an breytzt. Eins og einn blaða-
manna orðaði það: „Hann kemur
fyrir sjónir eins og hann sé de
Gaulle Noregs. 1 hans augum er
það ekki skoðun flokksins, Stór-
þingsins, rikisstjórnarinnar, sem
ræður úrslitum, meðan hann
grunar að hann njóti alþýðu-
hylli. Og alþýðuhylSll getur
hann ekki haldið með því að
sýna sitt rétta andlit."
Þetta er harður dómur, ein-
hliða. En í honum feist þó sann-
leikskjarni.
Það er dæmigert fyrir sam-
steypustjóm, að hún getur þvi
aðeins setið við völd, að ekki
fréttist opinberlega út um ágrein
ing innan hennar.
Upp úr áramótum þóttust ýms
ir sjá merki þess að lífdagar rík
isstjórnarinnar væru senn á
enda. En fáir höfðu búizt við
því, að þau yrðu með þeim hætti
sem raun ber vitni um, þar sem
Per Borten naut enn og þrátt
fyrir allt og allt óskoraðs
trausts norsku þjóðarinnar.
TRÚNAÐARSKJALIÐ
Þann 19. febrúar réðst Per
Vassbotn enn til atlögu — í
fimmta skiptið. 1 grein í Dag-
bladet voru birtar upplýsingar
úr trúnaðarskjali — skýrslu
Stórþingið.
sem fulltrúi Noregs hjá EBE
hafði sent til ríkisstjórnarinnar.
Þar kom fram að Norðmenn
skyldu ekki gera því skóna að
þeir næðu sérsamningum, er
verndað gætu landbúnað og
sjávarútveg. Þessi uppljóstrun
vakti geysilega athygli. Hér var
sannarlega komið vatn á myllu
Þjóðarhreyfingarinnar. Ýmsir
urðu til að liggja blaðamannin-
um á hálsi fyrir að vera óvand-
ur að meðulum, aðrir kröfðust
rannsóknar, þar á meðal voru
ýmsir ráðherranna.
Hvernig stóð á þessum leka?
Borten þagði þunnu hljóði
dögum saman, en smám saman
beindist athyglin í vaxandi mæli
að rikisstjórninni sjálfri.
Þann 24. febrúar sendi Per
Borten frá sér stuttorða yfirlýs
ingu: „Hvorki forsætisráðherr-
ann né starfsmenn hans i ráðu-
neytinu eru heimildarmenn Dag-
bladets í hinu svokallaða leka-
máli.“
En málið var ekki þar með af-
greitt. Á blaðinu Norges Hand-
els- og sjöfartstidende starfar
blaðamaður að nafni Hans Chr.
Finstad, 48 ára gamall, talinn
harðskeyttur. Finstad hafði ver
ið á fundi Norðurlandaráðs I
Kaupmannahöfn, en þangað
hafði Borten farið flugleiðis lö.
febrúar. Svo vildi til að i þeirri
sömu flugvél var einnig Arne
Haugestad, hæstaréttarlögmað-
ur. Arne Haugestad frá Þjóðar-
hreyfingunni gegn EBE. Fleiri
voru og i þessari sömu vél. Eft-
ir lendinguna hafði orðróm-
ur komizt á kreik þess efnis, að
Borten og-Haugestad hefðu set-
ið saman í vélinni. Borten hafði
sýnt Haugestad ákveðin skjöl.
Gat það verið trúnaðarskjalið,
sem Dagbladet hafði síðar birt?
Varla hafði Finstad séð orð-
sendingu Bortens fyrr en hann
setti blað í ritvél sína og skrif-
aði grein. Hún birtist í blað-
inu 25. febrúar. „Ég veit, hvað-
an lekinn kom," sagði Finstad.
„Það gerðist hvorki í Osló, né i
Kaupmannahöfn . . .“
Púnktarnir fjórir voru bend-
ing til ráðherrans um ákveðinn
atburð í flugvél. Merki sem
Borten skyldi. Þennan dag, 25.
febrúar hélt ríkisstjórnin lang-
an fund um „lekamálið". Gagn-
stætt venju var Borten lítið á
fundinum. Hann bar fyrir sig
velgju og aðkenningu að svima.
Um kvöldið hafði hann þó náð
sér nægilega vel til að geta tek-
ið þátt í samkvæmi með erlend-
um sendiráðsstarfsmönnum í
Osló.
ENDAHNÚTURINN
Þetta sama kvöld, sex mínút-
um fyrir miðnætti upphófst
fjaðrafok á ritstjórnarskrifstof-
um blaðanna. Ný opinber til-
kynning hafði borizt frá skrif-
stofu forsætisráðherrans:
„1 flugferð þann 15. febrúar
átti ég stutt samtal við Hauge-
stad hæstaréttarlögmann. Ég
sýndi Haugestad skýrslu sem
borizt hafði frá norska sendi-
herranum í Brússel. Forsenda
þessa var af minni hálfu, að
þetta færi ekki lengra. Sú stað-
reynd, að þann 19. febrúar birti
Dagbladet grein um nefnda
skýrslu hefur komið af stað
vangaveltum um að ég væri
heimildarmaður blaðsins. Til að
fullvissa mig um að Haugestad
hefði ekki misnotað þær upplýs-
ingar, sem hann fékk, ræddi ég
i dag við lögmanninn og full-
vissaði hann mig um að engin
slík misnotkun hefði átt sér
stað . ..“
Þar með hafði forsætisráðherr
ann opinberlega játað — að
visu ekki að háfa sagt Dagblad-
et frá skýrslunni, heldur upp-
lýst hvernig hún var þangað
komin og hann hafði óumdeilan-
lega brotið trúnað, með þvi að
sýna Haugestad skýrsluna, ein-
um höfuðandstæðingi EBE-aðild
ar í Noregi.
Og þar með hafði rikisstjórn
Bortens runnið skeið sitt á enda.
En þessa daga, sem voru liðn-
ir frá því Dagbladet sagði frá
efni skýrslunnar og þar til
Borten greindi frá þessu, hafði
ráðherrann komið fram rólegur
og brosmildur. Hann hafði veif-
að glaðlega til fólks úti fyrir
þinghúsinu — og gert V-táknið
sigurmerkið sem Churchill gerði
frægt. Þetta var falskt tákn. Og
Borten hafði ekki notað þetta
tákn fyrr.
Þegar hann var spurður hvers
végna hann hefði rofið trúnað
með því að leiða Haugestad í
allan sannleika í flugvélinni
svaraði hann:
„Athugunarleysi."
Og þessi skýring fékk ekki til
takanlega góðar undirtektir í
norskum blöðum.
KJELL BONDEVIK
Orustan var töpuð. Var hægt
að líma brotin saman? Var
möguleiki að borgaraflokkarnir
fiórir gætu starfað saman áfram?
Hver átti að reyna?
Eftir mikla eftirgangsmuni
féllst Kjell Bondevik frá Kristi-
lega þjóðarflokknum á það að
reyna. Per Borten lagði sjálfur
fast að honum. Þeir höfðu verið
nánir vinir árum saman. Meðan
Borten var forsætisráðherra
höfðu þeir staðið saman
sem einn maður. Sagt var
að hinn heiðarlegi og kristilega
þenkjandi Bondevik hefði ver-
ið eins konar skriftafaðir Bort-
ens. Þetta var í annað skisati að
erfitt pólitiskt viðfangsefni var
lagt Bondevik 1 hendur. Fyrra
skiptið var þegar hann var i
þann veginn að taka við próf-
essorsembætti við Björgvinjar-
háskóla. Hann hafði hlakk-
að til að eiga nokkur róleg ár
og géta einbeitt sér að vísinda-
iðkunum. 1 stað þess hafði hann
verið tilneyddur að taka við
starfi sem kirkjumálaráðherra í
rikisstjórn Bortens. Nú fáeinum
dögum fyrir sjötugasta afmælis-
dag sinn hafði hann aftur
hlakkað til að geta loksins dreg
ið sig i hlé. Og þó lét hann telja
sig á að gera tilraun.
Næstu tvo daga stóðu látlaus-
ir fundir yfir og Bondevik lagði
sig allan fram til að mynda nýja
borgaraflokkastjórn.
Enn vitum við ekki um allt
sem fór fram handan luktra
dyra. Þó er þess að vænta að út
frá því hafi verið gengið að slík
ríkisstjórn héldi áfram þar sem
frá var horfið og semdi m.a. um
EBE-aðild. En seinni daginn var
ljóst að verkið var vonlaust.
Miðflokkurinn hafði þá sent frá
sér yfirlýsihgu, sem gerði það
lýðum ljóst, að samstarf þessara
flokka á ný var óhugsandi.
Bondevik var vonsvikinn og
þreytulegur, þegar hann kom
fram i sjónvarpi og sagði frá því
að engir möguleikar væru á
myndun stjórnar borgaraflokk-
anna. — Jeg er vonbroten, sagði
hann og andvarpaði, það út-
leggst: Ég varð fyrir vonbrigð-
um.
Sumir túlkuðu orð hans á
þessa leið: Ég varð fyrir von-
brigðum vegna þess að Borten
hvatti mig án þess að gera mér
grein fyrir að tilraunin væri
dæmd til að mistakast.
Laugardaginn 13. marz mynd-
aði Trygve Bratteli minnihluta
stjórn Verkamannaflokksins.
Starfi borgaraflokkarikisstjórn-
ar var þá að fullu lokið.
Þvi samstarfi hafði ekki lykt-
að vegna „lekamálsins". Þvl
hafði lyktað vegna þess að fjór-
ir flokkar stóðu að þeirri ríkis-
stjórn, flokkar sem að vísu
höfðu ýmislegt sameiginlegt, en
ólíkir hagsmunir einstakra
flokka stóðu samstarfinu alla tið
fyrir þrifum. 1 þessum flokkum
fólust svo miklar andstæður að
ekki hinn liprasti og snjallasti
forsætisráðherra hefði getað
haldið slíkri stjórn saman.
kvöldnómskeið
hefjast í næstu viku
Á 5 vikna frúarnámskeið.
-A" Stutt námskeið fyrir
afgreiðslufólk.
Stutt snyrtinámskeið.
ic 7 vikna námskeið
fyrir ungar stúlkur.
ic Námskeið fyrir
sýningarfólk.
afslAttur fyrir smA
HÓPA.
Snyrti- og tízkuskólinn
SlMI 33222.
Unnur Arngrímsdóttir.
flmerísk fjölskyldo
óskar eftir barngóðri stúlku í eitt ár til að gæta 3 barna,
hundur og köttur. Svolítil enskukunnátta nauðsynleg.
Meðmæli óskast send með umsóknum til
DR. og MRS. RICHARD JOSEPH
54 RANDOLPH DR.
DIX HILLS
NEW YORK, 11746.
Sölumaður óskast
Fyrirtæki óskar eftir að ráðan ungan og hugmyndaríkan mann
til kynningar- og sölustarfa. Umsækjandi skal koma vel fyrir,
og vera á allan hátt traustvekjandi og ábyggilegur. Æskilegt
er að umsækjandi hafi yfir bifreið að ráða, þar sem starfið
byggist að mestu upp á ferðalögum út á land.
Starf þetta getur gefið möguleika á miklum tekjum, fyrir
hæfan mann, hvort sem um auka- eða aðalstarf er að ræða.
Umsóknir, er innihaldi greinagóðar upplýsingar um umsækj-
anda, leggist inn á afgreiðslu Mbl. merkt: „7255".
Ford Escort sendiferðabifreið
árgerð 1971, ekin 5000 km er til sölu eins og hún nú er
mikið skemmd eftir árekstur.
Bifreiðin verður til sýnis á bifreiðaverkstæði Árna Gíslasonar
Dugguvogi 23 í dag.
Tilboð afhendist á skrifstofu okkar, Laugavegi 176, fyrir 5. maí,
SJÓVÁTRYGGINGARFÉLAG iSLANDS H/F.,
Bifreiðadeild.
Tilboð óskast í eftirtalin verk vegna breyt-
inga hússins Tunguháls 2 í þvottahus fyrir
ríkisspítalana:
1. Raflögn.
2. Múrbrot, múrverk, tréverk o. fl.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, gegn 3.000,— króna skila-
tryggingu fyrir hvorn lið.
Tilboð verða opnuð 17. maí n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140
Dog- og