Morgunblaðið - 09.06.1971, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1971
17
Mikill hug-nr er í mönmim
austur í Vík í Mýrdal lun að
koma á fót nýjum fyrirtækj
um til að veita uppvaxaindi
kynslóð atvinnu. Unga fólk-
ið hefur löngum orðið að
flytjast á brott, þar sem það
hefur ekki fengið störf við
sitt hæfi. Um langan tima má
segja að svo til eiiniu atvinnu-
veitendomir í þorpinu hafi
verið kaupfélagið og Verzlun
arfélagið.
Horft til Víkur af sjó — Reynisdraingar fremst.
Þ>urfum að fullvinna
vörurnar heima í héraði
Rætt við Sigurð Nikulásson sparisjóðsstjóra í Vík í Mýrdal
Morg'unblaðið hefur hitt að
máli Sigurð Nikulásson,
sparisjófSsstjóra Sparisjóðs
Vestur-Skaftafelissýslu i Vik,
og spurt hann um hagi fölks
og héraðs. Sigurður sagði:
— 1 Hvamimshreppi búa lið
lega 500 manns, þar af eru
um 380 í Vík. Ibúafjöldinn
hefur staðið í stað um árabil
og má skýringar m.a. leita í
helzta vandamáli okkar, sem
er að útvega vaxandi kyn-
slóð atvinnu og gera henni
kleift að búa hér. Menntun
araðstaða er ekki góð, að-
eins skyldunámsskól'i, svo að
unglingarnir verSa að sækja
alla frekari menntun út úr
sýsiiunni.
—■ Húsnæðisskorturinn há-
ir okkur mest í skólamálun-
um, en öll kennsla fer nú
fram i félagsheimilinu Leik-
skálum. Hreppurinn er nú
með í athugun byggingu
skólahúss og ef af fram-
kvæmdum verður ætti að
rofa til með menntun ungl-
inganna heima fyrir.
GÓÐ AFKOMA
— Afkoma fólks hér í Vík
er almennt góð og atvinnu-
leysi er ekki til staðar, þótt
aukning atvinnu fyrir ungl
ingana sé mikið vandamál,
eins og áður er minnzt á.
—- Af verklegum fram-
kvæmdum hér í sumar má
nefna, að hreppurinn mun
láta steypa aðalgötuna I þorp
inu. Kostnaðaráætliun er 2.6
milljónir króna og er frágang
ur gangstétta talinn með. Þeg
ar heíur verið lokið við und
irbúningsvinnu að mestu,
t.d. holræsagerð.
— Öíl holræsi og gangstétt
arhiellur eru steyptar i þorp-
inu í steypustöð hneppsins,
sem keypt var fyrir einu og
hálfu ári. Við hana störfuðu
allt að 5 manns þegar bezt
lét. Má geta þess, að rör og
helliur hafa verið seldar til
annarra staða innan sýslunn-
ar og utan.
VELTAN /i MILUIAROUR
— Af framikvæmdum má
nefna að Sparisjóður Vestur-
Skaftafellssýslu hefur ný-
lega byggt yfir starfsemi sina
og hefur starfsaðstaða gjör-
breytzt til hins betra og um-
svif sparisjóðsins aukizt.
— VeLta spariisjóðsins var
tæpur hálfur milljarður
króna á sl. ári og er það ekki
svo lítið í ekki mannfleiri
sýslu. Umsetningin fyrstu 4
mánuði þessa árs er um 150
milljónir kr. eða 30% meiri
en á sama tíma 1970. Það er
því auðsýnt, að vöxtur spari
sjóðsins heldur áfram, þar
sem fyrsti ársfjórðunguri.nn
er lang veltulægsti timi árs-
ins.
— 1 nýbyggingu sparisjóðs
ins eru sýsluskrifstofurnar á
efri hæðinni, svo og sýslu-
bókasafnið og lessalur þess.
Ölil starfsaðstaða bókasafns-
ins hefur gjörbreytzt, þvl áð
ur voru bækurnar geymdar í
kössum sökum húsnæðis-
skorts.
— Árið 1970 var mjög hag
stætt fyrir sparisjóðinn. Inn-
lánsaukning var 14 miHjónir
kr. eða um 25%. Bein innláns
auknirug hefur ekki fyrr orð
ið svo mikil. Um síðastliðin
áramót voru heildarinnlán
rúmar 70 milljónir króna. Út-
lánsaukning á sl. ári var 1.5
milljónir kr. eða 3%. Veru-
legur hagnaður varð af
rekstri sparisjóðsins eða 875
þúsund kr. án afskrifta.
'__, !
Nýbygging spairisjóðains í Vík.
Sigurður Nlkulásson.
NÝ ATVINNUFYRIRTÆKI
-— Verzl'unarféLag Vestur-
Skafitfellinga hyggst fullgera
hið nýja verzlunarhús sitt á
næstunni og mun öll starfsað
staða þess baitna verulega við
það. Verzlunarfélagið og
Kaupfélag Vestur-Skaftfeli-
inga eru stærstu vinnuveit-
endur sýslunnar.
— Vegna vandkvæða á að
útvega unga fóLkinu atvinnu
ákváðu nokkrir einstaklingar
hér í Vík að kanna mögu-
leika á að vinma vörrur úr því
hráefni, sem fellur til í land-
búnaðarhéraði. Var ákveðið
að koma á fót prjónastofu og
hefur hún nýlega hafið til-
raunaframleiðslu. Almenn-
ingshlutafélag vax stofnað
um prjönastofuna og var þátt
taka sýslubúa mikil. Áætlað
hlutafé er 2 millj. kr. Sem
stendur fer bráðabirgða-
stjórn með rekstur prjóna-
stofunnar. Formaður henn-
ar er Einar Oddsson, sýsLu-
maður, en sparisjóðurinn hef
ur tekið að sér daglegan
rekstur og bókhald fyrst um
sinn að tiLmæLum stjórnarinn
ar.
— PrjónavéLar voru keypt-
ar frá Þýzíkalandi og hefur
húsnæði fengizt í gömlum
verZlunarhúsum Verzlunarfé
lagsins. 1 prjónastofunni
starfa nú 6 manns, en áætlað
er að starfslíðið teljl 14
manns, þegar framleiðslan er
komin í fullan gang. Það er
ekki svo lítil aukning á
vinnumarkaðimum hér. Þetta
samsvarar því, að 2.800
manns hefðu íengið atvinnu
í Reykjavík.
— Nökkrir einstaklingar
hér hafa og í undirbúningi
stofnun saumastofu sem á að
veita 5—7 manns atvinnu.
Mikill áhugi er hjá heima-
mönnium um að kanna frek-
ari möguleika á atvinniubót-
um.
BJÖRT FRAMTÍÐ
— Margir hér binda mikl-
ar vonir við aukna ferða-
mannaþjónustu, sérstaklega I
sambandi við opnun hringveg
ar um Landið, þ.e. þegar lok
ið er vegagerð til Hornaf jarð-
ar. Sú hugmynd hefur kom-
ið fram, að hér í Vik verði
byggð „mótel", en stofnkostn
aiður við þau er miiklu minni
en við hótel.
— Ég hef mikla trú á fram-
tið héraðsins. Hér verður
þjónustumiðstöð eftir til-
komu hringvegarins, svo og
á Kirkjubæjarklaustri. Aðal
atvinnuvegur i sýslunni er
landbúnaður og verður svo
um langa framtíð, enda er
hér víða búsældarlegt.
— 1 framtiðinni verður sú
stefna vafalaust ofan á að
fullvinna landbúnaðarvör-
umar þar sem þær eru fram-
leiddar, en flytja ekki hráefn
ið til vinnslu í Reykjavík
eins og nú er gert. Við þurfum
að fullvinna vörurnar heima í
héraði. Ég tel, að heimamenn
eigi að reka vinnslufyrirtæk
in sjálfir, en nauðsyniegt er
að þeir fái til þess tæknilega
og fjárhagslega aðstoð.
— Fjarlægur draumur okk
ar er bygging fiskihafnar
við Dyrhólaey. Einhver auð-
ugustu fiskimið landsins eru
hér við ströndina, en engin
höfn er á svæðinu frá Horna
firði til Vestmannaeyja. Hér
er því ekki aðeins um at-
vinnumái að ræða, heldur
einnig öryggismál. Bygging
fiskihafnar hér kostar ekki
meira en andvirði 1—2 sæmi
legra stórra skuttogara.