Morgunblaðið - 09.05.1971, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1971
?uraaÁH
ÁSTHILDUR INGA HARALDSDÓTTIR OG HELGI ODDSSON
Okkur finnst þau hafa mikið
til sins máls, og er það mjög
eðlilegt að unga fólkið skuli
hræðast stríð og vilja ekki fara
í herinn. Þetta hefur tekizt stór-
kostlega vel hjá þessum krökk-
um sem leika í þessu hér miðað
við þær aðstæður sem hér eru.
SIGFRÍÐ ÞÓRISDÓTTIR.
Ég er eiginlega hvorki með né
á móti þessu unga fólki. Ég er
hlynnt því frjálsræði, sem það
vill, og eins er ég á móti pen-
ingaæðinu, sem þarna er gagn-
rýnt. En hins vegar vil ég ekki
mæla með hippalífi og mótmæli
algerlega sterkari lyfjum. Þó
gæti ég alveg hugsað mér að
prófa þetta líf í svona eitt til
tvö ár en ekki lengur.
Við höfum séð leikinn í London
í stóru leikhúsi og urðuim við
ekki fyrir neinum vonbrigðum
með hann hér heima nema hvað
húsið er of litið. Okkur finnst
leikurinn vera þess virði að eft-
ir honum verði tekið og fólk
sjái hann. Skemmtilegt var
hvernig fléttað var inn í íslenzk
um atriðum s.s. víkingaþættin-
um.
SIGUR.IÓN JÓNSSON
Ég fylgdist satt að segja ekki
alveg nógu vel með þessu til að
tjá mig um þetta að einhverju
leyti. En þetta voru fyrst og
fremst mótmæli gegn banda-
rísku þjóðfélagi, sem snertu mig
ekki neitt sérlega. Mér finnst
ekkert sérstakt athugavert við
þessa lífsskoðun, sem þarna kom
fram, og get fallizt á hana að
vissu marki, en ég mundi
þó aldrei segja mig úr þjóðfélag
inu eins og þetta unga fólk ger-
ir.
DÓRA EINARSDÓTTIR.
Ég skil þau vel, ég er sjálf
mikið á móti striði og tel að
bæta mætti ástandið í heiminum
mikið. Fólk er ekki nægilega
hamingjusamt og nýtur lífsins
ekki sem skyldi. Mér finnst sum
ar persónurnar vera sóðalegar
enda margar undir áhrifum
sterkra lyfja sem ég er mikið á
móti en ég sé ekkert að þessum
veikari lyf jum þó.
INGÓLFUR JÓNSSON.
Mér finnst lífsviðhorf þeirra
ekki alveg fulilkomlega rétt, en
kannski er það bara vegna þess
að ég er sjálfur þvingaður. En
þetta stefnir þó að sumu leyti
í þá átt, sem ég vil fara. Ég
veit ekki hvort ég á að vera
að deila á eiturlyfin, því að
menn geta eyðilagt líf sitt á svo
margvíslegan hátt, að það er
kannski ekkert unnið við það að
taka eitt atriðið út úr og deila
á það sérstaklega.
SÆVAR JÓHANNESSON.
Ég er nú ekki að öllu leyti
hrifinn af þessu liifsviðhorfi. Til
dæmis er ég mikið á móti þess-
um „abnormal“heitum. Friðar-
barátta þessi finnst mér mjög
jákvæð. Mér finnst ieikurinn
hjá unglingunum sem taka þátt í
þessu hér vera mjög góður og
hef ég nú séð leikimn þrisvar
sinnum. Þá kann ég vel við
þessi húsakynni og tel húsið
vera mjög vel til leiksýninga
fallið.
RAGNHEIDUR
GUNNARSDÓTTIR.
Þetta er svolitið ofsalegt.
Frjálslyndi er ágætt, en þetta
var einum um of ofsalegt. En
það er margt athyglisvert
í þessu og ég þyrfti að sjá
þetta aftur til að geta áttað mig
betur á þessu. En mér finnst þó
eins og unga fólkið sé
e'kki nógu ánægt með þetta Mf.
Það vill frelsi og frið en virð-
ist þó ekki nógu ánægt og ég
skil ekki almennilega hvemig á
þvi stendur. Þá finnst mér af-
staða þess til eiturlyfjanna ekki
nógu skýr, hvort það vffl þau
eða ekki.
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR.
Mér finnst þetta mjög gott
leikrit, en ég er algerlega á móti
þessum lifnaði og sterku lyfjun-
um. Ég er þó ekki á móti frjáls-
ræði, það á fullan rétt á sér, en
mér finnst þau ganga of langt og
hegðunin vera á 'köflum ósiðleg.
Þó er tilbreyting í að sjá þetta
og allt í lagi meðan það er sýnt
á leiksviði, en annars staðar á
það ekki að sjást.
GARY ALEWINE.
Ég hef séð leikinn i Frakk-
landi og er nokkuð ánægður
með hann hér. Ég skil tilfinn-
ingarnar þegar maður er kall-
aður í herinn, ég hef nú verið
i herþjónustu i 3% ár. Þegar
ég fékk kvaðningu, vildi
ég ekki fara og vissi vart hvað
ég átti að gera en áleit það
betra að fara, því ég átti ekki
annarra kosta völ, og mótmæla
síðan eftir að þjónustu lyki. Ég
er viss um að leikurinn í ís-
lenzku útgáfunni myndi slá í
í gegn suður á „Velli“, þau ættu
að sýna hann þar.
HVERS VEGNfl...
Ferðast fólk frekar með KLUB 32?
VEGNA ÞESS
að ferðir KLUB 32 eru sérstaklega skipulagðar
við hæfi ungs fólks
að ferðir KLUB 32 eru miklu ódýrari
að KLUB 32 tryggir yður skemmtilegasta
ferðalagið.
ÞAÐ er því engin tilviljun að ferðir KLUB 32 skulu einmitt vera vin-
sælustu ferðir unga fólksins.
Hollensku MAXIS brjóstahaldararnir
og teygjubuxurnar fyrirligjandi. Ódýr gæðavara.
Haraldur Árnason, heildverzlun hf. 15583, 13255.