Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 2

Morgunblaðið - 09.05.1971, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 r > Samband tsl. samvínnufélaga Véladeild Ármúta 3, Rvíh. símí 38 900 hrakti fyrir því í þrettáh daga samfleytt áður en honum tókst að snúa til austurs, þar sem hann vonaðist til að finna land fyrir. Honum varð þó ekki að vonum sínum og breytti hann þá stefnu og sigldi norður á bóginn þar sem hann náði landi í Mosselflóa, þaðan sem hann hélt svo með strönd- inni allt þar til hann kom að Great Fish River. Þegar hér var komið sögu var kominn upp nokkur kurr með skipshöfn hans, svo hann tók þann kostinn að snúa heim á leið. Hann sigldi nú sem leið iá með ströndum fram og varð eigi alllitið undrandi er hann kom að höfða einum miklum.; þar heitir nú Góðrarvonar- höfði. Diaz hafði náð því marki, sem þessi grein hefur fjallað um og allir útsendarar Hinriks prins af Portuúgal höfðu keppt að en aldrei náð — hann var kominn al-la leið fyrir suður- odda Afriku, enda þótt hann gerði sér sjálfur ekki grein fyr ir því, sem ekki var von. Þeg- ar heim kom, var Diaz skipað- ur yifirsmiður og útbún- aðarstjóri flota mikils, sem sigla skyldi fyrir Afrikuodda undir stjórn Vasco da Gama. Það kom í hlut Spánverja að endurfinna Ameríku. Kólum- bus hafði þegar leyst þetta hlutverk af hendi, þegar Vasco da Gama lagði upp í leiðangur sinn. Það hafði siður en svo dregið úr samkeppninni milli Spánverja og Portúgala, þrátt fyrir Tordesillasamninginn, sem þeir gerðu með sér árið 1494, þar sem páfi sá, er þá sat á stóli, gaf samþykki sitt og leyfi til þess, að þessar tvær þjóðir skiptu með sér heiminum. Páfi deildi heimiiv um þannig I tvennt, að hann dró landamerkjalinu á kortið frá suðurodda Gramlands og suður að mynni Amazonfljóts, enda þótt hvorugur þess- ara staða hefði verið ákvarð- aður með nokkurri nákvæmni, er þetta var. Þegar Kólumbus fór ferð sína forðum hafði hann siglt beint af augum út í óvissuna, en Vasco da Gama átti hins veg- ar að leiðarenda land, sem þeg ar var þekkt. Á hinn bóginn átti hann miklu lengri ferð fyr ir höndum en Kófumbus. Kól- umbus hafði lagt að baki sér rétt um sjö þúsund kílómetra og verið áttatíu daga í hafi. Floti da Gamas taldi fjögur skip (hvert þeirra um 120 lest- ir) með eitt hundrað og átta- Sá maður annar, sem skipa verður til sætis á bekk með Cam, er Bartolomeus Diaz. Ár- ið 1487 lagði hann þrískipa upp í leiðangur frá Lissabon með það fyrir augum að taka upp þráðinn, þar sem Diego Cam hvarf frá. Af þessum leið- angri er nú aðeins til stutt frá- sögn. Diaz fór í slóð Cams suð- ur með ströndinni. Hann fann síðasta steinstöpulinn, sem Cam hafði sett upp og hélt að því búnu enn sunnar og reisti þar sinn eigin stöpul á höfða ein- um skammt sunnan þess, er nú heitir Lúderitzflói. Þarna suð- urfrá lenti hann i ofviðri og Mj uhir og hlioblátir JapÖnsku YOKOHAMA nyton hfólbarðarnír hafa reynst öðrum fremur endíngargóðir og öruggir á íslenzku vegunum. Fjölbreytt munstur og stterbir fyrir allar gerðir bífreíða. HAGSTÆTT VERÐ Útsötustaðír um allt land. Indverskir bátar eins og þeir, sem notaðir voru við strendur Malabar, er Vasco da Gama kom þar. tíu manna áhöfn, og lagði að baki sér eina þrjátíu og átta þúsund og fimm hundruð kiló- metra á rúmum þrjú hundruð dögum i hafi, og má nefna, að einu sinni sá ekki til lands í níutíu og sex daga samfleytt. Leiðangur da Gamas var að líkindum fyrsti meiri hátt- ar leiðangurinn, sem fékk að kenna á skyrbjúgnum. Skyr- bjúg fá menn af fjörefnaskorti, en hann á afur rætur sínar að rekja til vöntunar nýmetis og grænmetis. Það er ekki ýkja langt síðan læknis- ráð fannst við þessum vá- gesti. Þessi sjúkdómur er þann- ig vaxinn, að hann leynir á sér á frumstigum sínum. Svo sgir m.a. í annálum: „Hann bregð- ur sér oftlega í gervi ýmissa annarra sjúkdóma, en vanaleg- ustu einkennin eru stórir flekkir hér og þar um líkarn- ann, bólgnir fætur, rotnun 1 í tannholdi og einkum og sér í lagi. ákaflégt slen um allán likamann. Sjúkdómi þessum fylgir enn fremur einkennileg- r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.