Morgunblaðið - 05.06.1971, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.06.1971, Qupperneq 15
MCmGUNBI.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JONÍ 1«71 15 í KVIKMYNDA :.\?í:j.VaK7.íJ ***★ Frábær, ★★★ mjög góð, *★ RÓð, ★ sæmileg;, Sig. Sverrir Pálsson Erlendur Sveinsson iélee. Saebjörn V aldimarsson Gamla bíó Fótspor fiskimannsins Einum æðsta manni rússnesku kirkjunnar er skyndilega veitt frelsi, eftir tuttugu ára hegningar vinnu norður í Síberíu. Forsætis- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna til- kynnir honum að ástæðan fyrir frelsisgjöfinni sé sú að bæta álrt þeirra út á við, en blikur eru i lofti í samskiptum þeirra við Kín verja, Heldur síðan þessi hrjáði guðsmaður til Rómar á fund páfa sem er aldraður og fellur fljót- lega frá, en hinn rússneski er val inn eftirmaður hans. Stuttu eftir að hann hefur tekið völd í páfa garði er hann beðinn af forsætis ráðherra Rússa, að koma á sætt um milli þeirra og Kínverja sem hóta kjarnorkustríði vegna hung ursneyðar ef ekkert verði að gert. Aðalhlutverk Antony Quinn, Si-r Laurenee Oliver, Oscar Wern er. Leikstj. Michael Anderson. ★ ★ Hvernig getur kirkjan safnað auði og prédikað gjaf- mildi, samtimis því að helm- ingur jarðarbúa sveltur? Myndin vekur margar spurn- ingar, svarar engri en sting- ur upp á aldagamalli lausn: Samvinnu og fórnfýsi. Helm- ingi oj löng fyrir svo stuttan boðskap. ★ ★ Sviðsetningin og kvik- myndagerðin öll er svo raun- sæ, að áhorfandinn skynjar óhjákvæmilega mikilleik spurningarinnar: Hversu miklu fengi hin kaþólska kirkja áorkað, ef hún fylgdi orðum meistarans Clef eigur þínar fátækum. ★ ★ Mjög Iöng og mjög vönduð „stórmynd". Þó að ytri búnaður hennar sé ef til vill ekki sem heilsteyptastur, þá ætti hún að geta vakið fóik til umhugsunar um vandamál, sem þegar eru í sjónmáli. Tónabíó Einn var góður .... Á meðan borgarastyrjöldin geis- ar í Bandaríkjunum, komast þrír ævintýramenn á snoðir um stol- inn fjársjóð, 200.000 doliara virði. Þessir náungar eru Joe (Clint East wood), Tuco (Eli Wallaeh) og Sentenza (Lee Van Cleef). Eru þeir allir lítt vandir að virðingu sinni. í»eir Joe og Tuco lifa á því að framselja þann síðarnefnda, sem er allstaðar eftirlýstur fyrir hvers kyns giæpamennsku. Hirðir Joe verðlaunin, en bjargar síðan Tuco úr snörunni. heir leika þetta nokkrum sinnum, en fljót lega slettist upp á vinskapinn, og er Tuco rétt búinn að ganga frá Joe dauðuim, er þeir komast af tilviljun á snoðir um fjársjóð- inn En á meðan þetta skeður, er Sentenza kominn á slóðina líka. ★★★ Efnið er nauða ómerki- legt, en -útfærsla þess oft frá- bær og leikur og leikstjórn með ágætum. Ofbeldið, sem nóg er af, miixnir oft á atvik okkur nær (t.d. minnir atvik- ið, er Tuco drepur vörðinn með því að lemja höfði hans við stein hvað eftir annað á laxveiðimann, með nýland- aða bráð). Raunsærri en gians-vestri. ★ ★ Er „spaghetti" vestri Bergio Leone að nokkru frá- arugðinn bandarískum fyrir- rnyndum einum? Hvað um kimnina, pyntingarnar eða kirkjugarðsatriðið? Sígild a.t- riði vestrans eru fyrir hendi, en sé þar með alit upp talið, vaknar sú spuming, hvort það sé siðferðilega rétt af höfundi að leika sér svona með snilld sína. ★ ★ Löng, blóðidrifin og full af ofbeldi, eins og fyrri myndir Leones. Mjög góð skemmtun fyrir þá, sem un un hafa af barsmíð, pynting- um og skepnuskap, og allgóð fyrir aðra, þar sem myndin er vel gerð, músík góð og Eli Wallach stórkostlegur. Háskólabíó Geggjun Kathryn West, ung og fögur ekkja riks öldungs, sezt að í vilLu sinni á Ítalíu — til að hvílast og gleyma Aöstoðarmáður hins látna eiginmanns er henni hjálp- legur, en brátt fara að gerast voveiflegir atburðir innanhúss. — Peter nokkur rekst þarna inn og gerist elskhugi Kathy og nær á henni tökum. Skömmu síðar bæt- ist stúlka í hópinn, Eva. í sam- einingu tekst þeim að vekja dryk'kjulöngun Katby með lyfjum, einnig tekst þeim að ná ljós- myndum af henni sem eiga að sanna að hún sé kynvillt, svo hún fremji loks sjálfsmorð. AðalhLut- venk leikur Carroll Ðaker. Leik- stjóri Umberto Lenzi. Aðstandendur þessarar myndar ná ekki einu sinni þvi EINA markmiði, sem myndinni er ætlað að skapa, hroll og spennu. Útþvælt efni, útþvæld efnismeðferð, út- þvæld leikstjórn. Útþvælt, út- þvætt, útþvælt. Höfundi myndarinnar er Ijóst að hægt er að gera sitt- hvað með kvikmyndavél og leikurum, en þar með er líka allt upptalið. Efniviðurinn er nánnst að vera ógeðslegur og meðferð hans einnig. í>að v«ri óskandi að allir aðstandendur þessarar mynd ar sneru sér að öðrum störf- um í framtíðinni, áhorfend- anna vegna. Laugarásbíó: Harðjaxlar Ben Harris, atvinnuljósmyndari, kemur til smábæjar í S-Ameríku, til að undirbúa auglýsingaher- ferð fyrir varalitaframleiðanda Er hann, ásamt fyrirsætunni, grunaður um njósnir, sem tekst þó ekki að sanna á þau. En við þennan málarekstur tefjast þau í nokkra daga, og drífur þá margt á daga þeirra. Lenda þau í félags- skap við ævintýramann, sem er að leita að týndri demantanámu, og haga aðstæð.urnar því þannig til að þau eru nauðbeygð til að leggja uipip í leitina rneð honum. Með aðalhlutverk fara James Garner og George Kennedy. Leik stjóri Delbert Mann ★ í>ó að ofrúsþráður þessarar myndar sé hvorki beinlínis frumlegur né sannfærandi, má þó hafa af henni nokkurt gaman. Nýja bíó Bandolero Ræningjaflokki Dee Bishop mis- tekst að ræna banka í Texas, og lenda meðlimir hans í fangelsi. Eru þeir allir dæmdir til henging- ar, þar sem þeir eru eftirlýstir glæpamenn, og myrtu þar að auki einn helzta borgara bæjarins, Stoner. Mace, hróðir Dee, fréttir af hrakförum hans, og tekst að bjarga flokknum úr snörunni á frumlegan hátt. Á flóttanum reynir hann að fá bróður sinm tii að snúa af vilLu síns vegar og gerast iæiðarlegur maður á ný. Kona Stoners, sem tekin var sem gísl, og Ðee, fella hugi saman, og verður það m.a. til þess að hann samþykkir ráðagerðir bróð- ur síns — e.n þá er allt um sein- an. Leikstjóri: Andrew V. Mc- Laglen. ★ Hér reyna Kanar að fara nýjar leiðir í vestraformi Þetta tetest þó ekki sem skyldi, aðallega vegna lélegs handrHs og vandræðalegra tilburða Raquel Welch til að reyna að sýna eitthvað meira en kroppinn. En þeir gömlu reiðgarpar, Dean og James starrda íyrir sínu. Austurbæjarbíó: Nótt lúnna löngru hnifa JÞýzkaland 1933. Jóakim von Essenbeok er eigandi Essenbeck- stálsmiðjanna Martin, veikgeðja 20 ára sonarsonur gamla -manns- ins, er eini erfingi *eignanna. Móðir Martins, Sophie, heldur við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Bruckmann, og vonast i)au til, að Bruckmann geti orðið höfuð ættarinnar með því að kvænast Sophie. En fleiri eru um krásina. Thallmann, kvæntur frænku gamla mannsins, er svarinn and- stæðingur HHiers. Konstantin, bráöursonur, er heirttrúaöur naz- izti. Aschenbaok er sá þriðji, með limur í SS-sveitum Himmlers. Þegar Hitler hrifsar völdin er .Jóakim drepinn og sökinni skellt á Thallmann. Martin skipar Bruck mann aðalframkvæmdastjóra. En Konstantín er ágengur og honum er rutt úr vegi. Aschenbaek van treystir nú Bruckmann og snýr sér til Martins. ★★★ Efnið er sannarlega ógeðfellt, en þó er hverjum hugsandi manni nauðsyn á að þekkja urkynjun og geta þannig varizt henni. Viaconti fer mjög stilfærum höndum um efnið, en ofnotkun „zoom“ í myndatöku de Santis er til lýta. Kópíu-eintakið er hvergi boðlegt. ★ ★★ Still myndarinnar, sem mótast af tíðri „pan og zoom“-notkun tökuvélar, beit ingu lýsingar og lita (rauð teppi, blóm, lampax) svið- settu fasi tiðarandane grefur afhjúpandi undir yfirborð nazismans og veldur nýjum skilningi á þeim hörmungum, er stafa af úrkynjun tilfinn- ingalífsine. ★ ★ Mynd um valdabaráttu og spillingu í víti á jörðu Á köflum er myndin svo magnþrungin og óhugnanleg að maður situr sem lemstrað- ur, en þess á milli er hún nokkuð langdregin. Stjörnubíó : Óheppinn fjármálamaður Ettir þriggja ára hjónaband og sífelld ferðalög ákveður Pamela (Jaqueline Pearee), eiginkona fjármálamannsins George Lester (Jerry Lewis) að þau slíti sam- iVistum,: og ; fer burt. Þegar Lester kemur í tómt húsið, einsetur hann sér að sýna Pamelu fram á, að hann peti búið henni fastan samastað. Hann breytir heimilinu i kínverskt diskótek, og telur fjárhaginn tryggðan. Seinna, þeg- ar Pamela kemur aftur, krefst hún þess, að húsinu sé breytt í fyrra horf Lester skortir fé til þess, en fjármálamaður með auð- ugt hugmyndaflug deyr ekki ráða laus: Hann þarf bara að komast yfir leynilegar teikningar af elektrónískum olíubor, hafa sam- band við Araba í Lissabon . ★ Handritið skapar Jerry Lewifl nokkra ágæta brand- ar.a, en þetta er langt frá því að vera ein af hahs beztu myndum, eins og hún er „talin vera“, skv. auglý9ing- um dagblaðanna. Terry Thomas og Bernard Cribbins eru Jerry ekki síðri. ★ Getur varla talizt gaman- mjnd, þrátt fyrir Jerry Lew- Hafnarbíó: Konungs- draumur J>egar Grikkinn Matsoukas, sem ibýr með fjölskyldu sinni í Chi- cago, heyrir úrskurð læknis um að sonur hans eigi í mesta lagi éitt ár eftir ólifað, segir hann: ,,8onur miinn mun ekki deyja.“ •Matsoukas trúir á hinn gríska ættarstofn, og að sól og mold Grikklands geti læknað son hans, en hann vantar peninga fyrir far— inu. Eftir skírnarveizlu aokkra með freyðandi víuum og. grísk- um dansi býðst Cicero vinur Matsoukas til að lána honum fyr- ir farinu, því að eiga slíkan vin, geri lífið þees virði að ltfa því. En það reynist of gott til að geta verið satrt Matsoukas grípur þá til örþrifaráða, sem varpa um leið ljósi á mannkosti hans. Leik- stjóri TJaniel Mann. Með aðalhLut- verk fara Anthrony Quinn og Irene Papas. ★ ★★ Zorba hefur aldrei stig ið mörg skref frá Anthony Quinn og hér fylgir hann hon um I hverju fótmáli. Lífs- þrótturinn er allsráðandi, uppgjöf er óhugsandi, jafnvel fyrir dauðanum. Andleg heilsubót í gráum hversdags- leikanum. Látlaus mynd í íillri gerð, en Áherzlan lögð á hið mannlega. ★ ★★★ Þetta er kvikmynd urn mannlrfið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.