Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAl-1971 11 Elliott Gould, 187 cm á hœð, stendur á brún Amalfi-klett- anna og horfir suður yfir heims ins bláasta haf, þar sem það skellur á klettunum, og á sól- ina lágt á lofti eins og í mál- uðu landslagi í kvikmyndum. Hann reykir litla gula sigarettu frá meginlandi Evrópu og er 'klæddur í safari föt, með við- eigandi hatt og kögurtösku úr hiartarskinni. En hann hefur fiöskuaxlir og buxumar hans poka svolítið. Hann er heiðursgestur á Sor- rento kvikmyndahátiðinni, til heiðurs ameriskri kvikmytnda- gerð. Columbia Pictures komu með hann hinvað til að auglýsa upp kvikmyndina „Getting St,raight.“ Gouid er nýjasti, og sennilega sá sem næst kemst raunveruleik anum, af amerískum ,,anti“ hetiu ieikurum. Hann er „Oharlie Brown“ uppvaxinn, maðurinn, sem sakleysislega heldur áfram að berjast við úr- kynjun menningarinnar, meðan flestir aðr;r sem hafa litla trú á mannlegum framförum hreinlega gefast upp. Jafnvel aldur hans er réttur. Hann er 32 ára og til- heyrir hvorki eldri né yngri kynslóðinni. Stjarna hans hækkaði á lofti með mynd'nni „Bob & Carol & Ted & Alice“, sem var fyrsta myndin, sem sýnd var á New York kvikmyndahátíðinni haust ið 1969 og varð samstundis geysilega v’nsæl. „M.A.S.H.“ kom á markaðinn rúmum tveim- ur mánuðum siðar og varð jafn- vel ennþá vinsælli, sérstaklega eftir að hún vann ein aðalverð- launin í Cannes. Síðan fór „Getting Straight“ að fylla fjárhirzlur Hollywood, og Gould hefur þrjár aðrar myndir tilbúnar — „Move“ „I Love my Wife“ og gamanmynd- ina „Little Murders." Time tíma ritið hefur verið með forsiðu- grein um hann og kallað hann „Stjörnn hinnar ofþondu aldar“ og hans eigið kvikmyndafélag hefur í huga að velja slikt nafn á kvikmynd, sem: „Everything you Ever Wanted to know About Sex!“ 1 viðbót við allt þetta leikur hann á móti Bibi Andersson i fyrstu mynd Ingmars Bergman með ensku tali, „The Touch.“ Hann er milljónir ljósára frá þeim tima, er hann var nefndur Hr. Barbra Streisand. En jafn- skjótt og hann byrjar að tala kemur eitthvað af þessu „Charlie Brown" óöryggi til baka. „Mér þykir leitt að allt er svona þvælulegt," segir hann með mjúkri súkkuilaði-baritón. rpdd og hnyklar augabrýnnar. Hann hristir höfuðið, skýt- ur fram hökunni og ber orðin fram eins og Spánverji með tyggigúmmí (hvemig sem það nú er?). „Mér finnst „Getting Straight“ í raun og veru virki- lega góð mynd og ég er mjög stoltur af því, að hún skuli vera hér á hátíðinni. En það er ekki mikill tími til að útskýra nokk- uð, það er svo mikið ,,rusl“ á dagskránni." Hann segir orðið „rusl“ var- lega en eðlilega, eins og hann sé kominn yfir spenninginn, sem litlir drengir fá, af að nota óvið eigandi orð í viðurvist annars fólks, og notar það núna, af því að það er þægilegt og tjáir til- finningar hans um dagskrármál in. Gould eyðir deginum í blaða mannaviðtöl, en snæðir síðan með framleiðendunum. Þar sem hann gengur með Hr. Leonard Morpurgo (Columbia Exploition Manager stendur á nafnspjald- inu hans) fram undan slútandi, hálfvöxnum pálmatrjám, birtist allt í einu hávaxin kvenpersóna i rósóttum kjól og ghípur um handlegg Goulds og dregur hann með sér niður nálægan stíg, um leið og hún kvakar glaðlega, „Ég ætla ekki að ræna honum, en hann verður að hitta hr. Whosis, ástralska dreifingar aðilann." Hr. Morpurgo starir á eftir henni og segir við aðstoðar- mann sinn: „Hvernig gaztu leyft henni að gera þetta? Farðu og segðu að hann sé bú- inn að lofa sér annars staðar. Ó, er það ástralski dreifingar- aðilinn? Jæja, útskýrðu bara, að hann þurfi að mæta i við- tal. . . “ Gould stendur þarna á marm- araverönd og hlustar á hr. Whosis tala um Bob & Carol og M.A.S.H. „Þær ganga eins og heitar lummur í Melbourne. Ég vil taka hvaða mynd, sem þú leikur í, Elliott.“ Bliliott segir „Kærar þakkir, herra." Og hann horfir á tærnar á sér og treður höndunum dýpra í vas- ana. Aðstoðarmaðurinn mætir til leiks, segir frá viðtalinu og ástraiski dreifingaraðilinn bros ir tannkremsauglýsingarbrosi og klappar Elliott á öxlina og segir: „Hittumst og fáum okk- ur glas saman á morgun," og Elliott svarar: „Já, það myndi vera m.jög ánægjuilegt," og „Mér þykir fyrir því, að ég Teikeridur í myndinni Bob & Carol & Ted & Alice. Frá vinstri, Nathalie Wood, Dyan A. Cannon, Elliot Gould og Robert Gulp. I mynd þessari sló Elliott í gegn og hefur síðan haft nóg að gera. w' wm Blvl á verð að fara, en . . . “ „Áríð- andi viðtal" skýtur aðstoðarmað urinn inn í. Afsakandi sig aftur út af dagskrárvandamálum og brúnaþungur, þvi að hann er dauðuppgefinn, töltir Gould af stað með hr. Morpurgo, Ijós- myndaranum og mér. Hann hefur eytt 32 árum í að reyna að gera öðrum til hæfis og tölt áfram þangað sem hann hefur verið leiddur. Hans var of vel gætt sem einkabarns af móð- ur, sem sendi hann i leiklistar- tíma. „Lagaðu orðastíl hans“ sagði hún. Leiklistarkennarinn sagðist vissulega geta hjálpað honum að styrkja röddina, kenna honum smávegis í leiklst og smávegis í dansi. Hann segir að hún hafi svarað: „Hann lær- ir aldrei að dansa. Lagfærðu bara orðastíl hans.“ Gould hataði það að vera barnaleikari. „Frá því að ég var níu ára gamall dró hún (móðir hans) mig i alls konar viðtöl, þar sem verið var að leita að barnaleikurum. Ég var vanur að sitja í biðstofum og sjá aðrar mæður og börn stara á mig eins og ég væri að taka mat úr munni þeirra." „Um það leyti sem ég gekk i Professional Children’s Shool í áttunda bekk (14 ára) var ég mér þess mjög meðvitandi að mér myndi aldrei ganga neitt í þessari atvinnugrein. Það hjálp aði alis ekki, að ég fann til mik- illar sektarkenndar vegna þess, að foreldrar mínir eyddu öllum þeim peningum, sem til þurfti við kennslu mína, en ég náði ekki í mikla vinnu.“ Móðir hans sagðist hafa haldið, að hon um þætti gaman að leika. Hann varð oft veikur, en sviðsótti er eðlilegur hjá veikgeðja börnum með hæfileika. Henni og föður hans Bernie Goldstein, kom aldrei vel sarnan — þau eru nú skilin. Hún breytti seinna nafni Elliotts í Gould fyrir fyrstu sjónvarpsauglýsinguna hans og eyddi öllum kröftum sínum í að gera son sinn að „einhverj- um.“ Um það leyti sem hann var 20 ára hafði hann unnið ýmis störf — verið teppahreinsari, sölumaður, kennari í leiklistar- skóla, nætur lyftuvörður í hót eli —en hann var ekki ennþá orðinn „einhver". Hann var haldinn fjárhættuspilasýki. „Ég var svo lamgt leiddur," segir hann nú, „að ég veðjaði stund- um á bæði liðin. Meira að segja fyrir tveimur árum, tapaði ég 50 þús. dollurum í fjárhættu- spili. Sálfræðingurinn minn seg ir að ég hafi verið smátruflaður". Að lokum fékk hann sumar- vinnu í leikhúsi í Hit The Deck, og sönghlutverk í gamansöng- leiknum Irma la Douce. Síðan var hann valinn sem staðgengiU aðalleikarans í „I can get it for you Wholesale". Á einum af þessum örlagaríku augnablikum sem halda leyndardómum leik- listarinnar ga-ngandi, fékk hann aðalhlutverkið og Barbra Streis and aðalkvenhlutverkið. Hann minnist fyrstu áhrif- anna, sem hún hafði á hann: „Sérstaklega hæfileikamikil . . . fráhrindandi og full sjálfs- trausts á sérkennilegan hátt. Það, sem var mest aðlaðandi við hana var, að undir yfirborðinu var hún barnalegasta stúlka sem ég hef nokkurn tíma kynnzt." Hann var „Gyðinga gaur“ frá New York í erfiðleik- um, sem hafði lagt mikið á sig til að ná þangað sem hann var. Hún var „Gyðinga-pía" frá New Work í erfiðleikum sem hafði lagt mikið á sig til að ná þangað sem hún var. Þau elsk- uðu bæði súkkulaði-drykki og kínverskan mat. Hann flutti inn í íbúð hennar yfir veitinga- húsi á neðri Manhattan. Það virtist eðlilegt þá. Átján mánuð um síðar, í september 1963, gerðu þau úr þessu formlega giftingu. Blöðin voru þegar orðin stór- hrifin af Börbru. Funny Girl var stórkostlegur sigur. Blaða- fyrirsagnirnar voru um Börbru & Elliott og ískápinn í ur í aftursætinu á Bentley, um Börbru & Elliott og ískapinn í svefnherberginu þeirra, um Börbru og dýru fötin hennar, um Börbru og megrunarkúrana hennar. . . Blöðin höfðu heyrt að bam- eign mvndi styrkja hjónaband- ið. Þau skrifuðu mikið um það, af þvi að þeim fannst nú þeg- ar, að sambúð þeirra væri ekki eins góð og hún var, þegar þau bjuggu bara saman, af því að þau langaði til þess. Meðan Barbra var í London að leika Funny Girl, fæddi hún Jason Emmanuel Gould, sem „press- an“ nefndi „Milljón dollara barn Börbru“, vegna þess að hún hafnaði milljón dollara kaupi fyrir hljómleika á meðan hún var þunguð. Fljótlega eftir að Jason var fæddur, var Barbra komin aft- ur til vinnu. Hún hafði ekki að- eins sigrað Broadway & West Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.