Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1971 Framboðs- flokkurinn * Agreiningur um varastýri- mannskjör MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við HalLgrím Guðmundsson, framkvæmda- stjóra Framboðsflokksins og innti hann frétta af kosninga baráttunni. Hallgrímur sagði, að i undirtoúningi væri að efna til happdrættis. Verður % af andvirði seldra miða var ið til kaupa á vinningum. Á- kveðið er að þrir fyrstu vinn- ingarnir verði notuð reiðhjól og jafnvel að sá fjórði verði gamalt þingsæti. Einhverjum ' erfiðleikum mun það þó háð að festa kaup á því, þar sem sWkir stóiar eru jafnvel sjald- gæfari á frjálsum markaði en geirfuglar. Einnig sagði Hallgrímur að 1 flokkurinn hefði opnað kosn- ingaskrifstofu og væri hún i j pósthólfí 1800 í Reykjavík, og yrðu þar haldnir „bréflegir1 fundir“. Frambjóðendur sagði I hann marga hverja vera i komna á tízkuskóla og væri tilgangurinn að ná „hinu rétta brosi“. ' Hallgrímur sagði að upp væri kominn ágreiningur inn- an flokksins um kjör á vara- stýriimanni, en eins og kunn- ugt er, er oddviti miðstjórnar Framboðsflokksins nefndur stýrimaður. Annars sagði Hallgrimur að 1 Ookkurinn væri lítt starfhæf- ur um þessar mundir þar | sem frambjóðendur væru flestir í prófum. Skákin í bið hjá Fischer og Taimanov FYRSTA skák Fischers og Taim anovs í undanúrslitum heims- meistarakeppninnar var tefld á sunnudag, og fór hún í bið. — Tefla átti fyrstu skákina á föstu dag, en henni var frestað. — Keppni þeirra Fischers og Taim anovs fer fram í Vancouver í Kanada. Á Kanaríeyjum lauk annarri skák þeirra Uhlmanns og Lar- sens með sigri Uhlmanns, en Larsen vann fyrri skákina. — Tefla átti þriðju skákina í gær, mánudag. Korchnoi og Geller gerðu jafn tefli í Moskvu, en Korchnoi vann fyrri skákina. í Sevilla hafa Petrosjan og Hiibner frá Vestur-Þýzkalandi gert jafntefii í þremur skákum. Fjórðu skák þeirra átti að tefla í gær, en alls eru tefldar tíu skákir. Ánægður með viðbrögð EBE PARÍS 17. maí — NTB. Andreas Cappelen, utanríkisráð- herra Noregs, sagði f París í dag að undirtektir Efnaliagsbanda- lagsins undir sérkröfur Norð- manna í fiskimálum hefðu verið jákvæðar til þessa. Cappelen situr fund sem sex aðildarríki Efnahagsbandalagsins og fjögur ríki sem sótt hafa um aðild halda um samvinnu austurs og vesturs og ástandið í Miðaustur- löndum. Cappelen benti á að sú lausn, sem Norðm-erm hefðu stumgið upp á í fiskvciðimálunuTn, væri í samræmi við grundvallarregl- ur EBE. Fiskveiðar í landhelgi aettu ekki að vera einkaréttur rikisborgara hlutaðeigandi lands, en fiskimerHiimir yrðu að vera búsettir í landinu. Cappelen benti á að Efnahagistoandalagið hefði samþykkt hliðstæðar regl- ur. Átta ára drengur virðir íyrir/ sér lík föður síns í Cincinnati* í Bandarikjuniim. „Þetta er pabbi,“ hrópaði hann. Faðir- inn, McKiniey Pace, heið/ bana er hann skiptist á skot-i um við tvo lögreglumenn sem I reyndu að færa hann í fang-4 elsi. Annar lögreglumaðurinn í beið bana en hinn særðist.] Pace hafði áfrýjað 13 mánaðaj fangelsisdómi fyrir árás á i lögregiiiforingja í kynþátta-i óeirðum í fyrrasumar, en] tapaði málinu. Pace hafði' verið leitað í tæpa tvo mán- ( uði. Húsinu stolið Ekið á kyrr- stæðan bíl EKIÐ var á kyrrstæða SAAB- bifreið á timabiWnu frá Id. 13 til 20, föstudaginn 14. maí, þar sem hún stóð á stæði norðan Tryggvagötu við Pósthússtræti. Bifreiðin, sem er ný og blá að lit, R-2807 beyglaðist á hægra framhorni. Þeir, sem orðið hafa varir við árekstur þennan eru vinsamleg ast beðnir um að gera rannsókn arlögreglunni í Reykjavík þegar viðvart. Einni.g er skorað á tjón- vald að gefa sig fram. Bangkok, Thaliandi, 17. maí. — (AP). SAGT er um þjófa í Thai- landi að þeir steli öllu steini léttara, og virðist það ekki of- sagt, þvi þeir hafa enn bætt við frægð sína. Þeir stálu húsi. Phaopan Punnahitanonda, höfuðsmaður, skýrði lögregl- unni í Bangkok frá því í dag að sumarbústað hans utan við höfuðborgina hafi verið stolið. Kvaðst höfuðsmaður- inn sjaldan hafa notað bú- staðinn, en ráðið eftirlits- mann til að hafa umsjón með honum. Þegar svo Phaopan ætlaði að skreppa í bústað- inn nú um helgina var húsið horfið og einnig eftirlitsmað- urinn. „Meir að segja grunn- stólparnir voru farnir," sagði Phaopan. Eldsvodi á Húsavík: Miklar skemmdir á innbúi Húsavík, 17. maí. UM hádegi á laugardag varð vart við að eldur var laus í íbúðarhúsinu Túnigötu 14 (Vell- ir). Húsmóðirin var ein heima og þegar hún varð eldsins vör ætlaði hún að bjarga peninguin, sem voru geymdir í stofu þeirri, sem eldurirm kom upp L Náði hún þeim ekki, en brenndist nokkuð við tilraunina, svo að fljytja varð hana í sjúkrahús. Siökkviliðið kom fljótt á vett- vang og tókst ffljótlega að slökkva eldinn og peningunum bjargaði húsbóndinn. Skemmd- ir urðu töluverðar á hús- inu og miklar á innbúinu. TaHð er að kviknað hafi í út frá út- varpstækinu. I húsinu bju-ggu eigendur þess, hjónin Laufey Vigfúsdóttir og Kári Pálsson. — Fréttaritari. HM í bridge: Heimsmeistararnir hafa 45 stiga forystu i BANDARISKU heimsmeistaram ir „Dallas-ásarnir" hafa 45 stiga forystu yfir frönsku sveitina í úrslitum heimsmeistarakeppninn ar í bridge, sem fram fer þessa dagana á Formósu. Hafa þá verið spiluð 96 spil, en eftir er að spila 32 spil. K' ppmnni er þannig hagað, að spiluð eru samtals 128 spll, sem skipt er í 4 leiki, með 32 spil í hverjum leik. Þegar úrslitakeppnin hófst höfðu fyrirliðar sveitanna, þeir Oswald Jacoby frá Bandaríkj- unum og Rene Huni frá Frakk landi, stillt upp sterkustu spil urunum. Fyrir Bandaríkin spil- uðu: Goldman, Lawrence, Wolff og Jacoby, en fyrir Frakkland: Jais, Trezel, Svarc og Bouleng- er. Fyrstu 16 spilin voru mjög jöfn og að þeim loknum var staðan 16:9 fyrir Bandaríkin. — Sömu spilarar spiluðu næstu 16 spil og nú tókst bandarísku spil urunum mjög vel upp. Nákvæm ar sagnir þeirra og óvenjuleg bjartsýni frönsku spilaranna or sökuðu að þeir unnu 37 stig í þessum 16 spilum, svo að staðan að loknum 32 spilum var 71:27 fyrir bandarísku sveitina. Næstu 32 spil voru jöfn og var barizt um hvert stig þannig að eftir 64 spil var staðan þann- ig að bandaríska sveitin hafði 42 stig yfir, hafði tapað tveim- ur stigum í þessari umferð. Samið við sjón- varpsþýðendur UM helgina náðist samkomulag um gjaldskrá fyrir sjónvarps- þýðendur og er verkfall þeirra þar með úr sögunni. Pétur Guð- finnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins sagði að erlendar sjónvarpsmyndir yrðu ef til viW sendar út án íslenzks texta á miðvikudagskvöld, en eftir það æt'tu þessi mál að vera komin í eðlilegt horf aftur. Þegar þriðja umferð hófst, kom í ljós að sömu spilarar skip uðu sveitirnar og í upphafi keppninnar. Báðir fyrirliðarmr virtust treysta þessum spilurum betur en öðrum í þessari erfiðu keppni. Franska sveitin spilaði mjög vel í næstu 16 spilum og á tímabili var staðan orðin jöfa, en í síðustu spilunum tókst bandarísku spilurunum að vinna tvö þýðingarmikil spil, þannig að staðan að loknum 80 spilum var 141:115 fyrir bandarisku sósitina eða aðeins 26 stiga mua ur. Randarísku spilurunum tókst vel upp í næstu 16 spilum og bættu 19 stigum við forskotið, þannig að staðan að loknum 9S spilum er 175:130 eða 45 stiga munur fyrir bandarísku sveit- ina. í keppninni um þriðja sætið milli Formósu og Ástralíu er staðan 90:86 fyrir Ástralíu, en eftir er að spila 32 spil. í keppninni um fimmta sætið milli sveita frá Bandaríkjunum (B) og Brasilíu er staðan 8?:63 fyrir Brasilíu, en eftir er að spila 32 spil. Keppninni átti að ljúka sl. nótt. Kjartan Ólafsson Listabókstafir Lunokhod hálfs árs í kjördæmum YFIRKJÖRSTJÓRN Norður- indskjördæmis eystra hefur til ynnt, að þar hafi orðið sú reyting á framboðslistum, að ’-listinn hafi verið dreginn til aka. Samkvæmt tilkynningum yf- 'kjörstjórnar með þessari leið- éttingu verða eftirtaldir listar í jöri við Alþingiskosningarnar 3. júní n.k.: öllum kjördæmum: l. — Listi Alþýðuflokksins. t. — Listi Framsóknarflakks- ins. D. — Listi Sjálfstæðisflokks- ins og G. — Listi Alþýðubandalagsins. í öðriim kjördæmum en Noröur landi vestra: F. — Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. 1 þremur kjördæmum, Reykja vík, Reykjaneskjördæmi og Suð urlandskjördæmi verður auk þess í kjöri — Listi Framboðs- flokksins, sem merktur hefur verið bókstafnum O. MOSKVU 7. maí — NTB. í dag hafði sovézki tunglvagninn Lunokhod-1 verið hálft ár á tunglinu, og allt bendir til að þessari einstæðu tilraun verði haldið áfram enn um hríð. Haft er eftir opinberum heim- ildum í Moskvu að nokkur elli- mörk séu farin að sjást á tungl- vagninum, og að slit sé að gera vart við sig, en Pravda, mál- gagn flokksins, segir ' dag að tilraunum með- hann sé alls ekki lokið. Lunokhod-1 lenti á tungUnu 17. nóvember í fyrra, og hefur hann síðan sent til jarðar ómef- aniegar upplýsingar að því er sagt er í Moskvu. Kjartan Ólafsson fyrr- um bæjarf ulltrúi látinn KJAKTAN Ólafsson, fyrrum j baejarfulltrúi í Hafnarfirði, lézt síðastliðinn laugardag í Borgar- ] sjúkrahúsinu, en hann hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að stríða. Kjartan var rétt tæj)- lega 77 ára, er hann lézt. Kjartan Ólafsson fæddist á Sandhólaferju í Rangárvalla- sýslu hinn 16. maí 1894, sonur Ólafs Guðmundssonar, ferju- manns þar, og Marenar Einars- dóttur frá Miðkoti í Þyggvabæ. Árið 1920 fluttist Kjartan til Hafnarfjarðar og bjó þar unz hanin fluttist til Rey'kjavíkur 1950. Kjartan tók mikinn þátt í fé- lagsmálum og lét mikið að sér kveða í Alþýðufloíkknum í Hafnarfirði. Hann var m. a. einn af aðalhvatamönnum að stofnun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og átti lengi sæti í útgerðarráði. Þá átti hann sæti í bankairáði Landsbanka íslands í tæpan áratug. í Bæjarstjóm Hafnar- fjarðar sat Kjartan á árunum 1926 til ’34 og aftur 1938 tit ’50. Jafnframt sat hann átta ár í bæjarráði, eftir að það var stofnað. Allengi átti hainn sæti í stjórn ASÍ og stjóm Alþýðu- flokksins. Kjartan var heiðuns- félagi í Málfundafélaginu Magna og Alþýðuflokksfélagi Hafrnar- fjarðar. Kona Kjartans ÖlafssoTnar vac Sigrún Guðmuindsdóttir og lifcr hún mann siirn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.