Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBL.AÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1971 17 - Rann- sóknaráð Framh. af bls. 15 kvæmdastjórinn tók að hella úr skálum reiði sinnar yfir mig fyrir að hafa gerzt svo djaníur að fara í fylgiskjöl rannsókna- ráðs án sinnar heimildar meðan þau voru í vörzlu ríkisendur- skoðunar. Sagðist hann hafa hringt í ríkisendurskoðanda sjálfan og spurt hann hverju þettta sætti. HVAÐ LÁ AÐ BAKI ? Ég benti framkvæmdastjóra á, að sem meðlimur rannsóknaráðs tel'di ég mig hafa fullan rétt á að skoða gögn ráðsins, hvar sem þau væru niðurkomin. Þar að auki hefði ég verið búinn að ræða þetta mál við hann sjálf- an og hann gefið skýrt til kynna, að mér hefði verið heim- ilt að sjá gögnin, bæði áður en þau færu til ríkisendurskoðunar og eins eftir að þau kæmu það- an. Framkvæmdastjóri neitaði því þá að hafa gefið í skyn að ég mætti sjá gögnim áður en þau færu til rikisendurskoðun- ar. Hins vegar hefði hann heim- ilað að ég fengi að sjá gögnin þegar þau kæmu úr rlkisendur- skoðun. Spurði ég hann þá, hvaða eðlismunur væri á þessu, en fékk engin svör við því. Læt ég lesandanum eftir að veiita þvi fyrir sér hvað þarna hafi legið að baki. Ég vil taka fram, að með þess um orðum mínum er ég ekki að lýsa vantrausti á ríkisendur- skoðunina. Hins vegar er það skoðun mín, að rikisendurskoð- un hafi fyrst og fremst tök á að meta tækniieg atriði í bókhaldi, en hafi miklu síður möguleika á að meta hvort um eðlileg út- gjöld sé að ræða undir þessum eða hinum lið. Aikunna er, að endurskoðendur fyrirtækis hafa sjalidnast sömu aðstöðuna og stjórn fyrirtækisins eða fram kvæmdastjó,ri til að sjá hvort eitthvað sé öðru vísi en vera ber. HHFTI Á ANNAN FUND Vík ég nú aftur að fundin- um. Þegar hér var komið sögu, lagði formaður framkvæmda- nefndar orð í belg og reyndi að stiila tii friðar. Sagðist hann hafa nauman tíma, þurfa að fara á annan fund, en bað mig að koma með athugasemdir mín ar svo að framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri gætu afgreitt þær. Framkvæmdastjórinn sagð- ist líka vera tímabundinn. Skrif stofustjórinn einn virtist hafa ætlað sér rúman tima til að rœða þetta ómerkilega mái. „HEFUBÐli KANNSKI FABHJ OFAN I SKAUFAI'BAMTALH) NIITT?“ Það er ekki ætlun mín að rekja hér efni þeirra fyrir- spurna, sem ég gerði á fundin- um, né heldur svörin. En í fund atlok var það skoðun min, að tadsvert vantaði á, að þær skýr ingar, sem gefnar hefðu verið, væru íullnægjandi. Formaður framkvæmdanefndar gætti þess vandlega, að taka hvergi af- stöðu til nokkurs máls. Ekki var ég þó sá eini, sem bar fram fyrirspurnir á fundinum, því að framkvaamdastjórinn spurði mig við og við hinna forvitnilegustu spurninga, eins og t.d. hver það væri sem borgaði þann fíma sem færi í þetta hjá mér, hvort ég hefði mjög gaman af þessu, og hvort ég hefði farið ofan í skatta fi’amtalið sitt! AÐGEBDA KBAFIZT Dagana eiftir fundinn, nánar tiltekið 14. og 16. nóvember,-átti ég langar viðræður við formann framkvæmdahefndar um þetta mál. Lagði é'g ríka áherzlu á, að framkvæmdanefndin iéti málið tH sin taka þannig að nauðisyn- legar ieiðréttingar yrðu gerðar. Hitt skipti þó enn meira máli, að komið yrði í veg fyrir að fjármáli rannsóknarráðs yrðu í sömu óreiðunni áfram. I því sambandi bað ég formann framkvæmdanefndar að koma á framfæri þeirri tillögu, að ríkis- bókhaldinu yrði framvegis falið að sjá um bókhald og fjárreið- ur rannsóknaráðs, því að að- staða myndi nú í ríkisbókhaldi til að annast siík verkefni. Þetta mætti gera á þann hátt, að ekki ylli opinberu umtaM, t.d. gæti til laga um breytinguna komið form lega frá framkvæmdastjóranum sjáltfum. Fleiri leiðir gætu sjálf sagt komið til greina. Það eina, sem ég myndi aldrei sætta mig við væri það, að málið væri „svæft“ og látið eins og ekkert hefði gerzt. Tók ég fram, að ef ekki væru gerðar gagngerar ráð stafanir til að koma reiðu á hlut ina, myndi ég telja mér skylt að leggja málið fyrir fund í rann- sóknaráði. Formaður fram- kvæmdanefndar kvaðst sam- þykkur því, að óheppilegt væri, ef málið þyrfti að fara fyrir fund í ráðinu. Lofaði hann, að tillögur minar skyldu teknar til athugunar, en ég áréttaði mál mitt með því að biðja um rúm á dagskrá næsta fundar tii fram sögu um málið, ef með þyrfti. Formaður framkvæmdanefndar taidi slíkt sjálfsagt. Tilkynnti hann mér skömmu síðar, að hann hefði skýrt menntamáia- ráðherra frá málavöxtum, og væri málið nú í athugun hjá ráð herra. NEFNDIN HAFÐI ENGAB SKYLDUB I MÁLINU! Tíu dögum eftir þessar við- ræður barst mér tilkynning um fund í rannsóknaráði. Fylgdi þar með dagskrá fundarins, og sá ég, að fjármálin höfðu ekki verið tekin á dagskrá. Þegar ég leitaði frétta hjá fonmanni fram- kvæmdanefndar tjáði hann mér, að málið hefði ekki verið tekið fyrir í framkvæmdanefnd og væri ekki fyrirhugað að gera það fyrir næsta fund ráðsins. Þegar ég benti formanni fram- kvæmdanefndar á, að mér væri kunnugt um, að meðiimir fraum- kvæmdanefndar hefðu tvívegis komið saman til fundar siðan viðræður okkar áttu sér stað, sagði hann, að hann hefði rætt málið við einstaka meðlimi fram kvæmdanefndar, en þeir hefðu tekið þá afstöðu, að nefndinni bæri ekki skylda til að hafa eft- irlit með fjárreiðum hjá fram- kvæmdastjóra eða gera tillögur um það efni. Slíkt væri í verka- hring rikisendurskoðunar. Mér þótti þessi ytfirlýsing hin furðulegasta og lét það óspart í ljós. Benti ég á, að fram- kvæmdanefnd ráðsins hlyti að hafa betri aðstöðu en nokkur annar aðili ti-1 að dæma um ein- stök atriði í fjárreiðunum, enda væri hún framkvasmdaaðili ráðs- ins. Ætti þetta ekki siizt við eins og málum hefði verið háttað að undanförnu, að framkvæmda- nefndin ein hefði fengið að sjá reikningana og hefði jafnvel af- greitt fjárhagsáætianir án þess að bera þær fyrst undir ráðið. Þessi afstaða framkvæmda nefndar, að henni kaanu fjár reiður hjá framkvæmdastjóra ekki við, virtist líka vera ný af nálinni, því að formaður nefnd- arinnar hafði áður sagt mér frá athugasemdum, sem nefndin hefði gert við tiltekna kostnað ariiði i reikningunum. Gat ég ekki komizt að annarri niður- stöðu en þeirri, að framkvæmda nefndin væri að reyna að losa sig undan þvi að hafa afskipti af þessu óþægilega máli. BÆTT VFD BÁDHEBBA Hinn 28. nóvember náði ég tali af menntamálaráðherra. Stað- festi hann, áð formaður fram- lcvæmdanefndar hefði skýrt sér frá því hvað á seyði væri. Hefði hann beðið rikisendur- skoðanda að senda sér skýrslu um málið, og ætti hún að vera komin í sinar hendur fyrir fund ráðsins, sem boðaður hafði ver- ið 4. desember. Lofaði ráðherra að hafa samband við mig strax og skýrslan bærist. Skömmu sáðar hringdi rík- isendurskoðandi til mín og bað mig um að hitta sig á skrifstofu sinni til viðræðna um þetta mál. Varð ég við þeirri bón og skýrði honum í megindráttum frá því sem ég hafði orðið vísari við at- hugun mína á reikningum rann- sóknaráðs. EKKIOBT GENGUB NÉ BEKUB Fyrir fundinn í rannsókna- ráði ræddi ég enn á ný við fpr- mann framkvæmdanefndar og spurði hvort afstaða hans og nefndarinnar væri óbreytt. Kvað hann svo vera. Innti ég hann þá sérstaklega eftir því, hvort þeir hefðu ennþá engar tillögur fram að færa til úrbóta í þessu máli, til þess að unnt væri að komast hjá því að leggja málið fyrir fundinn. For- maður framkvæmdanefndar svar aði því neitandi. Benti hann mér jafnframt á, að mörg mál væru á dagskrá fundarins, og ekki víst að formaður myndi vilja taka þetta fyrir. Ég sagði, að ef svo færi, myndi ég dreifa fjöl- rituðu bréfi til fundarmanna, til að vekja athygli á málinu. Fyrir hádegi hinn 4. desem- ber, daginn sem fvmdurinn átti að vera, fékk ég boðsent frá menntaimáiaráðherra afrit af bréfi ríkisendurskoðanda til ráð herra. Visaði rikisendurskoð- andi þar til spurninga, sem ráð- herra hefði lagt fyrir hann sím- leiðis, en sagði, að ekki væri unnt að svara þeim að svo stöddu. Þyrfti fyrst að ljúka endurskoðun á bókhaldi ráðs- ins, siðan ganga frá athugasemd um, fá svör við þeim, o.s.frv. BÁDHEBBA LOFAB FUNDI í anddyri fundarhúss hitti ég menntamáiaráðherra, sem spurði, hvort ég hefði fengið bréfið frá sér. Játaði ég því. Ráðherra spurði þá, hvort ég myndi láta mér þetta svar nægja, en ég tók því fjarri. Bauðst hann þá til að veita mér orðið á fundinum, ef ég vildi skýra frá málinu. Ég þakkaði boðið en taldi, að svo mörg mál væru á dagskrá fyrir, að timinn yi ði of naumur til að gera máiinu nokkur skil. Úr því sem komið væri vildi ég heldur dreifa stuttu bréfi, sem ég hefði látið fjölrita, en biðja siðan um sérstakan fund um málið. Sýndi ég ráðherra bréfið, en niðurlag þess hljóðaði svo: „Með hliðsjón af ofansögðu leyfi ég mér að bera fram þá tillögu, að haldinn verði fyrir lok þessa árs sérstakur fundur í rannsóknaráði, þar sem fjaill- að verði um fjármál ráðsins og skyldur framkvæmdanefndar i sambandi við þau. Jafnframt verði fjárhagsáætlun næsta árs endurskoðuð í Ijósi þeirra upp- lýsinga sem fyrir liggja í reikn ingsyfirliti siðasta árs og fast- ari skorður settar við einstaka liði.“ Ráðherra las bréfið og kvaðst fús til að styðja þessa tillögu. Dreifði ég bréfinu strax i upp- hafi fundar, en i fundarlok tók formaður (ráðherra) til máls um það. Vakti hann athygli á síð- ustu málsgreininni og kvaðst sjálfur myndi sjá um að boða til þessa fundar. Hins vegar væri desember erfiður mánuður til fundarhalda, og myndi hann þvi leggja til að fundinum yrði frest að fram yfir áramót, ef ég væri því samþykkur. Skyldi fundur- inn þá boðaður strax upp úr ára mótum. Ég svaraði formanni og kvaðst geta fallizt á þessa til- högun mála. Urðu þá ekki fleiri umræður. FUNDI SEINKAB Líður nú desember og síðan janúar allur, og ekki bólar á fundarboði. Ég leita frétta hjá formanni framkvremda- nefndar, en hann segist ekkert vita, málið «é i höndum ráð herra, og hafi ráðherra sagt sér, að hann þurfi ekkert um það að hugsa. Þegar kemur fram i marz, geri ég fyrirspurn um það, hvað líði fasta fundinum, sem eigi að halda í þeim mánuði. Formaður framkvæmdanefndar segir, að rætt hafi verið um fund á næst unni í sambandi við skipulags- mál rannsóknamála. Ég benti á, að ekki væri unnt að halda fund um skipulagsmál fyrr en búið væri að halda fund þann um fjárreiðurnar, sem lofað hefði verið. Formaður fram- kvæmdanefndar sagðist ekki vita, hvaða skoðun ráðherra hefði á því atriði. Hét hann því saimt að minna ráðherra á loforð hans um sérstakan fund um það mál. Formaður fram- kvæmdanefndar taldi jafnvel, að til greina gæti komið að halda fundi tvo daga í röð, en úr því sem komið væri yrði varla um fund að ræða fyrr en í apríl. UMBOÐ FBAMKVÆMDANEFNDAB ÚTBUNNID Þegar hér var komið sögu, leyfði ég mér að minna formann framkvæmdanefndar á dálítið viðkvæmt mál, sem sé það, að umboð framkvæmdanefndarinn- ar væri útrunnið 20. marz, og bæri þvi að kjósa nýja nefnd, auk þess sem nefndin hefði átt að skila af sér tilteknu verk- efni fyrir þennan tíma. Formað- ur framkvæmdanefndar kippti sér síður en svo upp við þetta, heidur lét sér fátt um finnast. ATHUGASEMDIB BÍKISENDUBSKOÐUNAB Hinn 15. april kom ég að máii við formann framkvæmdanefnd- ar og sagðist hafa frétt það á skotspónum, að framkvaamda- nefndin hefði um altlangt skeið haft í höndunum athugasemdir ríkisendurskoðunar við reikn- in.ga ársins 1969, svo og svör framkvæmdastjóra. Bað ég for- mann nefndarinnar um að fá að sjá þessi gögn, og varð hann við bón minni. Reyndust athuga- semdir ríkisendurskoðunar dag- settar 25. janúar, en svör fram- kvæmdastjóra dagsett 18. feb- rúar. Var þetta álitlegur skjala- bunki. Ég sagði við formann framkvæmdanefndar, að nauð- synlegt væri að senda afrit af þessum gögnum til alli'a meðlima ráðsins, svo að þeir gætu kynnt sér þau sem bezt fyrir næsta fund. Formaður framkvæmda- nefndar tók þessari uppástungu heldur dauflega og sagði að slikt yrði ekki gert nema eftir ákvörðun ráðherra. Hjá rikisendurskoðun fékk ég síðan þær upplýsingar, að svör in hefðu verið athuguð og við- bótarathugasemdir sendar. Myndi senn vera kominn timi til að ganga eftir svörum við þeim. Um niðurstöðu væri ekkert hægt að segja á þessu stigi máls ins. FUNDI SEINKAB ENN Þegar þarna er komið sögu fæ ég að heyra hjá formanni ft'amkvæmdanefndar, að fundur inn verði nú áreiðanlega hald- inn fyrir mánaðamót. En eftir því sem mánaðamótin nálgast, eykst óvissan aftur, og er nú tal að um að fundurinn verði lík- lega öðru hvoru megin við mán- aðamótin. Afræð ég þá að ganga á fund menntamálaráðherra og geri það 28. apríl. Á ég langt samtal við ráðherra um málið í heild, en fæ engin loforð um að gerðir, nema það, að máliö skuli tekið fyrir á fundi innan tíðar. Ráðherra spurði, hvort ég teldi nauðsynlegt að halda sérstakan fund um málið (rétt eins og það væri ný hugmynd), og játaði ég því afdráttarlaust. Ráðherra sagðist reyndar tvivegis - veva búinn að samþykkja fundardag, sem framkvæmdanefndin hefði stungið upp á, en nefndin sið- an fi'estað fundi á ný.. SÍDBÚIN SYNDAKVITTUN Bftir að hafa femgið þéss ar upplýsingar, leitaði ég aftur til formanns framkvæmdanefnd ar og óskaði skýringa á frestun inni. Taldi hann, að í rauninni væri það ráðherra sjálfur, sem bæri ábyrgð á þessu. Þannig væri mál með vexti, að fram hefði komið af athugasemdum rikisendurskoðunar, að tiltekn ar greiðslur til framkvæmda stjóra hefðu átt sér stað árið 1969 án heimtldar ráðuneytis. Hefði framkvæmdastjórinn beð- ið ráðuneytið um að veita heim- ild fyrir þessu eftir á, og væri talið útilokað að halda fundinn fyrr en sú heimild lægi fyrir! Á formanni framkvæmdanefndar mátti skilja, að mjög hefði dreg izt að þessi syndakvittun væri veitt. Ég lýsti því yfir, að nú vært þolinmæði mín algjörlega á þrot um. Sýndist mér helzt, að ætlun in væri að draga málið sem lengst og svæfa það síðan. Hefði ég reynt allt til þess að fá mál þetta 'leyst, án þess að til vand ræða þyrfti að koma og hefði ekki einu sinni sett aðra með- limi rannsóknaráðs inn í einstök atriði málsins. Hins vegar myndi ég nú tala við notckra menn í ráðinu til að vita hvort þeir vildu beita sér fyrir því að mál- ið vrði afgi’eitt. OPINBEB I YBIK.SPI BN Hinn 6. maí birtist í Þjóðvilj anum stutt fyrirspurn, þar sem drepið var á mál þetta og spurt hvað afgreiðslu þess liði. Strax sama dag tilkynnti formaður framkvæmdanefndar mér, að fundur yrði að öllum líkindum haildinn innan viku. Þó yrði ef til vill ekki unnt að boða hann með meira en tveggja daga fyr- irvara. Þessu mótmælti ég á þeim forsendum, að svo stuttur fyrirvari myndi leiða til þess, að margir gætu ekki mætt, og ætti það ekki sízt við um alþingis- menn, sem búsettir væru úti á landi. Samkvæmt reglunum ætti að boða fund með a.m.k. hálfs- mánaðar fyrirvara. Þriðjudagiinn 11. maí hring- ir svo formaður framkvæmda- nefndar til mín og tilkynnir mér að fundui' vérði haldinn að viku liðinni, 18. maí. Muni skrif legt fundarboð fylgja á eftir og sömuleiðis fleiri gögn. Væri ætl unin að taka til afgreiðslu, ekki aðeins reikninga ársins 1969 heldur líka reikninga ársins 1970. Myndi reikningsyfiriit þess árs sent út fyrir fundinn. FELULEIKUB MED IM.GISKTÖL Þegar ég heyrði þetta, sagð- ist ég fara fram á að fá að sjá fylgiskjöl reikninganna 1970, þótt timi væri naumur til að fara yfir þau. Formaður fram kvæmdanefndar sagðist ekki geta veitt heimild til þess, og yrði ég að leita til menntamála- ráðuneytisins um slíka heimild. Ég svaraði því til, að ég myndi ekki leita til annarra aðila en hans, og bæri honum skylda til að útvega þær heimildir, sem nauðsynlegar kynnu að þykja. Formaður framkvæmdanefndar sagðist ekki vita hvar skjölin væru niðurkomin, en lofaði að athuga máiið. Hann lofaði einn- ig að útvega mér afrit af viðbót arathugasemdum rikisendurskoð unar og svörum framkvæmda- stjóra við þeim. Að kvöldi 13. maí hringi ég til formanns framkvæmdanefnd ar og spyr tíðinda. Segir hann, að framkvæmdastjóri hafi lofað að senda afrit af athugasemdum ríkisendurskoðunai' og svörum sínum. Um fylgiskjöl ársins 1970 væri það að segja, að þau væru ekki komin til ríkisendurskoð- unar heidur lægju enn á skrif- stofu rannsóknastofnana at vinnuveganna. Ekki vildi for- maður framkvu-mdanetndar samt heimila mér að sjá fylgiskjölin og taldi á því öll tormerki nemá ‘léyfi ráðherra fengist! Sagðist hann mundu reyna að ná taU af ráðherra. Ég minnti formann framkva'/mdanefndar á þá til lögu- mina, sem samþykkt var á fundi ■ ráðsins 12. júni 1970. að Franih. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.