Morgunblaðið - 09.05.1971, Síða 6

Morgunblaðið - 09.05.1971, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971 Hafnarfirði og öðrum nágranna- byggðum og hvort fólkið þar kaerir sig um flugrvöll þar. Ég hef ekki fundið að þetta komi fram í skýrslu flugvallarnefnd ar. Beit hún sig svona fast í Álftanesið vegna þess að hún sá að annars væri hún komin of nálægt hinum fullkomna Keflavíkurflugvelli og málið orðið grátbroslegt? Hvað er svona hræðilegt við að aka til Keflavíkur? Sízt er sú leið lengri en almennt gerist utan- lands og fælir þar engan, heldur ekki íslendinga. Það er biðin sjálf á flugvöllunum, sem er tímafrek. I HVAÐA TILGANGI VORU BESSASTAÐIR GEFNIR ÞJÓÐINNI? Einn af þremur kostum við flugvðll á Bessastöðum og ná- grenni er talinn sá, að landið sé að mestu í rikiseign. Það er rétt að Bessastaðir eru það allir en land þeirra allt er um 160 ha. Af þeim færi allt Bessastaða- nes undir flugvöll þ.e. 100 ha. Land Breiðabólstaða og Akra- kots er sennilega allt að 70 ha og það larwJ þyrfti að kaupa, Veit ég þó ekki hvernig nú er háttað um hlut þann sem Bessa staðir áttu áður í Breiðabóls- staðaeyri. En er málið svona einfalt? Hvers vegna eru Bessa staðir nú í eigu rikisins? Þeir voru gefnir því til að vera þjóð höfðingjasetur. Hvaða rétt hef- ur samgöngumálaráðuneyti til að ráöskast með þá þjóðareign og hafa uppi áætlanagerðir um notkun þjóðhöfðingjasetursins til hluta sem aldrei var ætlazt til og aldrei yrðu bættir? Ekki siðferðislegan en hvað þá um lagalega réttinn ? Hvað um þann forkaupsrétt sem Bessa- staðahreppur notfærði sér að sjálfsögðu ekki þegar ákveðið var að gefa Bessastaði undir þjóðhöfðingjasetur enda þótt lit iii hreppur missti við það tekj- ur á sinum tíma? Hvernig mundu dómstólar líta á þann rétt og hvemig yrði hann met- inn? Kyníii ekki svo að fara að eignarréttur rikisins yrði minni en látið er í veðri vaka? Hvemig er þá háttað eignar- rétti rikisins á Reykjavíkur flugvelli? Flogið hefur fyrir að rikið ætti meiri hlutann af þvi landi sem hann stendur á. Það skyldi þó ekki vera að eignar- hlutfall rikisins á þvi landi væri ekki óhagstæðara en það yrði gagnvart flugvelli af X- gerð á Álftanesi? MAT A LANDI OG FÓLKI Á þá að meta flatareiningu lands á Álftanesi minna en i Vatnsmýrinni í Reykjavík? Það gerir vissulega flugvallarverk- fræðingurinn Hellman þvi að hann telur, að „landverð flug- vallar í Reykjavík myndi vafa- laust nægja til kaupa á mestöll- um ef ekki öllum fasteignum á Álftanesi, land og byggingum." Minna mátti það nú ekki vera. Þessi skýrsla verkfræðingsins Flugvölliu- af X-gerð í Bessasta ðanesi með fullri lengd þverbrautar nær yfir Lambhúsatjörn skáhaUt að mörkum Garðahrepps. er frá ársbyrjun 1965. Þó virð- ist landverðið eitthvað hafa þvælzt fyrir þeim Islendingum sem kjörnir hafa verið til að fjalia um fiugvallarmálið og einnig, að landverð muni hækka. Leifar af hugsunarhætti hins erlenda verkfræðings koma þó fram í yfirlýsingu sam- göngumálaráðuneytisins frá 30. marz sJ. þar sem segir um fyrir komulag X-tilhögunar „að til- tölulega útgjaldalítið yrði að tryggja land samkvæmt þvi, þar sem aðeins þyrfti að kaupa fremur lítið land í einkaeign. 1 öðru lagi liggja byggð svæði eða byggileg i nokkurri fjarlægð frá flugbrautum og flugbrautar endum —“ (leturbreyting mín). Það væri fróðlegt fyrir hlutað- eigandi landeigendur og aðra Álftnesinga að fá að vita hvaða landsvæði í hreppnum eru óbyggileg. Ekki efast ég um að ráðuneytið telji sig þess umkom ið að dæma um það eins og ann- að í þessu máli. Land sem ekki er lakara en Tjörnin í Reykja- vík undir ráðhús hlýtur þó að telja'it byggilegt úr þvi að bygg ing ráðhússins á að hafa áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvall- ar. Með öðrum þjóðum er latnd á friðsælum stöðum i nágrenni borga mjög hátt metið. Svo verður einnig hér, ekki sizt á Álftanesi sem er óspillt og ýms- um kostum búið umfram aðra staði í nálægð þéttbýlis. Þótt land þar væri allt metið sem byggingarlóðir væri ekki rétt að miða við söluverð í dag því að fátt eða ekkert er betri fjár- festing en land á þessum stað fyrir það fólk sem það á og afkomendur þess. Þótt ákveðið hafi verið að stofna til byggða hverfis, og utan þess kunni menn að vilja láta af hendi nokkrar lóðir á hverjum stað m.a. til að rétta við eftir stöðn- unina sem varð fyrir afskipti al- mannavaldsins, skal ekkert sagt um það hve mikið hver landeig- andi vill láta af hendi, Það er mál hvers þeirra um sig. Rannsóknir benda eindregið til þess að mikill jarðhiti sé undir utanverðu Álftanesi og í sjó í landhelgi jarða. M.a. er mjög álitleg borhola við áætl- aðan flugbrautarenda í landi einnar þeirrar jarðar sem ráðu neytið kveðst nú ætla að kaupa, Gæti ekki verið að jarð arverð mundi hækka eitthvað við það? Þá kæmi sér vel sá fyrirvari ráðuneytisins að við- ræður þess fari fram „án allra skuldbindinga" af þess hálfu. Ef borgarstjórn Reykjavikur ræður hvort þar skuli vera flug völlur eða ekki eiga þá ekki sveitarstjórnir nágrannabyggð- anna með jafnmiklum rétti að ráða hver í sínu sveitarfélagi i sams konar málum? Á að meta rétt fólksins í landinu eftir byggðarlögum? HUGSAÐ 1 SKREFUM Flu gvallarmaðu rin n Hellman telur það kost við tilhögun flug- vallar af X-gerð að „Bessastað- ir“ séu „allvel utan flugvallar- marka". Þó er gert ráð fyrir að mestur hluti jarðarinnar yrði tekinn undir flugvölL 1 skrifum áróðursmanna var á sínum tíma forðazt að minnast á þjóðhöfð- ingjasetrið þegar rætt var um flugvöll á Álftanesi. Flugvallar nefnd reynir að leiða þetta hjá sér eins og frekast er unnt þótt að vísu komist hún ekki alveg hjá því. Minni hlutinn segir: „Óhjákvæmilegt er að nokkur óþægindi verði fyrir forsetabú- (oniinental Nælonstyrktar viftureimar, vanal. kílreimar og kíl- reimaskífur. FAG Arcanol vatns- verjandi legufeiti fyrir jeppa og fjallabíla. Hjöruliðskrossar og sturtuhjöru- liðir í öll tæki og vélar. ATH. að véladeildin er opin frá kl. 8 fh. 5 daga vikunnar FÁLKINN & STÁL staðinn hvor leiðin sem farin verður en minni hlutinn telur þau óþægindi ekki meiri við L-leið en hina svo að hér er um sama vandamálið að ræða hvor leiðin sem valin verður.“ Meiri hluti nefndarinnar segir um X-tilhögunina: „1 öðru lagi yrði forsetasetrið að Bessastöð- um utan marka vallarins og í beinum tengslum við íbúða- hverfi á Álftanesi þótt truflun yrði þar nokkur". Um þetta seg ir enn fremur svo i yfirlýsingu ráðuneytisins: „í skrifum um afstöðu ráðu- neytisins og i umræðum á Al- þingi hefur nálægð flugvallar af X—gerð við forsetasetrið á Bessastöðum verið gagnrýnd harðlega. Þó er það staðreynd að fjarlægð forsetasetursins frá næsta brautarenda minni gerð- ar X-flugvallar er að heita má jöfn fjarlægð Alþingishússins frá norðurenda aðalbrautar Reykjavíkurflugvallar og næsta nálægð Landsspítalans og sömu brautar á Reykjavíkurflugvelli er 450 metrar en brautir X- flugvallar af minni gerð yrðu hvergi nær forsetasetrinu en 550 m.“ Leturbreytingar eru að þessu sinni ekki minar heldur ráðuneytisins sjálfs. Þær eru reyndar einu leturbreytingarn ar í yfirlýsingu ráðimeytisins fyrir utan orðið „éikveðið“ í öðru sambandi. Þarna þykist ráðuneytið aldeilis hafa náð sér niðri á Alþingi. Þjóðhöfðinginn er í 550 metra fjarlægð frá flug- brautarenda nú þegar hann er í skrifstofu sinni i Alþingishús- inu, hann yrði áfram í 550 metra fjarlægð frá flugbraut heima á æðsta setri þjóðarinn- ar. Ef flugbrautin á X-flugvelli yrði nú lengd og fjarlægð milli hennar og Bessastaðastofu minnkaði enn, þá mætti þó miða við fjarlægðina frá Land- spítalanum og ef í nauðirnar ræki væri þó alltaf hægt að miða við fjarlægð Loftleiðahót- elsins frá Reykjavikurflugvelli eða eitthvað áþekkt! Það er eng in furða þótt menn sem þannig hugsa þykist ætla að leysa hávaða- og slysahættu með til- færslu flugvallar um þrjá kUó- metra. Hluturinn er sá að þjóðin hugsar öðru vísi. Hún hugsar ekki í skrefum. Hún mælir ekki hve marga metra þjóðhöfðing- inn á að geta gengið í þessa átt ina eða hina á þeim stað sem hún hefur búið honum heimili. Hún vill að þar sé friðsæld og vitt til veggja. í Bessastaðanesi er stærsta æðarvarp við sunnan verðan Faxaflóa og annað fugla og plöntulif fjölskrúðugt. Það mundi hverfa. Hið hræðilega við flugvallargerð er að aldrei er hægt að breyta landinu i sama horf og áður þótt flug- tæknin breyttist svo að ekki væri þörf fyrir brautir. Bessa- staðanes yrði allt undirlagt. Jafnvel þykir það galli við X- gerð flugvallar þar að svæðiþ fyrir flugskýli er of takmarkað. Þetta svæði er næst forsetabú- staðnum. Þá er stutt eftir í það að hrekja þjóðhöfðingjann af staðnum. Þverbraut er áætluð skáhallt yfir Lambhúsatjörn milli Bessa- staða og Garðahrauns og mun eigi kosta litið. Þar með væri brautin komin meðfram öllu þvi landi Bessastaða sem flugvöllur inn stæði ekki á og næsta út- sýni úr gestasölum forsetaseturs ins yrði flugbraut í stað tjarnarinnar að ekki sé minnzt Suðurlandsbraut 8 Sími: 8-46-70. M.S. GULLFOSS FER FRÁ REYKJAVIK MANUDAGINN 10. MAÍ KL. 20:00 TIL THORSHAVN, OSLO, KAUPMANNAHAFNAR, HAMBORGAR, AMSTERDAM OG LEITH. EIMSKIP AUar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, Sími 21460 Ferðizt ódýrt ferðizt með GIILLFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.