Morgunblaðið - 05.06.1971, Page 22

Morgunblaðið - 05.06.1971, Page 22
22 MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. J0n1 1971 Guðfinna Magnús- dóttir — Minning Faedd 7. júlí 1900. Dáin 31. maí 1971 1 dag, laugardaginn 5. júní er kvödd í Keflavíkurkirkju mæt kona, Guðfinna Magnúsdóttir Þórustíg 4, Ytri-Njarðvík. Guðfinna Magnúsdóttir fædd- ist 7. júlí árið 1900 að Akur- húsum í Grindavík, dóttir Snjá- fríðar Ólafsdóttur sem ættuð var af Kjalamesi og Magnúsar Magnússonar sem ættaður var úr Grindavík. Guðfinna fluttist með foreldrum sinum tveggja ára gömul til Njarðvíkur, ólst þar upp og hefur átt þar búsetu alla tíð siðan. Foreldrar Guð- finnu voru mikil dugnaðar- og sæmdarhjón, Magnús sjómaður lengst af, þrekmaður og verk- laginn, Snjáfríður fíngerð mik- ilhæf húsmóðir og orðlögð hann yrðakona. Guðfinna ólst upp við fremur fátækleg lifskjör systk- inin voru sjö, fimm systur og tveir bræður sem upp komust. Atvinnumöguleikar og lífsaf- koma fólks var önnur í Njarð- vikum upp úr siðustu aldamót- um en þau eru í dag. Guðfinna vandist því snemma hvers konar vinnu sem vinna varð í litlu sjávarplássi, og fáa þekkti ég sem betur hafa borið til hinztu stundar iðjusemi sem aðalsmerki. Guðfinna var bráðþroska, snemma tiguleg kona í hærra lagi, vel á sig komin, viðbrugð- ið fyrir þrek og dugnað til allra verka hvort sem um var að ræða fiskverkun eða fíngerð an saumaskap. Guðfinna giftist 4. oktðber 1924 eftirlifandi manni sínum Júliusi Vigfússyni og bjuggu þau allan sinn bú- skap í Njarðvíkum. Þau eignuð- ust tvö börn, Karólinu og Áma en urðu fyrir þeirri sorg að missa son sinn í samkomuhúss- brunanum í Keflavík 30. desem ber 1935. 1 sonar stað ólu þau upp og ættleiddu elzta dóttur son sinn Árna Júlíusson. Þau t Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð við and- lát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Margrétar Grímsdóttur frá Ketilsstöðum í Mýrdal. Jóna Þorsteinsdóttir, Hjörtur Elíasson, Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Leivur Grækarisson, Unnur G. Þorsteinsdóttir, Gtinnar Stefánsson, Guðjón Þ. Þorsteinsson, Hrönn Brandsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn. eiga nú 6 bamaböm og 5 barna bamabörn. Fyrstu búskaparár- in bjuggu þau hjón að Sjávar- götu hjá föður Guðfinnu, en með einstökum dugnaði þeirra beggja voru þau tveim árum síð ar búin að byggja lítið steinhús sem þau nefndu Hlíð. Hún Finna í Hlið settist ekki þar með í helgan stein, áfram var unnið hörðum höndum, búa þurfti I haginn fyrir framtiðina. Tuttugu árum síðar höfðu þau hjón byggt sér stærra hús, sem einnig hlaut nafnið Hlíð, en sið ar Þórustígur 4. Þar hafa þau búið síðan. Eins og fyrr segir var dugnaður og iðjusemi aðals- merki Guðfinnu, sem margir munu minnast. Við minnumst margra annarra mannkosta og góðs hjartalags. Hún unni öllu fögru og góðu í lífinu og kunni kvenna bezt að búa heimili sitt látlausri hlýju. Umhyggja henn ar fyrir eiginmanni og afkom- endum var sérstök, öll hennar hugsun snerist þar um, og fyrir höfn aldrei spöruð. Kæra tengdamóðir, ég þakka þér alla þina hlýju og vinsemd sem þú sýndir mér frá því fyrst við sáumst. Dóttir þín á margs að minnast, en brestur orð, æskuárin voru indæl og um- hyggja þín fyrir elzta syni henn ar sem þú gekkst í móður stað, verður aldrei fullþökkuð. Við Lína þökkum þér fyrir alla þina ástúð og fómfýsi vegna okkar, barna okkar, og barnabarna og biðjum þér blessunar guðs í nýjum heimkynnum. Tengdasonur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för konu minnar, móður og ömmu, Jóhönnu Einu Guðnadóttur. Matthías Kjartansson, Jóhanna Þorgerður Matthíasdóttir, Matthildur Ólafsdóttir, Vilhjálmur Einar Georgsson. t Hjartans þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar, Guð blessi ykkur öll. J6n Guðmundsson frá Molastöðum. t Móðir mín og tengdamóðir, HALLGRlMA GlSLADÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. 6. 1971, klukkan 3.30. Hanna og Jón S. Helgason. — Sr. Sigurður Framh. af bls. 11 menntaskólakennari, Agnar Nor land skipaveirkfræðinigur og Sverrir Norland rafmagmsverk- fræðingur. Að manni sínum látnum hélt Helga áfram búi í Vík, til árs- ins 1919, að hún seldi jörð og bú og flutti til Reykjavíkur. Keypti þá sr. Sigurður ættarjörð sina og átti hana síðan. Eftir að hann flutti sjálfur suður, nokkru sið- ar en hann lét af prestskap, dvaldi hann ætíð i Vík á sumr- in, kom norður á vordögum er snjóa leysti oig hvarf ekki á burt fyrr en vetur hafði haslað sér völl að haustnóttum. Tryggð hans við ættargarð sinn var órjúfandi, enda fagurt víða á Vatnsnesi, ekki sízt i Hindisvík, þótt með tvennu móti sé. Þegar norðanáttin geisar haust og vet- ur og brimið svarrar um bjarg og drang og þeytir löðri á land upp, er grimmúðuga tign og feg- urð að líta. Á hinn bóginn er friðsælt og vorfagurt í Hindisvík, þegar miðnætursólin varpar rauðgul'lnum bj'arma á hafflötinn, lognkyrr aldan leik- ur við stein og jörðin og böm hennar hvilast. Eins var frið- sælt um ævikvöld sr. Sigurðar, þessa annars sérstæða og um margt stórbrotna manns, sem brimaldan hafði oft svarrað um án þess að hann haggaðist, frem- ur en Bjargið á Vatnsnestá. Sr. Sigurður Norland var hár maður á vöxt og þrekinn vel, hinn myndarlegasti að vallar- sýn, burðamaður og göngugarp ur mikill. Hann var alþýðlegur í háit'tum, kurieis í fram- komu, fróður með ájgætum og skemmtilegur í viðræð- um, heima og heiman. Söngvinn og söngelskur, var lagið tíðum tekið er gesti bar að garði. Leið þá tíminn skjótt við söng og viðræður. Ekki var sr. Sigurður útausandi á fé sitt, þekkti hann glöggt að oft hafði þjóðin liðið skort og tíðast ekki haft meir en málungi matar. Mun bomum því hafa fundizt hverjum skylt að halda vel á sínu. Eigi að siður hélt hann stórar veizlur, að höfðingja- sið til forna og sparaði þá ekki til. Sýnir þetta, ásamt fleiru, hin traustu tengsl hans við for- tíðina og höfðingslundin var rík, á foma vísu. Sr. Sigurður Norland var góð um gáfum gæddur og minnið af- burða traust. Málamaður var hann góður, sérstaklega voru fornmálin honum hugstæð, sér í lagi grisk tunga, enda einhver færasti griskumaður hérlendis. Lét hann innritast til grisku- náms í Háskólanum, kominn yfir eða um sjötugt. Mun það eins- dæmi. En það heyrði ég eftir honum haft, að ekki hefði hann lært nema eitt orð er hann kunni ekki áður skil á og hafði þó hinn ágætasta kennara. Er af því auðsætt að enginn var hann aukvisi á þessu sviði. Þá var hann prýðilega fær í enskri tungu og orti ljóð á því máli. Lagði hann fyrir sig ljóðagerð og þó varla fyrr en á miðjum aldri. Gaf hann árið 1965 út Ijóðabók sina, Nokkur kvæði og vísur, 164 blaðsiður að stærð. Hélt hann sig við hefðbundin form isilenzkrar ljóða- og vísna- gerðar, enda enginn tízkumaður á því sviði, fremur en öðru. Sr. Sigurður Norland, var í hópi þeirra sem síðast útskrifuð ust frá prestaskólanum gamla. Var það vorið 1911. Vígð- ist hann fyrst aðstoðarprestur til sr. Sigurðar Sívertsen að Hofi í Vopnafirði en fékk síðan veitingu fyrir Tjarnarpresta- kalli á Vatnsnesi, sem harrn þjónaði alla tíð, eða til vorsins 1955, er hann lét af prestskap, utan fjögur ár sem hann var prestur til Landeyjarþinga með búsetu á Bergþórshvoli. Emb- ættisstörf sín rækti hann af samvizkusemi. Fór jafnan fót- gangandi til messugjörða og lét lítt veður eða torleiði hamla ferðum flesta helgidaga. Sat hann á eignarjörð sinni, Hindis- vík, prestskaparár sín hér á Vatnsnesi oig átti því að heiman að sækja til kirkna sinna. Húsvitjunarferðir fór hann árlega. Ræður sinar byggði hann upp af nákvæmni og hélt sig að þeim texta sem tiltekinn var. Orðvar var hann í tali sínu um hvern mann, svo leitun mun á, jafnt þótt einhverjir erfiðieikar væru til staðar. Það var ekki ætlun mín, að skrifa ítarlega um sr. Sigurð látinn, eða rekja til hlít- ar æviþráð hans, enda ekki til þess fær. Hann var sérstæður persónuleiki, maður, sem ekki gleymist auðveldlega þeim, sem hann þekktu. Ógiftur var hann, en hafði ráðskonur. Lengst hef- ir verið hjá honum Ingibjörg Blöndal frá Tungu á Vatnsnesi er annaðist hann vel er kraftar hans þrufu. Sr. Sigurður segir í litlu kvæði sínu „Norður yfir“: Út á Vatnsnes er ég kominn, ýmsan þekki stíg. Þeir sem eiga hérna heima heilsa upp á mig. Nú er hann kominn út á Vatnsnes, síðustu ferðina. Við gömlu sóknarbömin hans erum þakklát að geta heilsað upp á hann í síðasta sinn og kvatt hann að leiðarlakum. Við þökk- um starfið, við þökkum allar góðar og glaðar stundir, við þökkum órofa tryggð við ættar- ból og ættar-sveit, við þökkum allt í blíðu og stríðu. Við biðj- um að lokum guð og góðar dísir að blessa ferð hans til fegurri heima og minningu hans meðal okkar. Guðjón Jósefsson Ásbjarnarstöðum. 1 dag verður gerð frá Tjörn á Vatnsnesi útför séra Siigurðar Norland. Með homum hverfur af sjónarsviðinu svipmikill per- sónuleiki. Séra Sigurður var fæddur 16. marz 1885 og var þvi orðinn 86 ára, er hann lézt í Landiakotsspíitala fimmtudaginn 27. maí s.l. Hann var sonur Jóhannesar bónda og kaup- manns og kanu hans Hellgu Bjömsdóttur í Hindisvík á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Þar var séra Sigurður fæddiur. Hann tók sér ættamafnið Nor- land. Séra Sigurður Norland var prestur á Tjörn á Vatnsnesi með búisetu i Hindisvik í 43 ár ut- an fjagur ár, er hann var í Landeyjarþingum í RangárvaMa- sýslu. Honum var heimabyggðin kær. Þar vildi hann una sína daga, og eftir að hann hætti prestskap fyrir aldiurs sakir, þá hélt hanm áfram að búa á fæð- imgarsfað sínum. Séra Sigurður Norland verð- ur okkur minnisstæður, sem þekktum hann. Hann var prúð- ur í ailri fraragöngu, fommann- legur ásýndum og með svipmik- ið yfirbragð. Hann var oft á fundum presta. Ræða hans var fiutt af róliegri yfirvegun og að vel aithuguðu máli. Hann var skáld gott. Eitt af því fegursta, sem ort hefir verið um Akureyri, er eftir hann. Þegar hann yrkir kvæðið, er hann staddur á Vaðlaheiði og harfir yfir bæinn: Höfðingleg bókagjöf Rlateyri, 2. júní. HJÓNIN Kristín S. Arnaéóttir og Sveinb.jöm Jónsson, Vallar- braut 16, Sottjarnarnesli færðu hreppsnefnd Flateyrarhrepps og MosvaJlahrepps sameiginlega að gjöf ijósprent af handritum fom um af Flateyjarbók og Konnngs t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför Jófríðar Jónsdóttur frá Ljárskógum. Þorsteinn Matthíasson, synir, tengdadætur og sonahörn. bók Sæmundar Eddu. í gjafa- bréfi, sem bókunum fylgdi stendur: „Óþarft er að rekja sögu sjálfra hawidritanna eða tengsl þeirra við Önfirðinginn Brynjólf Sveinsson. Jón Finnsson í Flat- ey gaf Brynjólfi Flateyjarbók og margir Önfirðingar geta talið sig í frændsemi við þessa mætu menn“. Ennfremur segjast hjón in tilbúin að greiða smíði á sýn ingarkasaa undir hækumar. Þeas má geta að Sveinbjörn hefur áður gefið bókasafni barna skólans á Fiateyri á 3. þúsund bindi af barnabókum, og héraðs- bókasafninu hefur hanin einnig gefið bækur. Önfirðingar þakka þeim hjónnm þessar höfðinglegu gjafir. Sveinbjörn er Önfirðingur, sonur Jóns bónda Sveinssonar á Hvilft. — Kristján. „VaJdi stað með víðsýn fríða V aðlaiheiiðnr hr úti Horfði á þína höfn og skóga hús og grænu tún,“ segir hann í kvæðinu o-g nefnir Akureyri: Höfuðiborg hdns bjarta norðurs. Kvæðið setur hann á bekk með góðskáildum þjóðarinnar, og hið sama að segja um margt annað, sem hann orti. Séra Sigurður orti á öðr- um tungumáJium t.d. ensku. Hann var tutn.gumálamaður og sífefflt að auka við þekkingu sína „studiasus perpetuus". Á gamals aldri settist hann aftur á skólabekk og þá í Háskólan- um til þess að læra meira. Hann fór sinar eigin göeur. Séra Sigurður var um langt árabil þártttakandi í félagssam- tökum presta á Norður- landi. Flyt ég honum hinztu kveðju og þökk frá Prestafélagi Hóliastiftis. Guð blessi minningu hans. Pétur Sigurgori.r.sson. t Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð við fráfall og jarðarför Sesselju Stefánsdóttur frá Höfðabrekku, Vestmannaeyjum. Ásbjörg Jónsdóttir, Jón Einarsson. t Innilegustu þakkir til ykkar allra, er auðsýndu samúð við andlát og útför okkar elsku- lega eiginmanns og fóstur- föður, Sigurðar Bachmanns Jónssonar. Kristín Þorgrímsdóttir, Anðnr Valtýsdóttir Gallagher. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför Karls Stefánssonar frá Neskaupstað. Aðalsteinn Karlsson, Steinunn Margrét Túmasdóttir, Sesselja Jóhannesdóttir og systkin hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.