Morgunblaðið - 05.06.1971, Page 21

Morgunblaðið - 05.06.1971, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1971 21 Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur: Lán Húsnæðismálastjórnar Dæmi félagsmálaráðuneytis reiknað til enda EINS og Morgunblaðið hefur áð- ur skýrt frá, tekur blaðið ekki til birtingar liöfundagreinar, sem birtar hafa verið í öðrum blöðum eða sendar öðriun blöðuni til birting:ar. Nú hefur Morgnnblað- inu borizt athugasenid frá Þóri Bergssyni, tryggingastærðfræð- ingi, sein líta verður á seni svar við athugaseind félagsmáiaráðu- neytisins, sem birtist hér í blað- inu fyrir skömmu. Af þeim sök- um birtir Morgunblnðið athuga- semd Þóris Bergssonar. Ákvörð- un blaðsins um birtingu höfunda- greina stendur óbreytt. ATHUGASEMD ÞÓRIS BERGSSONAR Félagsmálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu, sem fjallar um vísitölubindingu Húsnæðismálastjórnarlána. í til- kynningunni er réttu máli hallað á þann hátt, að ég sé mig knú- inn til leiðréttingar, þar sem Erindi mitt til alþingismanna o.fl. mun vera tilefni til þessar- ar furðulegu tilkynningar frá íslenzku ráðuneyti. Erindi mitt fjallar um finun megin atriði: 1. Misrétti, sem hefur skapazt milli lántaka úr Byggingarsjóði ríkisins og annarra lántaka í þjóðfélaginu vegna tengingar lána úr Byggingarsjóðnum við vísitölu. 2. Hve fáránleg áhrif það hef- ur að nola kaupvísitölu til við- miðunar. Vísitala þessi mælir breytingar á dagkaupstaxta lægst launuðu stéttar þjóðfélags- ins, þ.e. kauptaxta, sem ég tel, að allir séu sammála um að þurfi að hækka raunhæft. Það má bæta því hér við, að einung- is er miðað við dagvinnu, en undanfarin ár hefur enginn verkamaður getað lifað af dag- vinnu einni saman, og stefnan i kaupgjaldsmálum hefur verið sú, að dagvinnutaxti hækkaði meira en eftirvinnutaxtar. 3. Ég gagnrýni einnig, hve los- aralega hugtakið kaupvísitala er skilgreint í lögum, þar sem not- að er hugtakið almenn verka- mannavinna, sem. enginn virðist lengur vita hvað er. Ég fullyrði, að í merkingu okurlaganna hafi verið um okur að ræða á lánum úr Byggingarsjóði ríkisins allt frá árinu 1964. Ég vil taka það fram hér, að með orðunum ár- legir raunvextir í erindi mínu á ég við árlega effektiva vexti, þ.e. raunverulegt árlegt endurgjald fyrir lánveitingu, hvort sem það eru nefndir vextir, vísitala eða öðrum nöfnum, og hvort sem það er greitt að árinu loknu eða bætist við höfuðstólinn, sem vaxtavextir eða vísitöluvextir. Þetta eru þeir vextir, sem okur- lögin tala um. 4. Ég bendi á, að það hefur þýðingu við álagningu opinberra gjalda, hvers eðlis vísitöluálagið er talið. 5. Ég tel þjónustu við lántaka alvarlega ábótavant. Á kvittun- um fyrir ársgreiðslum er þess hvergi getið, hverjar raunveru- legar eftirstöðvar lánsins eru. Því má bæta við hér, að á kvitt- ununum stendur ef tirf arandi: „Athugið, að tilkynningar um gjalddaga eru ekki sendar." Og þá er að sjálfsögðu heldur ekki tilkynnt, hvað lántaki á að greiða mikla fjárhæð á næsta TREYSTIÐ TOYO ÖRUGC - ÓDÝR P pl ÚTSÖLUSTAÐIR í Reykjavík MÚLI við Suöurlandsbraut DEKK við Borgartún Á Akureyri Hjólbarðaþjónustan við Glerárg. Á Hvammstanga Verzlun Sigurðar Pálmasonar. í Vestmannaeyjum Heildverzl. H. Sigurmundsson. gjalddaga. Þar sem kaupvísital- an er hvergi birt, getur lántaki heldur ekki reiknað út, hver greiðslubyrði-n er orðin, nema með verulegri fyrirhöfn og óþæg indum fyrir sjálfan sig, Veðdeild Landsbankans eða Hagstofu ts- lands. Öll þau dæmi, sem ég tek, eru raunhæf, en þegar þau eru skoðuð, verður alltaf að hafa í huga að verið er að tala um mis- mun þann, sem verið hefur á því að hafa vísitölutengt lán og önnur lán. Það verður einnig að hafa í huga, að tilgangurinn með lánum úr Byggingarsjóði ríkis- ins er að hjálpa þeim, sem hafa lágar eða miðlungstekjur til að eignast eigið húsnæði. Það er ekki nóg að lána þessu fólki fé til að verða skráðir eigendur íbúðarhúsnæðis, en hafa svo lánakjörin þannig, að allt stefnir í þá átt, að mikill hluti lántak- enda geti ekki staðið undir greiðslubyrðinni nema með óhóf- legri þrælkun, sem á hinn bóginn veldur því, að efsti hluti tekna þeirra verður skattskyldur um allt að 50%: Dæmi þau, sem tekin eru í fréttatilkynningu f jármálaráðu- neytisins, gefa tilefni til athuga- semda, einkum vegna þess, að dæmið um muninn á lána,kjörun- um fyrir 1964 og lánskjörunum síðan er sett þannig fram, að mjög mikilvæg atriði eru dulin. Því er sem sagt alveg sleppt að taka tillit til þess, hver mismun- ur hefur verið á skattabyrði, og hver mismunur er nú á skulda- upphæðum. í fréttatilkynning- unni er sagt, að meðal kauptaxt- ar verkafólks og iðnaðarmanna hafi hækkað um 28,5% á árinu 1970 og einnig:....en fyrir þær hækkanir voru meðal atvinnu- tekjur kvæntra manna í þessum stéttum nálægt 310.000. kr á ári. Með 28,5% hækkun er því tekjuaukning þessara launþega að meðaltali 88.400.— kr. á ári. Sé gert ráð fyrir því, að laun- þegi með þessa tekjuaukningu hafi skuldað íbúðarlán að' fjár- hæð 500.000.— kr., myndi hánn hafa þurft að taka á sig viðbót- ariðgjöld árlega vegna vísitölu- bindingar lánsins að fjárhæð 4.173.— kr. Af 88.400.— kr. kaup- hækkun þarf hann m.ö.o. aðeins að nota 4.173.— kr. eða 4,7% af tekjuaukningunni til þess að standa undir þeirri hækkun af- borgana og vaxta af íbúðarlán- inu, sem kauphækkunin hefur haft í för með sér.“ Hér er reikn- að vélrænt. — Ekkert tillit tekið til þess, að öll opinber gjöld hljóta að hækka mjög verulega ef fullyrðingin um meðalatvinnu- tekjur stenzt. — (Það er senni- lega þess vegna, að skattskráin á ekki að birtast fyrr en eftir kosningar.) Sjúkrasamlagsgjöld hafa þegar hækkað. Allur fram- færslukostnaður hefur einnig hækkað. Síðast en ekki sízt er ekkert tillit tekið til þriggja vikna kauplauss verkfalls. Senni- lega er litið svo á, að verkföll séu nokkurs konar sumarfrí fyr- ir lýðinn, og tekjutapið af völd- um þess geti menn hæglega unn- ið upp með því að þræla þeim mun meira að þvi loknu. Félags- málaráðherra ætti að hafa raun- hæfari skilning á verkföllum en hér kemur fram. Sennilega er þetta eitt dæmið um það, hvern- ig menn vanmeta þarfir ann- arra, þegar þeir finna ekki tii þeirra (lengur) sjálfir. Danski heimspekingurinn Jörgensen lýs- ir því þannig: „Pólitískir fulltrú- ar hinna fátækari stétta, sem vegna pólitiskrar stöðu sinnar hafa öðlazt „trausta afkomu“, sýna smám saman meiri áhuga á markmiðum hinna- betur meg- andi, en á framgangi þeirra stefnumiða til hjálpar fátækum, sem þeir upprunalega fundu, að var knýjandi nauðsyn. En þegar markinu er náð að því er þá sjálfa varðar, vanmeta þeir ósjálfrátt nauðsyn hins uppruna- lega markmiðs." Þetta er i sam- ræmi við algengt íslenzkt spak- mæli: „Sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur.“ Dæmi félagsmálaráðuneytisins, sem á að sýna muninn á nýrri og eldri lánakjörum mun ég nota hér og bæta við því, sem hinu svokölluðu vísitölufjölskyldu, og gera ráð fvrir, að tekjur hans hafi frá árinu 1964 numið með- altekjum kvæntra verkamanna og iðnaðarmanna. Af efsta hluta tekna hans hafa þá verið tekin í tekjuskatt og útsvar minnst 35%. Dæmi ráðuneytisins gevir nú ráð fyrir tveimur 200 þús. kr. lánum teknum, að þvi er virðist, 1. des. 1964. Annað er til 25 ára með 814% vöxtum og jöfnum ársgreiðslum óvísitölubundnum. Á hitt lánið falla einungis vextir til 1. maí 1965, en þá fer engin afborgun fram. Lánið endur- ' greiðist síðan með 4 % % vöxtum og jöfnum ársgreiðslum á 25 ár- um, þó svo, að þær hækka með hækkandi vísitölum. Að höfuð- stólíinn hækkar líka er rækilega þagað yfir i fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins. (Þeir, sem einhverra hluta vegna hafa þurft að selja íbúðir sínar, eða hafa greitt upp lánið, fara þó i engar grafgötur um þýðingu þess.) Ekki er heldur gerð grein fyrir, hver mismunurinn er varð- andi opinber gjöld. Það er fyrir mér alveg ný hag- speki að við athugun á fjárhag skuli hvorki tekið tillit til skulda byrðar, opinberra gjalda né tekjutaps vegna verkfalla. Það, sem skiptir meginmáli er, að iántakar Byggingarsjóðs rik- isins eru einu skuldunautar þjóð- félagsins, sem geta verið full- vissir um, að skulda- og greiðslu- byrði þeirra vegna ákveðins láns fer stöðugt vaxandi. DÆMI RÁDUNEYTISINS LfTUR ÞANNIG ÚT FULLFRÁGENGIÐ: ELDRI LÁNAKJÖR Afborganir Vextir Lækkun op.gj. Eftirstöðvar kr.: kr.: kr.: kr.: 1. maí 1965 2.637. 6.931— 197.363— 1. maí 1966 2.855— 16.283. 2.426— 194.508.— 1. maí 1967 3.091— 16.047. 5.699— 191.417— 1. mai 1968 3.346, 15.792— 5.616. 188.071— 1. maí 1969 3.622— 15.516. 5.527— 184.449— 1. maí 1970 3.920. 15.217— 5.431, 180.529— 1. maí 1971 4.244— 14.894— 5.326. 176.285— Saintals 23.715.— 100.680,— 30.025.— NÝJU VlSITÖLULÁNIN Greitt Lækkun Eftir- Afborganir Vextir vísit.álag opinb. gj. stöðvar kr.: kr.: kr.: kr.: kr.: 1. maí 1965 3.542.— 44 - 202.460— 1. maí 1966 4.642— 8.500— 736.- 1.255— 209.736— 1. maí 1967 4.840.— 8.303— 2.016. 3.233. 219.742— 1. maí 1968 5.046— 8,097. 2.500— 3.612— 220.746— 1. maí 1969 5.260— 7.883.— 3.282— 3.709— 225.208— 1. maí 1970 5.484. — 7.659— 4.516— 3.908— 234.988— 1. maí 1971 5.718— 7.426— 7.036— 4.261— 259.482— Samtals 30.990.— 51.410,- 20.130,- 19.978.- SAMANBURÐUR Greiðslur alls Lækkun opinberra gjalda Greiðslubyrði Skuld nú Eldri lánakjör: kr. 124.395. 30.025. 94.370.— 176.285.— Nýju vísit.Iánin: kr. 102.530,— 19.978— 82.452— 259.482,— háa ráðuneyti hefur láðst að geta um. Rétt er að halda sig við kvænt- an mann með tvö börn, þ.e. hina Hestur til sölu Til sölu er rauður, 8 vetra gæðingur. Upplýsingar í síma 42968. Skrifstofumaður óskust Vi.jum ráða nú þegar vanan skrifstofumann í skrifstofu vora í Reykjavík. Samvinnu- eða Verzlunarskólapróf nauðsynlegt. Starfið er aðallega fólgið í skýrslugerð og vinnu við I.B.M.- vélar. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist á afgr Mbl fyrir 10. þ. m. merktar: „Skrifstofumaður — 7593". Samkvæmt eldri lánakjörum endurgreiðir lántaki skuld sína með 19.137. kr. á ári næstu 18 ár. Samkvæmt núgildandi lána- kjörum endurgreiðir lántaki skuld sína með 20.178.— kr. á ári næstu 19 ár, ef dagvinnukaup fyrir almenna verkmannavinnu í Reykjavík hækkar ekkert! Munurinn á þessum tveimur lánum er augljós hverjum, sem sjá vill. Greiðslubyrðin ■ sam- kvæmt nýju vísitölulánunum var þegar í vor orðin meiri en sam- kvæmt eldri lánakjörum. Eru þó einungis liðin 614 ár frá því lánin voru veitt. Ef lánakjörunum verður ekki bréytt þegar á þessu ári, verður fróðlegt að sjá, hvernig ástandið verður að ári. Verði hins vegar breyting á til verulegra hagsbóta fyrir lán- taka, tel ég mig hafa haft erindi sem eríiði. Alþýðublaðið heldur þvi fram, að hraktar hafi verið „fullyrðing- ar um okurvexti". Varðandi það atriði er auðveldasta leiðin að láta íslenzka dómstóla skera úr. Reykjavik, 1. júni 1971. Þórir Bergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.