Morgunblaðið - 05.06.1971, Síða 10

Morgunblaðið - 05.06.1971, Síða 10
10 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 5. JÚNl 1971 Alifugla- búið Fjöregg heimsótt það Tvær alifuglategundir eru i búinu, annars vegar hvítar ítalskar og hins vegar Hv. Pl, R.- hænur. er peninga lykt af hænum — segir bóndinn í Sveinbjarnargerði við Eyja- fjörð. Ársframleiðsla búsins af eggjum um 1 y2 milljón og 200 þúsund kjúklingar — Hænsnarækt er ekki róm- antískur búskapur, en hins vegar er peningalykt af hæn- um og þvl ákvað ég að leggja þá búskapargrein fyrir mig, sagði Jónas Halldórsson í Sveinbjarnargerði á Svalbarðs strönd, en Jónas rekur þar eitt af stærstu hænsabúum landsins, „Alifuglabúið Fjör- egg“. Fjöregg hefur verið starf- rækt síðan árið 1961 og hefur framleiðsla búsins aukizt mik- ið frá ári til árs. Á þessu ári mun búið ala milli 150—200 þúsund kjúklinga, en í fyrra voru kjúklingarnir 120 þús- und talsins og sýna tölur þess- ar glöggt vöxt búsins. í bú- inu eru 6 þúsund varphænur, sem skila 4 þúsund eggjum á dag, þ.e.a.s. hvorki meira né minna en 1 milljón 460 þúsund eggjum yfir árið. Sveinbjarnargerði á Sval- barðsströnd er myndarlegt bú og snyrtilegt. Jónas og bróðir hans, Haukur, tóku fyrir all- mörgum árum við búinu með föður þeirra, Halldóri Jó- hannssyni. Skiptu þeir búinu þannig á milli sín að Haukur rekur kúabúa á staðnum ásamt föður sínum, en Jónas valdi alifuglarækt, eins og áð- ur segir. — Ég fór til Noregs í bænda skóla. Þar komst ég í kynni við alifuglarækt og sá að þarna var arðvænleg búskapargrein. Ég sótti þvi um skólavist á norskum alifuglaræktarskóla og var þar í 6 mánuði og kynnti mér rekstur alifugla- búa. Ég komst mjög fljótt að raun um að alifuglaræktunin var ekki aðeins arðvænleg grein heldur einnig skemmti- leg. Þó að hænsni séu ekki vel- lyktandi dýr né þannig gerð að skapist tengsl milli manns og þeirra eins og milli manns og ýmissa annarra dýra, þá er engu að síður gaman að fást við þau. Jónas hefur látið reisa 3 hús fyrir alifuglana og er mjög vel búið að fuglunum á allan hátt. í búinu eru 4 útungunar vélar og það tekur 21 dag að unga eggjunum út í vélun- um. Misjafnt er hve mörgum eggjum er ungað út í éinu, en í sl. viku voru ungarnir Heildarframleiðslan yfir árið af eggjum er um 114 milljón. 3.646 talsins og er það nýtt met í sögu búsins. í byrjun fór öll slátrun fram á búinu sjálfu, en nú hefur Jónas feng- ið aðstöðu í sláturhúsi Kaup- félags Svalbarðseyrar, þar sem hann slátrar kjúklingun- um og pakkar. Framleiðsla bús ins kemur síðan fyrir almenn- ingssjónir í ýmiss konar mynd um. Kjúklingar eru seldir lif- andi, þá eru seldir svokallaðir kjötkjúklingar, grillkjúklingar, Jónas Halldórsson alihænsn, hótelkjúklingar, kjúklingabringur, kjúklinga- læri og síðast en ekki sízt egg. Kaupfélag Eyfirðinga á Akur- eyri og Kjötver i Reykjavík eru aðaldreifingaraðilar Fjör- eggs og eru vörurnar á mark- aðnum í verzlunum um allt land. Frá Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd er um 20 mín. akstur til Akureyrar, og sagði Jónas að oft lægju samgöngur milli þessara staða alveg niðri timunum saman, sérstaklega á vorin og yfir veturinn. — Tefur það eðlilega dreif- ingu vörunnar, en hins vegar kemur þetta ekki eins mikið að sök og ætla mætti, þar sem ég hef mjög góða frystiaðstöðu Vörurnar hafa aldrei skemmzt vegna tafa á samgöngum, en hins vegar er þetta auðvitað bagalegt fyrir búreksturinn, þvi eftirspurn eftir vörunum og þá sérstaklega kjúklingum, er mjög mikil. Alifuglar eru viðkvæm dýr og má litið fyrir þau koma til þess að tjón hljótist af. Ekki er langt síðan þess var getið í fréttum að um 500 kjúkling- ar í Fjöreggi drukknuðu vegna þess að vatnsleiðsla sprakk eina nóttina í einni stíunni. Einnig kom það fyrir á sl. ári að 2000 ungar, sem voru í útungunarvélunum drápust er hitastillir bilaði. Sagði Jónas blaðamanni Morg- unblaðsins að slys af þessu tagi væru orðin sjaldgæf nú síðari árin en hefðu hins veg- ar verið nokkuð tíð, þegar hann var að byrja búrekstur- inn og var ekki búinn að átta sig á því hve mikillar ná- kvæmni er þörf við starfið. Þó sagði Jónas að aldrei væri hægt að fyrirbyggja smáslys með öllu, hversu vandlega, sem farið væri. Jónas Halldórsson í Svein- bjarnargerði hefur stofnað inn kaupahring ásamt nokkrum bændum í Eyjafirði. Nefna þeir fyrirtækið Bústólpa og er tilgangur þess að annast innkaup á kúa-, svína- og hænsnafóðri. Eru umsvif fyrir- tækisins orðin mikil. Keypti fyrirtækið inn fyrir 18 millj- ónir kr. á sl. ári. Notar Jónas danskt fóður handa alifuglun- um sínum og sagðist hann þurfa að gefa fuglunum allt að 3.5 tonnum á dag. Þegar gengið er um búið vekur það eftirtekt manns að þar er eingöngu hvitir alifugl- ar. Aðspurður sagði Jónas að það væri ekki af tómri sér- vizku, sem hann veldi ein- göngu hvíta fugla. — Ég er með tvær tegundir, sem báðar eru hvítar, og er það annars vegar hvítar ítalskar hænur, en hins vegar Hv. Pl. R hæn- ur. Hvítu ítölsku hænurnar eru mjög góðar varphænur og af Hv. Pl. R-hænunum fæst bezt kjöt, sagði Jónas Hall- dórsson í Sveinbjarnargerði að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.