Morgunblaðið - 30.04.1971, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.04.1971, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1971 Það gerðist í Gyðinga- réttarhöldunum í Leningrad Eftir Edward Crankshaw UMHEIKINUM brá í vikunni fyrir jólin í fyrra við það, hve harðir dómarnir vom yfir 11 iingum sovézkum borguriim, sem vorn seair fundnir fyrir tilraun til að ræna 12 manna flugvél í þeim tilgangi að komast til Svi- þjóðar. Flestir hinna dæmdu vorn Gyðingar og lokatakmark þeirra var að koma .t til fsraels. TV8 þessara 11 ungmenna hlutu dauðadóma (sem síðar var- breytt í fangelsisdóma tii aeviloka), en hin hlutu írá 5 til 15 ára þrælkunarvinnudóma. Allar eigur níu ungmenna voru gerðar upptækar. Það athygiisverðasta við þetta dæmi um réttarfar í Sovétríkj- unum var, að glæpurinn fyrir- hugaði var aldrei framinn. Þetta var flugrán, sem aldrei varð neitt úr. Ungmennin 11 voru handtek- in áður en þau stigu um borð I flugvéJina. Nánari frásagnir af þessum athyglisverðu réttarhöldum hafa nú borizt til Vesturlanda á veg- um samtakanna „Focus on Soviet Jewry“, en samtök þessi starfa í London að því að hjálpa þeim hluta þriggja milljóna Gyðinga Sovétríkjanna, sem ósk- ar eftir að flytjast til Israels, en hefur ekki fengið heimild stjórn- arinnar í Kreml til þess. Þessar frásagnir, sem meðal annars flytja orðréttar ívitnanir í vam- arræður hinna sakfelldu, varpa nýju Ijósi á réttarhöldin í heild. Samkvæmt réttarskjölunum Lum við þá mynd af ungmenn- unum ákærðu að flest séu hald- tn brennandi hugsjónum, hafi gert sér ijósan Gyðinga-uppruna sinn og óski þess eins að fá að flytjast til ísraels og byrja þar nýtt líf. Meðal þeirra voru einnig tveir óánægðir borgarar, sem aðeins vildu komast úr Jandi (og er hugsanlegt að annar þeirra hafi starfað í þjónustu KGB). Leiðtogi þeirra og sá sem skipu- lagði flugránið, var eldri maður, Mark Dymshits majór, sem var félagi í kommúnistaflokknum þar til hann var rekinn úr hon- um við handtökuna; hann hafði lokið námi við flugstjóraskóla rikisins og verið flugmaður í sovézka flughemum. Það var hann, sem átti hugmyndina um flugránið, skipulagði hópinn og átti að fljúga vélinni til Sviþjóð- *r. VILDU ENGIIM MEIN Það kom greinilega fram í réttarhöldunum að Dymshits og félagar hans voru ákveðnir í að gera áhöfn vélarinnar ekkert mein. Það átti að hóta áhöfninni með skammbyssu — en byssan átti að vera óhlaðin, auk þess sem hún var ónothæf. Fyrirhug- að var að lenda vélinni á ákveðn- um stað og skilja áhöfnina þar eftir, og auk þess mat, drykk og hlýjan fatnað og jafnvel lítið tjald til skjóls. Flugvélina átti svo að skilja eftir i Svíþjóð, en þangað var auðvelt fyrir yfir- völdin að láta sækja hana. Ekkert af þessu gerðist. Hefði það gerzt hefði enginn hlotið meiðsl af og engri ríkiseign ver- ið stolið, aðeins verið „vikið af leið“ um tima. Þrátt fýrir þetta hljóðaði ákær- an eins og um drýgt afbrot hefði verið að ræða. Hinir ákærðu voru sakaðir um landráð, andsov- ézkan áróður, er miðaði að þvi að veikja völd sovézku stjómar- innar og rán á ríkiseigr.. Eins og; einn verjendanna sagði: „All- «r ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir ofbeldi og til að tryggja öryggi áhafnarinnar. Af þeim ástæðum ætti að strika út úr ákæmnni að áhöfninni hafi verið stefnt í hættu." Og enn- fremur: „Er heimilt að ákveða svona harða refsingu þegar glæpurinn var aldrei drýgður, þakka skyldi góðu starfi örygg- isþjónustunnar? Flugvélin er þar sem hún var, og áhöfnin er heil á húfi. Ég tel að óheimilt sé að beita svo harðri refsingu.“ „EKKEBT gyðingavandamAl" Saksóknarinn gerði að sjálf- sögðu mikið úr „samsæri alþjóða Zíonismans" (og um það snerist málið í rauninni). En í sömu andrá var hann að bera á móti því að hér væri um Gyðingarétt- arhöld að ræða. „1 Sovétríkjun- um er ekki og getur ekki verið um neitt Gyðingavandamál að ræða,“ sagði hann. En þegar einn hinna ákærðu, Arieh Khnokh, sem alinn er upp í fjöl- skyldu, er talar gyðingamál- lýzku, hóf vöm sína, greip sak- sóknarinn fram í fyrir honum og sagði hæðnislega: „Hann heldur að þeir (Gyðingar) fái aðgang að skólunum og leikhús- unum.“ Khnokh neitaði að láta þagga niður í sér og neitaði einnig að láta sem hér væri eingöngu um glæparéttarhöld að ræða. Hann kvaðst hafa gefið rangar upp- lýsingar við langvarandi yfir- heyrslur; honum hafði verið haldið í einpngmn. Hann hafði ekki fengið að vita um vitnis- burði hinna varðandi hann sjálf- an; hann hafði ekki fengið að gefa yfirlýsingu sina skriflega. En hann hafði verið yfirheyrður þar til hann var orðinn dauð- þreyttur og hafði hvorki styrk né vilja til að krefjast þess að fá að gefa rétta og sanna skýrslu. Hann þoldi ekki meir og undirritaði yfirlýsinguna þving- aður, óhæfur til að taka meiru. Hann afturkallaði yfirlýsingu sína og lýsti þvi yfir af mikilli tilfinningu að hann teldi Israel föðurland sitt. Hann sagði, að í Sovétríkjunum liði sér sem fanga vegna þess að þar væri hann sviptur öllum þeim réttindum, sem frjálsir menn ættu kröfu til að njóta. Öllum ætti að vera heimilt að ákveða og velja hvar þeir vildu búa. HUGREKKISAKBORNINGA Fátt kom fram við réttarhöld- in til að auka skilning okkar á vandamálum sovézkra Gyðinga, en margt til að staðfesta greini- lega þá ákvörðun sovézkra yfir- valda að útrýma ættemiskennd Gyðinganna, án þess að þeir fengju að gleyma uppmna sín- um. En það, sem greinilegast kemur fram í frásögnum af þess- um réttarhöldum, sem fram áttu að fara með leynd, er hugrekki og eining flestra þessara ung- menna, sem þó höfðu ekki átt langa samleið. í lokavitnisburði sínum reyndi hver að hjálpa hinum, en ekki — eins og í réttarhöldum á dög- um Stalíns — að reyna að draga úr eigin sekt með þvi að for- dæma félaga síha. Hér fer á eftir kafli úr loka- orðum Silvu Zadmanson, einu konunnar í hópnum og eiginkonu Eduards Samuelovich Kuznetzovs (sem var annar þeirra tveggja, er dæmdir vora til dauða): „Mér blöskra kröfur saksókn- arans. Hann krefst mannslifa fyrir glæp, sem ekki var fram- inn. Fallist rétturinn á kröfum- ar, verða frábserir menn eins og Ðymshits og Kuznetzov að deyja. Mér finnst ekki að sovézk lög eigi að skilgreina ósk einstakl- ings um að búa í öðm landi sem landráð. Ég er sannfærð um að það átti að draga þá eina fyrir rétt, sem virða að vettugi löng- un okkar til að fá sjálf að velja okkur bústaði. Ég skora á réttinn að hugleiða það að hefði okkur verið heimilað að fara, hefði ekki verið um neitt „glæpsamlegt samsæri" að ræða, sem hefur valdið okkur svo miklum þján- inigum . . . Það hefur vaidið ætt- imgjum okkar jafnvel enn meiri þjáningum. ísrael er það land, sem við Gyðingar emm tengdir BÖgulegum og andlegum böndum. Ég vona að sovézk yfirvöld muni fljótlega leysa þetta vandamál á viðunandi hátt. Mig mun aldrei hætta að dreyma um þann dag, þegar ég fæ að búa í hinu sanna föðurlandi okkar . . .“ „MEGI HÖND MÍN VISNA . . .“ Hún hélt áfram og lýsti þvi, þegar hópurinn vissi að aUt var tapað: „Þegar við vomm á fíugvellin- um sáum við að upp hafði kom- izt um fyrirætlanir okkar. En við gátum ekki breytt áætluninni. Við gátum ekki snúið aftur til fortíðarinnar til að biða, til að sitja á ferðatöskum okkar. Við vissum að við yrðum látin gjalda þessa, en það dró ekki úr löng- un okkar til að setjast að í fsrael. Ósk okkar um að komast úr landi hefur ekki sakað neinn. Mig langaði að búa hjá ættingj- um mínum. Ég hafði engan áhuga á stjórnmálum. Einu stjómmálin, sem komust að i minum huga vom óskin um að komast burt, og jafnvel nú, þrátt fyrir allt, efast ég ekki um það eitt andartak að að því kemur að ég setjisí að i Israel. Þessum draumi mínum er haldið við með tvö þúsund ára sögu okkar, með vígorði okkar: „Næsta ár í Jerúsalem." Þegar hér var kom- ið sögu hrópaði hún: „Megi hægri hönd mín visna ef ég gleymi þér, Jerúsalem,“ og stöðv- aði saksóknari þá málflutning hennar. HLÍFÐIJ EKKI SJÁLFUM SÉR Sakborningamir lögðu meiri áherzlu á að forða félögum sin- um — einkum þeim Dymshits og Kuznetzov frá dauðadómi — en að hjálpa sjálfum sér. Yosif Mendelyvich, sem er 23 ára, skýrði frá þvi að hann hefði margoft sótt um leyfi til þess að fara úr landi, en jafnan fengið neitun. Við yfirheyrslu í Riga eitt sinn í þessu sambandi var honum sagt: „Við leyfum þér aldrei að fara. Þú færð að rotna hér.“ Þegar saksóknarinn spurði hann hvers vegna hann óskaði eftir að hætta að búa við kerfí sósíalismans og setjast þess í stað að í auðvaldsríki, svaraði hann því til að efnahagskerfið skipti hann engu máli. Og þegar saksóknarinn spurði: „Litúr þú á sjálfan þig sem Zíonista eða mann af Gyðinga-uppmna?" svaraði hann: „Ég er ekki af Gyðinga-uppruna, ég er Gyðing- ur.“ Áður en dómur var felldur sagði hann réttinum: „Ég vil taka það fram, að ég álít áform mín um að ræna flugvél og kom- ast yfir landamærin glæp, en af- brot mitt er það að ég ihugaði ekki nógu vandlega hvaða leið ég ætti að velja til að ná tak- marki mínu . . . Ég veit að ég hef unnið til refsingar, en skora á dóminn að sýna félögum mín- um miskunn.“ Edward Kuznetzov, sem er 32 ára, sagði: „Það eina, sem fyrir mér vakti, var að fá að búa í fsræl. Vissulega ber ekki að lita á óskina um pólitfakt hæll sem fjandsamlegar aðgerðir, eina og saksóknari vill halda fram. Ég hef aldrei haldið fram and-sov- ézkum skoðunum. Mér þykir það mnilega leitt að ég skyldi hafa fandzt á að taka þátt í þessu ævintýri. Ég fer þess á leit að dómstóllinn sýni skilning varð- andi konu mína, Silvu Zalman- son, og ég fer fram á réttlátan dóm. Við lifum aðeins einu sinni." Izrail ZaJmanson, 22 ára og bróðir Silvu, sagði: „Eina ástæð- an, sem fékk mig til að gera það, sem ég gerði, var löngun mín til að búa og starfa í Israelsríki, andlegu föðuriandi minu." TALINN GLATAÐUR Alexei Morzhenko, sem er ekkl Gyðingur, sagði: „Áður en ég tala máli mínu skora ég á dóm- inn að sýna umburðarlyndi og skilning varðandi Kuznetzov og Dymshits. Saksóknari heldur þvi fram, að ég sé haldinn and-sov- ézkum skoðunum, en það er ekki rétt. Sú staðreynd, að ég hef áð- ur hlotið refsingu, stafar af þvi, að mér hefur orðið lítið ágengt í lífinu. ReynsJa mín hefur verið slæm og þess vegna tók ég þátt í þessari ti'lraun. Skólaganga min var stutt, en ég hetf þegar orðið að þola sex ár í vinnu- og fanga- búðum. Þið ætlið nú að taka ákvörðun um framtíð mína. Sak- sóknari fer fram á 14 ár i fanga- búðum. Það þýðir að ég er tal- inn glataður. Ég ætlaði aldrei að fremja neinn glæp." Yuri Fyodorov sagði: „Eini tiH- gangur okkar var að fara frá Sovétríkjunum. Engum okkar kom tiQ hugar að skaða Sovét- ríkin." Þvi næst skoraði hann á dóminn að sýna þeim Dymshits og Kuznetzov meðaumkvun. Sama gerði Anatoli Altman, 29 ára trésmiður, sem kvaðst fyrst hafa sótt um leyfi til að flytjast til Israels árið 1969, og spurði: olli umsókn mín fyririitningu og nú réttarhöldum, sem svipta mig frelsi og valda fjölskyldu minni þjáningum. Ég fasddist undir kerfi kommúnismans og hef bú- ið allt mitt líf í Sovétríkjunum. Ég veit ekki við hvað er átt með stéttaskiptingarvitund Zíonism- ans, en mér er kunnugt um að þjóðir og ríki þurfa á ýmsum tímum að búa við stjómmála- ástand, sem er þeim ekki til neinna bóta. f dag, þegar örlög mín verða ráðin hér, líður mér vel þótt ég sé dapur. Ég vona að friður ríki í ísrael. Það er ósk mín landi mínu til handa. Sholem Aleichem — Friður þér til handa, ísraelslémd." 1 lokavitnisburði sínum komst Khnokh svo að orði: „Félagar dómarar, ég bið ykkur að sýna félögum okkar tveimur með- aumkvun og einu konunni í hópi okkar samúð. Ég get aðeins ítrekað að gjörðir mínar miðuðu ekki að því að skaða Sovétríkin né grafa undan öryggi þeirra. Eini tilgangur minn var að fá að búa í fsraelsríki, landinu, þar sem þjóð mín fæðdist og Gyð- ingarikið endurfæddist, þar sem búa menning Gyðinga, tunga Gyðinga og fjölskylda mín." LANGAÐI AÐEINS AÐ S.IÁ MÓÐUR SÍNA Boris Penson, fæddur 1947, er myndhöggvari og á nána ætt- ingja í ísrael. Hann sagði: „Ég hefði átt að sækja um að fá að fara löglega úr landi, þótt þau yfirvöld, sem málið heyrir undir, gefi enga von um leyfi til að flytjast til ísraels. Ég er reiðu- búinn að taka afleiðingum gjörða minna og skora á dóminn að minnast þess að ég á aldraða foreldra. Ég vil einnig biðja dóminn að sýna Silvu Zalmanson umburðarlyndi, og þeim Kuznet- zov og Dymshits meðaumkvun." Mendel Bodnya, fæddur 1937, kveðst hafa misst móður sína og bróður í síðari heimsstyrjöldinni, en frétt síðar að þau væru heilu og höldnu í ísrael. Hann sagði: „Ég bið dóminn að sýna mér vorkunn. Mig langar til þess eins að sjá móður mína á ný. Um- fram allt munið að ég hef heit- ið því að gerast aldrei aftur lög- brjótur." Dymshits sagði sjálfur að hann teJdi saksóknara sýna mikla grimmd með því að krefjast dauðadóms yfir sér, en, sagði hann; „Ég er ekki frjálisJyndur, og mér skilst að barátta sé háð og að þessi harði dómur er ykk- ur nauðsynlegur til að hræða aðra. Dómurinn yfir mér á að þjóna sem fyrirmynd og for- dætni." Hann Iauk máli sinu með þessum orðum: „Ég er yíirvöld- unum þakkJátur fyrir mannúð- lega framkomu gagnvart eigin- konu minni og dóttur. Ég bið dóminn þess að hann sýni máli mínu réttlæti og mannúð." Þegar dómamir voru lesnir upp fögnuðu nokkrir áheyrend- anina í dómsalnum þeim með lófataki, en ættingjar sakbom- inganna snemst gegn þeim og hrópuðu: „Fasistarl Hvemig vog- ið þið ykkur að fagna dauðadóm- um?“ Þvi næst kölluðu þeir til hinna dæmdu: „Hetjur! Sýnið hugrekki! Við stöndum með ykk- ur! Við bíðum ykkar! Við kom- umst öll til ísraels!" Nafnabrengl 1 MORGUNBLAÐINU í gær brengluðust nöfn undir tveimur myndum í rabbi við landsfundar- fulltrúa. Björn Guðnason, sjó- maður frá Neskaupstað, var sagður Guðmundsson og Gígja Ragnars frá Akureyri var sögð Ragnarsdóttir. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. — Zorba Framhald af bls. 11 ir, en ekki létum við verr, eða Hekla þegar hún gefur púst t.d. í túristagosi. En þar sem misskilningur getur ekki ríkt lengi á Islandi leystist málið og Zorba bauð 1 dansinn. Fjöldi leikara í Zorba fyllir nokkra tugi og sjálfan Zorba leikur Róbert Arnfinnsson, Búbúlínu leikur Herdís Þor- valdsdóttir, forsöngvarann leik ur sænska leikkonan Suzanne Brenning, Gunnar Eyjólfsson leikur Manolakas, Erlingur Gíslason leikur Lúkas og Nikos leikur Jón Gunnarsson. Leikstjóri Zorba er Roger Sullivan frá Bandaríkjunum og baliettmeistari er Dania Kmps- ka landi hans. Tónlistin i söng- leiknum Zorba er eftir John Kander, en verkið þýddi Þor- steinn Valdimarsson. Garðar Cortes er hljómsveitarstjóri og aðstoðarleikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Leikmyndir og bún inga gerði Lárus Ingólfsson. Auðvitað er ekki hægt að láta Grikkjann Zorba dansa án þess að undir sé leikið á griska hljóð færið bazúka og þess vegna fékk Þjóðleikhúsið grískan baz úkuleikara, Dimitri Ykonomo hingað tii lands til þess að slá strengi þess hrífandi hljóðfæris. Söngleikurinn er í tveimur þáttum og eins og í sögu Kaz- antzakis fjallar söguþráðurinn um líf ævintýra- og náttúm- bamsins Zorba og félaga hans Nikosar, þar sem þeir lifa i grísku fjallaþorpi. En efni leiks ins er þó miklu yfirgripsmelra. Það segir frá reynslu Zorba, sem hefur farið víða og reynt margt. Hvort sem Zorba er heiðinn eða trúaður, þá trúir hann því fyrst og fremst að Guð sé sáttur við sig, enda er hann sáttur við Guð. Það er eins og maður hitti fyrir ævafornan vin sinn, þeg- ar maður hittir Zorba, en þó furðar maður sig á því hvað hann er ungur. Sumum er lag- ið að tjá sig með orðum, öðrum með augunum og enn öðrum með dansinum. Zorba hefur alla kostina, en dansinn er hans hjartsláttur og bezt lætur þegar bazúkan er siegin svo að hún titrar eins og þráin í rótgrónu náttúmbarni. -AJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.