Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1971 17 « Hún lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna * á Islandi, var lengi í forsæti í borgar- stjórn Reykjavíkur, og um skeið eini kvenfulltrúinn á Alþingi * Islendinga og nú situr hún fyrst íslenzkra kvenna á ráðherrastóli ariög eru háilfrar aldar görwul og hafa tekið sáralitlum breyt- ingum, miklu minni en annars staðar á Norðurlöndum, en margt hefur breytzt í okkar þjóðfélagi á svo löngum tíma. — Eru fleiri mál til meðferð- ar í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, sem eru þannig í beinu framhaldi af því sem þú hefur áður fengizt við? — Það var liklega mitt fyrsta verk sem ráðherra, og sem gamalreyndur sveitarstjórnar- maður, gerði ég það með mik- illi ánægju, að skipa nefnd til að endurskoða okkar gömlu eignarnámslög, sem eru frá 1917. Skv. stjórnarskránni má ekki beita eignarnámi nema almenningsþörf krefjist og fullt verð komi fyrir og þá þarf að meta það hver greiðsl- am skuli vera. Hefur oft verið mikil óánægja innan sveitarfé- laganna, sem þetta kemur mest við, með það hvernig fram- kvæmdin hefur verið á slíku mati. Enda eru reglur mjög óljósar um til hvers skuli taka tillit við slíkt mat. Þetta er vandamál víðar á Norðurlönd- um, og sem sveitarstjórnar- manni var mér kappsmál að þessi lög yrðu endurskoðuð. Þessi nefndarskipun er fram- hald af þingsályktunartillögu, sem samþykkt var á síðasta ári og flutt að beiðni Samb. ísl. sveitarfélaga en ég var fyrsti flutninigsmaður að. — Hvað er annars efst á baugi í þínu ráðuneyti um þess ar mundir? — Það má til dæmis nefna málefni Landhelgisgæzlunnar. Þau hafa verið mikið til um- ræðu í vetur. Forstjóri Land- helgisgæzlunnar, Pétur Sig- urðsson, er einmitt nú i Banda- ríKjunum að semja um kaup á tæki fyrir Landhelgisgæzluna, en það er stór þyrla, sem gæti komið til landsins síðari hluta sumars. --Stendur það í sambandi við útfærslu landhelginnar, sem nú er svo mjög í deigl- unni? — Þetta er liður í áætlun um eflingu landhelgisgæzlu, sem unnið hefur verið að um lang- an tíma. Þegar gæzlusvæðið stækkar, er útfærsla kemur tii framkvæmda, liggur í augum uppi að auka þarf gæzluna. Og þó nú hafi um sinn verið reynt að efna til ágreinings í okkar þjóðfélagi um þetta hagsmuna mál okkar, þá trúi ég ekki öðru en það verði með skynsamleg- um aðferðum leyst tii farsæld- ar fyrir okkur öll. — Nú, fangelsismálin hafa vakið umtal i vetur. — Já, það er reyndar ekki nýtt. Okkur getur sjálfsagt öll- um komið saman um að margt er enn ógert í þeim efnum. Á árinu 1961 beitti Bjarni heit- inn Benediktsson, sem þá var dómsmálaráðherra, sér fyrir setningu nýrrar löggjafar um ríkisfangelsi og vinnuhæli ann- ars vegar og héraðsfangelsi hins vegar. Er óhætt að segja að það hafi verið hin merkasta löggjöf á þessu sviði. Nokkr- um árum síðar voru gerðar áætlanir um ríkisfangelsi og því ákveðinn staður að Úlfarsá í Mosfellssveit. Þetta ríkisfang- elsi er mikið bákn með mörg- um deildum en ekki eru enn hafnar framkv. við það og ekki vitað hvenær það getur orðið. En að undanförnu hefur verið unnið að því að byggja við vinnuhælið á Litla Hrauni. Þeirri framkvæmd lýkur vænt- anlega seint á þessu ári. Þá nærri tvöfaldast þar fanga- rými. Tölur um fangelsisár tímabilið 1966—1968 benda til þess að þegar stækkun Litla Hrauns er að fullu komin í gagnið, verði hlutfallið milli dæmdra fangelsisára og fang- elsisrýmis það hagstætt, að eigi verði umtalsverður skortur á fangelsisrými til afplánunar. Er þá ótalið það, sem ekki er síður mikilvægt, að öll aðstaða batnar mjög. En hún hefur ver- ið erfið á Litla Hrauni. Þarna er farið inn á nokkuð nýjar brautir varðandi vistarverur fanganna, sem bera á sér minni fangelsisbrag. Ég verð að segja, að fangelsisbrag allan á Litla Hrauni tel ég miklu mannlegri og frjálslegri en yf- irleitt tiðkast í fangielsum í öðrum iöndum. — Upphaflega var gert ráð fyrir að gæzluvarðhaldsdeild yrði ein af deildunum í fyrir- huguðu ríkisfangelsi. En nefnd, sem skipuð var árið 1965 lagði til að aðal gæzluvarðhalds- deildin yrði utan við sjálft rík- isfangelsið á Úlfarsá, heldur Auður áfram útskýringum sin- um. Taldi nefndin æskilegt að sérstaklega yrði byggt yfir gæzluvarðhaldsfanga. Og ég held að næsta sporið í fram- kvæmdum nú, verði gæzluvarð haldsbygging. Gæzlufangar eru nú i gamla Hegningarhúsinu, sem fyrir löngu er orðið alls óviðunandi. Var búið að ætla slíkri deild stað á Síðumúlalóð- inni, en komið hefur í ljós að þar verður ekki unnt að koma henni fyrir. Er þvi í athugun hjá skipulagsyfirvöldum borg- arinnar að finna lóð undir sltka byggingu. — En hvað um kvenfanga? — 1 vetur hefi ég einmitt lagt áherzlu á athugun á því hvað gera mætti til úrbóta i málum kvenfanga. Komið hefur til at- hugunar að nýta bygginguna í Síðumúla fyrir afplánun og gæzluvarðhald fyrir konur. Hef ur verið gerð kostnaðaráætlun um nauðsynlegar breytingar á húsnæðinu og er verið að ræða við Reykjavikurborg um afnot af því húsi, en það er sam- eiginleg eign rikis og borgar. Þetta yrði að sjálfsögðu bráða- birgðaráðstöfun, þar til byggt yrði sérstaklega fyrir þennan þátt fangelsismála. En ekki er því að leyna, að miðað við kostnað á hvern fanga, yrði slík deild afar dýr. Það stafar þó af þeirri ánægjiulegu staðreynd að refsidómar yfir konum eru ekki nema brot af heildinni og því fáar konur samtímis i af- plánun eða varðhaldi. Þá er nú í undirbúningi í ráðuneytinu að unnar verði skipulegar tölfræðilegar skýrsl- ur um afbrot, „kriminal statis tik“. Slíkar skýrslur, er hafa að geyma margvíslegar upplýs- ingar um afbrot og afbrota- menn, þar á meðal um félags- legar aðstæður hinna brotlegu, eru meðal annars mikilvægur grundvöllur ráðstafana í því skyni að réfisiviist bægi mönn- um frá frekari afbrotum, og auðveldi þeim að samlagast þjóðfélaginu á ný sem löghlýðn ir borgarar. Hins vegar er það sorgleg staðreynd, að margir ungir afbrotamenn eru þegar orðnir svo illa farnir, til dæmis af umhverfi, eðlislægum veil- um og aðstæðum í uppvextin- um, þegar þeir fyrst komast í kast við réttvísina, að erfitt er sjálfsagt að leiða þá á rétta braut. Ég vil láta þess getið, að Sagnfræðingafélagið hefur boðizt til samstarfs við ráðu- neytið um þetta mál. — Nú veit ég að mennta- mál falla ekki undir þitt ráðu- neyti, en jafnframt að þú hefur um ævima haifit mikii áJhrif á fræðslumál, ekki sizt hér í borg inni. — Já, ég var í aldarfjórðung í fræðsluráði Reykjavíkurborg- ar. Þetta var töluvert mikið starf og ég var formaður fræðsluráðs síðustu tvö kjör- tímabilin. Á Alþingi hefi ég líka haft afskipti af mennta- og fræðslumálum og var formaður menntamálanefndar efri deild- ar þar til ég varð ráðherra. Og það verð ég að segja, að það var mjög skemmtilegt starf að vera i fræðsluráði í Reykjavik. Höfuðborgin hefur á þessum árum haft framgöngu um margs konar endurbætur í skóla málum, er til framfara hafa horft, sem ekki er raunar óeðli- legt af stærsta og öflugasta fræðsluhéraði landsins. Og það er ánægjulegt að horfa fram á þá framþróun í fræðslumál- um landsmanna sem væntan- lega verður á næstu árum. — Nú er mikið talað um rétt indamál kvenna og hversu kon- ur eigi erfitt uppdráttar. Því væri fróðlegt að vita hvort þér hafi fundizt það vera þér til trafala á þínum pólitíska ferli að vera kona? — Það get ég sagt samherj- um minum til hróss, að ég hefi aldrei goldið þess í mínum flokki að vera kona. Þegar ég hefi verið valin í trúnaðarstöð- ur hafa þó nær eingöngu starf að með mér karlmenn, eins og til dsemis bæði í borgarstjórn- arflokknum og þingflokknum. Síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður hafa 6 konur ver ið kosnar á þing, þar af 4 frá Sjálfstæðisflokknum og í rösk- lega 20 ár hefur flokkurinn nær óslitið átt kvenfulltrúa á Alþingi og um skeið fleiri en einn. — En hver er þá persónuleg reynsla þín af því að hafa böm og vinna úti? — Ég hefði ekki viljað eða getað unnið eins mikið úti frá mínum börnum ungum, eins og ég geri nú eða hefi gert seinni árin. Og hefur mig þó ekki skort áhugamál eða viðfangs- efni. Þegar mín börn voru ung, voru störf mín utan heimilisins þannig að ég var heima meira og minna að deginum. Þegar ég fór að starfa utan heimil- is og þá hjá Mæðrastyrksnefnd, hafði ég þar viðtalstíma hluta úr degi tvisvar í viku. Og í borgarstjórn voru fundir ekki svo tíðir fyrr en eftir að ég var kjörin í borgarráð óg verkefn- in ukust í fræðsluráði. Hver bona verður að gera það upp við sig hvernig hún kýs að haga slíku meðan bömin eru ung. En þetta minnir mig á mál, sem oft hefur verið um rætt, þje. að reyna að koma því skipulagi á að hægt sé fyr ir konur að fá störf hluta úr degi, ekki sízt meðan börnin eru ung. Og eitt af því sem nauðsynlegt er að gera í þjóð- félaginu, það er að koma á fót símenntun, eða endur- menntun, þannig að fólk geti komið aftur inn í störfin, eftir að það hefur lokið einum þætti í sínu lífi. — Svo að fleira kemur til en að leysa hinn margumtalaða barnaheimilaskort ? — Auðvitað vantar óneitan- lega barnaheimili. 1 Reykjavik hefur verið unnið mjög mikið að því að bæta þar úr og á- ætlað framhald. Til að létta róð urinn kæmi mjög til athugun- ar að láta fólk með góðar tekjur greiða kostnaðarverð við gæzlu barna sinna. Því tæp lega er sanngjarnt að heimili, sem ekki nota sér þessa þjón- ustu, og það oft láglaunafólk, þurfi með sköttum sinum að gefa með börnum þeirra efna- meiri. — Sumir halda því fram, að konur sem eru mikið inni á sínum heimilum, fylgist ekki með breytingum i þjóðfélaginu í kring um sig, sagði frú Auð- ur Auðuns að lokum. Ég tel það þó ekki styðja þá kenningu, að mér finnst konur hafa al- veg eins mikinn stjórnmála- áhuga og karlar, þótt þær beáti sér að visu minna, þvi miður. Og ég veit að sá áhugi mun verða jafn vakandi í þessum kosningum, sem nú fara i hönd. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.