Morgunblaðið - 05.06.1971, Page 12

Morgunblaðið - 05.06.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1971 Skrifstofumaður - Innhoimtumaður Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða nú þegar: 1. Reglusaman mann til bókhaldsstarfa með Verzlunarskóla- próf eða Samvinnuskólapróf. 2. Reglusaman mann með góða framkomu til innheimtustarfa. Umsækjandi þarf að hafa kynnzt vinnu við rafmagn og geta lagt til bíl. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist til Rafveitu Hafnarfjarðar, Hverfisgötu 29. Verzlunin Glifbrá Stuttbuxur komnar í stærðunum 2—14. Einnig sokkabuxur á börn. GLITBRA, Laugavegi 48 Frímerki Gott frimerkjasafn er til sölu, ef viðunandi verð fæst. Safnið er komplett frá 1902—1944 óstimplað. Vantar 20 númer i aura og I gildi merkin. í þjónustumerkin vantar 4 númer. Nánari uppl. eftir kl. 19 næstu daga og í síma 96-12157. Rafvirkjar Fyrirtæki okkar óskar að ráða mann á aldrinum 23—30 ára með rafvirkjamenntun til lagerstarfa sem fyrst. Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu, sendi eiginhandarumsókn- með upplýsingum um aldur og fyrri störf fyrir 20 þessa mán- aðar í pósthó.f 519. SMITH & NORLAND HF. Verkfræðingar — Innflytjendur. Pósthólf 519 — Reykjavík. Til sölu Þrjár 5 herbergja íbúðir (11(1 fm) í Æsufeli 6. Verð 1480 þúsund krónur. r I Mikill hugur í sjálf- stæðismönnum — segir sr. Gunnar Gíslason nm kosningabaráttuna í Norðurlandskjördæmi vestra MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær tal af séra Gunnari Gísla syni, en hann skipar efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Gunnar var staddur á Blöndu ósi vegna fundarhalda þar í gærkvöldi. — Hver er gangur mála í kosningabaráttunni fyrir norð an? — Kosningabaráttan geng- ur bara vel, haldnir hafa ver ið tveir sameiginlegir fram- boðsfundir, á Hvammstanga og Skagaströnd, og verður þriðji fundurinn haldinn hér á Blönduósi í kvöld. Fundirn ir hafa verið mjög sæmilega sóttir og mjög líflegir. — Hver eru helztu máiin, sem rædd eru á fundum þess- um? — Það sem vakið hefur hvað mesta athygli mína, er þao. að Alþýðubandálags- menn hafa ekki minnzt á brottrekstur hersins eða úr sögn úr Atlantshafsbandalag- inu og virðast þeir með því ætla að halda öllum mögu- leikum opnum varðandi stjórnarsamstarf. Framsóknar menn hafa ekki minnzt einu orði á landbúnaðarmál. Landhelgismálið hefur bor ið mjög á góma og hefur aðal ræðumaður í því máli af hálfu stjórnarandstæðinga verið Olafur Jóhannesson pró fessor. Rkðir hann nær ein- göngu um það mál á fundum þessum, en mér finnst mál- flutningur hans og hlutskipti næsta ömurlegt. — Hver er ykkar afstaða í þessu máli? — Afstaða okkar er, að við viljum bíða átekta og sjá hverju fram vindur á undir búningsfundum undir hafrétt L— S.r Gunnar Gíslason arráðstefnuna 1973. Við höf- um sagt að það gæti hugsazt, að grípa þyrfti til útfærslu fyrr en 1. september 1972, og því engan veginn ráðlegt að binda sig við einhvern fyrir- fram ákveðinn dag í þessu sambandi. — Hvað um innanhéraðs- mál? — Stjórnarandstaðan held- ur því fram, að lítið hafi ver ið gert fyrir atvinnulífið hér i kjördæminu á undanförnum árum. Við höfum hins vegar bent á það, að úr Atvinnu- jöfnunarsjóði og frá Norður- landsáætlun hafa, á undan- förnum þremur árum, verið veittar hart nær 50 millj. kr., sem gengið hafa til margvis- legrar uppbyggingar atvinnu lífsins. Þar að auki hafa ver- ið veittar nær 95 millj. kr. af því fé, sem atvinnumála- nefndin hefur yfir að ráða. Enn er ótalið að hingað í kjör dæmið hafa runnið ríflegar upphæðir úr iðnlánasjóði og fiskveiðasjóði, enda hafa ris ið upp mikilvæg iðnfyrirtæki á ýmsum stöðum í kjördæm inu og skip hafa verið keypt á síðustu misserum til allra helztu útgerðarstaða hér. Um atvinnuleysi er ekki að ræða neins staðar í kjördæm- inu svo ég viti til, heldur mun hitt fremur vera, að vinnuafl skorti. — Hvað er að segja um landbúnaðinn — Bændur hér líta von- björtum augum til framtíðar innar, enda eru veður nú þessa dagana eins góð og þau bezt geta orðið í heiminum, og gróðri fleygir fram. -— Lambahöld eru óvenju góð, en þó mun hafa orðið nokkur skaði í norðanhvelli sem gerði nú fyrir skömmu, en sem betur fer held ég að fá- ir hafi orðið fyrir verulegum skakkaföllum af hans völd- um. — Hver telur þú brýnustu verkefnin í kjördæminu á næstu árum? — Ég hef haldið því fram í máli mínu í kosningaslagn- um, að brýnustu verkefni næstu ára, bæði hér í kjör- dæminu og um land allt, væru að viðhalda þeim góðu lífskjörum sem fólkið nú býr við, og bæta þau. Á ég þá ékki einungis við hin efna- hagslegu lífskjör, heldur einn ig hin félagslegu og menning arlegu. — Hvað heldur þú um úr- slit kosninganna i Norður- landskjördæmi vestra? — Um úrslit vil ég ekki spá í kjördæminu, okkar staða er sterk og við fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins erum gunnreifir og gerum skyldu okkar. Meira verður ekki krafizt af okkur, en mik ill hugur er í mönnum að gera sigur Sjálfstæðisflokks- ins sem mestan. Breiðholt hf. Lágmúla 9. Sími 81550. w ww HiLiinifir. 4 WAY STREET CROSBY. STILLS, NASH & YOUMG. WOODSTOCK 1 og 2. JESUS CHRIST SUPERSTAR. PEARL — JANIS JOPLIN BRIDGE OVER TROUBLED WATER OG FL — SIMON & GARFUNKEL. JOHNNY WINTER — AND LIVE. PENDULUM OG Fl — GREEDENCE CLEARWATER REVIVAL. RORY GAI.LAGHER - STEPHEN STILLS. FÁLKINN Hljómplötudeild Laugavegi 24, Suðurlandsbraut 8 Mánudaginn 7. júní og miðvikudaginn 9. júní kl. 20.30 efna ungir Sjálfstæðismenn til skemmtikvölda að Hótel Sögu Dagskrá: % 8x4 leysir vandann. Skemmtiþáttur Ómars Ragnarssonar. # Einleikur á harmoniku. Grettir Björnsson. # Mannsævin á hálfri klukkustund. Trúbrot flytur tilbrigði úr . . . lifun. # Nokkrir „5 aura“ brandarar. Ragnar Bjarnason og Hrafn Pálsson. # Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. leikur fyrir dansi til kl. 01.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.