Morgunblaðið - 09.05.1971, Síða 7

Morgunblaðið - 09.05.1971, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971 7 Hljóðáhrifasvæði þverbrautar fiugrvallar í Bessastaðanesi nær frá höfninni í Reykjavik og suð ur fyrir Hafnarfjörð og aðal- brautar yfir byggð i Kópavogi og Arnarnesi. á hávaða nætur og daga með brautina þvera í nokkur hundr- uð metra fjarlægð. Ekki veit ég hvaða orð hinn erlendi verk- fræðingur hefur notað sem þýtt er með allvel þegar hann telur það kost við X-tilhögunina að Bessastaðir séu allvel utan fflug- vallarmarka. Það munu þeir þó ekki telja sem meta fjarlægð- ina með venjulegum skilningar- vitum og bágt á ég með að trúa þvi að nokkurs staðar mundu stjórnvöld taka mark á slíku þegar um bústað þjóðhöfð ingja er að ræða Verður því heldur ekki trúað að svo verði hér á landi. Þjóðin veit að henni var gefin öll jörðin á Bessastöðum til afnota fyrir þjóðhöfðingjann hvenær sem á þarf að halda. BESSASTAÐIB A ÁLFTANESI Þjóðhöfðingjanum hefur verið |ákveðinn bústaður í kyrrlátu umhverfi á fögrum sögustað. Döpur timabil voru að vísu í sögu Bessastaða. Þessu var m.a. ’haldið fram á móti staðnum þeg ar þjóðhöfðingjanum var ákveð inn bústaður þar. Þá var rétti- lega á það bent að dimmir skuggar hafa einnig verið yfir öðrum sögustöðum landsins; Þingvöllum, Skálholti, Hólum og Reykjavik. Þjóðin veit að flutningur latínuskólans að Bessastöðum 1805 og starfsemi æðsta mennta seturs hennar þar um 40 ára skeið reyndist einn sterkasti þátturinn í sjálfstæðisbaráttu hennar. Þangað komu hvaðan- æva af landinu ungir menn til mennta. Þeir voru sá jarðvegur sem hinir ágætu lærifeður áttu auðvelt með að rækta og sá í. Þar fengu skólapiltar gott vega- nesti í baráttu sinni fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Þaðan komu Fjölnismenn sem vöktu þjóð- ina af dvala með ljóðum sínum og skrifum um verklegar um- bætur. Alþingi hefur reist bók hlöðu á Bessastöðum. Það er sið asta stórframkvæmdin þar. Þannig á að minnast skáldanna og fræðimannanna sem Bessa- staði gistu ailt frá Snorra Sturlu syni til Grims Thomsens og þeirra sem þar voru við skól- ann, kennara og nemenda. í því bókasafni á að ríkja ró. ALÞINGI VERNDI BESSASTAÐI UM ALLA FRAMTÍÐ Þjóðin vill halda þeirri reisn sem er yfir Bessastöðum og láta þjóðhöfðingjann áfram njóta þeirrar friðhelgi og fegurðar sem staðurinn býr yfir. Hún viU ekki láta erlenda eða inn- lenda tæknimenn segja sér fyr- ir verkum í þvi efni. Því verð- ur heldur ekki trúað að nokk- ur ríkisstjórn mundi ef á reyndi bregðast öðru visi við. Því verð ur ekki trúað að yfirgnæfandi meiri hluti alþingismanna hvar í flokki sem þeir standa bregð ist i þvi efni. Þegar nýtt Al- þingi kemur saman í haust þarf það að lýsa yfir því að það vilji ekki flugvöll á Álftanesi. Það er kominn tími tU þess að gengið verði hreint til verks. Frambjóðendur í Reykjaneskjör dæmi verða spurðir um afstöðu sína i þessu máli fyrir kosning- ar. Hafa þe'ir kynnt sér af- stöðu sveitarstjórna á svæðinu frá Seltjarnarnesi til Hafnar- fjarðar? Allir þjóðholUr menn og náttúruunnendur hvar sem er á landinu ættu að spyrja frambjóðendur í hverju kjör- dæmi hins sama. ÞAÐ A EKKI AÐ TAKA FRÁ LAND TIL FLUGVALLARGERÐAR MITT 1 VAXANDI ÞÉTTBÝLI Samgöngumálaráðuneytið hef- ur margt vel gert. I þessu máli hefur það misstigið sig. Slíkt get ur gerzt þegar í mörg horn er að líta. Þá er bezt að viður- kenna mistökin. Það er nóg með þá fjármuni að gera sem þjóð- in getur varið til samgöngu- mála annað en verja þeim til ógagns. Þessi flugvaUarhug- mynd leysir engan vanda, ekki MÆÐRADACSBLOM AFSKORIN BLÓM: RÓSIR — BUQUETRÓSIR — IRIS — GERBERA — NELUKUR — FREZIUR — LEFKOJ — LJÓNS- MUNNI — KONGALILJUR — CHRYSHANTEMUM — GLADI- OLUR — AMARELLYS — ASPAS-BRÚÐARSLÖR — BLÓMSTRANDI POTTABLÓM. rð í allan dag SUÐUDVERI DOMUS MEDICA. einu sinni fyrir Reykjavik. Hafi nokkur dregið hvatvíslegar ályktanir í þessu máli svo að notað sé orðalag í yfirlýsingu ráðuneytisins þá er það ráðu- neytið sjálft. Það skiptir nefni- lega ekki máU í þessu sam- bandi, þótt einhverjir sér- fræðingar hafi athugað máUð rækilega. Engum dettur í hug að vandinn væri óleysanlegur þótt Álftanes væri ekki tU. En málið er annars eðUs. Náttúru- fræðingar gætu t.d. ekki síður en flugtæknifræðingar sagt að Álftanes væri bezt fallið af öU um stöðum við innanverðan Faxaflóa til náttúruverndar végna fjölskrúðugs fugla- og plöntulífs. Örlög Bessastaða og Álftaness eru annað og meira en mál tæknifræðinga. Framtíð þess byggðarlags er annað og meira en leysa Imyndaðan hnút i einum þætti samgöngumála. í ágætri grein sem Jóhannes Markússon flugstjóri Loftleiða reit í Mbl. 23. febr. 1963 benti hann á hve óviturlegt það væri að byggja flugvöll á Álfta nesi. Og hversu sannspár reynd ist hann ekki um þróun byggð- arinnar í Kópavogi Garða- hreppi og Hafnarfirði. Hve mik U verður þessi byggð i lok ára- tugarins sem er að byrja en þá vill ráðuneytið taka endanlega ákvörðun í málinu? Hversu mikil verður hún 5 árum síðar þegar framkvæmdum er ætlað að hefjast ef úr verður? Verð- ur svæðið frá Seltjarnarnesi til Hafnarfjarðair þá ekki full- byggt? Ætti þá áfram að miða aksturstíma á flugvöU frá gamla miðbænum í Reykjavík þótt byggðin sé ætíð að færast suð- ur á við? Sé það þó gert benda Loftleiðir á 30. sept. 1965 í svari við fyrirspurnum flugvaU arnefndar að mismunur aksturs- tima mUU Rvlkur og Keflavik- urflugvallar annars vegar og Reykjavíkur og Álftaness hins vegar sé ekki meiri en 20—25 mín. við þáverandi aðstæður. Ekki þætti það langur timi er- lendis. Loftleiðir segja m.a. í sama svari: „Við teljum ekki þörf á byggingu nýs flugvallar i næsta nágrenni Reykjavíkur fyrir Reykjavík til dæmis á Álftanesi". BURT MEÐ HÁVAÐANN — AUKUM ÖRYGGIÐ Það stæði yfirvöldum nær að banna þegar i stað þotuflug um ReykjavíkurflugvöU og ákveða að það skuli Eildrei verða þar eða í næsta nágrenni. Á þann hátt væri þó unnið gagn eða ber ekki að meta nokkurs öryggi og heilsuvernd fólks á þessu svæði sem nú er á annað hundrað þúsund og fer ört vax andi? Viðhald þotu Flugfélags Islands getur farið fram annars staðar unz aðstöðu tU þess yrði komið upp á Keflavíkur- flugvelli. Samgöngumálaráðu neytið ætti að hætta stefnu- leysi sínu og tvískinnungi. Það ætti að hætta að tvístíga mUli Álftaness og Kapelluhrauns. Verðugra verkefni væri að snúa sér að þvi að koma upp varaflugvelli norðan fjalla fyr- ir miUilandaflugið en byggja nýjan flugvöll í mesta þéttbýli landsins. Getum við Islendingar ekkert lært af dýrkeyptri reynslu ann arra þjóða?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.