Morgunblaðið - 09.05.1971, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl 1971
ÍO
Það eru
lifandi
draugar á
sviðinu
með honum
Rabbað við Karl Einarsson,
með ýmsum röddum
Með tveim barna sinna, Ingrveldi Láru O" Einari. Einar er
hið eina barnanna sem sýnt hefur einhverja hæfileika til að
keppa við pabba gamla þegar fram i sækir. Myndir Kr. Ben.
Hvell rödd Árna Tryggvason
ar, leikara, berst út í saldnn, og
„sjálfur" spígsporar hann um
sviðið, með þessum snöggu
hreyfingum sem við þekkjum
svo vel. Allt í einu teygist
úr honum, röddin verður
djúp og virðuleg, og
Gunnar Thoroddsen flytur
ræðustúf um ástandið á Islandi.
Halldór Laxness, Stefán Jóns-
son, Helgi Sæmundsson, Guð-
laugur Rósinkranz, og fleiri
góðir menn, slást í hópinn og
áheyrendur veltast um af
hlátri.
Þegar fagnaðarlátunum loks
linnir eru þessir mektarmenn
horfnir eins og dögg fyrir sólu,
en eftir stendur ungur þéttvax
inn náungi sem hneigir sig, og
brosir glettnislega. Tjaldið fell
ur.
1 öðrum þætti, erum við
stödd í vistlegri íbúð að Hraun-
bæ númer fjörutíu, og í þægi-
legum húsbóndastól andspænis
okkur sitja allir fyrrnefndir
mektarmenn og margir fleiri,
sameinaðir í eina persónu sem
heitir Karl Einarsson. Karl læt-
ur fara vel um sig, hann star-
ir upp í loft, og togar hugsi í
axlabandið vinstramegin, með-
an hann reynir að rifja upp
hvernig það atvikaðist að hann
fór að tala með annarra manna
röddum. Axlabandið smeiíur á
sinn stað og hann segir: — Ég
var sjö ára.
Svo fer axlabandið aftur af
stað og það er enn þögn
nokkra stund, þar til í því
smellur á nýjan leik. — Ég var
sjö ára. Við vorum I sveit á
Austfjörðum tveir bræðurn-
ir. Hinn heitir Valdimar, hann
var eldri en ég. Hann var í
sveit i Mjóafirði en ég í Beru-
firði, og við höfðum mælt okk-
ur mót á Djúpavogi um haust-
ið — þetta var 1945 — og ætl-
uðutn að taka Esjuna til
Reykjavíkur.
— Einhverra hiuta vegna
urðum við að bíða í sóiarhring
eftir skipinu, og eins og strák-
um er tamt vorum við á fleygi-
ferð um plássið meðan við bið-
um. Ég man nú ekki mikið eft-
ir þessu, en bróðir minn hefur
sagt mér að við faerum irun í
kaupfélagið til að litast þar um.
Það var einhver galsi í mér, og
ég byrjaði allt í einu að herma
eftir dýrunum á bænum sem ég
hafði verið á, kúm, kindum,
hestum, hænsnum og öðrum bú
stofni. Mér hefuir líklega tekízt
vel upp, því að kaupfélagsmean
urðu hrifnir, og leystu okkur
út með gosdrykkjum og
gotterii.
Það smeliur mjög ákveðið í
axalbandinu, og Kalli segir
brosandi: — Það var þá í
fyrsta skipti sem ég fékk laun
fyrir eftirhermur.
— Og hefur haldið áfram sið
an?
— Nei, blessaður vertu. Eft-
ir þetta fengu raddböndin fri
í mörg ár nema hvað þau
gegndu venjulegum skyldu-
störfum við að koma á fram-
færi þeim hljóðum sem mín eig-
in auma persóna vildi miðla
umheiminum.
En svo byrjaði ég á þessu
aftur þegar ég gekk í flotann
og barðist fyrir ættjörðina i
þorskastríðinu, um borð í Þór.
Raunar hafa sumir vinir mín-
ir haldið því fram að frænd-
rækni hafi ráðið því að ég tók
þátt í átökunum, en það er sagt
að menn megi þekkja á fólk-
inu sem þeir umgangast, svo
þú getur imyndað þér hva/1
mínir vinir eru áreiðanlegar
persónur.
Nú, hvað um það, Stefán
Jónsson, fréttamaður, kom um
borð til að fyigjast með því þeg
ar tólf mílna fiskveiðilögsagan
tók glldi, og ég byrjaði strax
að herma eftir honum fyr-
ir skipsfélaga mína.
Stefán vissi nú ekki af því
þá, en frétti það seinna, en
ekki varð honum svo mikið um
að ég fengi neinar ákúrur
enda hefur hans djúpa og sér-
stæða rödd, löngum verið vin-
sæl meðal þeirra sem herma eft
ir fólki.
En það var ekki fyrr en 196-4
sem ég fékk mitt stóra
„debút“ og það ekki af ómerki
legra tilefni en einkaþjóðhátíð
Vestmannaeyja. Ég var þá
skipvérji á Herjólfi, og farinn
að gera miklu meira ai því að
herma eftir, þótt það væri nú
einkum mér sjálfum og vinum
mínum til ánægju. Þjóðhátíðar-
nefndin hafði pata af þvi að
um borð i Herjólfi væri pilt-
ungur nokkur sem hægt vært
að stilla upp og láta hlæja að,
og bað mig þvi að koma fram
á þjóðhátíðinni. Ég varð að
sjáifsögðu við því, þótt ég væri
mjög taugaóstyrkur. En það
gekk allt saman slysalaust, og
þar með hafði ég komið fram
opinberlega í fyrsta skipti.
Fr&mhald á bls. 15
Góðir ís-lendingar © það er svo yyyyynnndis- Haa. Sko. (Laxness).
(Gumiar Thoroddsen). leggt (Séra Jón).
ISLAND
ÖLYMPÍUKEPPNIN
K.S.Í,
RAKKLAND
fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal mið-
vikudaginn 12. maí kl. 20.00.
Skólahljórasveit Kópavogs leikur frá kl. 19,30.
Dómari: Kaare Sirevang frá Moregi.
Vcrð aðgöngumiða:
Sæti kr. 200.00
Stæði — 125.00
Barnamiðar — 50.00
Sala aðgöngumiða hefst á morgun mánudag
kl. 13.00 úr sölutjaldi við Útvegshankann.
Forðist þrengsli — Kaupið miða tímanlega.
• Sjáið fyrsta landsleik ársins.
Knattspyrnusamband íslands.