Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.1971, Blaðsíða 28
fSfoímmMítíiiíi nuGiýsmcnR H*-»22480 1 ESII 1 raS 1 ÍRGLECD ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1971 Þórarinn á Albert aflakóngur með 1369 tonn Aflahæsti báturinn yfir vetrarvertíðina er Albert frá Grindavík með 1369 tonn að kvöldi 15. maí. Annar afla- hæsti háturinn yfir vertiðina er Amfirðingur úr Grinda- vík með 7 tonnum minna, eða 1362 tonn, en lengi vel hefur munað mjög litlu á þessum bátum og var Arnfirðingur með meiri afia framan af en Albert fór upp fyrir hann á endasprettinum. Þriðji afla- hæsti báturinn yfir landið er Kofri frá Súðavík með um 1240 tonn, en Kofri hefur ver ið á trolli í allan vetur. Skipstjóri á Albert er Þór arinn Ólafsson, en á Arnfirð ingi er Ólafur Finnbogason skipstjóri og á Kofra er Jó- hann R. Símonarson skip- stjóri. Ökumanni bjargað úr sokknum bíl Snarræði vegfarenda á slysstað ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var hætt kominn sl. sunnudagskvöld þegar bifreið hans lenti á hvolfi út i Kópavogslæk, sjávarmegin, og festist ökumaðurinn í bifreið inni sem sökk til botns. Menn úr bifreiðum, sem á eftir komu brugðu mjög skjótt við og náðu þeir ökumanninum út úr bílnum og báru hann til lands. Voru mennirnir, Rafn Pétursson, Kjart an Rafnsson, Hannes Gunnars- eon og Ingjaldur Ragnarsson, svo snarir í björguninni að þeir náðu að snúa fólksbifreiðinni við þar sem hún var að sökkva á hvolfi í Kópavogslæknum. — Ökumaðurinn náði sér fljótlega Slys um helgina UM helgina urðu nokkur um- ferðarslys í Reykjavík, en eng- in munu hafa verið talin alvar- legs eðlis. Á laugardag, skömmu eftir hádegi valt bifreið i Blesu- gróf eftir árekstur við annan bíl. Bíllinn, sem var jeppi valt út af hárri vegarbrún, en engin slys urðu á fólki. Á laugardagskvöldið stal og drukkinn unglingur, réttinda- laus að auki, bifreið og fór í ökuferð. Endaði ferð sú með ó- sköpum — pilturinn ók á staur, grindverk o. fl. Skemmdist bíli- Framh. á bls. 27 og fékk að fara heim að lokinni rannsókn á Slysadeild Borgar- Framh. á bls. 27 Unnið við að koma virum undir togarann. Ljósmynd Mbl. h.k. lóðsbátnum. Norræna húsgagnakaupstefnan í Höfn: íslenzk húsgögn pöntuð fyrir 2 milljönir kröna Vöktu mikla athygli og sýnis- horn hafa verið pöntuð m.a. til Japan, Kuwait, Bandaríkjanna og margra Evrópulanda ÍSLENZK húsgögn vöktu mikla athygli á Norrænu húsgagna- kaupstefnunni 1971, sem lauk í Kaupmannahöfn s.l. sunnudag. f kaupstefnunni tóku þátt um 500 fyrirtæki frá öllum Norður- löndunum, flest frá Danmörku, en aðeins 6 frá íslandi. Sýningin var opin húsgagnasölum og framleiðendtim og komu um 14000 manns á hana. Margar sýnishomapantanir bárust til íslenzku aðilanna og nam upphæð þeirra nær 2 millj- ónum kr. á kaupstefnunni. Sýn- ishomapantanir bárust í íslenzk húsgögn til ianda allt frá Kanada til Kuwait og Japan Flestar pantanir bárust til Stál- iðjunnar og Víðis, en auk þeirra voni á kaupstefnunni Kr. Sig- geirsson h.f., Dúna, J. P. inn- réttingar og Model-húsgögn. Þátttaka íslenzku fyrirtækj- anna á þessari kaupstefnu opn- aði mörgum þeirra möguleika til frekari útflutningsviðskipta á húsgögnum að sögn Orra Vig- fússonar starfsmanns Félags ís- lenzkra iðnrekenda á kaupstefn- unni, en Morgunblaðið hafði samband við hann í Kaupmanna- höfn í gærkvöldi. Sérstaklega sýndu EFTA- og Efnahagsbanda- lagslönd mikinn áhuga. Gat hann þess m. a. að fagmenn á sýningunni teldu fslendinga standa mjög framarlega í gerð tréhúsgagna. Af íslenzku fyrirtækjunum var Stáliðjan söluhæst á kaup- stefnunni, en skrifborðsstólar Stáliðjunnar vöktu mjög mikla athygli. Þeir hafa um tveggja ára skeið verið fluttir út til Bandaríkjanna með góðum ár- Framh. á bls. 27 Strandið við Djúp I DAG á hádegi verður enn einu sinni reynt að draga tog amann Ceasar aí strandstaðn- um við Arnarnes í Djúpi. Togvírarnir hafa sditnað í undanförnum tilraunum, en nú er búið að gera nýja vira klára og ganga frá flothylkj- ' unum undir togaranum, en ein® og kunnugt er silitnuðu vírarnir i tveimur þeirra og flutu þau upp. Mánaf oss kominn MÁNAFOSS, hið nýja skip Eim skipafélags íslands vax væntan- iegt til Reykjavikur laust fyrir miðnætti í gæmkvöldi. Ekki flóafriður fyrir störum Nauðsynlegt að ganga betur frá loftræsiopum húsa NÝ fugiategund hefur niim- ið hér land á íslandi og hasl- að sér hér völl svo um munar. Menn verða gjaman fyrir biti af flóm sem fuglar þessir bera með sér og fólk hugsar fuglintim þegjandi þörfina. Hvað er til bragðs og hvers vegna er ekki komið í veg fyrir þennan ófögnuð, sem fylgir staranum? Hver sá sem verður fyrir flóarbiti, getur sjálfum sér um kennt eða húsráðanda sínum fyrir að hafa ekki gengið nógu vendilega frá loftræsingu og öðrum götum á íbúðarhúsi sínu. Samikvæmt upplýsingum aðstoðarborgariæknis Braga Ólafssonar hefur töluvert verið kvartað undan flóm af störum og fara kvartanir vaxandi eftir því sem á varp- tímann líður. Undanfarin 2 til 3 ár hefur orðið vart fló- arbits, þar sem starar hafa gert sér hreiður. Bragi sagði, að þegar leitað væri til þeirra væri það eiima, sem unnt væri að ráðleggja mönnum að ganga það vel frá loftræsi- opum, að stanar komist þar ekki inn til hreiðurgerðar. Verði fólk fyrir biti, þarf það að leita húðlæfenis Þá ræddi Mbl. við Aðal- stein Jóhannsson, meindýra- eyði, sem sagði mun meira um flær í Reykjavík nú en áður. Kvaðst Aðalsteinn hafa eytt flóm úr rúmstæðum manna á 10 til 20 stöðum, en eins og veggjalýs halda flæm- ar sig við rúm manna og sjúga úr þeim blóð um nætur. Loks talaði Mbl. við dr. Finn Guömundsson og spurð- ist fyrir um þennan faraldur. Dr. Finnur kvað símann vart þegja — fólk hringi og hringi og spyrji um starann og flóna. En því miður kvað dr. Finn- ur enga lausn aðra tiltæka, en að fólk láti ganga endamlega frá tiltækum hreiðurstöðum á húsum hér á landi. Frá því á árinu 1920 hafa 12 nýjar tegundir fugla nunoið land á íslandi. ísland er ekki full- numið dýrafræðilega enin og fánan hefur enn ekki jafnað sig frá því ísaldirnar gengu yfir. ísland er afsikekkt og einamgrað og því gengur landnám tegunda erfiðlega — Framh. á bls. 27 7. alþjóða fiskveiðisýningin: Mannfjöldi skoðar íslenzku deildina MIKILL fjöldi fóiks hefur kynnt sér íslenzku deildina á 7. al- þjóða fiskveiðisýningunni, sem hófst í Friðrikshöfn í Danmörku sl. föstudag. Kassagerð Reykja- víkur sýnir þar umbúðir, Hamp- iðjan sýnir veiðarfæri, Stál- vinnslan sýnir síldarflokkunar- vél og Elliði N. Guðjónsson sýn- ir rafmagnsdrifna handfæra- vindu. Sérstaka athygli hefur síldarflokkunarvél Stálvinnsl- unnar vakið. Þetta er í annað sinn, sem íslendingar taka þátt í þessari sýningu, en fyrst tóku þeir þátt í henni í Kaupmanna- höfn 1957. Þátttakan að þessu sinni er skipulögð sameiginlega af Útflutningsskrifstofunni og vörusýningarnefnd. Höfuðkúpubrotnaði ALVARLEGT umferðarglys varð á Hringbraut í gærmorg- un, er roskinn maður, Þórður Halldórsson, Bólstaðarhlíð 48 varð fyrir bíl, er hann hjólaði vestur götuna og ætlaði að beygja inn götuna, er liggur aust an Háskólalóðarinnar og fram hjá Norræna húsinu. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og liggur i Borgarspítalatnum. Tildrög slyssins voru þau, að Þórður hjólaði vestur Hring- braut og var á hægri akrein. Samkvaamt frásögn ökumainns- ins, beygði Þórður skyndilega í veg fyrir bifreið hans, án þess að hann gæfi merki. Þórður skall framan á bílinn og kastaðist upp á vélarhlifina og um leið og ökumaður heml- aði kastaðist Þórður freum aí bilnum og hafnaði I götunni um 2 mettra framan við bilinn. Þórður var fluttur í slysadeild Borgarspitalans og siðan lagður í handlækningadeild sjúkrahúss- ins, þar sem hamn iiggur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.