Morgunblaðið - 09.05.1971, Qupperneq 23
MORGUNBLAÖÍÐ, SUNNUDAGUR 9. MAt 19TT
Dr. Kildare leysir Straker ogr
félag-a hans af hólmi á þriðju-
dagskvölduni. Nú er ekkt barizt
við óþekkta furðuhluti utan úr
geimnum, heldur stendur barátt-
an við sjúkdóma margs konar,
slys og sársauka, sem vofa yfir
okkur öllum í daglegu lífi niitím-
ans. Sögurnar um dr. Kildare eru
eftir Max Brand, en eftir þeim
hefur verið gerð kvikmynd og
einnig útvarpsleikrit. Dagskrár-
stjórar NBC voru ekki lengi að
sjá, að þetta efni væri tilvalið til
sjónvarpsflutnings og þeir reynd-
ust sannspáir. Sjónvarpsþættirn-
ir um dr. Kildare eru eitt vinsæl-
asta sjónvarpsefni, sem fram
hefur komið í Bandaríkjunum.
Sérstaklega hafa þeir þó orðið
vinsælir meðal veikara kynsins.
I þáttunum er lýst daglegum
störfum á Blair General Hospital.
Dr. Kildare réðst þangað sem
ungur kandídat. Hann setti
markið hátt; var ákveöinn i því
að verða traustur og öruggur
læknir, en eins og gengur hafa
honum orðið á glappaskot vegna
reynshi- og þekkingarskorts.
f»egar hér er komið sögu er hann
þó mjög vaxandi í starfi, sjálfs-
traustið er að vaxa samfara auk-
inni reynslu, en hann er þó enn-
þá lítt taminn. 1 þessum fyrsta
þætti er greint frá ágreiningi dr.
Kildare við einn sérfræðing spítr
alans uni meðhöndlun eins sjúkl-
ingsins. Hann lendir því í hinum
mesta vanda, þegar komið er til
hans með sjúkling með hættu-
leg brunasár. Hann veit að sér-
fræðingurinn fyrrnefndi er hæf-
astur til að gera að sárum
mannsins, en óttast jafnfranit að
það verði aðeins til að auka á
taugastríðið milli þeirra, leiti
hann á náðir hans.
Richard Chamberlain leikur dr.
Kildare. Hann ætti að vera ís-
lenzkum sjónvarpsáhorfendum
að góðu kunnur frá þvi að hann
fór með hlutverk sjúka frænd-
ans í „Portrait of á Lady“.
Chamberlain er bandarískur leik-
ari og hiaut óhemju frægð fyrir
leik sinn i dr. Kildare-þáttunum.
Sennilega hefur honum fallið illa
að standa í skiigganum af þeirri
persónu, sem hann skapaði með
dr. Kildare, eins og oft vill verða
I sjónvarpsþáttum, er verða vin-
sælir. Hann flutti þvi til Eng-
Iands þar sem hann kom fram
i ýmsum sjónvarpsleikritum við
ágætan orðstír og nú siðustu 2-3
árin hefur frami hans farið ört
vaxandi innan enskra kvik-
mynda. Nú siðast fór hann með
hlutverk Tchaikovskys í mynd
Ken Russells um ævi og starf
þessa fræga tónskálds. Þar leik-
ur á móti honum Glenda Jaek-
son, sem fékk Oscars-verðlaunin
nú fyrir skemmstu.
En ekki er hægt að ræða um
dr. Kildare nema nefna dr. GiII-
espie, aðallækni sjúkrahússins,
sem kemur við sögu i öllum þátt-
unum og tekið hefur dr. Kildare
undir verndarvæng sinn. Gill-
espie er leikinn af Raymond
Massey, kanadískum leikara,
seni byrjaði að leika í handarísk-
um kvikmyndum strax upp úr
1920. Hann lék í um 50 kvik-
myndum áður en hann sneri sér
í elli sinni að sjónv arpsleik, og
margir munu eflaust muna eftir
honum úr myndum eins og Fang-
anum í Zelda, East of Eden, Sev-
en Angry Men, Omar Khayyam,
The Naked and the Dead, How
the West Was Won, svo einhverj-
ar séu nefndar.
Miövikudagur
ll. mai
18 00 Teiknimyndir
Siggi ejóarl
Abdúi Búbúl
Snati liðsforingi
Þýðandi Sólveig Eggertsdóttir.
18.35 Lísa á Grænlandi
Lokaþáttur myndaflokks um ævin-
týri lítillar stúlku í sumardvöl á
Grænkmdi
(Nordvision — Danska sjónvarpið)
Þýðandi Karl Guðmundsson. þulur
ásamt honum Sigrún Edda Björns-
dóttir.
18.50 Hl«
3».»0 FrétUr
30.25 Veður og auglýsingar
30.30 Úr Tannlæknadeild og lyfja-
fræði lyfsala
Fjórða kynningin á námi og störf-
um við Háskóla íslands, sem Sjón-
varpið hefur látið gera í samvinnu
við háskóiastúdenta.
Auk þess sem brugðið er upp
myndum úr þessum deildum, er
að lokum rætt við Magnús Má
Lárusson, háskólarektor.
Umsjónarmaður Magnús Bjam-
freðsson
31.00 Langur aðskilnaður
(Une aussi longue absence)
Frönsk bíómynd frá árinu íaöO.
Höfundur Henri Colpi
Aðalhlutverk Alida Valli og Georg-
es Wilson.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
Myndin greinir frá konu nokkurri,
sem rekur veitingastofu í Parísar-
borg. Hún hefur orðið viðskila við
mann sirin á stríðsárunum, en
flækingiur, sem oft á leið fram hjá
glugga hennar ber grunsamlega
mikinn svip af binum horfna eig-
inmanni.
Harla lítil vitneskja lig&ur fyr-
ir um miðvikuda^smyndina að
þessu sinni. Hún er frumraun
Henri Colpi sem leikstjóra, en
hann er annars þekktastur sem
klippari fyrir Alain Resnais í
myndunum . Hiroshima Mon
Amour og Hinzta árið í 3farien-
bad, sem báðar eru taldar til
öndveffisverka evrópskrar kvik-
myndagerðar. Alida Valli er af
ítölsku bergi brotin og nú nm
fimmtug’t. Hún var ofarlega á
stjörniihimninum á árunum milli
1945—1955, en frægasta mynd
hennar er vafalaust I»riðji mað-
urinn, sem Carol Reed stjórnaði.
I»ar lék hún á móti Joseph Cott-
en, Trevor Howard og Orson
Welles. Um mótleikara hennar í
myndinni i kvöld vitum við
ekkert.
22.30 Dagskrárlok.
Föstudagur
20.50 Kraftar í kögglum
Reynir örn Leósson, unguv maður
úr Innri-Njarðvík, freistar að. brjót
ast úr rammgerum fjötrum, slíta
af sér handjárn úr stáli og draga
sjö tonna vörubíl upp i 60 km
hraða.
örlygur Richter spjallar við Reyni
og fylgist með aflraunum hans
ásamt Nirði Snæhólm, aðalvarð-
stjóra hjá rannsóknarlögreglunni.
21.25 Victor Borge
Skemmtiþáttur með hinum heims^
kunna danska spéfugli og píanó-
leikara Victor Borge.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
21.45 Jesse James
Bandarisk bíómynd frá árinu 1939.
Leikstjóri Henry King.
Aðalhlutverk Tyrone Power Henry
Fonda og Nancy Kelly.
Mynd þessi er byggð á æviatrið-
um bandaríska lesta- og banka-
ræningjans Jesse James (1847-1682),
sem einna frægastur hefur orðið
allra bandarískra útlaga, og átti
jafnvel á sínum tíma miklu dálæti
að fagna hjá löndum sínum
Pýðandi Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin nni .lesse James hefur
verið talin í hópi beztu vestra,
sem Hollywood lét frá sér fara á
fjórða tiiff aldarinnar. Er hún
nefnd í sömn andrá og- vestrarnir
The Plainsman, Drnms Along
the Mohawk, Destry Rides Again
og Stagecoach, sem allar teljast
sígild verk á þessu sviði. Vestr-
ar eru annars kannski fastmót-
vestra, þó að þessi sé e.t.v. þeirra
frægastnr. Hann á einnig heiður-
inn af því að gera Gary Cooper
að kvikmyndaleikara í myndinni
The Winning of Barbara Worth
árið 1926, en Cooper var áður
venjulegur kúreki. Aðalleikarana
í þessari mynd þekkja flestir,
enda hafa þeir báðir oftar en
einu sinni komið við sögu í slík-
um mynduni og Fonda er reynd-
ar í fuliu f jöri enn í dag.
23 05 Dagskrárlok.
14. mai
20.00 Fréttir
20,25 Veður og auglýsingar
20.30 Frá sjónarheimi
Á aldarmorgni
í þessum þætti er fjallað um hellá
málverk steinaldarmanna um sunn
anverða Evrópu frá einföidum út-
línumyndum af veiðidýrum og alit
til þess tíma, er þróuð myndiist
veiðimannanna tekur að mótast af
trúarbrögðum akuryrkjumanna
með fastari búsetu.
, Umsjónarmaður Björn Th Björns-
son.
21.00 Chaplin
Stjörnuhrap
21.10 Mannix
Sér grefur gröf .......
Þýðandi Kristmann Eiðsson
aðasta þemað í bandarískri kvik-
myndagerð og allflestir þekkt-
ustu leikstjórarnir þarlendis hafa
spreytt sig á þeim oftar en einu
sinni. Þetta er ekki svo undar-
legt, þegar haft er í huga, að
vestrar eru jafngamiir kvikmynd
ununi. Eitt grundvallarverkið í
þrónnarsögu kvikmyndanna, The
Great Train Robbery, sem Edwin
S. Porter stjórnaði 1903 og telst
fyrsta myndin með umtalsverð-
um söguþræði, er í eðli sínu
vestri. Leikstjóri þessarar mynd-
ar, Henry King, er heldur eng-
inn aukvisi á þessu sviði. Hann
er iærisveinn Griffiths og Ince
og stjórnaði í gegnum árin f jölda
<9í POpiö alía
v-:c A^laugardaga
JR °9
íp^sunnudaga
(o W ti! k|-6
,\ oCdÍi^ liómin tafa.
'BióMgÁMxnn
HAFNARSTRÆTI 3 . SÍMI 12717
22.00 Erlend málefni
Umsjónarmaður Ásgeir Ingólfsson
22.30 Dagskrárlok.
Laugardagur
15. maí
16.00 Endurtekið efni
Gömul guðshús í Skagafirði
Kvikmynd um tvær gamlar, skag-
firzkar torfkirkjur, í Gröf og að
Víðimýri.
Kvikmyndun örn Harðarson.
Umsjón Ólafur Ragnarsson.
Áður sýnd 29. marz 1970.
Skólahljómsveit Kópavogs
Fylgzt með starfi og leik hljóm-
sveitarinnar og brugðið upp mynd-
um úr Noregsferð hennar á síðasta
ári
Áður sýnt 19. apríl síðastliðinn.
17.30 íþróttir
M.a. úrslitaleikurinn í ensku bik-
arkeppninni í knattspyrnu milli
Arsenal og Liverpool.
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
Hlé
2ð.ð« Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Dísa
Afbrýðisöm dís
Þýðandi Kristrún Þórðardóttir
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Höfum
fyrirliggjandi
Delto combi
ódýr og létt
vél fyrir tré-
smiði til að hafa
meðferðis
á vinnustaði.
C. ÞORSIEira & JOHHSON HI.
Grjótagötu 7, Ármúla 1, sími 24250.